Morgunblaðið - 09.01.1976, Page 10

Morgunblaðið - 09.01.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976 Jón Gauti Jónsson, viðskiptafræðingur: Verðlagning neyzlu- vöru á landsbyggðinni Tafla A Innk. Smá- Flutn. + Sölu- Sölu- verð söluv. gj- sk.% sk.kr. R.vfk: 284 0 361.24 433,50 72,26 Egilsst.: 284 25,74 393,99 472,80 78,81 Tafla B Innk. Smá- Flutn. +Sölu- Sölu- verð söluv. gj- sk.% sk.kr. R.vík: 284 361,24 0 433,50 72,26 Egilsst.: 284 361,24 25,74 464,40 77,42 Einangraö dæmi: 2 kg sykur Mismunur á töflu A og B er sá, að I töflu B er gert ráð fyrir að afnumin verði sú regla að smásöluálagning komi á innkaupsverðið að viðbættum flutningskostnaði. Verðlagning neyzluvöru á landsbyggðinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um byggðastefnu og byggðamál á undanförnum árum. Samgöngur hafa verið bættar, atvinnufyrir- tæki stofnuð og endurbyggð o.fl. o.fl. Viss atriði eru þó ekki, að því er virðist, innan sjóndeildar- hrings þeirra sem halda byggða- stefnu hæst á loft. Má þar nefna sem dæmi þjónustu Pósts og síma, Ríkisútvarps og fleiri ríkisstofn- ana, og síðast en ekki sízt það atriði sem hér á eftir verður fjall- að um, verðlagningu neyzluvöru. Eins og lesendum mun kunnugt eru nokkrar vörutegundir seldar á sama verði um land allt. Sem dæmi má nefna vörur frá Á.T.V.R., framleiðsluvörur Sem- entsverksmiðju ríkisins, olíur og bensín. Ástæðan er augljós, það þykir réttlætismál þeirra er búa í dreifbýlinu (utan R.víkursvæðis- ins), að fá vöruna á sama verði og fbúar þéttbýlisins suðvestan- lands. Það er svo undarlegt, að þó svo að hið opinbera viðurkenni þannig rétt landsbyggðarinnar í þessum málum, þá er álagningu allra annarra neyzluvara hagað á næsta undarlegan hátt. Dreifing- araðilum er heimilt að leggja smá- söluálagningu sfna ofan á inn- kaupsverð vörunnar að viðbætt- um flutningskostnaði. Þannig er söluskattur úti á landsbyggðinni Iagður á ekki einungis hækkaða smásöluálagningu, heldur einnig flutningskostnaðinn. Með þessu móti greiða íbúar landsbyggðarinnar hlutfallslega hærri söluskatt og hærri álagn- ingu af hverju sykurkílói, svo dæmi sé nefnt heldur en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins. Ég held að engum blandist hugur um að þetta er óviðunandi ástand. Að vísu er það ekki alveg rétt að þessum málum hafi ekki verið sinnt því Alþingi kaus nefnd til að kanna þetta fyrir 2—3 árum, en mér er ekki kunnugt um að hún hafi skilað áliti enn. Stofnun flutningajöfnun- arsjóðs. Það mun hafa komið til tals í umræddri nefnd að lausnin á þessu vandamáli væri stofnun flutningajöfnunarsjóðs með svip- uðum hætti og nú er gert hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Það skal viðurkennt að þetta er viss lausn á vandanum, en hræddur er ég um að stofnunin sem slík verði eitt af vandræðabörnum kerfis- ins. Það er ljóst að stofnun sjóðs- ins kallar á sérstakt skrifstofu- hald með fullkomnustu skrif- stofutækni ásamt nokkru starfs- liði. Þó tel ég meginókost þessa sjóðsfyrirkomulags að tekjuöflun til hans fer að sjálfsögðu fram á sama hátt og önnur skattheimta, fjármunir verða sóttir í vasa skattborgaranna hvar á landinu sem þeir búa. Þar með fæst meiri dreifing í óréttlátar álögur, en eftir sem áður verða ibúar dreif- býlisins að borga brúsann. M.ö.o., Jón Gauti Jónsson með stofnun slíks sjóðs leysum við ekki nema hálfan vandann. Af framangreindu má sjá, að ég tel að hafna beri með öllu þessari kostnaðarsömu, og að mínu mati, ófullnægjandi aðferð. Upphæð söluskatts er lausnin Aðferðin sem ég tel að sé heppi- legust til lausnar á vandanum er sú að álagningarprósenta sölu- skatts sé höfð breytileg eftir land- svæðum. Þannig yrði sá lands- hluti, sem lengst er frá Reykjavík og sem hefur minnsta eiginfram- leiðslu eða innflutning á neyzlu- vörum, með lægsta álagningar- prósentu. Þessi aðferð kostar það að landinu yrði skipt í nokkuð mörg söluskattsumdæmi, það yrði jafnvel