Morgunblaðið - 09.01.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976
27
— Greiðsluhalli
Framhald af bls. 28
að í fjármálaráðuneytinu til þess að
auka aðhald á útgjöldum rlkissjóðs
eru þríþættar:
0 Gerðar verða greiðsluáætlanir
fyrir hverja ríkisstofnun fyrir
hvern mánuð.
0 Settar hafa verið nýjar reglur um
reikningsskil innheimtumanna
rikissjóðs og frestur innheimtu-
manna til skila á yfirlitum til
rikissjóðs styttur.
9 Tilhögun greiðslna hjá ríkisféhirði
hefur verið breytt. Öll greiðslu-
skjöl verða framvegis bókuð og
endurskoðuð áður en greiðsla fer
fram.
Fréttatilkynning fjármálaráðuneytis
er svohljóðandi:
ÞÓTT endanlegar niðurstöðutölur A-
hluta rikisreiknings fyrir árið 1 975 séu
ekki fram komnar virðist Ijóst, að mis-
munur greiddra gjalda og innborgaðra
tekna verði um 5.000 m.kr. í greinar-
gerð með frumvarpi til fjárlaga fyrir
árið 1976 voru heildarútgjöld ríkis-
sjóðs á árinu 1975 áætluð 51.000
m.kr. að teknu tilliti til 2.000 m.kr.
lækkunar útgjalda vegna fyrirhugaðs
niðurskurðar Hins vegar var talið. að
innheimtar tekjur rikissjóðs á árinu
næmu nálægt 50.000 m.kr. Fyrr-
greind tekjuáætlun virðist munu stand-
ast þrátt fyrir að innheimta vörugjalds
varð um 500 m kr. minni en áætlað
var. Þannig var á þeim tima reiknað
með nokkrum greiðsluhalla. Hallinn
hefur hins vegar reynst mun meiri en
sú áætlun gerði ráð fyrir. Eftirtalin
atriði valda mestu um þann halla, sem
verður á rikissjóði á árinu 1975.
Greiðsluur til almannatrygginga og
þá fyrst og fremst til reksturs sjúkra-
húsa voru auknar um 700 m.kr. frá
áætlun
Niðurgreiðslur vöruverðs og útflutn-
ingsbætur vegna landbúnaðarafurða
reyndust 250 m.kr. umfram áætlun.
Til vegamála hafa greiðslur umfram
áætlun numið 250 m.kr. Megin
ástæða þessara umframgreiðslna er
rýrnum á mörkuðum tekjustofnum til
vegamála. Þá hefur ríkissjóði á árinu
1975 verið aflað sérstakrar fyrir-
greiðslu i formi láns hjá Seðlabankan-
um til vegamála, að fjárhæð 200 m.kr.
og mun það lán endurgreitt af fram-
kvæmdafé vegagerðarinnar á árinu
1976. í lok árs 1974 námu skuldir
vegagerðarinnar við ríkissjóð 329
m.kr. Ákveðið var á árinu 1975 að
rikissjóður yfirtæki skuldir þessar með
sérstakri lántöku hjá Seðlabankanum
og telst sú lántaka hluti þeirrar sukn-
ingar, sem fram kemur á lánareikningi
ríkissjóðs hjá Seðlabankanum.
Til landhelgisgæslunnar hafa um-
framgreiðslur numið 100 m.kr. Hér er
fyrst og fremst um aukinn rekstrar-
kostnað að ræða, svo og innborganir
vegna kaupa á flugvél og kostnað við
endurbæturá varðskipinu Óðni.
Likur eru á að gjöld ýmissa stofnana
önnur en þau er hé_r að framan hafa
verið tilgreind, hafi farið um 700 m.kr.
fram úr áætlun. Helstu umframgreiðsl-
ur eru vegna embætta sýslumanna og
bæjarfógetá að fjárhæð 300 m.kr.
Vegna gengisbreytinga nema umfram-
greiðslur til sendiráða fslands erlendis
100 m.kr. og 90 m.kr. umframgreiðsl-
ur vegna útgjalda á sviði menntamála.
