Morgunblaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976 13 Jóhann Gunnar Benedikts- son tannlœknir sextugur Vinur minn og frændi, Jóhann Gunnar Benediktsson tannlæknir á Akureyri er sextugur í dag. Hann er fæddur á Húsavík, Norður-Þingeyingur og Þing- eyingur í ættir fram. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Margrét Ásmundsdóttir bónda á Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi Jónssonar væn kona og atorku- söm sat m.a. lengi f stjórn Kven- félags Húsavikur, og Benedikt Björnsson skólastjóri. Hann var fæddur á Bangastöðum. Faðir hans var sonur Magnúsar Gott- skálkssonar á Fjöllum og í móður- ætt af Víkingavatnskyni, niðji Sveins á Hallbjarnarstöðum. Benedikt var brautryðjandi og lífið og sálin í skólamálum Húsvíkinga um langt skeið, skóla- stjóri Barnaskólans og rak fyrsta unglingaskólann þar sem einka- skóla um hríð. Hann skrifaði ágæta íslenzka málfræði og þótti frábær kennari, sérstaklega í íslenzku og sögu ekki sfzt tslands- sögu. Minnast gamlir nemendur þeirra stunda með hlýju og var Fer Katla Jarðskjálftarnir miklu norður í Kelduhverfi hafa sett hroll að mönnum, eigi aðeins þar nyrðra, . heldur er nú uggur í mönnum um land allt. Það er að vísu ekki ný bóla, að jarðskjálftar verði í Kelduhverfi, en ekki fara sögur af þvf að þeir hafi nokkru sinni staðið jafn lengi og nú. í Kelduhverfi eru engar eld- stöðvar og aðeins óverulegur jarð- hiti á stöku stað. En sunnan við heiðarlöndin eru fornar eldstöðv- ar, eins ogt.d. Þeistareykjabunga, sem einhverntíma hefir ausið úr sér firna miklu hrauni, sem flóð hefir yfir meginhluta heiðarinn- ar. En þetta hefir gerzt fyrir þúsundum ára, því að hraun þetta er einhver gróðursælasti staður á öllu landinu, allt vaxið skógi og þroskamiklum gróðri, og víða er djúpur jarðvegur. Þetta land ber önnur merki elds umbrota, þvf að það er allt sprungið sundur og hrikalegar gjár eru þar víða hlið við hlið og hafa stefnu frá suðvestri til norð- austurs. Þarna hafa og stórar spildur lands sigið niður um marga metra. Gjárnar má rekja inn á öræfi og enginn veit hve langt inn f landið sprungurnar muni ná. Jarðskjálftar þarna stafa aðallega af missigi, þegar rimur milli gjánna lyftast eða lækka. En átökin, sem valda slíku missigi, geta verið langt f burtu. Árið 1755 urðu miklir jarð- skjálftar á Tjörnesi og f Keldu- hverfi. Þá hrundu 13 bæir til grunna í grennd við Húsavík. Þar á meðal var prestsetrið Húsavík og kirkjan þar hrundi líka. Þetta skeði 11. september, og sprakk jörð þá víða, en stórskriður féllu úr fjöllum og bjarghrun mikið. Rak svo hver jarðskjálftalcippur- inn annan fram undir mánaða- mót. Þeirra varð ekki vart f Mývatnssveit. Hinn 17. október tók svo Katla að gjósa og stóð það gos fram f ágúst árið eftir. Engin önnur elds- umbrot urðu nærri jarðskjálfta- svæðinu um þær mundir. Sumum kom því til hugar, að umrót í iðrum jarðar undir Kötlu mundu hafa valdið jarðskjálftunum. — Húsfriðun Framhald af bls. 8 verið hefur svo að viðhalda megi sem bezt þessum þætti íslenzkrar menningarsögu. Þótt friðun mannvirkja eins og náttúrufriðun eigi sér ekki langa sögu hér á landi, eru þetta málefni, sem nú fara sigurför um allan heim. Verndun umhverfis- ins er einhver háværasta krafa okkar tíma. Kjörorð Húsfriðunar- ráðstefnunnar á Islandi 1975 voru fólgin í ljóðlínum Einars Bene- diktssonar. „Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft upp í framför, hafið og prýtt. Að fornu skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“ Benedikt þó ekki samur maður síðustu árin vegna sjóndepru sem ágerðist. Hann var vinsæll og naut trausts; var í hreppsnefnd um aldarfjórðung og lengst af oddviti. Benedikt var ágætur smásagnahöfundur og skrifaði undir dulnefninu Björn austræni. Eftir hann komu út: Milli fjalls og fjöru 1910 og Andvörp 1922. Auk þess þýddi hann Eitur eftir Kielland 1903 og mun vera eini Islendingurinn sem ráðizt hefur í það þrekvirki að snúa verkum þess skáldjöfurs yfir á íslenzka tungu. Heimili þeirra Benedikts og Margrétar var þekkt að rausn og gestrisni og þótti fjörmikið, enda barnahópurinn stór: tvær systur, Ragnheiður Hrefna, nú látin, og Sólveig Kristbjörg kennari, fv. skólastj. við Kvennaskólann á Blönduósi, og bræður fimm: Ás- björn, nú látinn, Jóhann Gunnar, Ölafur útsölustjóri ÁTVR á Akur- eyri, Sigurður nú látinn, síðast að gjósa? Sé þessi tilgáta rétt, þá mætti jafnvel búast við Kötlugosi nú. Katla gaus seinast 1918, en nú „hefir hún haft yfir“, að því er jarðfræðingar segja. Þeir voru farnir að búast við gosi þar fyrir 8—10 árum. Hefir verið fylgst með henni allan