Morgunblaðið - 09.01.1976, Side 3

Morgunblaðið - 09.01.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976 3 Björn Jónsson, forseti ASÍ: „Hef von um friðsamlega samninga” — ÞAÐ ER hiklaust mfn skoðun að ekki náist saman í þeim samningum sem nú standa yfir nema til komi talsverðar kaupbreytingar. Hækkunin fer eftir því hve miklar stjórnmálalegar aðgerðir rfkisstjórnin gerir samhliða samningum, og telja má jákvæðar fyrir verkafólk, sagði Björn Jónsson forseti Alþýðu- sambands tslands f samtali sem Morgunblaðið átti við hann í gær um viðhorf í samningamálum og fleira. — Það eru búnar að standa yfir viðræður með hléum frá því í byrjun desember s.l., sagði Björn, og það verður að viður- kennast, að -núna þegar þær hafa staðið í mánuð hefur eng- inn áþreifanlegur árangur náðst, við höfum engin tilboð í hendinni. Annars eru þessir samningar býsna flóknir og því ekki óeðlilegt að þeir taki lang- an tíma en því eru auðvitað takmörk sett hve lengi samn- ingaviðræður geta staðið og nú verður að verða breyting á. Meðal annars þess vegna höfum við hvatt félögin tii að afla sér verkfallsheimilda. — Nú hafs sérkröfur sett svip á þessa samningagerð. I hverju eru þær fólgnar? — I þeirri óðaverðbólgu sem verið hefur undanfarin ár hef- ur reynzt æ erfiðara að verjast því að kauphækkanir étist upp jafnharðan og af þeirri ástæðu m.a. reynum við nú að ná fram kröfum sem eitthvað hald er í fyrir verkafólk og eru jafn- framt ekki verðbólguhvetjandi. Mjög margar sérkröfur hafa komið fram hjá hinum einstöku verkalýðsfélögum og hafa aðal- samninganefnd og baknefnd tekið það út, sem við teljum að eigi að vera sameiginlegt tak- mark og okkar aðalsérkröfur. Má þar nefna kröfur um hækk- aðar fjárhæðir slysa- og dánar- bóta, óskert kaup í slysa- og atvinnusjúkdómatilfellum og nokkur atriði í sambandi við orlofslögin. I því sambandi vilj- um við t.d. að orlofssjóðsgjald verði greitt af öllu kaupi en ekki af dagvinnukaupi einu og að ósótt orlofsfé renni til verka- lýðsfélaganna til að koma upp orlofsaðstöðu fyrir launþega. Þá förum við fram á að atvinnu- rekendur greiði 'A% af öllu kaupi í fræðslusjóði. Krafa er um að öll eftirvinna falli niður á föstudögum og helgarvinna verði því aðeins greidd á nætur- vinnukaupi. Kröfur eru um aukin réttindi starfsmanna, þannig að starfsmenn haldi áunnum réttindum innan eins árs frá uppsögn og að réttindi haldist ef menn flytjast milli atvinnurekenda í sömu starfs- grein. Þetta eru helztu punkt- arnir sem við höfum tek- ið út úr kröfum hinna ein- stöku hópa en hóparnir hafa eftir sem áður rétt til að ræða við sína viðsemjendur um einstaka kröfur og eru slíkar viðræður einmitt að fara í gang núna samhliða aðalviðræðunum. Get ég nefnt sem dæmi, að einstaka hópur gerir kröfur um að laugardagar verði teknir inn í orlofið. — Hvað þýða þessar sérkröf- ur miklar hækkanir í prósentum? — Það hefur ekki verið reiknað út, en ég tel að ef Iitið er þannig á málið sé ekki um umtalsverðar hækkanir að ræða. Sumir af þessum liðum hafa ekki i för með sér neina útgjaldaaukningu fyrir at- vinnurekendur og aðrir lítil út- gjöld. — Alþýðusambandið lagði fram á sínum tíma fyrir ríkis- stjórnina tillögur í 14 liðum. Hvaða undirtektir hafa þær fengið? — Tillögurnar hafa verið ræddar á tveimur