Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976
Sighvatur hættir sem
ritstjóri Alþýðublaðsins
SIGHVATUR Björgvinsson hefur
ákveðið að láta af störfum sem rit-
stjóri Alþýðublaðsins strax og gengið
hefur verið frá ráðningu eftirmanns
hans. Sighvatur segist hafa tekið
þessa ákvörðun þegar » byrjun yfir-
standandi þings og segir ástæðuna
vera þá, að ritstjórastarfið sé svo
bindandi að það geti ekki farið
saman við annir þingmanns fyrir
kjördæmi úti á landi. Uppsögn hans
standi þannig ekki I neinu sambandi
við nýgert samkomulag milli Reykju-
prents og útgáfufélags Alþýðublaðó-
ins um sameiginlegan rekstur Vfsis
og Alþýðublaðsins, enda kveðst Sig-
hvatur hafa verið annar fulltrúa Al-
þýðuflokksins er stóðu að gerð þessa
samkomulags.
„Jú, það er rétt, að ég hef ákveðið
3 verzlanir
kærðar fyrir
verðlagsbrot
VERÐLAGSSTJÖRI hefur ný-
lega kært þrjár verzlanir i
Reykjavik fyrir verðlagsdómi.
Að því er Sverrir Einarsson,
sakadómari tjáði Morgunhlað-
inu, er hér um að ræða eina
tízkuverzlun, eina skraut-
munaverzlun og eina bílavara-
hlutaverzlun.
Þá er að mestu búið að yfir-
heyra fyrir verðlagsdómi í
sambandi við kæru verðlags-
skrifstofunnar á hendur Meist-
arasambandi byggingamanna
fyrir að hafa ofreiknað ákvæð-
isvinnutaxta. Kvað Sverrir
verðlagsskrifstofuna nú vera
að yfirfara ýmsar þeirra upp-
lýsinga er fram komu í yfir-
heyrslunum.
að láta af störfum sem ritstjóri Alþýðu-
blaðsins á næstunni," sagði Sighvatur
í samtali við Morgunblaðið I gær ..Ég
tilkynnti raunar þessa ákvörðun mina
strax í þingbyrjun I haust eða I
kringum miðjan október til þáverandi
útgefanda Alþýðublaðsins og forráða-
manna flokksins Ástæðan er einfald-
lega sú, að ég komst að raun um það á
fyrsta þingi minu í fyrra, að það er
eiginlega gersamlega ómögulegt að
samræma annars vegar þingstörf fyrir
kjördæmi úti á landi og hins vegar
starf af því tagi sem er að vera ritstjóri
blaðs, þar sem maður þarf alltaf að
Ijúka ákveðnum verkum á ákveðnum
dögum Til þess er það of bindandi."
Sighvatur var þá spurður að því
hvort uppsögn hans stæði þá í engu
sambandi við samkomulagið milli Visis
og Alþýðublaðsins, sem áður er getið
„Það er siður en svo," svaraði Sig-
hvatur, „þvi að ég hef verið annar
þeirra manna sem var valinn af útgáfu-
félagi Alþýðublaðsins til að gera
þennan samning Það eru sem sagt ég
og Ásgeir Jóhannesson sem gerum
þennan samning fyrir hönd útgáfu-
félagsins og við mælum með þvi, bæði
við útgáfustjórnina og flokksstjórn að
hann verði samþykktur Það er þannig
fjarri lagi að hér sé um einhver mót-
mæli af minni hálfu að ræða," sagði
Sighvatur Hins vegar kvað hann allt
óráðið enn hver tæki við starfi hans
sem ritstjóri blaðsins, þar eð það mái
hefði verið lagt til hliðar meðan verið
var að ganga frá samkomulagi þessu
en nú yrði það tekið upp að nýju.