þennan tíma, í þeirri von, að hún geri boð á undan gosinu, svo að unnt reynist að afstýra stórslysum. Það er engin fjarstæða að elds- umbrot í iðrum Kötlu geti valdið jarðskjálftunum fyrir norðan, þótt langt sé á milli. Á þetta er drepið hér — til þess að hvetja menn til að hafa vakandi auga á Kötlu nú á næstunni. . A — Matvælavopn Framhald af bls. 14 búnaðarmála, ef koma á aukinni hagkvæmni til leiðar. En breytingar á samyrkju- kerfinu, sem er ein af undir- stöðum sovétkerfisins í heild, verða að vera liður f víðtækari áætlun um efnahagslegar og pólitískar umbætur, sem valda- mennirnir í Kreml óttast eins og pestina. — Bókmenntir Framhald af bls. 11 undurtæra málfar höfundar þessarar bókar næði að spegla hverja hugarhræringu, allt frá tignustu hrifni til hinnar kát- broslegustu kímni. Hrifni Björns á náttúrunni íýsir sér á fjölmörgum síðum þessarar bókar. Ég læt svo þessu greinarkorni lokið með alvöru- þrunginni áminningu hans til landa sinna — og kfmnisögu, sem ég tel að eigi fáa sína líka. Björn segir í lok stórbrotinnar lýsingar á Grábrókarhrauni: „Undur Grábrókarhrauns eru ekki eingöngu fólgin í kynjamyndum. Mjög víða eru fagrir hraunbollar og smáflatir alsettar fögrum skrautblómum. En ferðamaður, gakk þú var- lega og prúðmannlega um þessa unaðsreiti. Jarðvegurinn er þarna eins og víða á íslandi ákaflega viðkvæmur og þolir ekki mikla umferð. Og það get- ur eyðilagzt á einum degi, sem aldirnar hafa skapað." Svo er það kímnisagan. Björn hefur hana eftir Kristófer Jóns- syni, bónda á Hamri í Borgar- hreppi. Sagan er svona: Einu sinni var Kristófer staddur á bæ í Norðurárdal. Gerði þá þrumuveður mikið, og var fólk hálfhrætt og kvíðið. Þá sagði Kristófer: „Einu sinni var ég staddur í húsi í Reykjavík. Þá gerði þrumuveður miklu meira en þetta. Einhver hafði í ógáti skilið útidyrahurðina eft- ir opna, svo að þruman komst inn og alla leið inn f stofu. Þar ætlaði hún allt að brjóta og bramla. Þá opnaði ég glugga og rak hana út. Hún varð fegin að sleppa." Gunnar eru mjög samhent og samrýnd og eiga óvenju fallegt heimili, sem ber vitni um lista- smekk þeirra. Þar er ávallt opið hús, mjög gestkvæmt og nætur- gestir stundum margir. Margrét dóttir þeirra er gift Arnari Einarssyni kennara og eiga þau tvö börn, Jóhann Gunnar og Ernu Margréti. Auk þess hafa Halldóra og Jóhann Gunnar að mestu alið upp Ásgeir Sverrisson, systurson Halldóru, nú í M.A., og Ingimar Jóhannsson fiskeldis- fræðingur ólst að einhverju leyti upp á heimili þeirra. Ég get ekki slegið svo botninn í þessa afmæliskveðju til vinar míns og frænda, að ég láti undir höfuð leggjast að þakka þeim hjónum báðum margvíslegan per- sónulegan stuðning og óskylduga ræktarsemi á liðnum árum. I huga mínum verða þau ætið með- al þeirra, sem bjóða af sér beztan þokka, þeirra, sem ég hef kynnzt. Halldór Blöndal. að þau felldu hugi saman ein þeirra systra, Halldóra, og hann, og hélt hún til móts við hann til Svíþjóðar, eftir að hann hafði far- ið utan til tannlæknanáms, og giftust þau þar. Jóhann Gunnar varð svo kandídat frá Háskóla Is- lands 1951 og fluttist til Akureyr- ar. Vann hann fvrst hjá Kurt Sonnenfeld, rak um hríð tann- læknastofu með Baldvin Ring- sted, en hefur lengst af rekið sjálfstæða tannlæknastofu á Akureyri. Jóhann Gunnar er ríkum eðlis- kostum búinn. Hann er vinmarg- ur og vinfastur, félagslyndur og hefur yndi af útiveru, mikill lax- veiðimaður. I glöðum hóp er hann hrókur alls fagnaðar, hefur sér- stakan og hárfínan húmor og get- ur brugðið fyrir sig eftirhermu. Hann er alvörumaður og má ekkl vamm sitt vita. Hann er vinsæll og góður tannlæknir og þykir sanngjarn í verðlagningu. Þau hjón Halldóra og Jóhann forstjóri Osta- og smjörsölunnar í Reykjavfk, og Guðmundur ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu. Einkum þótti þess mega vænta af þeim bræðrum f uppvextinum að þeir kysu frekar að vera þar nærri sem við tíðind- um mátti búast eða saklaust spé var haft í frammi. Jóhann Gunnar var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1938 Hann var óráðinn í, hvert framhaldið skyldi verða; lagði fyrst stund á læknisfræði en síðar viðskiptafræði i Háskóla Islands um skeið, en sú fræðigrein átti ekki við hans lunderni. Þá brá hann sér norður á Iand til Þórs- hafnar og réðst til Karls Hjálm- arssonar og kaupfélagsins þar. Um þær mundir var hús þeirra hjóna Oddnýjar Árnadóttur og Ingimars Baldvinssonar eitt mesta rausnarheimili þar um slóðir og vfðfrægt fyrir margar og glæsilegar heimasætur. Það átti fyrir Jóhanni Gunnari að liggja,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.