fundum með ríkisstjórninni. Það hafa ekki komið endanleg svör við neinni af tillögunum en jákvæðar undirtektir hafa orðið við sum- um. Þá eru sumar tillögurnar í sérstakri skoðun. Má í því sam- bandi nefna að sérstök nefnd þriggja sérfræðinga er nú að endurskoða lífeyrissjóða- og tryggingakerfið en við leggjum mikla áherzlu á það atriði svo og stofnun lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn. Það er orðið ákaflega brýnt að lífeyris- sjóðirnir og tryggingarnar geti gegnt sínu meginhlutverki sem er að veita öryrkjum og öldruð- um eðlileg eftirlaun. Þessu hlutverki hafa lífeyrissjóðirnir ekki getað sinnt vegna verð- bólgunnar og þeir sem hafa fengið lán úr sjóðunum eru þeir einu sam hagnast, hljóta verðbólgugróða. Þessir sér- fræðingar eiga að stilla upp fræðilegum valkostum og vona ég að það verði ekki löng bið á þvf að hún ljúki störfum, því málið er mjög aðkallandi. Ríkis- stjórnin hefur sýnt þessu máli áhuga og við myndum meta það ákaflega mikið ef lausn fengist. Annað atriði sem við leggjum mjög mikla áherzlu á er trygg atvinna. Við höfum vissar áhyggjur af að atvinnuleysi verði í vetur. 1 tengslum við þetta höfum við m.a. rætt um að losað verði um þau höft sem eru á því að veita lánsfé til rekstrar fyrirtækja og lækkun vaxta. Við vitum um að mörg fyrirtæki, sem annars standa traustum fótum, hefur skort rekstrarfé og ef þessu heldur áfram getur svo farið að þau verði að draga saman seglin og þar með er atvinnuleysi boðið heim. Þá vil ég hér nefna atriði sem við teljum vega þungt á metunum, og á ég þar við af- nám sjálfvirkra verðhækkana sem oftast fylgja í kjölfar kaup- hækkana verkafólks, svo sem hækkun búvöruverðs, en þessi sjálfvirka verðhækkunar- maskína er mjög verðbólgu- hvetjandi auk þess sem hún ódrýgir þær kauphækkanir sem verkafólk hefir fengið. Þá hef- ur það einnig verið þannig undanfarin ár, að opinberir starfsmenn hafa fengið kaup- hækkanir í kjölfar hinna al- mennu samninga. Við viljum breytingu á þessu þannig, að opinberir starfsmenn fái samn- ingsrétt og kaupgjald verði óháð þeim breytingum sem verða á launum verkafólks. Loks vil ég svo nefna það atriði, sem við leggjum einna mesta áherzlu á en það er að draga úr verðbólgunni, en hún hefur á undanförnum árum leikið verkafólk verr en aðra. — Ef ríkisstjórnin fellst á 14-punktana í meginatriðum, hvaða kauphækkun getur ASl þá sætt sig við? . — Við myndum að sjálfsögðu meta það mjög mikils, t.d. ef næðust samtök um að draga úr hraða verðbólguskrúfunnar. En verðbólgan verður alltaf einhver, svo kauphækkanir þurfa að koma til ef verkafólk á að hafa við henni og hvað þá ef það á að hafa betur. En i þessu sambandi get ég ekki nefnt neinar ákveðnar tölur. — En ef ríkisstjórnin hafnar meginhluta af punktunum 14, hver telur ASl að kauphækkun þurfi að vera? — Eftir því sem við fáum minna út úr viðræðunum við stjórnvöld, þá hlýtur það að leiða til þess að við leggjum meira kapp á kauphækkun. Þetta er lakari kostur en hann verðum við að taka ef við eigum ekki annars úrkosta. En ég vil ítreka það hér, að þótt stjórn- völd komi til móts við okkur verður samt sem áður að koma til kauphækkun og í þessum efnum verður að verða stefnu- breyting hjá atvinnurekendum, en þeir hafa lýst því yfir að Framhald á bls. 19 Tognun