að skipta núverandi um- dæmum í 2—3 umdæmi. Það þyrfti að taka tillit til þess hve mikill beinn innflutningur eða bein framleiðsla á neyzluvöru á sér stað í umdæminu, en það er ekki óyfirstíganlegt vandamál, þar sem opinberar stofnanir hafa haft með höndum gagnasöfnun um flutning til og frá hinum ýmsu Iandshlutum, ásamt þvi, að til eru skýrslur um framleiðslu í landinu og innflutning. Til þess að koma þessu kerfi á þarf mikla undirbúningsvinnu, en ég held að óhætt sé að fullyrða að aðferðin reynist ódýr I rekstri þegar til lengdar lætur. Ég vil taka það fram að ef ríkisstofnanir sjá sér ekki fært að framkvæma nauðsynlegan undirbúning með núverandi starfsliði, þá er til ein- föld lausn á því, en hún er sú, að koma á fót samvinnu milli Við- skiptadeildar Háskóla Islands og þeirrar stofnunar sem fengi verk- efnið til meðferðar. Ég er viss um að slíkum hagnýtum verkefnum yrði tekið með opnum örmum í 'þeirri deild H.t. Með því móti fengi ríkissjóður verkefnið leyst á ódýrasta máta, ásamt því að þann- ig fengju viðskiptafræðinemar tækifæri til að spreyta sig á raun- hæfu og hagnýtu verkefni. Að undirbúningi loknum væri hægt að koma á kerfi sem er á engan hátt flóknara en það kerfi sem nú er notað. Það kæmist næst því að aflétta óréttlátum álögum á íbúum dreifbýlisins án þess að auka ríkisbáknið og þar með reksturskostnað þess. Þessi að- ferð hefur einnig þann kost að búast má við áð þeir aðilar sem dreifingu annast reyni að flytja vöruna á sem hagkvæmastan hátt, andstætt því sem búast mætti við með stofnun flutningajöfnunar- sjóðs, en þá skipti engu máli hvaða aðferð væri notuð við flutn- ing á vörunni, kostnaðurinn yrði greiddur af ríkinu. Að lokum vil ég segja að tíma- bært er orðið að eitthvað sé gert í þessu hagsmunamáli íbúa dreif- býlisins og þess vegna skora ég á ríkisstjórnina að taka málið nú þegar upp við áður kjörna nefnd eða kjósa nýja. AB gefur út Nútíma stjómun NVLEGA kom (JT HJA Almenna bókafélaginu bókin Nútfma stjórnun eftir Peter Gorpe. Bókin sem gefin er út að frumkvæði Stjórnunarfélags Islands, var fvrst prentuð f Svíþjóð 1969 og hefur verið prent- uð fimm sinnum á sænsku og þrisvar á dönsku. Hún er því ein útbreiddasta stjórnunarbók á Norðurlöndum um þessar mund- ir. Höfundurinn Peter Gorpe, hefur í mörg ár starfað við kennslu og rannsóknir á stjórn- unarfræðum óg vinnur nú sem sérfræðingur hjá hagskýrslu- stofnun sænska ríkisins. I bókinni leggur hann áherzlu á að lýsa starfsemi skipulagsheilda, þ.e. fyrirtækja og stofnana, og dregur fram sameiginleg einkenni stjórnunar og þá þætti, sem stjórnendur þurfa að kunna skil á. Hjá höfundi koma fram ný viðhorf innan stjórnunar, þar sem aflað er fanga frá öðrum greinum, ekki einungis rekstrarhagfræði heldur einnig kerfisfræði, sálar- fræði, félagsfræði og félags- sálfræði. Þýðingu bókarinnar önr.uðust Hörður Sigurgestsson Júlíus Sæberg Ölafsson Sigurður Haraldsson, Sigurður Helgason og Þórir Einarsson, sem jafn- framt samræmdi handritið og vann að frágangi þess. Nútíma stjórnun er prentuð í prentsmiðjunni Eddu. Kápu- teikningu gerði Katrín Óskars- dóttir. Haukur Stefánsson: Því ekki Alexandersvöllur? Þann 15. júlí 1888 fæddist á Gili í Borgarsveit í Skagafirði Alexander Jóhannesson, er síðar varð rektor Háskóla íslands. Foreldrar hans voru Jóhannes Davíð Ólafsson sýslumaður og kona hans Margrét Guðmunds- dóttir, en þau hjón voru bræðra- börn. Jóhannes var skipaður sýslumaður Skagfirðinga 2/7 1884, en hafði áður verið starfs- maður á skrifstofu landshöfð- ingja og settur málafærslumaður við Landsyfirrétt. 