Morgunblaðið - 09.01.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976
11
Alls staðar lífog litir
□ Björn J. Blöndal: Norðurá
fegursta ða.
□ Bókaútgáfa Guðjóns Ó.
Reykjavfk 1975.
ÞETTA er vissulega einhver
hin fallegasta og vandaðasta
bók að öllum búnaði, sem ég
hef séð í háa herrans tíð. Hún
er í mjög handhægu broti
hlífðarkápan skærblá, bókar-
heiti og höfundarnafn með
hvítu letri og smekkilegar lit-
myndir á bæði for- og baksíðu.
Þá er bókin prentuð á vandað-
an myndapappír. I henni eru og
tíu heilsíðu litmyndir og 39
svarthvítar. Ekki má svo
gleyma því, að bæði framan og
aftan við lesmál bókarinnar eru
fest kort yfir Norðurá og allar
þær þverár og umtalsverða
Iæki, sem í hana falla allt frá
upptökum hennar í Holtavörðu-
vatni og til þess er hún fellur í
Hvítá. Á þessi kort eru merktir
skýrt allir veiðstaðir, sem um
er rætt eða á drepið í frásögn
höfundar, auk fjalla, tjarna,
vatna og bæja, sem leiðbeining
má að verða.
Svo er þá lesefni þessarar
vönduðu bókar. Það, sem Björn
hefur skrifað, fyllir réttar 10
arkir, en síðan er langur Bókar-
auki. í honum eru skýrslur um
veiði í Norðurá allt frá árinu
1946. 1 upphafi hans segir svo:
„Er fyrst yfirlitsskýrsla frá
embætti veiðimálastjóra, en
síðan skýrslur þær, sem teknar
hafa verið saman fyrir Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur og birt-
ar í Veiðimanninum. Er i hin-
um síðari að finna mjög mikinn
fróðleik um einstaka veiðistaði
og veiðiaðferðir, sérstaklega
fluguveiðina." Mun þarna ekk-
ert ofsagt um fróðleiksgildi
skýrslnanna, því að höfundur
þessarar ritfregnar undrast
stórlega alla þá fjölbreytni og
nákvæmni, sem þar kemur
fram.
Nú mætti margur, halda, að
það sem hinn þaulkunnugi og
fjölvísi veiðimaður Björn J.
Blöndal hefði að segja í þessari
fögru bók, væri svo einhæf og
sérhæfð lýsing á veiði og veiði-
stöðum í Norðurá, að bókin
væri allt annað en bókmennta-
legt hnossgæti. En það er hún
nú samt sem áður, án þess að
það dragi nokkuð úr gildi henn-
ar sem heimildar og hand-
bókar.
Þar kemur þá fyrst til málfar
höfundar, hófsamt, hreint og
alþýðlegt, en þó jafnframt svo
fjölyrt og tært, að það fær
speglað hverja hugarhræringu,
allt frá tiginni hrifni til hinnar
kátbroslegustu kímni. Þá er
það hin furðulega skyggni
Bjarna á gerð og gildi alls og
allra, sem hann hefur kynni af
beint eða óbeint, dásamleg
lotning fyrir öllu, sem grær,
djúptækur skilningur á hinu
ríkjandi, en fjölmörgum ósýni-
lega samhengi í lífríki náttúr-
unnar og dásamleg skynjun á
hvers konar listasmíð hins
mikla meistara alls sem er.
I fyrsta kafla bókarinnar lýs-
ir Björn fyrstu kynnum sínum
af Norðurá, því lífríki, sem hún
nærir og í nánd við hana er.
Þau hefjast hörkuvorið 1914,
en þá er hann tólf ára, en kafl-
inn nær síðan yfir allmörg ár til
viðbótar. 1 þessum kafla kynnir
hann okkur föður sinn, gáfaðan
Björn J. Blöndal
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
mann og göfugrar gerðar, mik-
inn og snjallan veiðimann, en
einnig gæddan glöggu skyni á
hverja dásemd náttúrunnar. En
Björn kynnir okkur ekki aðeins
föður sinn í þessum kafla.
