Morgunblaðið - 10.01.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 10.01.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976 11 Fjármálaráðuneytið hefur nýverið sent út umburðarbréf og tilkynnt að það muni hér eftir dagsetja a.m.k. launaseðla sína afturábak, væntanlega til þess að dagsetning seðlanna sé launþeg- um jafn skýr og aðrar upplýs- ingar seðilsins. Tölurnar 13.06.11, sem venjulegir íslendingar lesa: þréttándi júní (nítjánhundruð) og ellefu, les fjármálaráðuneytið (nítjánhundruð) og þréttán, júní, ellefti dagur. Heimild sína til þessa ritháttar sækir ráðuneytið til íslensks staðals IST 8. Þessi staðall virðist saminn af manni, sem aðallega les ensk eða amerísk bréf, en á ensku eru dagsentingar ritaðar þannig, að mánuðurinn kemur á undan: June, 6th. Nú er það í sjálfu sér ekki nýtt að launadeild fjármálaráðuneytis- ins geri sér far um að gera launa- seðla sína torkennilega. Hitt er verra, að öfuguggaháttur ráðu- neytisins um dagsetningar er skýrt brot á reglum menntamála- ráðuneytisins um rithátt íslenzku, eins og þær voru settar með augl. í 9. tbl. Lögbirtings 1929 og eru til þess fallinn að rugla málkennd. Á íslensku nefna menn daginn fyrstan síðan mánuðinn og loks árið, eins og fjármálaráðherra væntanlega veit. Þannig eru dag- setningar tilgreindar í opinberum Haraldur Blöndal. skrám ríkisins t.a.m. þjóðskrá og á enginn maður í erfiðleikum með að skilja þá talnarunu. Ég hef áður bent á að fjármála- ráðuneytið hefur vissa tilhneig- ingu til þess að ganga á svig við settar reglur þjóðfélagsins, og leyfa t.d. innflutning áfengs öls þvert ofan í bann Alþingis. Ofan- greint dæmi sýnir að fjármála- ráðuneytið ætlar sér nú að móta stafsetningarreglur og málkennd eftir eigin höfði og án tillits til menntamálaráðherra. Rétt er að benda á til upplýs- ingar, að þessar nýju reglur eru settar vegna þess að ráðuneytið hefur nýverið látið gera nýjan launaseðil, marglitan í sparnaðar skyni, og er hann í stærðinni A4 (venjulegur vélritunarpappír), en var áður fjórðungur hans. A seðli þessum eru skráðar launa- greiðslur og þóknun fyrir auka- störf. Seðilli’nn er ekkert skýrari en sá gamli, og sum rittákn lesa menn afturábak, sbr. dagsetning- una. Stærð seðilsins markast af því að greiðslur til Jóhannesar Nordals áttu að komast fyrir á einu blaði. Sem ég hafði lesið tilkynningu fjármálaráðuneytisins, fékk ég tékka útgefinn af ríkissjóði á innstæðu sína i Seðlabankanum. Mér datt i hug, að kaupa mér eina áfengisflösku og með því að tékkinn var ekki hár, um fimm- þúsund krónur, fór ég með hann upp i Ríki og bað um eina flösku af gömlu ákavíti. Þegar ég ætlaði að borga með rfkissjóðsávisuninni benti verslunarmaðurinn vinsamlega á, að því miður tæki áfengisverslun ríkisins ekki lengur á móti greiðslu með tékka. Innstæðu- lausir tékkar hefðu reynst of margir. — En þetta er rfkissjóðsávísun, á reikning hans f Seðlabankanum. Ætlarðu að neita henni? — Á ríkissjóður til fyrir henni? — Ég greiddi með peningum. Sigurður Óskarsson samkeppnisfær til framleiðslu á þéttbýlismarkaðinn, að hann byggist upp á ódýrara vinnuafli og ódýrara húsnæði en á höfuð- borgarsvæðinu. Hvað viðvíkur fyrrnefnda möguleikanum má geta þess að slíkt kemur aldrei til greina enda ekki til umræðu og um hinn síðari möguleikann, þ.e. ódýrt húsnæði, virðast ríkja furðulegustu hugmyndir. Ef til eru aðrar leiðir en ég hefi nefnt hér að framan og báðar ófærar, til þess að gera smáiðnað í Rangár- vallasýslu samkeppnisfæran á þéttbýlismarkaðinn, þá er ósk- andi að þeir sem hirða kaupið sitt fyrir að finna slíkar leiðir bendi á þær. Vissulega eigum við einhverja möguleika í hráefnum sem i héraðinu finnast, t.d. vikrinum, en ekki á meðan þeir sem sendir eru sjuddir og jafnvei launaðir af ríkisvaldinu til að skipuleggja þessi mál hugsa um það fyrst og fremst að græða sjálfir á mögu- leikunum i samkrulli við