Við lok árs 1974 nam skuld
Rafmagnsveitna rikisins við ríkissjóð
931 m.kr. Á árinu 1975 var ákveðið
að ríkissjóður yfirtæki skuldir þessar
með sérstakri lántöku hjá Seðla-
bankanum og telst sú lántaka hluti
þeirrar aukningar, sem fram kemur á
lánareikningum rikissjóðs hjá Seðla-
bankanum. Á árinu 1975 hefur
Rafmagnsveitum rikisins verið veitt
sérstakt lán úr ríkissjóði, er nemur 1 30
m.kr., og mun það lán endurgreitt af
framkvæmdafé á árinu 1 976.
Þá voru 1667 m.kr. af yfirdráttar-
skuld á aðalviðskiptareikningi rikis-
sjóðs við Seðlabankann vegna
umframgjalda ársins 1974 breytt í
umsamið lán, sem fram kemur á lána-
reikningi ríkissjóðs við bankann á árinu
1975
Vaxta- og verðbótagreiðsíur rikis-
sjóðs námu 1.000 m.kr. hærri fjárhæð
en áætlun gerði ráð fyrir.
Eins og fram kom i umræðum á
Alþingi var ekki talið fært að láta
1.000 m.kr. af áformuðum niður-
skurði fjárveitinga 1 975 koma til fram-
kvæmda og réð þar mestu það mark-
mið rikisstjórnarinnar að tryggja fulla
atvinnu i landinu og byggðajafnvægi
Þá hefur ríkissjóður á árinu 1975
tekið lán hjá Seðlabankanum vegna
gengistryggingar ríkissjóðs á innstæð-
um í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins
skv. lögum nr. 45/1975 og nemur
fjárhæð þessarar skuldbindingar 846
m kr
Þessi niðurstaða gjalda og tekna
ríkissjóðs á árinu 1 975 hefur haft í för
með sér, að skuldir á viðskiptareikning-
um A-hluta rikissjóðs við Seðlabank-
ann voru í árslok 1975 4.953 m.kr.
og á lánareikningum 4 951 m kr
Heildarskuldir rikissjóðs, A-hluta, við
bankann námu þvi i árslok 1975
9.904 m.kr., en voru í upphafi árs
1975 3 866 m.kr Skuldaaukningin
skiptist þannig, að 258 m.kr. eru
vegna gengismunar 846 m.kr. vegna
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og
4.934 m.kr. vegna annarra viðskipta
rikissjóðs við bankann
Fjármálaráðherra greindi frá þvi i
ræðu sinni við 3 umræðu um fjárlaga-
frumvarpið, að i fjármálaráðuneytinu
væri i undirbúningi gerð timasettrar
greiðsluáætlunar um greiðsluskiptingu
tekna og gjalda rikissjóðs innan fjár-
lagaársins 1976. ( samræmi við reglu-
gerð um bókhald ríkisins frá 19.
desember 1975 er m.a. kveðið á um
gerð greiðsluáætlana stofnana fyrir
hvern mánuð. Jafnframt skipta stofn-
anir áformuðum útgjöldum sinum í
svonefnd bundin og óbundin gjöld
eftir þvi, hvort gjöldin eru bundin af
lögum eða samningum eða hvort þeim
megi fresta um einhvern tiltekinn tima.
Áformað er að gerð þessarar greiðslu-
áætlunar verði lokið 1 5. jan. n.k
Ráðuneytið hefur ennfremur gefið út
reglugerð um reikningsskil innheimtu-
manna ríkissjóðs, er tók gildi 1. janúar
1976 og kemur hún í stað reglugerðar
um opinber reikningsskil frá árinu
1 955. Helstu breytingar frá fyrri reglu-
gerð er að styttur er nú frestur inn-
heimtumanna um skil á yfirlitum til
ríkissjóðs og gert ráð fyrir breyttum
reglum um skil á innheimtufé sam-
kvæmt nánari fyrirmælum fjármála-
ráðuneytisins.
Tilhögun greiðslna hjá ríkisféhirði,
verða framvegis endurskoðuð og
bókuð áður en greiðslur fara fram og
jafnframt verður gerður samanburður
milli raunverulegrar stöðu reikninga
ríkisstofnana og greiðsluáætlana
þeirra, þegar greiðslur verða inntar af
hendi. Ráðuneytið telur, að nýskipan
þessi hafi í för með sér aukið hagrdsði
og tryggi aukið aðhald og eftirlit með
útgjöldum ríkissjóðs.
