Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
7
Frumatvinnu-
vegir okkar
f Staksteinum blaðsins !
gær er m.a. fjallað um
hlut iðnaðarins ! atvinnu-
sköpun okkar og þá stað-
reynd að á komandi árum
og áratugum verður hann
að taka við lang stærstum
hluta þess vinnuafls, sem
til fellur I stækkandi þjóð-
félagi. Aukin framleiðni
og verðmætasköpun !
sjávarútvegi og land-
búnaði hefur að vtsu verið
— og verður áfram, ef
rétt er á málum haldið —
mjög mikil, en tæknifram-
farir valda þv! að sam-
hliða framleiðniaukningu
þurfa þessar atvinnu-
greinar slminnkandi
vinnuafl. Árleg fjölgun
vinnandi manna ! þjóð-
félaginu fer þvl ekki nema
að smáum hluta til
þessara frumatvinnuvega.
Árið 1769 voru íslend-
ingar taldir 46.200
manns, 21.129 karlar og
25.072 konur. Þá var
skipastóll landsmanna
talinn þessi: 2 tólf-
æringar, 20 teinæringar,
386 áttæringar, 310
sexæringar, 223 fimm-
manna-för, 278 fjögurra-
manna-för, 41 þriggja-
manna-för, 604 tveggja-
manna-för og 5 eins-
manns-för. Á þessa báta
þurfti þá 9.652 menn.
Ekki fer mikið fyrir þess-
um skipastól I samanburði
við fiskveiðiflota okkar
! dag. Hann þarfnast þó
nær helmingi færri
sjómanna en þá var.
vegna tækniþróunar
síðustu áratuga. Innan við
6% þjóðarinnar eða um
5.000 manns stunda fisk-
veiðar ! dag sem aðalat-
vinnu. Þessi hópur skilar
hins vegar þv! sjávarfangi
á landi. sem er meginund-
irstaðan I verðmætasköp-
un þjóðarbúsins.
Fram undir siðustu
aldamót var landbúnaður
höfuðatvinnuvegur
þjóðarinnar, sem hún
sótti atvinnu stna og
framfæri nær ein-
vörðungu til. Nú stundar
aðeins um 10% hennar
landbúnaðarstörf. Verð-
mætasköpun í landbúnaði
er hins vegar meiri nú en
hún hefur nokkru sinni
verið I þjóðarsögunni.
Landbúnaður og sjávar-
útvegur leggja iðnaðinum
til verðmæt hráefni og
kalla á umfangsmikinn
þjónustuiðnað. Hins vegar
er fyrirsjáanlegt að
iðnaður og þjónustustörf
ýmiss konar þurfa að
mæta mestum hluta
þeirrar vinnuafls-
aukningar sem verður
með þjóðinni á næstu ár-
um og áratugum. Þess
vegna þarf að leggja
miklu meiri áherzlu á at-
vinnuuppbyggingu I
iðnaði en verið hefur um
nokkurt árabil. Auðlindir
vatnsfalla og jarðvarma
færa okkur I hendur þá
orku sem gerir enn frekari
iðnvæðingu þjóðarinnar
vel mögulega.
Orkunýting —
vatnsafl og
jarðvarmi
Frá þvi núverandi rtkis-
stjórn tók við völdum
hefur verið lögð megin-
áherzla á nýtingu
innlendra orkugjafa !
opinberum framkvæmd-
um. Hitaveita Reykjavikur
hefur um áratuga skeið
haft forystu um jarð-
varmanýtingu. Það er þvi
I beinu framhaldi af fyrra
frumkvæði að hún leiðir
hitaveituframkvæmdir !
nágrannabyggðum sinum:
Mosfellssveit, Kópavogi,
Hafnarfirði og Garðabæ.
Hitaveita er og langt
komin i Siglufirði og hita-
veita Suðurnesja ! sjón-
máli. Ekki skiptir minna
máli að vlðtækari hita-
veiturannsóknir hafa farið
fram. víðs vegar um land,
á sl. ári en nokkru sinni
fyrr, sem kunna að færa
fjölda byggðarlaga jarð-
varmahitun á næstu ár-
um. Þessar hitaveitufram-
kvæmdir spara ekki
aðeins þjóðinni dýrmætan
gjaldeyri frá olluinn-
flutningi, heldur lækka
framfærslukostnað heim-
ilanna mjög verulega.
Svipaða sögu er að
segja ! raforkumálum. i
framhaldi af Búrfells-
virkjun (sem álverið gerði
mögulega) var ráðist !
Sigölduvirkjun (m.a.
vegna járnblendiverk-
smiðju) og undirbúningur
virkjunar við Hrauneyja-
foss er á lokastigi. Laxár-
virkjun hefur hafið raf-
orkuframleiðslu eystra,
heimildarlög hafa verið
samþykkt um Bessastaða-
árvirkjun og vfðtækar
undirbúningsrannsóknir
standa yfir þar. Viðbótar-
virkjun Mjólkár á Vest-
fjörðum hefur margfaldað
raforkuframleiðslu þar. Á
Norðurlandi er unnið að
jarðguf uvirkjun I Kröflu
og stefnt að stórvirkjun I
Blöndu, samhliða þvi sem
tenging raforkusvæða á
suður- og norðurlandi er
vel á veg komin. Stefnt er
og að þv! að samtenging
verði við Vestfirði og
Austfirði. sem eykur mjög
á raforkuöryggi. Slik
tenging landshluta með
dreifðum raforkuverum
sem vlðast á landinu er og
ein meginundirstaða
framtiðariðnvæðingar
þjóðarinnar, ekki einungis
hér á suðvesturkjálk-
anum, heldur ! öllum
landshlutum.
iilcðöur
á morgun
DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11
árd. Séra Óskar J. Þorláksson
dómprófastur. Messa kl. 2 síðd.
