Morgunblaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi',22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið 14 egar brezka ríkis- stjórnin tók þá ákvörð- un að senda fyrst dráttar- báta og síðan herskip á fs- landsmið, var því lýst yfir, að tilgangurinn væri sá að vernda brezka togara gegn áreitni islenzkra varðskipa og gera brezku togurunum kleift að veiða á fiski- miðum, sem Bretar teldu sig hafa rétt til veiða á. Athafnir brezkra herskipa og dráttarbáta á fslands- miðum eru fyrir löngu komnar út fyrir það verk- svið, sem ríkisstjórn Stóra- Bretlands kvaðst ætla þeim í upphafi. Þannig hafa dráttarbátarnir og her- skipin ekki látið sér nægja að sigla á milli varðskipa og togara og koma þannig í veg fyrir togvíraklippingar varðskipanna, en með því móti hefði flotastyrkur Breta einskorðað sig við varnaraðgerðir, heldur hafa dráttarbátarnir og herskipin gert vísvitandi tilraunir til ásiglinga og siglt á íslenzku varðskipin. Þetta heimskulega en ósvífna athæfi brezku her- skipanna og dráttarbát- anna á íslandsmiðum hefur heldur ekki verið takmarkað við þau tilvik, þegar íslenzku varðskipin hafa gert tilraunir til tog- víraklippinga heldur hafa þau siglt á íslenzkt varð- skip innan óumdeildrar íslenzkrar landhelgi, sigit á íslenzkt varðskip eins og í fyrradag, þegar ekki var um að ræða beinar aðgerðir af hálfu varð- skipsins gagnvart brezkum togara og gert tilraunir til ásiglinga á íslenzkt varð- skip, þegar enginn tog- ari var í augsýn! Loks hefur jafnvel íslenzkt rannsóknaskip orðið fyrir áreitni Breta. Ljóst má vera af þessu, að aðgerðir Breta á ís- landsmiðum eru komnar langt út fyrir þau takmörk, sem ætla mátti að sett hefðu verið á athafnir brezku herskipanna á ís- landsmiðum í upphafi, og tilraunir til ásiglinga og ásiglingar Bretanna á íslenzku varðskipin eru komin á óþolandi stig. Óhjákvæmilegt er, að ís- lendingar grípi til stjórn- málalegra mótaðgerða, eins og ríkisstjórnin hefur nú tekið ákvörðun um. Á fundi ríkisstjórnarinn- ar í gærmorgun var tekin ákvörðun um tilteknar að- gerðir í þessum efnum. í fyrsta lagi hefur verið ákveðið, að ráðuneytis- stjórinn í utanríkisráðu- neytinu fari sem sérstakur fulltrúi ríkisstjórnarinnar til höfuðborga Atlants- hafsbandalagsríkjanna í Evrópu og geri ríkisstjórn- um þeirra grein fyrir því alvarlega ástandi, sem skapazt hefur vegna hern- aðarofbeldis Breta á Is- landsmiðum. 1 öðru lagi hefur verið ákveðið að kalla heim sendiherra Is- lands hjá Sameinuðu þjóð- unum og í Bandaríkjunum og Kanada til þess að undirbúa frekari kynningu á málstað íslands gagnvart þeim ríkjum, sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Kanada. I þriðja lagi mun sendi- herra íslands hjá Atlants- hafsbandalaginu krefjast fundar í fastaráði banda- lagsins og ítreka kæru Is- lands frá því er aðförin var gerð að varðskipinu Þór í mynni Seyðisfjarðar. I fjórða lagi mun ríkisstjórn- in óska eftir því við Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að hann komi hingað til lands til viðræðna við ríkis- stjórnina og í fimmta lagi mun ríkisstjórnin að lok- inni kynningu málsins gagnvart Atlantshafs- bandalagsríkjunum krefj- ast nýs fundar í fastaráði Atlantshafsbandalagsins um málið. Loks hefur ríkis- stjórnin lýst því yfir, að hún telji einsýnt, að fram- hald ásiglinga brezkra her- skipa á íslenzk varðskip muni leiða til slita á stjórn- málasambandi við Breta. Eins og sjá má af þessu er hér um mjög víðtækar stjórnmálalegar aðgerðir að ræða, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gripa til vegna hins furðulega at- hæfis brezkra herskipa á fiskimiðunum við Island. Það sem fyrst og fremst vekur athygli við þessar aðgerðir er, hversu þung áherzla er lögð á að kynna aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins málavexti, bæði í höfuðborgum aðilda- ríkjanna og á vettvangi bandalagsins sjálfs og eins með atbeina Joseph Luns, framkvæmdastjóra banda- lagsins. Þetta undirstrikar sérstaklega þýðingu aðildar okkar að Atlants- hafsbandalaginu í land- helgisstríðinu við Breta og sýnir okkur, að ef við ekki værum aðilar að bandalag- inu mundi það svigrúm, sem við höfum til stjórn- málalegra aðgerða vera mun takmarkaðra heldur en það er nú. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra hefur jafn- an lýst því yfir, að slit á stjórnmálasambandi við Breta séu ein af þeim að- gerðum sem til greina komi að grípa til. Augljóst er, að ef til slíkra aðgerða er gripið skiptir máli að það sé gert á þann veg og á þeim tíma, að það þjóni hagsmunum íslands til fulls. Ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir, að verði um að ræða framhald á ásiglingum brezkra her- skipa á íslenzk varðskip, hljóti slíkt framferði að leiða til slita á stjórnmála- sambandi við Breta. Hér er að sjálfsögðu um mjög af- dráttarlausa yfirlýsingu að ræða og er þess að vænta, að eftir henni verði tekið í höfuðstöðvum brezku stjórnarinnar í London. ASIGLINGAR BRETA Matvæli eru ógnþrungnasta vopnið á sviði alþjóðamála, sem fram hefur komið á siðari tím- um, en skilningur manna á því er ófullkominn eins og öllu þvf, sem er nýtt af nálinni, og stjórnmálamenn eru ennþá að þreifa fyrir sér um öruggustu leiðirnar til að beita því. „Matvæli eru vopn,“ sagði Earl L. Butz landbúnaðarráð- herra í hitteðfyrra. „Þau eru orðin eitt helzta samningavopn- ið sem við höfum i fórum okkar.“ Leyniþjónustan CIA hefur rannsakað notagildi nýja vopnsins og komizt að þeirri niðurstöðu, að kornskorturinn i heiminum, sem líklega muni aukast í náinni framtið, „geti veitt Bandaríkjunum meiri áhrifamátt en þau hafi nokkru sinni ráðið yfir — og ef til vill komið þeim í sterkari efnahags- lega og pólitíska drottnunarað- stöðu en þau höfðu á fyrstu árunum eftir síðari heims- styrjöldina." Því verður ekki mótmælt, að ef Bandaríkjamenn neita að út- vega matvæli þegar hungur sverfir að fjarlægum löndum gæti það kostað þúsundir og ef til vill milljónir manna lifið. Hungursneyð á síðari árum á svæðinu sunnan Sahara og i Bangladesh, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd, hafa minnt menn rækilega á það, hve háður maðurinn enn er náttúrunni. En niðurstöður CIA eiga ekki einungis við um frumstæð lönd í Afríku og Asíu. „Án þess að beita fjár- kúgun af nokkru tagi,“ segir í skýrslunni, „mundu Banda- ríkin öðlast gffurleg pólitísk og efnahagsleg áhrif. Því að ekki yrðu aðeins fátækar og van- þróaðar þjóðir heldur einnig stórveldi að minnsta kosti að nokkru leyti háð matvælainn- flutningi frá Bandaríkjunum.“ CIA á að gegna því hlutverki að brjóta mál til mergjar, en ekki gera tillögur um hvaða stefnu skuli fylgja, og þeir sem Uppskera í Rússlandi nú í Angola bendir ekki til þess, að þeir hafi áhyggjur af þeim möguleika, að Banda- ríkjamenn beiti matvælavopn- inu. Bandaríkjamenn geta litið gert fyrr en eftir lok næstu uppskeru — og þá geta þeir aðeins eitthvað gert ef upp- skeran verður svo slæm, að þær átta milljónir lesta sem þegar hafa verið tryggðar og það við- bótarmagn, sem Rússar geta keypt utan Bandaríkjanna, hrekkur ekki til að mæta þörfum þeirra. Sovézkir ráðamenn reyna vissulega allt sem þeir geta til að afstýra uppskerubresti, ekki Matvœlavopnið ráða stefnunni verða að draga sínar eigin ályktanir af mat- vælarannsókninni. Þegar and- stæðingar stjórnarinnar mót- mæltu kornsölunni til Sovét- ríkjanna dró Earl Butz þá álykt- un, að hófsamari stefna Rússa í Miðausturlöndum í fyrrasumar kynni að eiga rætur að