Morgunblaðið - 09.01.1976, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976
Ófríða
konungsdóttirin
sér. Hana vildu þeir fá að sjá, en Ófríð
sagði að enginn fengi það, nema konung-
urinn, ef hann kæmi sjálfur. Og svo hélt
hún áfram þeysireiðinni á geithafrinum,
svo glumdi í þilfarinu.
Þegar menn konungs komu aftur heim
og skýrðu honum frá því, sem fyrir þá
hafði borið á skipinu, vildi hann strax sjá
hvernig þar væri, sérstaklega þó þessa
sem riði á hafrinum. Þegar hann kom,
leiddi Ófríð systur sina fram, og hún var
svo væn og fögur, að konungurinn varð
þegar hrifinn af henni, um leið og hann
sá hana. Hann tók þær nú báðar með sér
til hallar sinnar, og vildi fá yngri systur-
ina fyrir drottningu, en Ófríð sagði nei,
hana gæti ekki konungur fengið, nema
hún sjálf fengi son hans fyrir mann. Það
kærði konungssonur sig nú ekki beinlínis
um, því honum fannst Ófríð ekkert til-
takanlega glæsileg ásýndum, en svo lengi
talaði konungurinn faðir hans og allt
fólkið í höllinni um fyrir honum, að hann
lét undan, og lofaði að hann skyldi taka
Ófríð sér fyrir konu, en nauðugur gerði
hann þetta og stúrinn var hann.
Síðan var búið til brúðkaups og dregið
að bestu matföng og ölföng og skyldi ekk
ert skorta, og þegar allt var til reiðu, var
lagt af stað til kirkjunnar, en konungs-
syninum fannst þetta verða erfiðasta
kirkjuferð, sem hann hafði farið nokk-
urn tíma á æfinni. Fyrst ók konungurinn
faðir hans með brúði sína. Hún var svo
fögur og yndisleg, að allt fólk nam staðar
meðfram veginum og'horfði á hana eins
lengi og það sá til hennar. Á eftir reið svo
konungssonurinn við hliðina á Ófríði,
hún kannske á hafrinum með sleifina í
krumlunni og á svip konungssonar virtist
frekar að hann væri að fara til jarðarfar-
ar en til brúðkaups, svo sorgmæddur var
hann ásýndum og mælti ekki orð frá
vörum.
„Hvers vegna segir þú ekki neitt?“
spurði Ófríð, þegar þau höfðu farið
nokkra leið.
,,Hvað ætti ég að segja?“ spurði kon-
ungssonur.
„Þú gætir þó spurt hvers vegna ég ríði
á þessum ljóta geithafri," sagði Ófríð.
„Af hverju ríðurðu á svona ljótum
geithafri?“ spurði konungssonur.
„Er þetta ljótur geithafur? Nei, þetta
er besti gæðingur, sem hefir sést í þrem
þjóðlöndum," svaraði Ófríð og um leið
varð hafurinn að hnarreistum gæðingi,
hinum fallegasta, sem konungssonur
hafði séð á æfi sinni.
Svo héldu þau áfram, en konungssonur
var enn stúrinn og ómögulegti að toga út
úr honum nokkurt orð. Svo spurði Ófríð
hann aftur hvers vegna hann segði ekki
neitt, en þegar hann svaraði, að hann
vissi ekkert hvað hann ætti að tala um,
sagði hún: „Þú getur spurt mig að því
hvers vegna ég hafi þessa ljótu sleif í
hendinni.“
„Hvers vegna hefirðu þessa ljótu sleif í
hendinni?“ spurði konungssonur.
„Er ég með ljóta sleif?“ spurði Ófríð,
og um leið og hún sleppti orðinu, sá
konungssonur að hún var með forkunn-
arfagran blævæng úr skýru silfri. „Þetta
er fegursti blævængur sem nokkur brúð-
ur getur borið,“ sagði Ófríð.
Enn riðu þau nokkurn spöl, og enn var
konungssonur jafn þögull og áður. En þá
spurði Ófríð aftur, hvers vegna hann
segði ekkert, og er hann kvaðst ekkert
hafa aó segja, sagði hún, að hann gæti þó
alltaf spurt að því, hvers vegna hún hefði
þessa ljótu gráu hettu á höfðinu.
„Af hverju ertu með þessa ljótu gráu
hettu á höfðinu?“ spurði hann.
vtte
MOR0(Jk
KAfc/nu
Mamma! Eg er farin frá honum
Snúlla.
— Þessi Björn kann enga
mannasiði. 1 hvert skipti, sem
ég mæti honum, snýr hann sér
við, þegar hann er kominn
framhjá og horfir á eftir mér.
— Hvernig veiztu það?
Nýgift kona: — Elsku Karl
minn, vertu ekki svona
áhvggjufullur, segðu mér
heldur hvað það er. Mundu, að
nú herðu áhvggjurnar ekki
lengur einn, við gerum það
sameiginlega.
— Jæja góða mín, við erum
nýhúin að fá hréf frá stúlku,
sem hótar að stefna okkur
fvrir heitrof.
X
— Ég hafði einu sinni dverg
hjá mér f vinnu. Hann var svo
Iftill, að þegar hann fékk Ifk-
þorn á tærnar hélt hann að
hann væri með höfuðverk.
