Morgunblaðið - 09.01.1976, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976
Húsfriðunarráðstefnan 1975:
Þjóðareínkenni að finnast meira
til um verk hugans en handanna
*. J tt- . ' • - MERKUR AFANGI
— sagði dr. Knstjan Kldjarn 1 avarpi smu íhúsafriðun
Umhverfismálaráð Reykjavík-
urborgar, Arkitektafélag Islands
og Samband íslenzkra sveitarfé-
laga gengust fyrir ráðstefnu um
húsafriðun í Hátíðasal Háskóla ís-
lands dagana 22. og 23. nóvember
s.l. Ráðstefnan var haldin í sam-
vinnu við Sögufélagið.
Á ráðstefnunni voru haldin 14
ávörp og framsöguerindi, og á eft-
ir hverju þeirra var gefinn kostur
á spurningum til framsögumanns,
auk þess sem almennar umræður
fóru fram í lok ráðstefnunnar.
Ráðstefnuna sátu nær hundrað
þátttakendur víðs vegar af land-
inu.
Birgir Isleifur Gunnarsson,
borgarstjóri f Reykjavík, setti ráð-
stefnuna, en síðan flutti dr. Krist-
ján Eldjárn, forseti íslands,
ávarp. Meðal framsögumanna
voru tveir norrænir sérfræðingar
á sviði húsafriðunar, Vibeke
Fischer Thomsen, arkitekt frá
Kaupmannahöfn og Einar Hedén,
mælt, er í hærri metum en það,
sem vel er gert. íslendingar dýrka
orðsins list um aðra hluti fram, og
hefur það ef til vill valdið nokkru
sinnuleysi um aðra mikilvæga
þætti menningararfsins, svo sem
merkilega húsalist og híbýla-
menningu þjóðarinnar. Húsa-
menningin er þó einn hinn ná-
komnasti lífsþáttur hvers einasta
manns, svo sem eins og holdgró-
inn, hið jarðneska skjól þjóðar-
innar frá kyni til kyns og um leið
svigrúm og vettvangur fyrir sköp-
unarþörf og listgleði.“ Opna þurfi
augu landsmanna fyrir því, að
gamall húsakostur geti verið dýr-
mætur menningararfur, sem
skylt sé að hlúa að, eftir því sem
efni standa til og föng séu á.
Skynsamlegt sé að gera sér það
ljóst, að hvorki einstök hús né
bæjarhverfi verði nokkurn tíma
vernduð án þess að það mæti and-
spyrnu úr einhverri átt. Forseti
íslands lauk máli sínu með því að
I þriðja lagi var rætt um friðun
með þeim hætti að flytja hús af
fyrri stað í safn eins og gert hefur
verið í nokkrum mæli í Reykjavík
með flutningi húsa í Arbæjar-
safn. Slík húsasöfnun var talin
hafa takmarkað gildi og aðeins
eiga við i vissum tilvikum, þegar
um væri að ræða sérstæð hús, sem
ekki hefðu notagildi á uppruna-
legum stað eða ættu að geymast
sem sýnishorn um gamlan
húsbúnað almenningi til upplýs-
ingar og fróðleiks.
Ennfremur var talið nauðsyn-
legt að taka tillit til eldri byggðar,
þegar unnið er að skipulagi, þar
sem byggð er fyrir.
HtJSAFRIÐUN
1 HÖFÐUBORGINNI
Á ráðstefnunni var sérstaklega
gerð grein fyrir varðveizlugildi
gamalla húsa í Reykjavík. Skýrt
Stofnun húsafriðunarsjóðs
snemma á þessu ári var talin
merkur áfangi og verðugt spor f
tilefni húsafriðunarársins. Við-
gerð og varðveizla gamalla húsa
er mjög kostnaðarsöm og lítt
viðráðanleg húseigendum og
einstökum sveitarfélögum.
