Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 12
 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976 Chou En-lai 1898—1976 Peking 8. janúar Reuter — AP. CHOU EN-LAI var um aldarfjórðungsskeið einn helzti stjórnandi og valdamaður Kfna, maður sem stóð við hlið Maos Tse-tungs, leiðtoga bylt- ingarinnar, sem olli straumhvörfum í lífi 750 milljón manna á meginlandi Kína. Chou var forsætisráðherra frá stofnun kínverska Alþýðulýðveldisins og árið 1973 á kvöldi lífs hans, voru honum veitt enn aukin völd, er 10. þing kínverska kommúnistaflokksins kaus hann einn af 5 varaformönnum með Mao. Enn ein viðurkenning kom í fyrra, þegar Rinverska þingið endurkaus hann forsætisráðherrg þá 77 ára og þrátt fyrir að hann þjáðist af hjartasjúkdómi, sem hindraði hann í að starfa öðru vísi en frá sjúkrarúmi sfnum í Peking. Chou er lýst sem höfðingja, menntamanni og marxista, sem komist hafi óskaddað- ur gegnum mikla umbrota- og hreinsunartíma eins og t.d. Menningarbyltinguna 1966—69, er margir af flokksleiðtogunum voru hraktir frá völdum, m.a. Liu Shao-chi forseti. Á þessum tímum áttu diplómata- og stjórnmálahæfileikar Chous stóran þátt í nam í París, þar sem hann var einn af stofnendum Evrópuarms kínverska kommún- istaflokksins. Hann kom til Shanghai 1927 til að undirbúa uppreisn, en var handtekinn og dæmdur til dauða. Honum tóRst að flýja. Hann var við hlið Maos í Göngunni löngu og stjórnaði á einhverjum erfiðasta kafla hennar er sjálfboðaliðar bjuggu til göngubrú yfir Taufljótið undirstöðugriskothríðog tryggði hinum félögum sfnum undankomu. Þegar Chaing Kai-shek var rænt af andstæðingum úr hópi eigin hermanna var Chou sendur til viðræðna við hann. Átti Chaing ekki um neitt annað að velja en verða við kröfum þeirra m.a. um sæti í miðstjórninni í Nanking. Sem afleiðing af þessu börðust kommúnistar og þjóðernissinnar hlið við hlið 1937, er Japanir gerðu , ,Diplómatinn brosandi” látinn Var einhver mesti áhrifamadur Kínverska alþýdulýdveldisins frá stofnun þess því að bæla niður öfgar hinna herskáu Rauðu varðliða, er unga fólkið í Kína var hvatt til þess að leita uppi „óvini þjóðarinnar" í hugsjönalegri herferð til að viðhalda krafti byltingarinnar. Á þeim tímum virtist Lin Piao varnarmálaráðherra vera erfingi Maos en Chou hafði engu að síður mikil völd. Þegar Lin Piao fórst 1971 eftir misheppnaða byltingartilraun, er flugvél, sem hann var að flýja í til Sovétríkjanna, fórst í Mongólíu, varð Chou aftur hinn ríkjandi valdamaður við hlið Maos, sem var staðfest með varaformanns útnefningunni 1973. Chou var einnig utanríkisráðherra fram til ársins 1958 og hann er talinn heilinn á bak við mótun utanríkisstefnu landsins í nánu samstarfi við Mao. Chou var snillingur í að brúa bilið milli tveggja ólíkra heima, vestrænna ríkja og Austurlanda. Hann ávann sér virðingu svo ólíkra manna sem Stalins, bandaríska hershöfðingjans Georges Marshalls og Henry Kissinger utanrfkisráðherra Banda- ríkjanna dáði hann mjög. Chou var frábærlega hæfur stjórnmálamaður og það var hann sem af Kína hálfu vann að því að bæta sambúð lands síns við Bandaríkin, Japan