Morgunblaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976
15
sem nú er, en gerf ráð fyrir bvggingu á flugstöð (neðarlega til hægri) vestan öskjuhlíðar, aðstöðu
fyrir Landhelgisgæslu milli brautanna (neðarlega á miðri mvnd) og aðstöðu fvrir einkaflugvólar
(ofar og norðan austur-vesturbrautar), þar sem Flugfélag Islands hefur nú afgreiðslu. Sýnd er
möguleg lenging á tveimur brautum, en stutta brautin mundi þá stvttast í hinn endann. A kortinu sést
Hlfðarfótarvegur vestan öskjuhlfðar og breytt lega Hringbrautar, sem ekki hefur enn verið endanlega
ákveðin.
Staða Reykjavíkurfliig-
vallar óbreytt
til ársins 1995
ALYKTUN skipulagsnefndar
Reykjavfkurborgar, þar sem
lagt er til að staða Revkjavfkur-
flugvallar í skipulagi borgar-
innar verði f meginatriðum
óbreytt út næsta aðalskipulags-
tfmabil, sem lýkur 1995, verður
væntanlega afgreidd f borgar-
ráði f dag og sfðan á borgar-
stjórnarfundi 15. janúar. 1
ályktuninni telur skipulags-
nefnd ekki raunhæft að
ákvarða legu nýrrar flugbraut-
ar I stað núverandi austur-
vestur-brautar, en flugmála-
stjórn hafði faríð fram á að
gerð yrði ný austur-
vestur-braut, sem yrði skekkt
frá þvf sem nú er. Þróunar-
stofnun og skipulagsnefnd hafa
lengi unnið að athugun á fram-
tfð flugvallarins f borginni og
er þetta niðurstaðan. Er
reiknað með að innanlands-
flugið haldi áfram að vera rek-
ið frá Reykjavíkurflugvelli á
skipulagstfmabilinu fram til
1995 og leyft að bvggja nauð-
synlega flugstöð á svæðinu
vestan Öskjuhlfðar, norðan
Nauthólsvfkur og sunnan Flug-
turnsins.
Alyktun skipulagsnefndar
var lögð fram í borgarráði 30.
des, en hún hafði verið sam-
þykkt á fundi skipulagsnefndar
22. desember, þegar fjallað var
um skipulag Reykjavíkurflug-
vallar vegna endurskoðunar
aðalskipulags borgarinnar. 1
greinargerð og ályktun frá
Ólafi B. Thors, Garðari
Halldórssyni og Magnúsi Jens-
syni, sem samþykkt var, segir:
„Eitt megin verkefni Reykja-
víkur, svo sem vikið verður að í
texta með aðalskipulagi, er að
vera miðstöð samgangna lands-
ins. Að því er flug varðar er
Reykjavíkurflugvöllur miðstöð
innanlandsflugs. A það ber að
leggja áherzlu, að millilanda-
flug verði hér eftir sem hingað
til rekið frá Keflavíkurflug-
velli, enda hefur sú ráðstöfun
dregið verulega úr ónæði því,
sem flugvöllurinn veldur í
borginni. Skipulagsnefnd telur,
að það séu hagsmunir Reykja-
víkur að halda flugvelli innan
borgarlandsins og þeir hags-
munir vegi meir en ókostir, sem
fylgja daglegri flugvallarstarf-
semi. Jafnframt vekur skipu-
Iagsnefnd athygli á, að ekki
virðist unnt að álíta, að önnur
staðsetning flugvallar i eða við
borgarlandið sé raunhæf að svo
stöddu. Kannanir á stöðum
fyrir nýjan flugvöll í stað
Reykjavíkurflugvallar hafa
aðallega beinst að Álftanesi og
Kapelluhrauni. Flugvöllur á
Álftanesi var með ráðherraúr-
skurði dæmdur úr leik á sínum
tíma, og rannsókn Leifs
Magnússonar á flugvallarmögu-
leikum í Kapelluhrauni frá
1970, sýnir 4—11% Iélegri
nýtingu miðað við veðurfar þar
en á Réykjavíkurflugvelli.
Ekki hafa verið gerðar
nákvæmar rannsóknir á öðrum
tillögum að flugvallarstæðum.
Umræður í skipulagsnefnd
hafa því einskorðast við skipu-
lag Reykjavikurflugvallar við
Skerjafjörð, sem innanlands-
flugvöll fyrir höfuðborgarsvæð-
ið, út næsta aðalskipulagstima-
bil eða næstu 20 ár.
Knýjandi þörf er fyrir nánari
skipulagsákvörðun varðandi
Reykjavikurflugvöll og afstöðu.
hans til nærliggjandi svæða en
tekin var við samþykkt og stað-
festingu gildandi aðalskipu-
lags. Fyrir því eru þessar
ástæður helztar:
1. Hætta á auknu misræmi
milli flugvallarins og byggðar í
næsta nágrenni hans. 1 þvi sam-
bandi er hér endurritaður b-
kafli á síðu 6 i greinargerð
Flugmálastjórnar frá 9. des.
s.l.:
„Flugmálastjórn ítrekar þá
skoðun, að frá öryggissjónar-
miði er ávallt æskilegt að byggð
verði sem fjærst flugbrautar-
endum, enda hafa tillögur um
framtíðarskipulag Reykja-
víkurflugvallar að verulegu
leyti tekið mið af þessu sjónar-
miði. I reglugerð, er heil-
brigðisráðherra gaf út 8. febr.