Stuðningur hins opinbera væri
því æskilegur, til dæmis með
niðurfellingu fasteignaskatts til
sveitarfélags, sé vernduðu húsi
vel við haldið. Talið var æskilegt
að stofnaður yrði nýr lánaflokkur
í húsnæðislánakerfinu til endur-
bóta á húsnæði, sem talið er hafa
varðveizlugildi. Talið var rétt að
auka valdsvið húsafriðunar-
nefndar, sem starfar samkvæmt
þjóðminjalögunum frá 1969, og að
auka starfsfé hennar. Þá kom
fram, að friðun verði ekki aðeins
bundin við einstök tiltekin hús,
heldur geti einnig náð til húsa-
raða eða bæjarhverfa, svo
varðveita megi andblæ hinnar
varðveittu byggðar í heild. Fram
kom sú skoðun, að gera þyrfti
þjóðminjalögin frá 1969 víð-
tækari, láta þau ná til fleiri forn-
minja, sem ástæða væri til að frið-
lýsa, og að lögbjóða þurfi
nákvæma skráningu allra slíkra
minja. Lagt var til, að stofnuð
yrðu f hverjum landshluta em-
bætti byggðaminjavarða, sem
önnuðust eftirlit með menningar-
minjum, hver í sínum landshluta,
en mestu varðaði þó, að hinn
almenni borgari í landinu léti mál
þetta meira til sín taka heldur en
Framhald á bls. 13
28440
140 fm einbýlishús
í Mosfellssveit. Verð 11,5
milljónir.
Húseign
við Þingholtsstræti verð 1 3 millj.
3ja herb. ibúð
við Silfurteig verð 8 millj.
3ja herb. 70 fm
ibúð við Lindargötu verð 4,3
millj.
5 herb. íbúð
við Freyjugötu verð 9,5 millj.
FASTEIGNASALAN
BANKASTRÆTI 6
Hús og eignir
sími 28440, kvöld- og
helgarsimi 72525.
Opið laugard. 2—5.
Frá setningu húsafriðunarráðstefnunnar, sem Umhverfismálaráð Revkjavfkur, Arkitektafélagið og
Samband sveitarfélaga efndi til undir kjörorðunum „Að fornu skal hvggja.“
arkitekt og borgarminjavörður í
Stavanger. Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri f menntamála-
ráðuneytinu, greindi frá aðdrag-
anda þess, að Evrópuráðið helgaði
árið 1975 húsafriðun. Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður gerði
grein fyrir friðun húsa hér á
landi; Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur fjallaði um skráningu
húsa og minja; Páll Líndal borg-
arlögmaður um löggjöf um húsa-
friðun og Nanna Hermannsson,
forstöðumaður Árhæjarsafns, um
stefnur í verndu- gamalla bygg-
inga. Þorsteinn Gunnarsson arki-
tekt gerði grein fyrir verndun
húsa í Reykjavík; Jón Páll Hall-
dórsson, formaður stjórnar
Byggðasafns Vestfjarða, skýrði
frá verndun gamalla húsa á ísa-
firði, og Guðrún Jónsdóttir, for-
maður Torfusamtakanna, skýrði
frá starfi áhugamannasamtaka á
þessu sviði. Hjörleifur Stefánsson
arkitekt fjallaði um byggingar
sem lestrarefni og Baldvin Hall-
dórsson leikari sagði frá reynslu
sinni af endurnýjun timburhúss.
HALLAÐA
HÍJSAGERÐARLIST
Dr. Kristján Eldjárn, forseti Is-
lands, sagði í ávarpi sínu, að við
mat manna á menningarverðmæt-
um Islendinga hefði til þessa ver-
ið hallað á húsagerðarlist. „Það er
íslenzkt þjóðareinkenni að láta
sér finnast meira til um verk hug-
ans en handanna," sagði dr. Krist-
ján Eldjárn. „Það, sem vel er
segja frá reynslu sinni í þessu
efni: „Um öll þau hús, sem ég átti
hlut að að taka á fornleifaskrá og
gera við, gildir hið sama, að mót-
bárur heyrðust, eftirtölur og jafn-
vel andúð. En þegar búið var að
gera við húsið brást það aldrei að
allir urðu ánægðir og stundum
mest þeir, sem áður löttu mest.
Þessi reynsla sem einnig má kalla
lögmál, segir býsna mikið, bæði
um mannlegt eðli og um gildi
hinna gömlu húsa.“
þrjArleiðir
í HtJSAVERND
A ráðstefnunni var gerður
glöggur greinarmunur á þeim
leiðum, sem til greina koma við
verndun húsa:
I fyrsta lagi friðun, sem staðfest
er af ráðherra og þinglýst sem
kvöð á hluteigandi húseign, sem
þá má ekki breyta og ekki flytja
úr stað né rífa nema með leyfi
stjórnvalda.
I öðru lagi varðveizla eða húsa-
vernd, sem byggist á sameiginleg-
um vilja yfirvalda og eigenda að
halda húsi vel við í upprunalegu
horfi samhliða eðlilegri nýtingu.