Hann varpar þar ekki síður
ljósi yfir tvo menn aðra, sem
mjög koma við sögu veiða í
Norðurá. Annar þeirra er
Friðrik Jónsson, dómstjóra,
Péturssonar. Hann var þorra
manna, sem höfðu heyrt hans
getið, fyrst og fremst kunnur
sem auðsæll kaupsýslumaður,
sem hefði svælt undir sig veiði-
rétt fjögurra jarða, er liggja að
Norðurá. Björn lýsir honum
sem listelskum náttúrunnanda,
sem orti ljóð og málaði myndir,
og hann sýnir okkur hann, þar
sem hann hættir sér við að
bjarga særðum fuglsunga,
vermir hann á beru brjósti sínu
og freistar þess að fá læknað
sár hans. Og um samskipti hans
við Norðurá farast Birni þannig
orð:
„Enda vil ég fullyrða, að enga
á í Borgarfirði var farið jafn vel
með og Norðurá, á meðan
Friðrik Jónsson réð þar ríkj-
um.“
Svo er það hinn mikli bænda-
höfðingi, gestgjafi og veiði-
maður Guðmundur Daníelsson
á Svignaskarði. Það var því sem
næst 30 ára aldursmunur á
þeim Birr.i, en Björn hafði
þekkt Guðmund frá barnæsku
og með þeim tókst slík vinátta,
að Björn taldi hann einn af
beztu vinum, sem hann hefði
eignazt á lífsleiðinni. Björn
segir svo frá þvf, að dag
nokkurn hittust þeir á förnum
vegi, stigu af baki og tóku tal
saman. Guðmundur gat þess þá
að næsta morgun ætti hann leið
upp i Norðurá og sagði, að ef til
vill mundi Björn hafa gaman af
að fara með honum. Björn hélt
það nú, og allan næsta dag voru
þeir saman. Guðmundur sýndi
honum leikni sfna við laxveiði,
sem var ávöxtur áratuga
reynslu, og auðvitað ræddu
þeir margt um laxinn og háttu
hans. En fleira bar á góma.
Guðmundur fræddi Björn um
svokallaða hlaupagarða, sem
áður fyrrum höfðu verið notað-
ir við laxveiðar í Borgarfirði,
en einnig barst talið að ýmsu
öðru en laxi og veiðimennsku
og þar á meðal huldufólki. Sá
maður bjó í þennan tíma á
Skarðshömrum í Norðurárdal,
sem , Einar hét Bjarnason.
Dulargáfur voru ríkar í ætt
hans og hann var maður „hýr
og skrumlaus". Hann hafði sagt
Guðmundi frá því, að nótt eina
að vetrarlagi var hann sóttur til
huldukonu i barnsnauð, og
tókst honum að bjarga henni og
barninu. „Um morguninn sá
Einar og heimafólk, að skór
hans voru snjóugir og stokk-
freðnir við rúmstokkinn.“
Undir kvöld fór Guðmundur
ofan í Litla-Hvarfshyl, en Björn
lagði af stað að sækja hestana.
Hann segir svo:
„Ég gekk hægt upp með ánni;
leit eftir jurtum, steinum og
laxinum. Ég sá hann ekki, fyrr
en ég nálgaðist Laxfoss. Og
þetta kvöld sá ég laxinn sýna
einhver þau fallegustu stökk,
sem ég hef séð, fegurst þó i
Laxfosskeri. Ég sat á steini og
gaf mig á vald töfranna, sem
þessi unaðslega kvöldstund
vafði um hug minn og hjarta.
Fossniður og söngur þrastanna
var undirleikur við þetta
dásamlega sjónarspil.“
Ég hef dvalið svo mjög við
þennan fyrsta kafla sakir þess,
að þar er slegið á alla þá sömu
strengi og óma í bókinni. Svo
nákvæmt sem Björn lýsir hverj-
um hyl og hverju broti í allri
Norðurá, þar sem hann veit að
lax hefur veiðzt eða hann telur
vænlega veiðimanni, gefur
hann sér tóm til að flétta öðru
hverju inn í lýsingar sínar sög-
ur og sagnir, bregða upp skýr-
um myndum af innlendum og
erlendum mönnum — og síðast
en ekki sizt dásemdum náttúr-
unnar.
Ég lét svo um mælt, að hið
Framhald á bls. 13
TOMAS GUÐMUNDSSON
• •
STTORNUR
VORSINS
/ tilefni af 75 ára afmœli Tómasar Gudmundssonar skálds 6. jan. 1976
gefur Almenna bókafélagið út STJÖRNUR VORSINS í viðhafnarút-
gáfu með myndskreytingum Steinunnar Marteinsdóttur. Formála rilar
Kristján Karlsson. Bókin er gefin út t mjög takmörkuðu upplagi eða
1495 tölusettum eintökum, öll með eiginhandaráritun skáldsins.
Bokin er til sölu i bókaverzlunum og hjá Almenna bókafélaginu á einu
og sama verði allsstaðar og kostar kr. 7.800.- með söluskatti. Pantanir
verða afgreiddar eftir þeirri röð sem þœr berast til okkar.
Þessi bok er prentuö og bundin
í 1495 tölusettum eintökum
og er þetta eintak nr.
0 ■'Y'YÁ
4
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18, R
9707
16997
sim