Séra Þórir Stephensen. Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. í Vestur-
bæjarskólanum við Öldugötu.
Séra Þórir Stephensen.
NESKIRKJA. Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd.
Séra Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
LAUGARNESKIRKJA. Messa
kl. 2 síðd. Barnaguðþjónusta kl.
10.30 árd. Séra Garðar Svavars-
son.
FRlKIRKJAN 1 REYKJAVÍK.
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2
síðd. Séra Þorsteinn Björnsson.
SELTJARNARNESSÓKN.
Guðþjónusta kl. 11 árd. f félags-
heimilinu. Séra Guðmundur
Óskar Ólafsson.
HJALPRÆÐISHERINN. Helg-
unarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 siðd.
Hjálpræðissamkoma kl. 8.30
siðd. Kapt. Daniel Óskarsson.
Brig. Óskar Jónsson stjórnar og
heldur ræðu.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL.
Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. í
Breiðholtsskóla. Messa kl. 2
síðd. I Breiðholtsskóla. Séra
Lárus Halldórsson.
Arbæjarprestakall.
Barnasamkoma i Arbæjarskóla
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2
síðd. Séra Guðmundur Þor-
steinsson.
DÓMKIRKJA KRIST KON-
UNGS. Landakoti. Lágmessa kl.
8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 siðd.
HATEIGSKIRKJA. Messa kl
11 árd. Athugið breyttan tíma.
Séra Jón Þorvarðsson. Síðdegis-
messa kh 5 síðd. Séra Arn-
grímur Jónsson.
HALLGRtMSKIRKJA. Messa
kl. 11 árd. Séra Karl Sigur-
björnsson. Fjölskyldumessa kl.
2 siðd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson. Guðþjónusta kl. 3.30
síðd. Séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son skólaprestur. Kirkjukaffi
eftir messu á vegum Kristilegra
skólasamtaka og Kristilegs
stúdentafélags.
LANGHOLTSPRESTAKALL.
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Séra Árelíus Níelsson.
Guðþjónusta kl. 2 sfðd. Ræðu-
efni: Er Kristur aðeins barna-
snuð? Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson. Óskastundin kl. 4
síðd. Sig. Haukur. Sóknar-
nefndin.
KIRKJA ÓHAÐA safnaðarins.
Messa kl. 2 siðd. Séra Emil
Björnsson.
BUSTAÐAKIRKJA. Barnasam-
koma kl. 11 árd. Guðþjónusta
kl. 2 síðd. Séra Ólafur Skúla-
son.
GRENSASKIRKJA. Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. Altaris-
ganga. Séra Halldór S. Gröndal.
ASPRESTAKALL. Barnasam-
koma kl. 11 árd. í Laugarásbíói.
Skátamessa að Norðurbrún 1
klukkan 2 síðd. Séra Grímur
Grímsson.
FELLA- OG HOLASOKN.
Barnasamkoma í Fellaskóla kl.
11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd.
Séra Hreinn Hjartarson.
KARSNESPRESTAKALL.
Barnasamkoma í Kársnesskóla
kl. 11 árd. Messa í Kópavogs-
kirkju kl. 11 árd. Séra Árni
Pálsson.
DIGRANESPRESTAKALL.
Barnasamkoma i Vighólaskóla
kl. 11 árd. Guðþjónusta i Kópa-
vogskirkju kl. 2 siðd. Foreldrar
fermingarbarna eru beðnir að
koma. Séra Þorbergur
Kristjánsson.
GARÐASÓKN. Barnasamkoma
í skólasalnum kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA.
Barnasamkoma kl. 11 árd. Séra
Bragi Benediktsson. Messa kl. 2
síðd. SéraGarðar Þorsteinsson.
FRlKIRKJAN 1 HAFNAR-
FIRÐI. Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2
síðd. Safnaðarprestur.
KEFLAVlKURKIRKJA.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA. Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. Messa
kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson.
Dansskóli Hermanns Ragnars
'O
hO
C
rö
Q
Dansskóli
Hermanns Ragnars
o
o
ho
Kennsla hefst
í Tónabæ í dag
Ósótt skírteini afhent
í Tónabæ í dag frá kl. 2-5.
Nemendur sem voru
fyrir áramðt mæta
á sama tfma og var:
o
aj
o
o
c
70
öj
Crq
O
Oj
Nánari upplýsingar í síma 36141 ^
Dansskóli Hermanns Ragnars
*SS
Crow — Anaglypta
f 9
©Ð'i’m
mwgr&w® i
Veggfóður, sem þér málið eftir eigin
smekk, eða látið standa ómálað
Mörg stórfalleg mynstur, sem geta gefið
herberginu yðar gjörbreyttan svip.
Með þessu veggfóðri má klæða jafnt loft
og veggi og þér ráðið algerlega í hvaða
litum.
Og stærsti kosturinn við CROWN —
ANAGLYPTA er auðvitað verðið.
FERMETERINN KOSTAR AÐEINS 200
KR.
Vorum að taka fram fyrstu sendingu af
CROWN — ANAGLYPTA