Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 1
28 SÍÐUR 6. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Chou látinn Símamynd AP BRATTELI ræðir við Nordli eftir að hafa tilkynnt Stórþinginu að hann ætli að segja af sér. □ ------------------------□ SJAGREIN ABLS. 12 □ ------------------------□ Peking, 9. jan. Reuter. AP. CHOU En-lai, einn valda- mesti maður Kínverja um aldarfjórðungs skeið, lézt í Peking i dag úr krabba- meini eftir langa sjúk- dómslegu. Hann var 78 ára gamall. Líklegasti arftaki Chous er talinn vera Teng Hsiao-peng, fyrsti varaforsætisráðherra. Það vekur hins vegar athygli frétta- skýrenda að á lista með nöfnum fulltrúa í útfararnefnd Chous er nafn Tengs fjórða í röðinni en nafn keppinautar hans, Wang Hung-wens, upprennandi leiðtoga frá Shanghai, númer tvö. Mao er efstur á blaði og kona hans fimmta i röðinni en sá þriðji í röðinni er aldinn forystumaður, Yeh Chien-yinh. Upprennandi leiðtogi er sjötti, Wei Kuo-ching. 1 Washington er ekki talið að lát Chous hafi áhrif á tilraunir Bandaríkjastjórnar til að bæta sambúðina við Kínverja. Á það er bent að Chou hafi ekki getað gegnt raunverulegu forystuhlut- verki síðan hann veiktist fyrir 15 mánuðum og síðan hafi Kinverjar haldið áfram þeirri stefnu að bæta sambúðina við Bandarikin og boðið Henry Kissinger utan- Bratteli hættir í dag herra nýju stjórnarinnar verði Ösló, 8. janúar. NTB. TRYGVE Bratteli forsætisráðherra sagði I Stórþinginu f dag að konungi yrði afhent lausnarbeiðni rikisstjórnarinnar á rfkisráðsfundi á morgun. Bratteli mun þá ráðleggja konungi að fela Odvar Nordli, formanni þingflokks Verkamannaflokksins, að mynda nýja rfkis- stjórn. Gert er ráð fyrir að stjórnar- mánudagskvöld og að nöfn ráð- myndunin verði falin Nordli á morgun. Stjórn Brattelis situr áfram til bráðabirgða þar til Nordli tekur við embætti for- sætisráðherra f næstu viku. Stjórnarskiptin fara væntanlega fram á miðvikudag eða fimmtu- dag. Skipun ráðherraembætta verður rædd á fundum í mið- stjórn Verkamannaflokksins á laugardag og sunnudag. Skýrt verður frá niðurstöðum mið- stjórnarfundarins á fundi landstjórnar flokksins á mánu- dagsmorgun. Eftir landstjórnar- fundinn kemur þingflokkurinn til fundar að fjalla um stjórnar- myndunina. Búizt er við að Nordli leggi ráð- herralista sinn fyrir konung á birt á blaðamannafundi f þinginu seinna um kvöldið. Stór- Bratteli forsætisráðherra heldur blaðamannafund í stjórn- arráðinu í Ösló í dag þegar hann hefur afhent lausnarbeiðni sína. CHOU EN-LAI Okyrrð verkamanna ógnar Juan Carlosi Madrid, 8. janúar. Reuter — AP. VAXANDI ólgu gætir meðal spænskra verkamanna og vinnu- deilur ógna hinni nýju stjórn Juan Carlosar konungs. Rúmlega 14.000 verksmiðju- starfsmenn f Madrid lögðu niður vinnu í dag, kröfðust launahækk- ana og lýstu vfir samstöðu með starfsmönnum neðanjarðarjárn- brauta sem hafa verið I verkfalli I þrjá daga. I kvöid beitti lögregla táragasi til að leysa upp hóp verkamanna sem efndu til mótmælaaðgerða í iðnaðarhverfinu Gatafe í útjaðri Madridar. Hermenn hafa verið kallaðir út til að halda tveimur neðanjarðar- brautum af sjö gangandi en um- ferðaröngþveiti skapaðist á göt- um Madridar f morgun þegar fólk reyndi að komast til vinnu. Rúmlega 2.000 verksmiðju- starfsmenn