bergsins á sprungusvæðinu í Kelduhverfi merkilegt rannsóknarefni FREMUR lltið var um jarðskjálfta nyrðra I gærdag. Þó kom einn nokkuð snarpur kippur I Grimsey um kl. 9.06 I gærmorgun. sem mældist rúmlega 4.1 stig á Richter og einnig fundust nokkrir minni skjálftar I Axarfirði. Mest kvað að skjálfta um kl. 13.38, sem mældist 3.6 stig og skjálfta kl. 17.52 er mældist 3.9 stig. Að sögn Páls Einarssonar. jarðeðlis- fræðings hjá Raunvlsindastofnun, þykir jarðskjálftinn við Grlmsey merkilegur, þar eð þar er um annað sprungusvæði að ræða en það I Axarfirði og á Mývatnsöræf- um. Grimsey er að visu þekkt jarð- skjálftasvæði og vart varð þar við skjálfta áður en gosið hófst i Leir- hnjúki á dögunum Skjálftinn í gær er talinn hafa átt upptök sin litið eitt austan við eyjuna en hinir fyrri áttu upptök sin norðvestan við eyjuna Að sögn Páls er hugsanlegt að sam- band geti verið milli skjálftans við Grimsey og hræringanna undanfarið i Kelduhverfi. þar eð ekki er talið óhugsandi að þessi tvö sprungubelti tengist einhvers staðar i Axarfirði Að því er sr. Sigurvin Ellasson á Skinnastað, fréttaritari Morgun- blaðsins simaði i gær, hefur annars verið fremur rólegt þar um slóðir síðustu daga Veður hefur verið kyrrt og sr. Sigurvin hefur heyrt þungan nið i fjarska og minniháttar ölduhreyfingar hafa fundizt. Sprungur eru enn að gliðna. Meiri skemmdir á húsum hafa verið að koma í Ijós, t.d hafa milliveggir i félagsheimilinu i Kelduhverfi sprungið Enn eykst vatnshæð við bæinn í Skógum, liklega um 2,5 sm i fyrrinótt og vandræði mikil að hljótast af þeim. Þá náði Morgunblaðið tali af Kristjáni Sæmundssyni, jarðfræð- Stærsti skjálftinn í gær við Grímsey Kort þetta hefur Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingur, dregið upp og sýnir það sprungukerfið nvrðra þaðan sem það liggur úr Mývatnssveit og út í Axarf jörð. ingi, en hann hefur undanfarna daga verið við rannsóknir á Kröflu- svæðinu. Hann kvað engár veru- legar breytingar hafa átt sér stað á þeim slóðum. Við Leirhnjúk virðist öll virkni þverrandi og gossvæðið fer kólnandi, t.d er einungis frosin tjörn þar sem syðsti gígurinn er. Gufu leggur upp annars staðar en engin kraftur i henni að sögn Kristj- áns. Verið er að mæla borholurnar á Kröflusvæðinu um þessar mundir og þrýstingur er komin á borholu í Bjarnarflagi, sem lokið var við í desember en Kristján kvað ekkert óeðlilegt vera þvi samfara FÝSILEGT RANNSÓKNAREFNI Morgunblaðið náði tali af Eysteini Tryggvasyni, jarðfræðingi, og spurði hann nánar út í hræringarnar f Kelduhverfi undanfarið en hann er i hópi þeirra vísindamanna, sem hvað mest hefur rannsakað sprungukerfi hér á landi Bárum við undir hann hvort hér væri ekki um óvenjulegt fyrirbæri að ræða frá sjónarhóli jarðeðlisfræðinnar „Jú, þetta er mjög óvenjuiegt, sérstaklega með tilliti til þess hversu mikið jarðrót hefur átt sér stað á þessum slóðum'' sagði Eysteinn. „Það hafa komið fréttir af þvi að vatn sé að stiga norður á sandinum í Skógum í Axarfirði og ég lit svo á að þarna sé vafalitið um það að ræða að landið hafi sigið og nú sé vatn að fyllast í það. Sigið gæti verið um metri eða svo og er þetta í beinu áframhaldi af siginu sem sést við veginn í Kelduhverfi." Framhald á hls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.