Morgunblaðið - 10.01.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 10.01.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmii22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Ifyrradag gaf ríkis- stjórn íslands út yfir- lýsingu um stjórnmála- legar aðgerðir vegna itrek- aðra ásiglinga brezkra frei- gátna og dráttarbáta á íslenzk varðskip. í yfirlýs- ingu þessari sagði m.a.: „Ríkisstjórnin telur ein- sýnt, að framhald ásiglinga brezkra herskipa á íslenzk varðskip leiði til stjórn- málaslita við Bretland.“ I viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Geir Hallgríms- son um þennan þátt í yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ég vænti þess, að þessi aðvörun nægi og til frekari ásiglinga komi ekki.“ I gær, tæpum sólarhring eftir að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu sína, gerist sá atburður, að brezk freigáta siglir enn einu sinni á varðskipið Þór og gerir þrettán aðrar grófar til- raunir til ásiglingar. Hér hefur annað af tvennu gerzt. f fyrsta lagi liggur beinast við að ætla, að þessar aðfarir freigát- unnar að varðskipinu séu merki um vísvitandi ögrun ríkisstjórnar Bretlands gagnvart ríkisstjórn ís- lands. Fregnir um yfirlýs- ingu ríkisstjórnar fslands bárust til Bretlands þegar í fyrradag svo að ætla mætti, að brezkum stjórnvöldum hafi þá þegar verið ljóst, að frekari ásiglingar mundu leiða til slita stjórnmála- sambands. Sé hér um vís- vitandi ögrun af Breta hálfu að ræða bendir það til þess, að Bretar vilji beinlínis, að stjórnmála- Haldi Bretar áfram ásigl- ingum eða tilraunum til ásiglinga er fyrri skýringin hin rétta. Komi hins vegar í ljós næstu daga að Bretar dragi úr ofbeldisaðgerðum sínum gagnvart íslending- um má vera, að síðari skýr- ingin eigi við. En hvor skýringin, sem á við, er Ijóst, að við íslend- ingar höfum aldrei verið nær því en nú að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Ríkisstjórnin mun taka ákvarðanir um frekari aðgerðir, þegar öll gögn um ásiglinguna á Þór í gær hafa borizt og sjópróf hafa farið fram. Þegar að þeirri ákvörðun kemur mun einnig liggja fyrir, hvernig hegðun Breta hefur verið á miðunum í kjölfar hinna grófu aðfara gegn varð- skipinu. í þeirri orrahríð, sem nú stendur yfir í landhelgis- deilunni við Breta, hefur komið betur í ljós en nokkru sinni fyrr, hvílíkur styrkur felst í aðild okkar að Atlantshafsbandalag- inu. Það er sú aðild, sem er okkar sterkasta vopn í viðureigninni við brezku herskipin, sem ryðjast um eins og naut í flagi og svífast einskis, brjóta allar siglingareglur, stefna ís- lenzkum mannslífum í hættu og sýnast ekki munu skirrast við að sökkva ís- lenzkum varðskipum komist þau í færi til þess. Á næstudögummunland- helgisdéilu okkar við Breta verða meiri háttar við- fangsefni annarra aðildar- ríkja Atlantshafsbanda- lagsins. í þessu sambandi má benda á ummæli tals- manns bandaríska utanrík- BOLABRÖGÐ sambandi milli landanna verði slitið. I öðru lagi er hugsanlegt, að seina- gangur í stjórnkerfinu í Bretlandi hafi valdið því, að réttir aðilar hafi ekki haft ráðrúm til þess að taka ákvarðanir um að draga úr yfirgangi herskipanna á Is- landsmiðum og koma þeim skilaboðum til flota síns hér við land. M.ö.o. að aðvörun íslenzku ríkis- stjórnarinnar hafi ekki komið til skila. Það mun væntanlega koma í ljós næstu daga, hvor skýringin er rétt. Slit á stjórnmálasam- bandi við annað ríki er alvarlegt skref. Hjá öðrum þjóðum, sem hafa yfir vopnuðum sveitum að ráða er slík aðgerð venjulega undanfari stríðsyfirlýs- inga. Við íslendingar erum vopnlaus smáþjóð og segjum öðrum þjóðum ekki stríð á hendur. En svo langt er hægt að ganga í yfirgangi og ofbeldi gagn- vart okkur, að heiðurs okkar vegna eigum við engan annan kost en að rjúfa stjórnmálasamskipti við það ríki, sem þannig kemur fram við okkur. isráðuneytisins í viðtali við Morgunblaðið í dag er hann segir að Bandaríkja- stjórn hafi áhyggjur af ágreiningi íslendinga og Breta og vilji leggja sitt af mörkum til þess að leysa hann. Málstaður okkar verður kynntur og fram- ferði Breta lýst í höfuð- borgum allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins utan Bretlands. Málið verð- ur rætt í fastaráði Atlants- hafsbandalagsins og Jos- eph Luns, framkvæmda- stjóri bandalagsins, sem er þekktur af því að vera hlið- hollur málstað okkar ís- lendinga mun