og vestrænar þjóðir. Hann tók á móti Richard Nixon Bandaríkjaforseta í hinni sögufrægu heimsókn hans til Kína 1972 og sagði þá að heimsóknin ætti sér ekki hliðstæðu f sögu samskipta Bandaríkjanna og Kína. Hann hefur stundum verið kallaður „diplómatinn bros- andi“, en bak við brosið var raunsær, harður og ákveðinn maður. Chou En-lai fæddist í Kiangsihéraði 1898, sonur yfirstéttarhjóna. Hann var meðal þátttakenda í upphafi byltingarinnar, sem að lokum hröktu þjóðernissinna frá meginlandinu. Hann tók þátt í Göngunni löngu ásamt konu sinni, er Mao leiddi stuðningsmenn sína 10 þúsund km vegalengd frá Kiangsihéraði til Yenan í NV- Shensi, til að forðast handtöku herja Chiang Kai-sheks. Chou var grannur og hnarreistur maður, íþróttasinnaður, sem alltaf gekk um beinn í baki og hélt sér í góðri líkamlegri þjálfun. Síðari árin var hann þó fremur heilsutæpur, þjáðist af gigt, taugasjúkdómi og hjartveiki, en banamein hans var krabbamein. Chou var mikill bókamaður og vel að sér í heimsbókmenntum. Hann fyigdist nákvæmlega með þróun mála á Vesturiöndum og las mikið marxistafræði. Hann hvatti til friðsamlegrar sambúðar stórveldanna en fordæmdi vestræna „heimsvalda- sinna“ og nýlendustefnu. Hann gagnrýndi jafn harðlegá það sem hann kallaði hugsjónalega villutrú Sovétstjórnarinnar og gerði á flokksþinginu 1973 einhverja hörðustu árás á Sovétríkin, sem Kína hefur gert, en gaf þó eindregið til kynna, að Pekingstjórnin myndi ekki slfta öllu sambandi við ráðamenn í Kreml og hvatti til að landamæradeilur þjóðanna yrðu til lykta leiddar án blóðsúthellinga. I ræðu sinni lýsti hann Bandaríkjunum sem hnignandi veldi og að rotnunin hefði byrjað í Kóreustríðinu. Þrátt fyrir þetta var það Chou En-lai, sem tók á móti bandarfsku borðtennis- mönnunum, sem heimsóttu Kína vorið 1971 og það var hann sem var maðurinn á bak við „Nýju útlitsstefnuna". Hann fagnaði einnig hlýlega fyrstu bandarísku frétta- mönnunum, sem heimsóttu Kína eftir byltinguna, en gerði það jafnframt ljóst, að kínverska stjórnin fyrirliti stefnu Bandaríkjastjórnar, en vildi góð vináttutengsl við bandarísku þjóðina. Chou var mikill vinnuhestur og var oft við störf alla nóttina og átti þá til að kalla nánustu samstarfsmenn sfna óvænt á áríðandi fundi. Hann var harður hugsjónamaður og honum lenti opinberlega saman við Khrushchev, er hann var á hátindi valdatíma síns og gekk út af þingi sovézka kommúnistaflokksins áður en því lauk. Hann tók á móti og átti viðræður við þjóðhöfðingja fjölda þjóða og þrátt fyrir að hann hvetti til friðsamlegrar sambúðar í eitt skipti hvatti hann kommúnista, byltingarsinna og skæruliða til að beita ofbeldi til að fella stjórnir, sem ekki væru kommúnískar. Chou En-lai lifði í hamingjusömu hjónabandi með konu sinni, Teng Ying-chao, en þau hittust sem stúdentar við Tientsinháskóla. Þeim varð ekki b.arna auðið. Hann Chou með Nasserfyrrum Egyptalandsforseta. Chou á forstðu Time 1954. Mao fagnar Chou eftir velheppnaða langa ferð erlendis 1963. Chou En-lai á þingi sovézka kommúnistaflokksins, sem hann gekk út af eftir deilur við Khrushchev. innrás. Sem