félaga sína, og þú-bræður reykvísku bankastjóranna. Mér vitanlega hefur vikurhéraðið notið vikur auðsins á þann hátt einan, að mega gefa hann úr vikurnámun- um og flytja fyrir smánarfé f frumvinnsluverksmiðjur bissnis- kónganna við Sundahöfn í Reykjavík. Framhaldið og fullnaðarvinnslan erlendis er svo kafli út af fyrir sig, en verður ekki rakin hér. — 0 — Það er fráleitt að bera saman aðstöðu til smáiðnaðar í sveita- héraði eins og Rangárvallasýslu og aðstöðu til slíks iðnaðar t.d. á Akureyri eða í öðrum kaupstöð- um norðan og austanlands. Fyrir- tæki á þeim stöðum byggja af- komu sína á forgangi ákveðins markaðar, sem er nánasta um- hverfi þeirra. Samvinnufyrirtæk- in hafa sérstöðu varðandi dreifingaraðstöðu. Afkoma fyrir- tækja á þessum stöðum er byggð upp á sérstöðu þeirra staða sem góða hafnaraðstöðu hafa svo og f flestum tilfellum áratuga reynslu þess fólks sem við fyrirtækin starfa. Frá sjónum og atvinnu honum tengdri er fjármagn þess- ara staða komið til uppbyggingar atvinnulffsins. — 0 — Hrauneyjarfossvirkjun Hönnun Hrauneyjarfoss- virkjunar í Tungnaá er lokið. Gögn eru tilbúin til útboðs. A öldunni rétt ofan við fossinn standa vinnubúðir Sigöldu- virkjunar. Þorp sem hýsti 700 starfandi menn og konur á síðast- liðnu sumri. Verkstæðis- byggingar, vinnuskúrar og rannsóknarstofur samanl. þúsundir fermetra að flatarmáli. Steypustöð og efnisnámur. Á að senda á þriðja hundrað sérþjálfað starfsfólk þessa vinnustaðar í at- vinnulevsi heimabvggðarinnar við slfkar aðstæður? A að rffa niður þessar vinnubúðir og stevpustöð, sem eru jafnvel enn betur staðsettar fvrir fram- kvæmdir við Hraunevjarfoss en Sigölduvirkjun, sem þær þjóna nú? Er Þórisvatnsmiðlun einskis virði fvrir þessa virkjun? A ekki að nýta flutningslfnu Sigöldu- virkjunar, sem liggur framhjá Hraunevjarfossi f nokkur hundruð metra fjarlægð? Á ekki Framhald á bls. 19 Sigurður Óskarsson, Hellu: Framtíðarhorfur í atvinnu- málum Rangæinga, Hraun- eyjarfossvirkjun og stóriðja I ÞESSARI grein mun gerð til- raun til þess að vekja athygli á framtíðarhorfum í atvinnumálum Rangæinga og bent á þær leiðir, sem undirritaður telur að fara verði ef afstýra á háskalegu ástandi og atvinnuleysi f Rangár- vallasýslu, að liðnu næsta ári. 1 starfi fyrir verkalýðsfélögin í Rangárvallasýslu hefi ég vissu- lega fyrir hitt menn, sem telja að hér sé ekki ýkja mikill vandi á ferðum, eða að nauðsyn beri til þess að gera sérstakar ráðstafanir í atvinnumálum héraðsins. Skoðanir þessara manna eru byggðar á vanþekkingu á þvf sem nú er að gerast í Rangárvallasýslu og þeirri þróun atvinnumála, sem átt hefur sér stað f héraðinu nokk- ur síðastliðin ár. Ég fullvrði, að ef ekki verður þegar hafist handa um skipulegar áætlanir til uppbvggingar trausts atvinnulffs í Rangárvallasýslu þá hlasir háskalegt atvinnuleysi við Rangæingum þegar á árinu 1977. Getur svona nokkuð gerst kunna menn að spyrja, í héraði þar sem megnið af orku lands- manna er framleidd? Og það er von að slíkar spurningar vakni hjá þeim, sem ekki vita gerla hvað gerst hefur í þessum málum. En svarið er einfalt. Hingað til hefur orka Þjórsár verið nýtt á svipaðan hátt og auð- æfi nýlendnanna f Afrfku á sfn- um tfma og fbúar héraðanna sem að ánni liggja Ifkt og svertingjarnir sem f nýlendunum bjuggu. Rangæingar mega hafa forgang að byggingaverkum við Sigöldu (svo er lögum um stéttarfélög fyrir að þakka) en þegar því verki er lokið og rfkið auðvitað hirt bróðurpartinn af launum út- legðarmannanna þá mega þeir hypja sig heim í atvinnulausa byggð. Orkan streymir síðan á gljáandi strengjum til hafna- og athafnasvæðanna vestan Hellis- heiðar, þar sem stóriðjuverunum virðist nauðgað upp á íbúana, ef marka má fundarsamþykktir og mótmælaaðgerðir frá tímum stór- iðiuákvarðana — 0 — Frá því bygging Búrfells- virkjunar hófst á síðasta áratug til þessa dags hefur eini verulegi vinnumarkaðurinn