Slík húsavernd ryður sér til rúms
erlendis og með nánu samstarfi
húsráðenda og yfirvalda mætti
glæðra gömul hús lffi og gefa
þeim verðugt hlutverk í samtíð og
framtíð. Slfk samvinna var talin
bezta leiðin til árangurs í þeirri
viðleitni að gefa fortíðinni fram-
tíð svo vitnað sé til kjörorða hús-
friðunarárs Evrópuráðsins.
var frá könnun, sem gerð var f
höfuðborginni á árunum
1968—1970 og helztu niður-
stöðum hennar. Könnun þessi fól
í sér rannsókn á aldri húsa og
ástandi, ásamt tillögugerð um
varðveizlu. Fram kom, að höfund-
ar þessarar könnunar töldu sig
bundna af þeim ramma, sem aðal-
skipulag Reykjavíkur 1962—1983
setti, m.a. að þvf er varðaði sam-
göngukerfi við miðbæinn, þar á
meðal í og við Grjótaþorpið. I
könnun þessari voru sérstök
svæði afmörkuðtilfriðunarog að
lokum látið í té rökstutt mat á
varðveizlugildi einstakra gatna
og húsa. AIls var lagt til, að um
150 hús yrðu varðveitt á staðnum,
17 flutt í Arbæ en um 100 hús
rannsökuð nánar. I framhaldi
þessarar könnunar hefur húsa-
friðunarnefnd friðlýst sex hús í
Reykjavík: Alþingishúsið,
Dómkirkjuna, stjórnarráðshúsið,
Menntaskólann, Iþöku og Lands-
bókasafnið, en frestað hefur verið
að taka ákvörðun um önnur hús
og svæði, svo sem norðurenda
Tjarnarinnar, hegningarhúsið við
Skólavörðustíg og Bernhöftstorf-
una. Aðrir þættir könnunarinnar
eru til meðferðar hjá skipulags-
nefnd og byggingarnefnd til
frekari úrvinnslu og ákvörðunar-
töku. Samhliða þeirri vinnu, sem
nú er hafin við endurskoðun aðal-
skipulags Reykjavíkur var á ráð-
stefnunni talið eðlilegt, að endur-
skoðað verði mat á varðveizlugildi
einstakra húsa og bæjarhverfa, og
það samhæft almennri endur-
skoðun aðalskipulagsins.
Iðnaðarhúsnæði
Strengjasteypuhús óreist um
1000 fm að stærð til sölu á
kostnaðarverði. Góð kjör.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Fasteignasalan
Jjaugavegi 18^_
simi 17374
Sandgerði
Til sölu glæsilegt íbúðarhús við Suðurgötu. Á
efri hæð er 1 60 fm vönduð íbúð og 3ja herb.
íbúð á neðri hæð 70 fm innréttaður bílskúr
fyigir.
Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns,
Vatnsnesvegi 20, Keflavík,
simar 1263 og 2890.
SÍMAR 21150 - 21370
Til sölu m.a.:
Byggingarlóðir
í Kópavogi og í Mosfellssveit. Upplýsingar á skrifstof
unni.
Á hornlóð í austurborginni
Steinhús með 3ja herb. íbúð á 1. hæð og 3ja herb. íbúð
á 2. hæð. Ennfremur rishæð vinnupláss og bílskúr.
Húsið er mikið endurbyggt og hentar til ibúðar
og/eða atvinnurekstrar.
Skammt frá Hótel Holt
4ra herb. íbúð á 2. hæð í steinhúsi um 106 fm. Mikið
endurnýjuð. Ný eldhúsinnrétting. Ný teppi. Sérhita-
veita. Góð lán. Laus strax.
í austurbænum
3ja herb góð íbúð í steinhúsi við Bergþórugötu. Ibúðin
er á 1. hæð (yfir kjallara) um 80 fm Ný teppi. Laus
fljótlega. Góð kjör.
Ennfremur góðar 3ja herb. íbúðir við Grettisgötu og
Njálsgötu.
Arbæjarhverfi
góð 4ra herb. ibúð óskast. Skipti möguleg á 2ja herb.
úrvals ibúð i hverfinu.
Ennfremur óskast einbýlishús i Árbæjarhverfi.
Kópavogur
góð 4ra—5 herb. hæð óskast.
Ennfremur gott raðhús eða einbýlishús
NÝ SÖLUSKRÁ
HEIMSEND.
ALMENNA
FASTEIGWASAIAN
LAUGAVEGI 49 SÍMAR 21150-21370