hafa lokað sig inni í Framhald á bls. 27 ríkisráðherra og Ford forseta til Peking. Teng, hinn hugsanlegi eftir- maður Chous, er talinn ein- dreginn stuðningsmaður þeirrar stéfnu að auka samskiptin við Bandarfkin og hefur haft á hendi daglega stjórn sfðan Chou veikt- ist. Hann nýtur eindregins stuðn- ings Mao Tse-tungs formanns, sem hefur afsalað sér miklu af völdum sinum í hendur Tengs undanfarið. Framhald á bls. 27 Mögnuð orrusta í Beirút Beirút, 8. janúar. AP. Reuter. GEYSIHÖRÐ orrusta geisaði f dag í austurhluta Beirút og átökin breiddust út um alla borgina. Svartur reykjamökk- ur grúfði vfir broginni og óttaslegið fólk flúði hundruðum saman úr háum fjölbýlishúsum f hverfum þar sem barizt var hús úr húsi. I Washington gagnrýndi bandaríska utanríkisráðu- neytið tsrael og Sýrland harð- lega í dag fyrir að hóta ihlutun í borgarastríðinu i Líbanon. Sýrlenzki utanríkisráðherr- ann, Abdel Halim Khaddem, hefur sagt að Lfbanon verði innlimað í Sýrland ef reynt verði að skipta landinu og ísra- elski landvarnaráðherrann, Shimon Peres, hefur sagt að ef svo fari muni tsrael gera við- eigandi ráðstafanir. Framhald á bls. 27 Kosningar ? Róm, 8. janúar. Reuter. ITALSKIR kommúnistar geta aukið fylgi sitt verulega ef efnt verður til nýrra kosninga nú og lfklegt er að stjórnarkreppan sem nú er hafin leiði til nýrra kosn- inga að sögn stjórnmálafréttarit- ara I Róm f dag. Sjónvarpsmyndin sýndi freigátuna aðeins 1 fjarska BREZK blöð segja ftarlega frá árekstri varðskipsins Þórs og brezku freigátunnar Andro- medu og slá upp myndinni af atburðinum, sem var tekin um borð f Andromedu, en fjalla þó ekki um málið í leiðurum. I sjónvarpsfréttum BBC og ITV f gærkvöldi voru sýndar myndir frá atburðunum en hins vegar sást Andromeda aðeins f fjarlægð og Helgi Agústsson sendiráðsritari sagði f viðtali við Mbl. f gær- kvöldi: „Ég varð fyrir von- brigðum." Hann sagði að glöggur áhorfandi hefði mátt ráða f hvað gerðist en frétta- gildi útsendinganna hefði ekki verið mikið fyrir Islendinga. öll blöðin skýra frá þvf að tslendingar haldi þvf fram að Andromeda hafi af ásettu ráði siglt á Þór og að brezka land- varnaráðuneytið haldi þvf fram að fumkenndur siglingamáti fs- lenzka varðskipsins hafi valdið árekstrinum. Robert Fisk segir f The Times (óháð blað) að brezki landvarnaráðherrann, Roy Mason, telji atburðinn bersýni- lega „vfsvitandi árás á brezkt skip án tillits til mannslffa". Fisk bætir við: „Svo fast hélt brezki flotinn við það að árekst- urinn væri ekki honum að kenna að landvarnaráðuneytið sendi sfmamyndir af atburð- inum til flestra stórblaða f London. Þær væru teknar frá Andromedu bakborðsmegin.“ Patrick Keatley segir f Guardian (frjálslynt blað) að þetta hafi verið „harðasti áreksturinn sfðan þorskastrfðið byrjaði 14. nóvember". Hann hefur eftir fslenzka sendiráð- inu f London að brezka frei- gátan hafi vfsvitandi valdið árekstrinum með þvf að slengja skutnum aftan f hlið Þórs og segir að sendiráðið hafi bætt við: „Brezki flotinn er að reyna að koma varðskipum okkar f slinp". Keatley segir: „t London var þessum yfirlýsingum tekið með reiði sem var blandin furðu f Þannig sögðu brezku blöðin frá atburðunum úti af Austurlandi. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.