Morgunblaðið - 09.01.1976, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1976
26
Heistararair otí að aka og njlið-
arair nnnn þriðia leikinn í röð
Að öllum líkindum hafa Víkingar misst af
möguleikanum á að verja Islandsmeistara-
titilinn í handknattleik er þeir töpuðu með
fjórum mörkum fyrir Þrótti í fyrrakvöld.
Leiknum lauk með 28:24 sigri Þróttar og
stendur liðið eftir þennan sigur mun betur i
baráttunni fyrir tilveru sinni í 1. deildinni.
Sigur Þróttar var fyllilega verðskuldaður í
þessum leik og hefur liðið nú unnið 3
síðustu leiki sína. Að loknum mjög jöfnum
fyrri hálfleik tóku nýliðarnir íslands-
meistarana í kennslustund á köflum í seinni
hálfleiknum og munurinn i lokin hefði getað
orðið meiri en raun varð á því Þróttarar
leiddu mest með átta mörkum, en Vikingar
náðu að minnka þann mun fyrir lokin.
Herði Sigmarssyni tekst að stöðva Pálma Pálmason I hraðaupphlaupi I
leiknum I fyrrakvöld.
Aðeins „tætarinn” sterknr
í tætingslegn Hankaliði og
Fram vann verðsknldað
ÞAÐ LIÐ sem mest kom á óvart i upphafi íslandsmótsins,
Haukarnir, og lagði hvern andstæðinginn öðrum sterkari að
velli, hefur nú tapað dýrmætum stigum i siðustu leikjum
sínum. Það mörgum að liðið verður varla Íslandsmeistari úr
þessu, þó svo að öll nótt sé ekki úti enn fyrir Haukana. í
fyrrakvöld máttu Haukarnir lúta i lægra haldi fyrir Frömurum
og virðist lið Framara koma sterkt til leiks á þessu nýbyrjaða
ári. Valur stendur nú mjög vel að vigi í 1. deildinni og töp
Víkings og Hauka eru Valsmönnum án efa mjög kærkomnir.
Það var greinilegt í þessum leik að
Þróttararnir hafa nýtt hið langa hlé frá
keppninni í 1 deild mun betur en
Víkingarnir. Þeir voru friskari á flestum
sviðum og leikmenn liðsins jafnbetri,
þó svo að leikmenn eins og Friðrik
Friðriksson og Bjarni Jónsson hafi að
visu komið sterkastir frá þessari viður-
eign Þeir leikmenn Víkings, sem verið
hafa sterkastir í vetur — Páll og Viggó
t d — voru langt frá sínu bezta og
aðrir leikmenn liðsins náðu ekki að
bæta getuleysi þeirra upp Þá vantaði
Sigurgeir Sigurðsson í mark Víkings í
þessum leik og var þar sannarlega
skarð fyrir skildi því markverðir Víkings
vörðu varla nokkurn skapaðan hlut í
leiknum.
Þróttarar voru lagnir við að skora
mörk úr hornum að þessu sinni og eigi
sjaldnar en 9 sinnum flugu leikmenn
Þróttar inn úr hornunum og ýmist
skoruðu eða fengu vítakast Þennan
leka gátu Víkingar ekki komið í veg
fyrir og hefði það þó ekki átt að vera
svo ýkja erfitt. Auk Bjarna og Friðriks
áttu þeir mjög góðan leik í sókninni
Björn Vilhjálmsson, Konráð Jónsson
og Gunnar Gunnarsson — leikmenn
sem ekki oft hafa verið á vörum þeirra,
sem fjallað hafa um handknattleik í
vetur, en sýndu í þessum leik að Þrótt-
ur er að ná upp allsterku liði, sem ekki
byggir lengur á einum eða tveimur
mönnum.
Fyrri hálfleikur þessa leiks var mjög
jafn Munurinn aldrei meiri en 2 mörk,
fyrst Vikingum í vil, en undir lok hálf-
leiksins seig lið Þróttar fram úr og
hafði éins marks forystu 1 1 1 0 í hléi. í
seinni hálfleik bjuggust margir við því
að Víkingarnir myndu reka af sér
slyðruorðið og ná öruggri forystu. En
margt fer öðru vísi en ætlað er og eftir
að leikið hafði verið í 1 5 mínútur í
seinni hálfleiknum var Þróttur kominn
með 5 marka forystu, 20:1 5, og sigur-
inn var tryggður. Hafði það komið
Víkingunum að litlu liði að taka Bjarna
Jónsson úr umferð, því einmitt meðan
Víkingarnir gerðu það náði Þróttur
þessari forystu
Varnarleikur liðanna var vægast sagt
lélegur í þessum síðari hálfleik, eins og
sést á því að alls er þá skorað 31 mark,
eða meira en eitt mark á mínútu.