Vegna þeirra breytinga, sem hér hef-
ur verið greint frá, má búast við
nokkrum töfum á greiðslum reikninga
úr rlkissjóði I janúarmánuði. Vonast er
þó til, að þær tafir verði ekki viðskipta-
mönnum rlkissjóðs til verulegra óþæg-
inda
— Sjónvarps-
myndin
Framhald af bls. 1
þeim tveimur ráðuneytum sem
beint eiga hlut að máli — utan-
rfkisráðuneytinu og iandvarna-
ráðuneytinu."
t frétt um atburðinn eftir
Alan Cochrane í Daily Express
(fylgjandi thaldsflokknum)
segir: „Á þessari stundu komst
þorskastrlðið á hættustundu. A
þeirri stundu þegar gat kom á
örlftinn fallbyssubát f árekstri
við brezka freigátu."
Brezk blöð segja einnig frá
þvf að fslenzka sendiráðið í
London haldi þvf fram að
brezka freigátan Naiad hafi
gert áraugurslausa tilraun til
ásiglingar á varðskipið Tý og að
brezka landvarnaráðuneytið
beri það til baka en frá þessum
atburði er ekki sagt á áberandi
hátt f fréttunum.
Að sögn Helga Ágústssonar
sýndi myndin f BBC Gunnar
Olafsson skipherra f brúnni á
Tý og brezku freigátuna
Andromedu f fjarlægð. Frétta-
ritari BBC, Larrie Harris, sagði
að freigátan hefði beðið eftir
Tý þegar hann kom út úr
einhverjum firði, hafið elt-
ingarleik og nálgazt Tý, og f jar-
lægðin milli þeirra hefði verið
um tfu fet. Á myndinni sást
freigátan ekki nálægt Tý.
Sfðan var vitnað f brezkan
sjðliðsforingja sem sagði að
herskip valdi ekki árekstri með
skutnum heldur stefninu,
stefnið á varðskipinu væri 20
millimetra þykkt en frei-
gáturnar aftur á mðti mjög
þunnbyggðar og með menn f
vélarrúmi — sem er algerlega
rangt. Þá var talað við skipherr-
ann á Andromedu sem fullyrti
að hann hefði alls ekki breytt
stefnu og Þðr hefði siglt á
Andromedu.
„Ég verð að segja að ég varð
fyrir vonbrigðum,“ sagði Helgi.
„Glöggur áhorfandi hefði mátt
ráða f það hvað gerðist þegar
fréttamaðurinn sagði frá þvf að
Andromeda hefði elt Tý og
komið upp að varðskipinu
þannig að 10 feta fjarlægð var
milli skipanna. Eg mundi segja
að fréttagildi þessarar útsend-
ingar fyrir okkur hafi ekki
verið mikið, því miður.“
Helgi sagði að sama gilti um
myndina f ITV — frásögnin,
sem hefði verið á svipaða lund,
en jafnvel óhagstæðari, meðal
annars var vitnað í sama sjó-
liðsforingja, og Andromeda
sást aðeins úr fjarlægð. Þar
hefði heldur ekki komið fram
að áreksturinn hefði verið sök
freigátunnar og sagt var að
ekki hefði tekizt að ná mynd af
sjálfum árekstrinum.
Helgi gat þess að fréttirnar af
Islandsmiðum hefðu horfið f
skugga andláts Chou En-lais og
annarra frétta, meðal annars
frá Norður-Irlandi og tfðinda
úr brezkum stáliðnaði.
Hann sagði að Breti nokkur
hefði hringt f sendiráðið og
látið f ljós samúð með tslend-
ingum, lýst yfir stuðningi við
þá og sagt að almenningur f
Bretlandi skildi málstað ts-
lendinga. Hann sagði að þetta
væri algengt, sendiráðið fengi
mörg slfk samtöl.