f Rangárvalla- sýslu verið á hálendinu. Ekki hefur þessi vinna verið stöðug og ævinlega löng hlé yfir vetrar- mánuðina. Þann tíma hafa fjöl- margir Rangæingar sótt vinnu til hinna ýmsu verstöðva, Vest- mannaeyja, Þorlákshafnar, Kefla- víkur og víðar. Eftir að bygging Sigölduvirkjunar hófst fjölgaði að mun verkafólki úr Rangárvalla- sýslu við störf á hálendinu frá því sem áður var. A síðast liðnu sumri störfuðu á þriðja hundrað Rangæingar á þeim vinnustað. I Sigöldu er langur vinnutími hvern dag og þar dvelur verka- fólkið samfleytt í 11 daga, en.er heima í 3 daga. Laun þessa fólks eru því allgóð ef litið er á tölur, en engan veginn nógu góð ef tillit er tekið til hinnar miklu vinnu og útlegðar fjarri heimilum. Um til- lit skattayfirvalda er auðvitað ekki að ræða, varðandi framangr. vinnuaðstöðu. Samkv. áætlunum og upplýsingum þeirra, sem að þessum framkvæmdum standa, mun vinnu vcrkafólks við Sigöldu að mestu lokið haustið 1977. Hvað eiga þeir að starfa sem frá þessum vinnustað koma? Við því er ekkert svar. Hér verður um að ræða a.m.k. 200 verkamenn. Á árunum 1975, 1976 og 1977 koma inn á vinnumarkaðinn í Rangár- vallasýslu 215 ungmenni. Er fyrirsjáanleg vinna í Rangár- vallasýslu árið 1977 fyrir 415 full- gilda verkamenn? Svarið er nei, ekki fyrir einn einasta þeirra. Stór hluti þeirra sem nú vinna við Sigöldu eru menn sem standa í íbúðabyggingum og skapa mörg- um byggingamönnum atvinnu. Þeirri vinnu lýkur að sjálfsögðu sjálfkrafa. Atvinnulaust fólk byggir ekki. — 0 — Það hefur oft verið bent á smá- iðnað sem einhverja patentlausn fyrir okkur Rangæinga í atvinnu- málum. Þetta virðist sérstaklega vinsæl hugmynd meðal Rangæinga 1 atvinnumálum. Þetta virðist sérstaklega vinsæl hugmynd meðal áætlanaspekinga og erindreka hinna ýmsu ríkis- stofnana og stjórnmálaflokka, sem af náð sinni heimsækja okk- ur endrum og eins og þá helst fyrir kosningar. Mig minnir þetta á bresku lordana og fílaskytturn- ar sem ég hef lesið um, að stráðu glerperlum yfir fávísa svertingjana í nýlendunum meðan þeir gerðu áætlanir um að hirða filabeinið og önnur auðæfi þeirra. Vissulega á allur smá- iðnaður, sem byggður er á traust- um grundvelli fullan rétt á sér og það ber að styðja þá menn sem standa vilja fyrir slíkum fyrir- tækjum. En allt hjal erindreka frá ríkisstofnunum um þessi mál er bull eitt og sýndarmennska meðan þjóðvegirnir í héraðinu eru forarleðjur árið um kring, ófærir svo vikum jafnvel mánuð- um skiptir á vorin fyrir venjuleg- ar bifreiðar og rafmagnið í orkuhéraðinu svo naumt útlátið, að allt útlit er fyrir, að þeir sem í nýbyggingum standa nú verði að múrhúða og innrétta hús sín við kertaljós i vetur. Um símamálin er það að segja, að það hefur verið sannað með rökum og lýst i fjöl- miðlum af einum iðnrekanda í Rangárvallasýslu, að það borgar sig í tíma og peningum, þrátt fyrir slæma vegi og dýrt bensín, að aka til Reykjavikur með venjulegar viðskiptafyrirspurnir, fremur en hringja þær. Smáiðnaður í Rangárvallasýslu er því aðeins Haraldur L. Blöndal, lögfræðingur: Launaseðill Jóhannesar Nor- dals og ríkissjóðsávísanir Eyjan Oskurokið hreins- aði málninguna af 1 fárviðrinu sem gekk yfir Suðurland um s.l. helgi komst vindhraðinn upp í 13 vinsdtig á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Á ákveðnu svæði i Vestmanna- eyjakaupstað var mikill ösku- bylur frá nýja eldfellinu, þ.e. frá jarðraski sem gert var s.l. sumar i sambandi við vegagerð. öskubylurinn olli talsverðum skemmdum, bæði á bílum og húsum og á meðfylgjandi myndum sést ma. hvernig askan hreinsaði málingu af einu húsanna. Efri myndin sýnir sandblásna húsiði en fyrir öskurokið var það aílt svart- málað eins og sjá má á hluta bílskúrsins. Neðri myndin sýnir hvernig askan huldi snjóskaflana, svart á hvitu. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir i Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.