Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 1

Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 1
28 SÍÐUR 7. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Breska freigátan Leander F-109 siglir á fullri ferð með stjðrnborðshlið að bakborðsskut Þórs fyrir austan land í gær, en örskoti síðar skali freigátan á skut Þðrs eins og sjá má á baksíðumynd. Ganghraði Leander er liðlega 30 mílur en Þórs liðlega 15. Vil koma sem fyrst — sagði Josef Luns framkvaemdastjóri Atlantshafebanda- lagsins í símtali við Morgunblaðið í gærkvöldi — Kvaðst ræða við NATO-ráðið á mánudag um mábð — ÉG ER vitanlega fús að koma til íslands sem fyrst, sagði Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið náði sam- bandi við hann, þar sem hann var staddur f París. — En ég verð að ráðfæra mig við Atlantshafsráðið og því næst er að athuga hvort og hvenær af ferðinni gæti orðið. Við munum ræða þetta á mánudaginn, svo að það ætti að vera ljóst á þriðju- dag, hver niðurstaðan verður. ‘ — Viljið þér tjá yður um núver- andi ástand og getið þér sagt um hvort þér eruð bjartsýnn á að lausn náist? — A þessari stundu er mjög erfitt að vera bjartsýnn, sagði Luns, en ég mun að sjálfsögðu gera allt sem í mínu valdi stend- ur. Allir eru sammála um að ástandið nú sé ákaflega alvarlegt. Luns kvaðst aðspurður ekki hafa heyrt um síðustu atburðina á Islandsmiðum og er honum var frá sagt, kvaðst hann harma þenn- an atburð meira en orð fengju lýst. — Teljið þér að Atlantshafs- bandalagið muni reyna að beita áhrifum sinum til lausnar mál- inu? — Eins og kunnugt er hefur Atlantshafsbandalagið ekki vald til að neyða tvær sjálfstæðar þjóð- ir — þótt aðildarríki séu að Atl- antshafsbandalaginu — til eins eða neins. En við getum vissulega gefið holl ráð. Ég hef ekkert vald til að grípa í taumana, en ég get reynt að miðla málum eftir beztu getu eins og ég gerði síðast. Aðspurður um hvort hann væri hlynntur málstað íslendinga sagði Luns: Framhald á bls. 13 Engir erlendir gestir við út- för Chou En-lai Peking 9. jan. Reuter. KÍNVERJAR tilkynntu í kvöld að þeir myndu ekki bjóða nein- um erlendum þjóðarleiðtogum að koma og vera við útför Chou En-lais forsætisráðherra. Sagði i fréttatilkynningu um málið að hinztu virðingu myndu Framhald á bls. 13 Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington: Bandaríkin fús til að veita aðstoð í fiskveiðideilunni Bandarfska stjórnin hefur áhyggjur af deilu Islend- inga og Breta og vonar því að hún verði skjótt til lykta leidd, sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins f viðtali við Mbl. í gær. Hann sagði að þar sem þessi deila varðaði tslendinga og Breta teldi bandarfska stjórnin að þeir ættu að geta leyst hana sín í milli en væri fús að veita þá aðstoð sem hún gæti. Josef Luns Talsmaðurinn sagði að hann hefði verið spurður á blaða- mannafundi um deilu íslendinga og Breta, hvort Bandaríkin mundu dragast inn i deiluna eða bjóðast til að miðla málum, og svarað því til, að eins og áður hefði verið lýst yfir af banda- riskri hálfu ættu Bandaríkin vin- samleg samskipti bæði við Island og Bretland, að löndin væru bandamenn Bandaríkjanna og það væri von bandarísku stjórnar- innar að þau gætu leyst deiluna skjótt og friðsamlega. Hann var einnig að því spurður hvort Bandarikjamenn hefðu lagt fram eitthvert ákveðið tilboð til að stuðla að lausn deilunnar og sagði að hann gæti ekki gengið lengra en í fyrra svari sinu. Hins vegar væri augljóst að Banda- ríkjamenn væru reiðubúnir og mundu fúslega leggja fram þá að- stoð, sem þeir gætu veitt, en hann Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.