— Viðræður
Framhald af bls. 28
London: „Ég verð að segja það, að
þessi fréttatilkynning vakti
athygli hér. Það var sagt frá
henni í BBC-fréttum, bæði í sjón-
varpi og útvarpi. Það var fyrsta
frétt þar og ég tel tvímælalaust,
að þetta sé þannig úr garði gert,
að þetta veki athygli og allir megi
skilja að hér sé alvörumál á
ferðum.“
Fréttatilkynning ríkisstjórnar-
innar fer hér á eftir í heild:
Á fundi ríkisstjórnarinnar í
morgun var rætt um það alvar-
lega ástand, sem ríkir á íslands-
miðum vegna flotaíhlutunar
Breta og ólöglegra veiða brezkra
togara innan 200 mílna fiskveiði-
landhelginnar.
Ákvörðun var tekin um eftir-
farandi aðgerðir:
1. Ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins mun fara sem
fulltrúi ríkisstjórnarinnar til
höfuðborga Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna í Evrópu og gera
ásamt sendiherrum íslands
ríkisstjórnum þeirra grein
fyrir því alvarlega ástandL
sem skapazt hefur vegna ólög-
mætrar valdbeitingar brezka
flotans, og leita eftir stuðningi
þeirra á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins.
2. Sendiherrar Islands hjá
Sameinuðu þjóðunum og í
Bandaríkjunum og Kanada
munu koma heim í því skyni
að undirbúa frekari kynningu
málstaðar Islands gagnvart
þeim ríkjum, sem eiga sæti í
Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna, og ríkisstjórnum Banda-
ríkjanna og Kanada.
3. Sendiherra tslands hjá At-
lantshafsbandalaginu mun
krefjast fundar í fastaráði
bandalagsins og ítreka kæru
tslands og greina frá síðustu
atburðum.
4. Óskað verður eftir því við
Joseph Luns, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalags-
ins, að hann komi hingað til
lands til viðræðna við ríkis-
stjórnina.
5. Að lokinni kynningu málsins
gagnvart Atlantshafsbanda-
lagsríkjunum mun að nýju
krafizt fundar í fastaráði
bandalagsins.
Ríkisstjórnin telur einsýnt, að
framhald ásiglinga brezkra her-
skipa á íslenzk varðskip leiði til
stjórnmálaslita við Bretland.
Reykjavík, 8. janúar 1976.
— Tognun bergs
Framhald af bls. 3
HEIM VIÐ
LANDREKSKENNINGUNA
Eysteinn kvað það sem þarna væri
að gerast koma vel heim við land-
rekskenninguna svonefndu. „Sám-
kvæmt henni á landið að'vera að
togna frá austri til vesturs um sem
næst 2 sm á ári og eftir þessu að
dæma virðist það gerast þannig, að
það teygist á þessu eins og teygju-
bandi tiltekinn tíma þar til landið
lætur undan, springur og hrekkur
til Ég áætlaði um daginn er ég var
norður í Kelduhverfi, að þar hefði
tognunin eða austur-vestur hreyfing-
in opnað sprungur í jarðvegi um
u.þ.b einn* metra núna í þessari
lotu. Miðað við 2 sm tognun á ári
virðist þetta ekki vera nema um 50
ára samsafn sem nú leysist úr læð-
ingi, svo að maður gæti búizt við að
eitthvað þessu Ifkt ætti sér jafnan
stað á um 50 ára fresti. Nú hefur
eitthvað þessu líkt ekki gerzt fyrir 50
árum en maður þarf ekki að leita
miklu lengra aftur í tímann. Árið
1885 eru heimildir um mikla jarð-
skjálfta í Kelduhverfi. Það eru ekki
miklar lýsingar til á því sem þá
gerðist, en ég get hugsað mér að þá
hafi jörðin klofnað, það er talað
mikið um sandgos og gíga eða holur
í sandinum, hvað sem það nú þýðir
en ég túlka það þannig að þar hafi
opnazt sprungur undir sandinum og
sumpart spýtt upp vatni og sumpart
sogað í sig sandinn niður."
Eysteinn hefur á undanförnum
árum verið með mælingar á
mörgum stöðum um landið og þá
mælt lóðrétta hreyfingu lands á tak-
mörkuðum svæðum, t.d. við Þing-
vallalægðina og fyrir norðan á
Reykjaheiði, sem er að vísu ekki á
því svæði sem nú hreyfist heldur
nokkru austar Sagði Eysteinn, að
fróðlegt yrði að endurtaka þær mæl-
ingar nú í sumar næstkomandi en
þangað til yrði ekki hægt að segja
neitt um það hvað þar hefði gerzt.