Meö kveöju frö hvftum gesti Jóhanna Kristjóns
16
um við Prewettesbæinn. Það er
heppilegt fyrir okkur að jarðveg-
urinn þar er næstum þvf gegnsósa
af húsdýraáburði.
— Oj bara, sagði Burden um
lcið og hann rétti sig upp.
— Þetta er nú millahverfi í
lagi, bætti hann við og horfði f
kringum sig, þegar þeir höfðu
vafið sýni inn f hreinan klút og
lokuðu dvrunum á eftir sér.
— Já, ekki laust við það, sagði
Wexford. — Komdu, ég tek bílinn
og við keyrum þangað aftur. Mig
langar til að rabba fáein orð við
hann Prewett aftur. Sfðan þurf-
um við að tala við bfósfjórann. Ef
þér viljið skjóta þessum Ivkli inn
til Inge, eða hvað það nú var sem
hún hét blessuð kindin. Svo getið
þér farið heim. Ég æfla sjálfur að
segja eitt orð við Inge litlu á
morgun.
— Hvenær ætlið þér dð tala aft-
ur við frú Missal?
— Ef mér skjátlast ekki, kem-
ur hún til mfn áður en ég kemst
til að fara tíl hennar, sagði Wex-
ford.
5. KAFLI.
Camb lögregluþjónn sat og var
að tala í sfmann, þegar Wexford
kom á stöðina morguninn eftir.
Hann lagði höndina yfir tólið og
sagði:
Það er kona sem vill íala við
vður. Hún heitir frú Missal. Hún
er búin að hringja þrisvar sinn-
um.
— Hvað vill hún?
— Hún segist þurfa að fala við
vður um eftthvað mjög svo
árfðandi má, sagði Camb og bætti
vandræðalega við:
— Hún sagði að þér ættuð að
koma til hennar tafarlaust.
— Jæja, sagði hún það. Skilið
til hennar næst þegar hún hringir
að vilji hún tala við mig geti hún
komið hingað.
Hann opnaði dyrnar inn á skrif-
stofu sfna og bætfi sfðan við.
— Þér getið Ifka sagt henni að
ég fari aftur klukkan hálftíu.
Þegar hann hafði opnað
gluggana og lagað til á skrif-
hnrðinu sfnu, rak hann höfuðið út
um dyrnar og bað um að einhver
færði sér tebolla.
— Hvar er Martin?
— Ilann er enn á The Olive and
Dove.
— Ja, nú er mér öllum lokið!
Ileldur hann að hann eigi að
dvelja þar allt sumarlevfið.
Hringið til hans og segið honum
að hann megi fara heim.
Þetta var fagur morgunn, og
júní lofaði góðu. Frá skrifborðinu
sínu sá Wexford garðana f Burv
Street og blómakassana við Mid-
land Bank. Vorblómin voru öll að
fölna og sumarblómin ekki
sprungin út enn. Camb lögreglu-
maður kom með teið og með hon-
um var einnig frú Helen Missal.
— Þökk fvrir. Viljið þér koma
með aukabolla.
Helen Missal hafði greitt hárið
upp og skilið sólgleraugun eftir
heima. Hún var klædd f hvfta
blússu og pils og virtist virðuleg
og settleg f fasi og Wexford velti
þvf fvrir sér, hvort hún hefði
einnig ákveðið að vera þekkilegri
f framkomu en kvöldið áður.
— Eg er hrædd um ég hafi
hegðað mér afskaplega kjána-
lega, sagði hún f trúnaðartón.
Wexford tók nýja pappfrsörk
upp úr skúffunni og fór að skrifa
í óðaönn. Hann gat ekki látið sér
detta neitt gáfulegt f hug en
vegna þess hann vissi að hún sá
ekki hvað hann skrifaði þaðan
sem hún var, skrifaði hann hvað
eftir annað: — Missal Parsons.
Missal Parsons.
— Ég skal segja vður að ég
sagði vður ekki allan sannleik-
ann.
— Einmitt? sagði Wexford.
— Þar með er ekki sagt ég hafi
logið. Ég sleppti bara dálitlu sem
engu máli skiptir.
— Einmitt það já, sagði Wex-
ford.
— Sannleikurinn er sá að ég
var ekki ein f bíóinu. Ég var með
vini mfnum — karlmanni.
Hún brosti undirfurðulega til
hans.
— Það er auðvitað ekkert ósið-
legt við það, en þér vitið hvað
eiginmenn geta verið tiltektar-
samir.
— Ég ætti að vita það. Ég er
einn f þeirra hópi, sagði Wexford.
— Nú, og þegar ég kom heim
fann ég sem sagt ekki varalitinn
og ég held ég ha.. misst hann f
hflnum hans vinar mfns. Ö, er
þetta te handa mér. En elskulegt
af yður.
Það var barið að dyrum og
Burden kom inn.
— Frú Missal var að segja mér
frá ferðinni f kvikmyndahúsið á
míðvikudagskvöldíð, sagði Wex-
ford og hélt áfram að skrifa f
óðaönn.
— Góð mynd, ekki satt frú
Missal? Þvf miður varð ég að fara
í miðjum klfðum.
Burden leit f kríngum sig eftir
tebolla.