Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 09.01.1976, Síða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JR«rj}unþl«þib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 }B«r0un5>l«&il( FÖSTUDAGUR 9. JANUAR 1976 Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: Viðræður við NATO-ríki — Luns til Islands — F astaráð til fundar Ekki sigla allir togarar þótt hátt verð fáist á Þýzka- landsmarkaði fyrir aflann um þessar mundir. Ein- hverjir verða að leggja til hráefnið í vinnslustöðv- arnar hér heima, og þessi mynd var tekin á dögunum þegar verið var að landa úr Hafnarfjarðartogar- anum Freyju. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur). GUÐMUNDUR Sigurjónsson vann skák sína gegn Bandarfkja- manninum Julio Kaplan á skák- mótinu í Hastings í gærkvöldi og er nú í 6.—7. sæti ásamt Taimanov með 5 vinninga. Uhlmann vann Hartston, Bronstein vann Keene, Hort vann Sosonko, og Miles vann Bellin en Jansa og Bisguier, Taimanov og Korchnoi og Nunn og Stean gerðu jafntefli. Uhlmann er efstur með 7 vinn- inga, Bronstein er með 6!4 vinning, Hort með 6 og Korchnoi og Sosonko með 5V4 vinning. Afkoma ríkissjóðs 1975: „Einsýnt að framhald ásiglinga leiði til stjórnmálaslita” RÍKISSTJÓRNIN ákvað á löngum fundi í gærmorg- un að grípa til víðtækra stjórnmálalegra aðgerða f kjölfar ítrekaðra ásiglinga og tilrauna til ásiglinga brezkra herskipa og drátt- arbáta á íslenzk varðskip. í yfirlýsingu, sem ríkis- stjórnin gaf út í gær segir, að stjórnin telji einsýnt, að framhald ásiglinga brezkra herskipa á íslenzk varðskip leiði til stjórn- málaslita við Bretland. (Sjá ummæli Geirs Hall- grímssonar um þetta atriði í annarri frétt hér á sfð- unni.) Guðmundur vann Kaplan Aðgerðir ríkisstjórnar- innar eru fimmþættar: % Pétur Thorsteinsson, ráðu- nevtisstjóri mun sem sérstak- ur fulltrúi rfkisstjórnarinnar ferðast til höfuðborga aðildar- rfkja Atlantshafshandalagsins í Evrópu og gera ríkisstjórn- um þeirra grein fvrir sjónar- miðum tslendinga. 0 Sendiherra tslands hjá Sam- einuðu þjóðunum og í Was- hington verða kallaðir heim til þess að undirhúa frekari kvnn- ingu á málstað tslands vestan hafs. Stendur á Al- þýðubankanum ENN hafa engar yfirheyrslur farið fram í Alþýðubankamál- inu hjá embætti sakadómarans í Reykjavik, að því er Sverrir Einarsson, sakadómari, tjáði Morgunblaðinu í gær. Kvað hann ástæðuna vera þá að ekki hefðu enn borizt umbeðin gögn frá Alþýðubankanum í sambandi við mál þetta. Hefði verið beðið um þessi gögn með bréfi hinn 15. desember sl. og beiðnin ftrekuð hinn 5. janúar sl. en engin svör hefðu enn borizt af bankans hálfu. • Krafizt verður fundar í fasta- ráði NATO. Q Öskað verður eftir því, að Jos- eph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, komi hingað til lands til við- ræðna við rfkisstjórnina. 0 Að lokinni kynningu málsins verður krafizt nýs fundar fastaráðs Atlantshafsbanda- lagsins. Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann mundi fara n.k. sunnudag til Öslóar og ræða við ráðamenn þar og í Kaupmannahöfn á sunnu- dag og mánudag en ekki væri fullljóst, hvert framhald ferðar- innar yrði á þessu stigi, þar eð undirbúningur hennar hefði ekki hafizt fyrr en síðla dags í gær. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, má gera ráð fyrir, að fastaráð Atlantshafsbandalagsins komi jafnvel ekki saman til fundar fyrr en eftir helgi, þar sem Joseph Luns er þessa stundina staddur í París og kemur ekki til baka til Briissel fyrr en um helgina. I viðtali við Morgunblaðið í gær um viðbrögð i Bretlandi við yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar, sagði Helgi Agústsson, sendiráðsritari í Framhald á bls. 27 Greiðsluhallí 5 miUjarðar Nýskipan í fjármálastjórn eykur aðhald og eftirlit með ríkisútgjöldum I fréttatilkynningu, sem fjár málaráðuneytið gaf út i gær er frá því skýrt, að greiðslu- halli ríkissjóðs á árinu 1975 hafi numið um 5 milljörðum króna. Jafnframt er skýrt frá því, að unnið hafi verið að vfðtækri endurskipulagningu á fjármálastjórn ríkisins, en markmið þeirrar nýskipunar sé að auka aðhald og eftirlit með útgjöldum ríkissjóðs. Helztu ástæður fyrir greiðsluhalla ríkissjóðs á sl. ári eru þessar: Greiðslur umfram áætlun vegna almannatrygginga, niður- greiðslna, útflutningsuppbóta, vegamála, landhelgisgæzlu o.fl. nema samtals um 2300 milljónum kr. Vaxta- og verðbótagreiðslur námu 1000 milljón kr. hærri fjár- hæð en áætlun gerði ráð fyrir. £ Niðurskurður útgjalda varð 1000 milljónum minni en áætlað hafði verið. 0 Ríkissjóður tók á sig skuldbind- ingar vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar að upphæð 846 milljónir. Þær aðgerðir, sem unnið hefur verið Framhald á bls. 27 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Vænti þess, að þessi aðvörun nægi og til frekari ásiglinga komi ekki GEIR Hallgrfmsson, forsætisráðherra, sagði f viðtali við Morgun- blaðið í gær, að aðgerðir þær, sem ríkisstjórnin tók ákvörðun um á fundi sfnum f gærmorgun, væru rökrétt framhald af fyrri aðgerðum ríkisstjórnarinnar er mál okkar Islendinga f land- helgisdeilunni hefur verið flutt á vettvangiAtlantshafsbandalags- ins og Sameinuðu þjóðanna. En atburðirnir í fyrradag og sú staðreynd, að brezku skipin torvelda siglingar fslenzku varðskip- anna og nú jafnvel athafnir fslenzks rannsóknaskips, gera það nauðsynlegt, að við knýjum enn fastar á um, að komið sé f veg fyrir slíkt háttalag, sagði forsætisráðherra. Geir Hallgrímsson sagði ljóst af þessum atburðum, að brezku herskipin takmörkuðu eða einangruðu athafnir sínar ekki við að vernda brezku togarana heldur leituðust þau við að gera varðskipin ósjófær en íslenzku varðskipin eru oft í öðrum erindagjörðum en gæzlustörf- um á miðunum, svo sem við þjónustustörf og við björgunar- aðgerðir og í slíkum tilvikum eru herskipin að koma i veg fyrir nauðsynleg störf, sagði forsætisráðherra. Morgunblaðið beindi þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra, hvernig skilja bæri þá yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar, að einsýnt væri að framhald ásigl- inga leiddi til slita stjórnmála- sambands, þ.e. hvenær ásigl- ingar væru komnar á það stig, að til slíkra aðgerða yrði gripið. Geir Hallgrímsson sagði, að vegna þess, að atburðarásin nú hefði verið mun hraðari og alvarlegri en 1973, eins og þegar ásigling hefði átt sér stað innan 4ra mílna landhelgi okkar, yrði að dæma aðgerðir Breta nú svo hart, að þeir bættu ráð sitt. Meta yrði atvik hverju sinni. Að vísu gæti það ávallt verið annmörkum háð, en byggja yrði á grundvelli sjó- prófa. Viðmiðunin hlyti að vera þær ásiglingar, sem orðið hefðu. Ljóst er, að um sjálf- stæða ákvörðun verður að ræða, ef ásigling leiðir til stjórnmálaslita við Breta, sagði Geir Hallgrímsson. Ég vænti þess, að þessi aðvörun nægi og til frekari ásiglinga komi ekki, sagði forsætisráðherra enn- fremur. Þá sagði Geir Hallgrímsson að ríkisstjórnin teldi rétt, að fastaráð Atlantshafsbandalags- ins fylgdist náið með þessum nýju og alvarlegu atburðum og nauðsynlegt að Bretar, sem Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.