TOGNUNIN
ATHYGLISVERÐUST
Eysteinn kvaðst telja, að þetta
væri eiginlega í fyrsta sinn sem
menn hefðu haft fyrir augunum, að
landið rifnaði svo mikið I jarð-
skjálftahrinu af þessari gerð. „Það
hefur að vísu komið fyrir í almestu
jarðskjálftum í heiminum, t.d. í San
Fransico og víðar, þar sem komið
hafa stórar sprungur þegar jörðin
hefur hlaupið til og þá stundum
meira en á sér stað þarna i Keldu-
hverfi núna. Þar er einfaldlega um
það að ræða, að jörðin tognar
sundur og það þykir okkur nýstár-
legast. Jörðin sem sagt slitnar
sundur í stað þess að jarðskorpan
eins og hún leggur sig gangi á
misvíxl á löngum kafla."
Eysteinn sagði að skelhreyfingin
t.d. við San Fransico væri í því
fólgin, að hreyfingin væri samsiða
sprungunni, þ.e. að vesturbarmar
sprungunnar færðust til norðurs.
Þess vegna yrði þar að öllum lík-
indum kröftugri jarðskjálftar en hér
gerðust. „Það þarf miklu meira afl til
að brjóta landið á þann hátt heldur
en að brjóta það undir togkrafti.
Bergið er ákaflega veikt fyrir tog-
spennu. Ég geri þess vegna ráð fyrir
því að það sé ástæðan fyrir því að
hér eru svo miklu veikari skjálftar,
þvi að skjálftarnir i Kelduhverfi eru
út af fyrir sig ekki stórir en þeir eru
mjög margir."
— Geir
Framhald af bls. 28
ættu sinn fulltrúa í fastaráðinu
yrðu knúðir til þess að láta af
ofbeldinu. Tilgangurinn með
því að óska eftir komu Joseph
Luns hingað til lands væri fyrst
og fremst að kynna honum
sjónarmið íslenzku ríkisstjórn-
arinnar og málavexti alla og
leiða honum fyrir sjónir hve
alvarlegum augum við lítum
ástandið.
Loks sagði forsætisráðherra,
að með því að kalla sendiherra
okkar hjá Sameinuðu þjóð-
unum og í Washington heim til
skrafs og ráðagerða væri ætlun-
in að undirbúa frekari kynn-
ingu á málstað okkar hjá Sam-
einuðu þjóðunum og þá fyrst og
fremst að afla fylgis fulltrúa í
öryggisráðinu við íslenzkan
málstað.
— Spánn
Framhald af bls. 1
tveimur kirkjum og lögreglan
hefur umkringt þær. Um 4.000
starfsmenn neðanjarðarjárn-
brautarinnar héldu fund í ann-
arri kirkju og ákváðu að hefja
ekki vinnu fyrr en þeir fengju
50% kauphækkun.
Jafnframt hafa verkalvðsleið-
togar skorað á yfirmann hersins
að kalla burtu allt herlið frá
neðanj arð arj árnbr autunum.
Starfsmönnum þeirra hefur verið
hótað því að þeir verði kvaddir í
herinn þar sem þeir verði að lúta
heraga ef þeir hefja ekki vinnu.
— Beirút
Framhald af bls. 1
Rúmlega 100 hafa fallið f
Beirút síðan í gærkvöldi og
skæruliðar kristinna manna
jafnt sem múhameðstrúar-
manna liggja í blóði sínu á
götunum því enga hjálp er
hægt að veita þeim þar sem
sjúkrabifreiðar eru stöðvaðar
við vegatálma. Tvö sjúkrahús
hafa laskazt í sprengjuárásum.
— Sunna
Framhald af bls. 2
Taldi ráðuneytið sér þó skylt að haga
aðgerðum sínum þannig, að þær rækj-
ust sem minnst á hagsmunir þeirra
mörgu einstaklinga, sem greitt höfðu
Sunnu h.f. verulegar fjárhæðir upp í
væntanlegan ferða- og dvalarkostnað
Síðan ofangreind ákvörðun var tekin
hefur Ferðaskrifstofan Sunna h f. stað-
ið við skuldbindingar sínar við þá ein-
staklinga, sem greitt höfðu inn á ferðir
hjá skrifstofunni. Jafnframt hefur
komið fram að færðar hafa verið á
skrifstofuna skuldir að upphæð um
25.0 millj. kr , sem tilheyra Air Viking
h.f., en auk þess hefur Sunna h.f.
greitt skuldir að fjárhæð um 14 4
millj. kr , þar af 9.3 millj. kr. vegna
fyrirframgreiðslna inn á farnar ferðir
eftir 8 des. s.l.