Friðrik Friðriksson skoraði flest mörk
allra í þessum leik eða 10 talsins,
mörg þeirra með gullfallegum skotum,
önnur eftir hraðaupphlaup, þar sem
Friðrik er jafnan fyrstur fram á völlinn.
Bjarni Jónsson var drjúgur mjög í
leiknum og lét það ekki aftra sér að
þessu sinni þó hann gengi ekki heill til
skógar, en hann meiddist í fyrri lands-
leiknum gegn Rússum á dögunum.
Konráðs, Gunnars og Björns er þegar
getið, en ekki er hægt að segja að
nokkur leikmaður Þróttar hafi leikið
þennan leik illa
Viggó Sigurðsson og Páll Björgvins-
Framhald á bls. 19
Hannes Leifsson og Stefán „tætari”
Jónsson voru áberandi beztu menn
liða sinna að þessu sinni. Hannes
heppnari með skot sin en áður, óragur
og stöðugt ógnandi Stefán lék nú sinn
annan leik með meistaraflokki Hauka á
keppnistimabilinu og stóð sig mjög
vel, skoraði falleg mörk og sýndi það
einstaklingsframtak sem fær fólk til að
hafa gaman að handknattleiknum —
auk þess sem það hélt Haukum á floti í
lok leiksins.
Það hafði mikið að segja fyrir Hauk-
ana í þessum leik að einn sterkasti
hlekkurinn í keðjunni, markvörðurinn
Gunnar Einarsson, gat ekki leikið
þennan leik. Ungu mennirnir sem
stóðu í markinu í stað hans fylltu
engan veginn skarðið Gunnar mun þó
væntanlega leika með Haukum í næsta
leik. í marki Fram var markvarzlan
reyndar ekkert betri. Guðjóni gekk illa í
fyrri hálfleiknum og Jóni ekki skár f
þeim síðari. Það var svo ekki fyrr en
talsvert var liðið á seinni hálfleikinn að
Guðjón kom aftur í markið og varði þá
mjög vel — reyndar nær allt nema
skot Stefáns Jónssonar.
Leikurinn var í járnum allan fyrri
hálfleikinn og munaði aðeins einu
marki í leikhléi, staðan var 10:9 Fram í
vil. í seinni hálfleiknum dró ekki sund-
ur með liðunum fyrst í stað og breytti
það engu þó tveimur Frömurum væri
vikið af velli á sömu mínútunni. Hauk-
arnir nýttu sér ekki mannamuninn og
skoruðu liðin sitt markið hvort á með-
an Baráttan var í algleymingi í þessum
leik og minnkaði reyndar ekkert þó
Fram hefði náð fjögurra marka forystu
19:15, þegar 4 mlnútur voru eftir.
Haukarnir börðust áfram, en vonin um
stig var úti og Fram vann þennan leik
nokkuð verðskuldað 20:1 8
Framararnir hafa greinilega notað
hléið frá keppni vel og eru í góðri
æfingu. Hannes hefur t.a.m. ekki leikið
betur í vetur og heldur ekki Andrés
Bridde, sem skoraði dýrmæt mörk í
leiknum.
Hörður Sigmarsson lék þennan leik
með skurð á enni og þorði greinilega
ekki að beita sér enda gengu Framar-
arnir vel í hann. Þá var Elías langt frá
sínu bezta — að undanskildum upp-
hafsminútunum —áij
Á meðfylgjandi mynd FriBþjófs liggur FriSrik Friðriksson hinn snjalli leik
maður Þróttar i gólfinu. en i lokin voru það þó Vikingarnir sem lágu.
Minnkandi áhugi
— MANNSKAPURINN hefur
slakað á, það hefur ekki verið
mætt nægilega vel á æfingar að
undanförnu og þeir sem hafa
mætt hafa ekki tekið nægilega
vel á að mínu mati. Þetta sagði
Karl Benediktsson þjálfari Vík-
inga að loknum leik þeirra við
Þrótt í fyrrakvöld. Karl var að
því spurður hvort þetta tap
gerði möguleika Víkinga á sigri
í mótinu að engu.
— Að sjálfsögðu er von okkar
orðin veik, en það er ekkert
útilokað. Möguleikar Vals
aukast alltaf, því auk þess að
hafa gengið vel í fyrri umferð-
inni, þá virðast helztu keppi-
nautar þeirra missa stig gegn
veikari liðunum.