Þá kvaðst Sighvatur vilja koma þvi á
framfæri vegna ummæla Sveins
Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Dag-
blaðsins, þar sem látið væri í það skína
að Reykjaprent hefði tekið að sér
skuldir Alþýðublaðsins, eða með öðr-
um orðum að það liti út eins og
Reykjaprent hefði keypt atkvæði
Alþýðublaðsins innan Blaðaprents með
Framhald á bls. 27
BÆJARSTJÓRN Njarðvlkur kom saman til fyrsta fundar þriðjudaginn 6. jan. 1976 kl. 17:00.
Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Ingvar Jóhannsson 1. varaforseti Ingólfur Aðalsteinsson og 2.
varaforseti Aki Gránz. Staðfest var ráðning Alberts K. Sanders sem bæjarstjóra.
I tilefni tfmamóta f sögu sveitarfélagsins var samþykkt að veita fé til stofnunar tveggja sjóða. Ein
milljón krónurtil stofnunar Lista- og menningarsjóðs Njarðvfkurbæjar og ein milljón kr. til stofnunar
Hjálparsjóðs til að veita íbúum Njarðvíkur aðstoð, ef slys eða óvænt áföll ber að höndum.
A myndinni eru frá vinstri: Aki Gránz, Ingólfur Aðalsteinsson, Arndfs L. Tómasdóttir, Ingvar
Jóhannsson forseti bæjarstjórnar, Albert K. Sanders bæjarstjóri, Hilmar B. Þórarinsson, Ölafur 1.
Hannesson, Oddbergur Eirfksson.
Andromeda hefti för
Árna Friðrikssonar
FREIGATAN Andromeda reyndi að trufla siglingu rannsóknaskipsins
Arna Friðrikssonar RE-1I0 f gærmorgun undan Norðausturlandi.
Hætti freigátan ekki ögrunum sínum fyrr en eitt af varðskipunum
fslenzku Ægir, hafði mótmælt kröftuglega. I gærmorgun voru 42
brezkir togarar á veiðum við landið, á svæði frá Sléttu suður á
Vopnafjarðargrunn. Af þessum fjölda var 21 togari á veiðum, 3 voru á
siglingu og 18 létu reka. Atti Landhelgisgæzlan enga skýringu á hvers
vegna togararnir létu reka, helzt þá að þeir væru orðnir svo hræddir
við varðskipin og ennfremur Arna Friðriksson sem þarna var við
loðnuleit.
eins og fjandinn sjálfur við skip,
sem engin ástæða væri til að
halda að væru varðskip. Með
þessu háttalagi brytu þeir þær
grundvallarreglur um athafna-
Framhald á bls. 27
Hjálmar Vilhjálmsson, leiðang-
ursstjóri á Arna Friðrikssyni,
sagði þegar Morgunblaðið hafði
Sunna fær ferðaskrif-
stofuleyfið að nýju
SAMGÖNGURAÐUNEYTIÐ hefur
ákveðið að falla frá fyrri ákvörðun
sinni um að svipta Ferðaskrifstofuna
Sunnu ferðaskrifstofuleyfi, en eins
og Morgunblaðið greindi frá I gær
hafði samgönguráðherra það til at-
hugunar. I fréttatilkynningu ráðu-
neytisins í gær kemur fram, að upp-
haflega ákvörðunin var tekin með
tilliti til niðurstöðutalna efnahagsyf-
irlits fyrir Ferðaskrifstofuna Sunnu
hinn 30. nóvember sl. sem „ráðu
neytið hafði ekki ástæðu til að ætla
annað en byggja mætti á," eins og
segir í tilkynningunni.