Með tilliti til þessara atriða, svo og
skýringa, sem fram hafa komið á
nokkrum öðrum skuldum Ferðaskrif-
stofunnar Sunnu h.f hefur ráðuneytið
eftir atvikum talið rétt að falla frá
ákvörðun þeirri, sem það tók varðandi
ferðaskrifstofuleyfi Sunnu h.f. hinn 8
des. s.l., enda verði þá eftirfarandi
skilyrðum fullnægt:
Bráðabirgðayfirlit um efnahag og
rekstur Ferðaskrifstofunnar Sunnu h.f
árið 1975 verði lagt fyrir ráðuneytið
eigi síðar en um næstkomandi
mánaðamót Endanlegir reikningar
fyrir 1975 verði síðan afhentir ráðu-
neytinu fyrir 1 . apríl n.k. i þvi formi,
sem lög nr 4/ 1 969 kveða á um.
Ennfremur fái ráðuneytið mánaðar-
legt yfirlit um fjárhagsstöðu Sunnu
h.f., meðan ekki liggja fyrir niður-
stöður úr rannsókn þeirri, sem Alþýðu-
bankinn óskaði eftir og áður er getið
Samgönguráðuneytið, 8 jan 1976.
— Andromeda
Frainhald af bls. 2
frelsi á úthafinu, sem þeir þætt-
ust vera að vernda.
Fyrir utan þennan atburð var
frekar rólegt á miðunum í gær.
Litlu munaði samt snemma í gær-
morgun, að varðskipinu Ægi tæk-
ist að klippa á togvíra hjá brezk-
um togurum, þar sem þeir voru að
veiðum norður af Sléttu, en þá
voru verndarskipin önnum kafin
við að fylgjast með Árna Friðriks-
syni. Ægir komst þá inn í hóp 15
togara, en þeir urðu varðskipsins
varir í tæka tíð og tókst að inn-
byrða trollið rétt í þann mund,
sem varðskipið kom.
— Sighvatur
Framhald af bls. 2
því að taka að sér skuldir blaðsins, að
þetta væri ekki rétt og vitnaði til þess,
að það kæmi fram í samningnum milli
þessara aðila, er birtist í Alþýðublaðinu
(í gær), að Reykjaprent tekur við rekstri
Alþýðublaðsins skuldlausum, þannig
að þarna sé ekki um neinar skuldayfir-
færslur að ræða „Reykjaprent tekur
ekki að sér að borga fyrir okkur eitt eða
neitt," sagði Sighvatur, „en hins vegar
er sérstakur yfirtökusamningur, sem
hefur verið gerður við Reykjaprent af
fyrrverandi útgefendum Alþýðublaðs-
ins, sem er á þá leið að til þess að ekki
þurfi að koma til áframhaldandi erfið-
leika í sambandi við rekstur blaðsins,
þá tekur Reykjaprent að sér að greiða
ákveðnar skuldir en fá svo í staðinn
óinnheimta reikninga Þannig að
Reykjaprent tekur t.d. að sér að greiða
skuldina i Blaðaprenti en fá á móti
auglýsingareikninga óinnheimta frá þvi
í desember, sem samsvara þessari
upphæð og rúmlega það. Síðan verður
það gert upp eftir ákveðinn tima —
annars vegar reikningarnir sem þeir
hafa innheimt og hins vegar það sem
þeir greiddu fyrir okkur í Blaðaprenti.
Ef þeir hafa greitt meira en þeir fengu
innheimt af reikningum, sem er okkar
eign, þá greiðum við mismuninn en ef
þeir hafa greitt minna, þá greiða þeir
mismuninn yfir til okkar. Reykjaprent
tekur þess vegna ekki á sig neitt af
skuldum Alþýðublaðsins," sagði Sig-
hvatur.