— Annars vil ég að eitt komi
fram í sambandi við leik Vík-
ings og Þróttar. Það er að lið
Þróttar er orðið mjög öflugt og
leikmenn þess eru í góðri
æfingu. Sóknarleikur okkar
gegn þeim var í raun ágætur,
vörnin sæmileg, en markvarzl-
an léleg, sagði Karl að Iokum,
en þess má geta að Sigurgeir
Sigurðsson, sem átti góða leiki
með Víkingi í lok fyrri umferð-
arinnar, hefur ekki æft síðan
komið var heim frá Þýzkalandi
eftir seinni leikinn við Gumm-
ersbaeh.
LIÐ ÞRÓTTAR: Marteinn Árnason 2, Konráð Jónsson 2, Trausti
Þorgrímsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Halldór Bragason 1, Úlfar
Hróarsson 1, Bjarni Jónsson 3, Erling Sigurðsson 2, Jóhann
Frfmannsson 1, Friðrik Friðríksson 4, Björn Vilhjálmsson 3,
Kristján Sigmundsson 2.
LIÐ VlKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Þorsteinn Jóhannesson 1,
Erlendur Hermannsson 3, Magnús Guðmundsson 1, Páll Björg-
vinsson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Sigfús Guðmundsson 1,
Stefán Halldórsson 2, Jón Sigurðsson 1, Viggó Sigurðsson 2,
Skarphéðinn Óskarsson 1, Ólafur Jónsson 1.
LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 3, Andrés Bridde 3, Árni Sverris-
son 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Gústaf Björnsson 1, Pétur
Jóhannsson 3, Arnar Guðlaugsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 1,
Jón Árni Rúnarsson 2, Pálmi Pálmason 2, Hannes Leifsson 4, Jón
Sigurðsson 1
LIÐ HAUKA: Ólafur Torfason 1, Svavar Geirsson 2, Þorgeir
Haraldsson 2, Arnór Guðmundsson 2, Ingimar Haraldsson 2,
Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson 3, Guðmundur Haraldsson 1,
Sigurgeir Marteinsson 1, Hörður Sigmarsson 2, Elías Jónasson 2,
Gunnlaugur Gunnlaugsson 1.
I stuttu máli
Víkingur
Þróttur
ÍSLANDSMÓTIÐ 1. deild, Laugardalshöll 7.
janúar.
Þróttur — Vfkingur 28:24 (11:10)
1 STUTTU MALI:
24. Viggó 8:8
25. 8:9 Fríðrik
26. 8:10 Friðrik
27. Vlggó 9:10
27. 9:11 Bjarni
30. Viggó 10:11
LEIKHLÉ
31. 10:12 Bjarni
Framhald á bls. 19
MfN., VfKINCUR STADAN ÞRÓTTUR rium-nuuKUi
3. 0:1 Konráð
5. Sigfús 1:1 fslandsmótið 1. deild, Laugardalshöll 7.
6. 1:2 Trausti janúar.
7. Erlendur 2:2 Fram — Haukar 20:18 (10:9)
11. Stefán 3:2 MfN. FRAM STAÐAN HAUKAR
12. 3:3 Friðrik 2. 0:1 Elías
13. Erlendur 4:3 3. Hannes 1:1
14. 4:4 5. 1:2 Elfas
14. ólafur 5:4 6. 1:3 Sigurgeir
16. Viggó 6:4 7. Amar 2:3
17. 6:5 Trausti 11. Arni 3:3
20. 6:6 Bjarni 13. Sigurbergur 4:3
21. Páll 7:6 14. Pálmi (v) 5:3
22. 7:7 Gunnar 15. Arni 6:3
24. 7:8 Jóhann 16. 6:4 Hörður
17.
19.
20. Hannes
23-
25. Andrés
25.
6:5 Ingimar
6:6 Stefán
7:6
7:7 Hörður
8:7
8:8 Stefán
Framhald á bls. 19
STAÐAN
STAÐAN í 1. deildar
keppni fslandsmótsins i
handknattleik var þannig
að fyrri umferðinni lokinni:
Valur
Haukar
FH
Fram
7 5 11
8 4 13
7 4 0 3
8 3 2 3
Vtkingur 8 4 0 4
Þróttur 8 3 14
Ármann
Grótta
7 2 14
7 2 0 4
135:103 11
148:136 9
146:136
126:125
165:166
147:157
111:142
121:134
8
8
8
7
5
4