Morgunblaðið hafði samband við
Halldór E Sigurðsson, samgönguráð-
herra, og spurði hann nánar um þetta
atriði Sagði ráðherra, að I bréfi því er
endurskoðandi Sunnu hefði lagt fram,
kæmi í Ijós að sumt af þeim skuldum,
er ráðuneytið byggði ákvörðun sina á,
hefðu ekki tilheyrt ferðaskrifstofunni
heldur færzt á milli flugfélagsins Air
Viking og Sunnu Ráðherra sagði enn-
fremur, að það sem fyrst og fremst
hefði vakað fyrir ráðuneytinu með upp
haflegri ákvörðun sinni um að svipta
Sunnu leyfi, hefði verið að láta reyna á
það hvort ferðaskrifstofan gæti staðið
við þær ferðir sem hún hefði verið búin
að láta viðskiptavini borga ínn á Þær
ferðir væru nú allar afstaðnar og hing-
að til hefði enginn kvartað við ráðu-
neytið. „Við töldum okkar hlutverk
vera fyrst og fremst að tryggja hags-
muni þessa fólks sem þarna var búið
að borga inn á ferðir og stöðva það að
aðrir færu að borga inn á ferðir skrif-
stofunnar nema vissa væri fengin fyrir
þvi að ferðaskrifstoan gæti haldið starf-
seminni áfram " Ráðherra kvaðst þann-
ig fullyrða, að hin upphaflega ákvörð-
un hefði ekki verið gerð í neinu fljót-
ræði
Fréttatilkynningin er annars svo-
hljóðandi:
Svo sem kunnugt er taldi ráðuneytið
rétt hinn 8. des. s.l., eins og sakir þá
stóðu, að afturkalla ferðaskrifstofuleyfi
Sunnu h.f frá og með 15 janúar
1976, þó þannig að ferðaskrifstofunni
var heimilað að Ijúka þeim ferðum,
sem hæfust á tlmabilinu
Þessi ákvörðun var tekin með tílliti til
niðurstöðutalna efnahagsyfirlits fyrir
Ferðaskrifstofuna Sunnu h.f. 30 nóv
s.l., sem ráðuneytið hafði ekki ástæðu
til að ætla annað en byggja mætti á.
Framhald á bls. 27
samband við hann, að það hefði
verið á áttunda tímanum í gær-
morgun, að þeir á Arna hefðu
komið að hópi brezkra togara,
sem hefði verið að veiðum 40—45
sjómílur undan Hraunhafnar-
tanga. Freigátan Andromeda F-57
hefði strax komið að Arna Frið-
rikssyni og lýst skipið upp.
— Við héldum okkar striki, sem
var í NNA og freigátan fylgdi á
eftir. A tíunda tímanum fór frei-
gátan skyndilega að hindra för
okkar í þessa átt með því að sigla
meðfram okkur og lítið eitt fram
fyrir og slá síðan af. Urðum við
hvað eftir annað að snúa frá.
Þannig þvældist freigátan fyrir
okkur í nokkurn tima. Við vorum
orðnir leiðir á þessu og höfðum
samband við varðskip. Skipherra
þess talaði hressilega við yfir-
mann freigátunnar. Yfirmenn
Andromedu svöruðu á móti og
sögðu, að þeir hefðu haldið að við
værum varðskip og sögðu að við
hefðum sagt það sjálfir. — Ekki
veit ég hjá hverjum þeir heyrðu
það. Hins vegar voru einhverjir
togaraskipstjórar að segja að við
værum varðskip.
Þá ragði Hjálmar, að það væri
leitt til þess að vita, að Bretar létu
Vantar fjár-
veitingu til
frágangs á
tækjum í Þór
— ÞAÐ ER mikill munur á
hvað nýju varðskipin eru
miklu sneggri á allan hátt en
varðskipið Þór, og til þess
liggja margar ástæður, sagði
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, þegar
Morgunblaðið hafði samband
við hann í gær og spurði hann
hvort mikill munur væri að
krafti og lipurð varðskipanna
þegar freigátur revndu ásigl-
ingar.