1886 var hann skipaður sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en fékk leyfi til að sitja kyrr í Skagafirði og var aftur skipaður sýslumaður Skag- firðinga 15/4 1887. Bjó hann fyrst á Reynistað en sfðar á Gili f Borg- arsveit f fimm ár og síðast á Sauð- árkróki um sjö ára skeið og þar andaðist hann 26. marz 1897. Alexander mun þvf hafa verið sín fyrstu tvö ár í Gili en fluttist síðan til Sauðárkróks með for- eldrum sínum og dvaldist þar a.m.k. næstu 7 árin, en stúdent varð hann 1907. Ekki er ætlunin með þessum línum að tíunda menntaafrek dr. Alexanders því ferill hans á því sviði ætti að vera alþjóð kunnur. En hann átti sér annað áhugamál, sem hann ótrauður fórnaði tíma sfnum og kröftum, en það var flugið. Þann 1. maí 1928 stofnaði hann Flugfélag Islands og varð jafn- framt fyrsti framkvæmdastjóri þess, frá stofnun og til 1931. Áður hafði að vísu verið stofnað Flug- fél. Islands árið 1919 af Garðari Gíslasyni og fleirum, en það félag var lagt niður árið 1920. Hiklaust má telja dr. Alexander brautryðjanda á sviði fslenzkra flugmála, því með stofnun félags- ins og starfi sfnu lagði hann grundvöll að flugstarfsemi eins og við þekkjum hana í dag. Undir hans stjórn hófst reglu- bundið farþegaflug m.a. til Akur- eyrar, lent var á 40—50 stöðum á landinu og lendingarskilyrði könnuð, hafnar voru tilraunir með sfldarflug sem gáfu góða raun, sjúkraflug hafið, póstflug o.fl. Sumarið 1930 heimsótti dr. Alexander flestar bæjarstjórnir á landinu og átti fund með þeim um flugmál og kynnti kosti flugsins og möguleika. Árið 1973 hófust framkvæmdir við nýjan flugvöll við Sauðárkrók sem staðsettur er á söndunum austur við Héraðsvötn, en gamli flugvöllurinn sem byggður var 1949, er nú að verða úreltur. Hann mun þó hafa verið með traustari flugvöllum á landinu um árabil og má geta þess að hann var fyrsti flugvöllurinn úti á landi, þ.e. utan Keflavíkur og Reykjavíkurflugvallar, sem fjög- urra hreyfla flugvél (Skymaster) lenti á, og alla tfð síðan hefur hann reynst vel. Nýi flugvöllur- inn verður 2000 m langur með góðum möguleikum á Iendingu og verið er að koma ljósabúnaði fyrir á honum, svo varla er það langt undan að hann verði tekinn í notkun en áætlað er að malbika hann 1977. Er því nokkuð eðlilegra en þessi nýi flugvöllur beri nafn dr. Alexanders til að heiðra minn- ingu þessa brautryðjanda f ís- lenzkum flugmálum, sem fæddur var hér á næsta bæ við völlinn, og mættum við Skagfirðingar vera stoltir af að geta kallað völlinn Alexandersvöll eftir jafn mætum hugsjónamanni, sem sleit barns- skóm sinum hér á Sauðárkróki. Ótal dæmi eru um það úti í hinum stóra heimi að flugvellir séu skírðir eftir merkum mönnum, þó að það hafi ekki tíðkast hér á landi. Vona ég að allir góðir menn, sem um þetta mál kunna að fjalla, ljái hugmyndinni lið. Þessi nafngift kallar óneitan- lega á aðra hugmynd og leyfi ég mér að taka upp tillögu flugmála- stjóra Agnars Kofoed—Hansen, sem hann bar fram á flugdegi á Sauðárkróki 1965, að reisa dr. Alexander minnisvarða hér og hvað væri þá eðlilegra en hann stæði við innkeyrsluna á hinn nýja Alexandersvöll. Ég vil heita á Skagfirðinga og alla þá Islendinga sem að flugmál- um vinna að taka höndum saman og hrinda þessu máli fram til sig- urs. I trausti þess að hugmyndir þessar fái góðar undirtektir leyfi ég mér að ljúka þessum línum með lokaorðum dr. Alexanders úr bók hans „I lofti“, 1933: „Ég horfi fram f tímann: Á hverjum degi svífa stórflugvélar yfir ísland á leið milli heimsálfanna. Ég sé þær hníga til jarðar. Þær draga arnsýg í flugnum. Ég sé þær lyfta sér og hverfa f vesturátt. Ég sé ótal smá- flugvélar svífa um allt landið, setjast á vötn og harðbala og dreifa sér í allar áttir. Ég bregð mér niður á renniflugi til þess að athuga nánar, hvað er að gerast á þessari litlu eyju af því að þarna fæddist ég eitt sinn, þarna er föð- urland mitt. Ég sé ljós dreifð um allt landið, sumstaðar dauf, en sumstaðar björt og skínandi. Og ég finn fögnuð streyma um sál mína því að ég finn, að þessi eyja, þetta land, er hluti af sjálfum mér. Og ég svíf aftur fagnandi upp í geiminn------.“ Sauðárkróki, 9/11 1975. Haukur Stefánsson. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JH«r0unbl«bit>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.