rekja til þess, að „þeir vildu meira korn frá okkur — þvi þegar samið er um slík viðskipti er stuðlað að því að búa í haginn fyrir samninga eins og þá sem Henry Kissinger er að koma til leiðar í Miðausturlöndum." En hefur samningurinn sem Bandaríkjamenn hafa síðan gert við Rússa um sölu á átta milljónum lesta af korni á ári, svipt stjórnina þessu vopni? Uppskerubrestur Rússa f fyrra gerir að verkum, að þá vantar miklu meira en þessar átta milljónir lesta, en hvers konar viðbótarmagn er aðeins hægt að kaupa með samþykki stjórnar- innar, sem var auðfengið í hitt- eðfyrra. En Rússa vantar nú Eftir Victor Zorza kannski tíu sinnum meira magn, þvf þeir stefndu að 215 milljóna lesta uppskeru en hún nam aðeins rúmlega 130 milljónum lesta og það sem á vantar er því rúmlega 80 milljónir. Jafnvel þótt þeir gætu keypt þetta magn — sem er auðvitað útilokað — getur samgöngukerfi þeirra og geymslurými aðeins annað og tekið á móti um það bil 25 milljónum lesta korns og megnið af þvi hefur þegar verið keypt. Hvað hefur þá orðið af mat- vælavopninu? Þvf er ekki hægt að beita aftur fremur en eyðingarvopni þegar eldflaug- inni hefur verið skotið. Kannski stjórnaðist hófsemi Rússa í Miðausturlöndum af kornskorti þeirra. Við vitum það ekki. En framkoma þeirra einungis vegna þess að þeir vilja slá nýja vopnið úr höndum Bandarfkjamanna, heldur einnig vegna þess að heilbrigt ástand f landbúnaðarmálum er forsenda heilbrigðs ástands í sovézkum efnahagsmálum og stjórnmálum. Aföllin í land- búnaðinum f fyrra hafa dregið mikið úr hagvextinum í heild og þau áföll og fleiri ástæður hafa orðið til þess að markið er sett miklu lægra í nýrri fimm ára áætlun en samkvæmt fyrri áætlunum. Verið getur að sovézka þjóðin svelti ekki en jafnvel þótt allt gangi að óskum mun kjötmagnið, sem hún framleiðir haldast óbreytt að meðaltali næstu fimm ár frá því sem það var f fyrra. En megintilgangur land- búnaðarstefnu Brezhnevs hefur verið að auka kjötfram- leiðsluna til að bæta mataræði Rússa og hin miklu kornkaup erlendis hafa aðallega þjónað þeim tilgangi. Venjulegur Rússi neytir aðeins þriðjungs þess sem venjulegur Banda- ríkjamaður borðar, þó að hann borði að vfsu yfir sig, og krafa hans um betra fæði er farin að hafa pólitísk áhrif — eins og krafa pólskra verkamanna, sem kollvörpuðu Gomulka- stjórninni með matvælaóeirð- um sfnum. Greinilegt samband er á milli óeirðanna í Póllandi og til- raunanna til að auka sovézka kjötframleiðslu, sem var til þess að valdhafarnir í Kreml keyptu korn í stórum stfl er- lendis, fyrst í gusum, en núna samkvæmt samningi við Banda- ríkin, sem gerir ráð fyrir ákveðinni lágmarksupphæð á ári. Valdhafarnir i Kreml féllust á fimm ára samning þótt þeir væru tregir til þess, þar sem þeir vildu heldur að þeir þyrftu aðeins að eyða dýrmæt- um erlendum gjaldeyri þegar uppskeran væri raunverulega slæm, en Bandaríkjamönnum tókst að nota tilfinnanlegan skort Rússa á þessu ári til að neyða þá til að fallast á fastan samning. Ýmsir þeir sem hafa áhrif á stefnumótunina í Washington vona að ef þessi fasti árs- „skammtur" geri Rússa háða bandarísku korni, geti mat- vælavopnið orðið fastur liður f vopnabúri Bandaríkjamanna. Rússar gera sér grein fyrr þess- um möguleika og hafa lagt út f geysimiklar fjárfestingar f landbúnaði, að minnsta kosti sumpart til að verjast hugsan- legri beitingu þessa vopns I framtíðinni. Þetta er hættuspil því enn hefur ekki verið sannað að hægt sé að bjarga sovézkum landbúnaði með peningaaustri einum saman. Stjórn Brezhnevs hefur neitað að taka skipulagsbreytingar til athug- unar, breytingar á samyrkjubú- skapnum, sem verða að fylgja fjárveitingum til sovézkra land- Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.