Pétur Sigurðsson sagði, að ef
Þór væri t.d. borinn saman við
Tý bæri fyrst að nefna að vél-
arafl Týs væri miklu meira og
Týr væri með mun stærra
stýri, sem leggja mætti hart
borð í borð, og ennfremur
bógskrúfu. Þá voru Týr og Æg-
ir með skiptiskrúfu en Þór og
Óðinn ekki, þannig að breyta
mætti skurði skrúfublaðanna
á nokkrum sekúndum, sem
Framhald á bls. 19
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar
EFTIR að rfkisstjórn tslands hafði tilkynnt til
hvaða aðgerða hún hygðist grfpa vegna atburðanna á
Austfjarðamiðum í fyrradag, hafði Morgunblaðið
samband við alþingismennina Benedikt Gröndal,
Karvel Pálmason og Lúðvfk Jósepsson og bað þá að
lýsa skoðun sinni á þessum aðgerðum. Fara svör
þeirra hér á eftir.
unni sé þess eðlis, að við eigum
hvort tveggja að gera, að auka
við okkur skipakost til gæzlu-
starfa a.m.k. með 3 togurum, og
sýna Bretum þannig hvert við
erum að fara og að trufla enn
frekar en orðið er veiðar
þeirra. Og í öðru lagi eigum við
að grípa til þeirra hótanna, sem
við vitum fullvel að myndu
hrífa. Á ég þar við að tilkynna
Atlantshafsbandalaginu og
bandaríska herliðinu á Kefla-
víkurflugvelli, að verði 'orezk
herskip ekki farin úr íslenzkri
fiskveiðilögsögu innan einnar
viku, þá segjum við okkur úr
Lúðvík
Jósepsson
sagði: Um
aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar
hef ég það að
segja, að ég er
óánægður með
þessi viðbrögð,
þau eru þó
betri en ekki
neitt — en
ófullnægjandi eins og allar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar
enn.
Það er mín skoðun, að það
sem þegar hefur gerzt í deil-
Lúðvfk
NATO og lokum NATO-
stöðinni á íslandi.
Mín skoðun er sú, að við
þurfum að grípa til aðgerða af
þessu tagi og stöðva þannig
aðgerðir Breta. Hitt er tiltölu-
lega lítils virði að senda menn á
fundi eða kalla menn heim til
að ræða við ráðamenn hér.
Að sjálfsögðu léti ég fylgja
þessu stjórnmálaslit við Breta.
Benedikt Gröndal sagði: Mér
finnst að það hafi gefizt tilefni
til þess að við grípum til nýrra
aðgerða, af því að það er aug-
Ijóslega ætlun Breta að
skemma varðskipin þannig, að
þau geti ekki gegnt hlutverki
sínu og framkoma brezka flot-
ans er margfalt brot á öllum
lögum og reglum.
Alþýðuflokkurinn hefur lýst
því yfir, að við munum styðja
hvers konar mótaðgerðir, sem
að gagni mega koma og við
erum því samþykkir þessum
aðgerðum ríkisstjórnarinnar
svo langt sem þær ná.
Við teljum
að Atlantshafs-
bandalagið sé
líklegasti vett-
vangurinn til
þess að ná
árangri.
öryggisráðið
hefur frekar
áróðursgildi,
enda hafa
Bretar þar
sjálfir neitunarvald og er því
ekki að vænta neinna
samþykkta þaðan.
Það virðist nú á valdi brezku
ríkisstjórnarinnar hvort hún
heldur þessum hætti áfram og
stofnar þannig til óhjákvæmi-
legra slita á stjórnmálasam-
bandi.
Benedikt
Karvel Pálmas,
sagði: Okkur
var skýrt frá
þessu í dag og
teljum sjálf-
sagt að sýna
ítrustu hörku í
sambandi við
svona aðferðir
og vegna þess
að það er greinilegt að Bretar
hafa í raun og veru farið út
fyrir það sem deilan snýst um.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar
eru auðvitað eðlileg miðað við
það sem á undan er gengið. Þá
er það Ijóst, að þarna hafa Bret-
ar farið út í aðgerðir til þess að
hindra eðlilegar siglingar varð-
skipa og einnig rannsókna-
skipa. Ég lít því á þetta sem
fyrstu viðvörun af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, ekki sízt til Atl-
antshafsbandalagsins. Og mitt
álit er að slík viðbrögð hefðu
mátt koma fyrr.