fyrr segir varð Chou svo forsætisráðherra og utanríkisráðherra 1. október 1949 er Mao var lýstur formaður hins nýstofnaða kínverska Alþýðulýð- veldis. Alþjóðasamningar um Indókfna 1954 færðu Chou fram í sviðsljósið á Vesturlönd- um og hann var einn af lykilmönnum Genfarráðstefnunnar, sem batt enda á 8 ára stríð Frakka í Indókína. Siðar flaug hann til Indlands til fyrsta fundarins við Nehru og áfram til Rangoon til að hitta leiðtoga Burma. Með þessum leiðtogum Asíu lýsti hann yfir „fimm grundvallaratriðum friðsamlegrar sambúðar", sem urðu samein- ingarhvati þjóða Afríku og Asíu. Ari seinna var hann formaður kínversku sendi- nefndarinnar til ráðstefnu 29 þjóða Asíu og Afríku f Bandung í Indónesíu. 1963 fór Chou í mestu heimsókn sína til útlanda og heimsótti 11 lönd á 55 dögum. Það var svo Chou En-lai, sem stjórnaði leið Kína til bættrar sambúðar við hinar vestrænu þjóðir á árunum eftir 1970, er Kína var að jafna sig eftir sviptingar Menningarbyltingar- innar. Með honum er fallinn frá einhver mesti áhrifamaður stórveldis á síðustu áratugum. — Chou Framhald af bls. 1 Kissinger sagði þegar hann frétti um lát Chous að hann gerði ekki ráð fyrir að það mundi raska jafnvæginu í heiminum og kvaðst alltaf hafa líkað vel við hann. Richard Nixon fv. forseti sagðist harma lát hans djúpt og sagði að örfáir hefðu haft eins mikil áhrif á heimssöguna á þessari öld. Tass- fréttastofan sagði athugasemda- laust frá láti Chous. Chou stjórnaði utanríkismálum Kínverja allt frá stofnun kín- verska alþýðulýðveldisins 1949. A árum menningarbyltingarinnar 1966 til 1969 reyndi hann að hafa hemil á Rauðu varðliðunum sem réðust með offorsi gegn „óvinum alþýðunnar“. Hann stóð við hlið Mao Tse- tungs formanns á hverju sem dundi í rúma hálfa öld, ýmist fyrir allra sjónum eða að tjalda- baki. Hann var einn helzti hug- myndasmiður byltingar sem ger- breytti lífi 750 milljóna manna í fjölmennasta landi heims. Enginn stóð honum á sporði í að lifa af pólitískar hreinsanir og fáir Kínverjar höfðu meiri diplómatiska hæfileika. En þessi veraldarvani forystumaður sem virtist alltaf vera blíður og bros- andi var eitt sinn kallaður kín- verski böðullinn og skapgerð hans var köld og taugar hans úr stáli. Chou hafði verið forsætisráð- herra allt frá 1949 og var af aðals- ættum þótt hann gerðist marxisti og byltingarmaður. Hann gat sér einnig orð sem fræðimaður. Fréttastofan Nýja Kína til- kynnti að hann hefði látizt kl. 9.47 að Peking-tíma (kl. 1.47 f.h. að ís. tima). Hann var endurkosinn for- sætisráðherra fyrir aðeins einu ári þótt hann hefði fengið hjarta- áfall sem varð til þess að hann varð að stunda vinnu sína í sjúkrahúsi. Þegar Richard Nixon fyrrum forseti kom í hina sögulegu heim- sókn sína til Peking í febrúar 1972 tók Chou á móti honum. Hann var eini kínverski valda- maðurinn sem ferðaðist víða, kynntist vestrænum mönnum og lærði að semja við þá. Chou beitti sér fyrir friðsam- legri sambúð stórveldanna en var eindreginn andstæðingur vest- rænnar „heimsvaldastefnu" og sovézkra „viHukenninga". Te*g.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.