1972, segir I gr. 204,3: „Bannað
er að byggja íbúðarhús í
nágrenni flugvalla í aðflugs-
stefnu flugbrauta." Við fram-
kvæmd þessa ákvæðis þarf að
sjálfsögðu að meta aðstæður og
þörf hverju sinni, svo og að
skilgreina nánar orðin
„nágrenni" og „aðflugsstefnu".
Hins vegar telur flugmála-
stjórn ekki æskilega þá ætlun
heilbrigðisyfirvalda að byggja
hluta stærsta sjúkrahúss lands-
ins undir aðflugs og brottflugs-
fleti flugbrautar 07/25 aðeins
440 m frá fyrirhuguðum
lendingarþröskuldi.“ Sýnt er,
að auk þeirrar aðalskipulags-
ákvæða, sem nú er stefnt að, er
brýn þörf á ítarlegu og vel sam-
ræmdu deiliskipulagi og skil-
málum, þar sem kveðið er á um
uppbygginguna.
2. Aðkallandi uppbygging á
flugvellinum, svo að hann geti
gegnt hlutverki sinu, sem aðal-
flugvöllur i innanlandsflug-
vallakerfi landsins.
Vandi skipulagsnefndar er
ekki hvað sist í því fólgin að
taka afstöðu til hinna ýmsu til-
lagna að nýrri flugbraut í stað
núverandi austur-vestur flug-
brautar 14/32 og vega og meta
kosti þeirra og galla frá
öryggissjónarmiði og skipulags-
legu, bæði að þvi er varðar
hagsmuni flugsins og hagsmuni
borgarinnar. Við úrlausn þessa
vandamáls er jafnframt tekið
tillit til framkvæmdaáætlunar
Flugmálastjórnar um úrbætur
á vellinum, svo og líklegs fjár-
magns á skipulagstímanum.
Ennfremur er haft í huga, að
hugsanlegt er að forsendur geti
á þessu tímabili breyst, jafnvel
að því er varðar staðsetningu
vallarins.
Markmið skipulagsnefndar
er að Reykjavíkurflugvöllur
verði þannig úr garði gerður, að
hann, á hverjum tíma, uppfylli
sem bezt öryggissjónarmið og
hlutverk sitt sem innanlands-
flugvöllur höfuðborgarsvæðis-
ins.
A. Alvktun skipulags-
nefndar.
1.0 Með vísan í 4.0 lið með-
fylgjandi greinargerðar, telur
skipulagsnefnd ekki raunhæft
að ákvarða legu nýrrar flug-
brautar í stað núverandi
austur-vestur-flugbrautar
14/32, en mun á aðalskipulags-
tímabilinu taka afstöðu til
erinda Flugmálastjórnar um
endurbætur á flugbrautum
Reykjavíkurflugvallar og
hugsanlega lengingu þeirra, ef
slík berst, enda telur nefndin
æskilegt að létta á umferð um
braut 02/20. Jafnframt vill
nefndin halda opnum mögu-
leikum á nýrri austur-
vestur-braut (fjörubraut) ef
slík braut yrði síðar talin nauð-
synleg.
Því ályktar skipulagsnefnd
að staða Reykjavikurflugvallar
i skipulagi borgarinnar verði i
megin atriðum óbreytt út aðal-
skipulagstímabilið, sem lýkur
1995.
1.01 Gætt verði þess, að
mannvirkjagerð utan flugvalla-
svæðisins, skerði ekki frekar en
komið er nýtingarhæfni flug-
brautar 07/25 og alls ekki
öryggissvæði flugbrautar
02/20.
1.02 Staðsetning flugskýla og
flugstöðvabyggingar, er miðuð
við ákvæði 1. og 2. gr. þessarar
ályktunar og sýnd á uppdrætti
þróunarstofnunar, merktum
nr. 2. desember 1975.
2.0 Skipulagsnefnd felur
embætti borgarverkfræðings
að gera tillögu að deiliskipulagi
og skilmálum fyrir flugvallar-
svæðið samkvæmt framan-
sögðu. I sliku skipulagi komi
skýrt fram hæð mannvirkja
utan sem innan flugvallar-
svæðisins með tiliiti til
hindrunarflata flugbrauta og
flugstefnu.
Alyktun þessarar bókunar
samþykkt með þrem ákvæðum
gegn engu.“
Helgi Hjálmarsson sendi
bréflega inn sérbókun, þar sem
hann kvaðst greiða atkvæði
með skekktri flugbraut og
borgarverkfræðingur lét bóka
að hann teldi þessa tillögu um
flugbrautir siðri en tillöguna
sem flugráð hefur mælt með.
Aiþýðubandalagsmennirnir
Sigurður Harðarson og Þor-
björn Broddason lýstu yfir I
sinni bókun að þeir teldu að
engar breytingar beri að
heimila á legu núverandi flug-
brauta, né byggingu nýrra,
enda verði stefnt að því að
skipulagstimabilinu að flug-
völlurinn verði lagður niður á
núverandi stað undir lok skipu-
lagstímabilsins. Og Guðmundur
G. Þórarinssyni sýndist i sinni
bókun að nauðsynlegt mundi
reynast á skipulagstimabilinu
að breyta flugbrautum á
Reykjavíkurflugvelli til að
auka öryggi og kvaðst þá telja
skekkta braut æskilegri en svo-
nefnda fjörubraut.