væntanlega koma hingað til lands til viðræðna við íslenzku ríkis- stjórnina en í viðtali við hann sem birtist í Morgun- blaðinu í dag lýsir hann yfir því, að hann sé reiðu- búinn til að koma til Is- lands og kveðst jafnframt gera sér grein fyrir hve gífurlega þýðingu fiskveið- ar hafi fyrir Islendinga. I kjölfar þessara viðræðna hljótum við að vænta þess, að önnur aðildarríki banda- lagsins leggi þrýsting á Breta til þess að þeir hætti þeim bolabrögðum sem þeir halda nú uppi gagnvart vopnlausri smá- þjóð en athafnir þeirra eru harðsvíraðri og óskammfeilnari en nokkru sinni fyrr. Það er eft- ir því tekið að það er ríkisstjórn Verkamanna- flokksins, Wilsons og Call- aghans; sem beitir þessum aðferðum. Sú aðstaða, sem aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu veitir okkur, sýnir einnig hversu fárán- legt væri að svara hernað- arofbeldi Breta með úr- sögn úr Atlantshafsbanda- laginu. Nærtækara væri að krefjast brottrekstrar þeirra úr bandalaginu. Við eigum nú í harðara þorskastríði við Bretaveldi en nokkru sinni fyrr. I því skiptir mestu að við höld- um ró okkar, tökum ákvarðanir að athuguðu máli og byggjum þær á raunsæju mati á stöðu okk- ar og hagsmunum og stönd- um saman sem einn maður gegn einni mestu aðför sem gerð hefur verið að lífi íslenzku þjóðarinnar í þessu landi. F asistar sakaðir um morðið á Pasolini THE OBSERVER iStófr THE OBSEHVER RÓM VINIR ítalska kvikmyndaleik- stjórans Pier Paolo Pasolini, sem myrtur varfyrir skömmu hafa nú látið í ljós efasemdir um þann dauðdaga, sem hann er sagður hafa hlotið. Svo sem kunnugt er, var það 17 ára gamall unglingur, Guiseppe Pelosi, öðru nafni Froskurinn Pínó, sem játaði það fyrir lög- reglunni að hafa ráðið Pasolini bana. Hafði hann verið hand- tekinn áður en lík Pasolinis fannst, illa leikið úti við sjó snemma I nóvember Hann var handtekinn fyrir ólöglegan akstur á bifreið Pasolinis, og skömmu síðar játaði hann á sig morðið á leikstjóranum að sögn lögreglunnar. Nokkrir helztu menningar- frömuðir á ítalíu, þar á meðal Alberto Moravia rithöfundur og Renato Guttuso listmálari, hafa látið frá sér fara yfirlýs- ingu þess efnis að frásögn lög- reglunnar af dauðdaga Pasolinis sé mjög ósann- færandi. Þeir telja ýmsilegt benda til þess að fleiri en einn morðingi hafi verið að verki og bendi til þess hin miklu og djúpu sár, sem á likinu voru. Pasolini hafi verið vel á sig kominn og prýðilegur íþrótta- maður. Hefði honum ekki munað mikið um að bera af sér högg unglings, sem hafði ekki veigameira vopn við hönd en trélurk nokkurn. Italskur blaðamaður kveðst hafa talað við vitni að atburðin- um sem fullyrt hafi, að það hefði séð þrjá unglinga ráðast að Pasolini og aka þvínæst yfir hann á bifreið hans sjálfs. Italskir vinstrimenn hafa berlega gefið það í skyn, að hér hafi verið um pólitískan glæp að ræða og hafi nýfasistar verið að verki, en þeir hafa á samvizkunni mörg grimmileg morð, sem framin hafa verið í Rómarborg á þessu ári. Kommúnistaflokkur ítalíu sá um að skipuleggja- útför Pasolinis og liðsmenn hans þöktu borgina með veggspjöld- um þar sem á var letrað, að ítalir hefðu misst einn úr hópi sinna mestu andans manna. Æskulýðsleiðtogi kommúnista og þingmaður Kommúnista- flokksins héldu útfararræður yfir kistu hins myrta kvik- myndaleikstjóra en síðan var hún flutt til heimabæjar hans, Friuli skammt frá Trieste. Pasolini var sanntrúaður marx isti, en átti um dagana I gíf- urlegum ritdeilum við ítalska komúnista. Hann var of víð- sýnn og frjálshuga til að geta fylgt stefnu flokksins út í yztu æsar. En eftir dauðann hafa marxistar gert Pasolini að hetju sinni og Kommúnista- flokkurinn hefur lýst yfir því af mikilli ákefð, að hann hafi verið dyggur stuðningsmaður. Stærstu og dýrustu blómsveig- arnir við útförina voru frá sarn- tökum kommúnista. Meðal margra kvikmynda Eftir David Willey Pasolinis má nefna Decameron og Sögur frá Kantaraborg. Hann hafði rétt nýlega lokið við gerð kvikmyndar, sem byggð var á sögu Dade, 120 dagar Só- dómu, en þar fjallaði hann um síðustu daga fastístastjórnar Mussolínis. I ágústmánuði síðastliðnum var nokkrum film- um úr þessari kvikmynd stolið, en Pasolini auðnaðist að taka upp að nýju helztu atriðin áður en hinn sviplega dauða hans bar að höndum. Pasolini var margt til lista lagt. Fékkst hann við ljóðagerð, skaldsagnagerð og biaðaskrif auk kvikmyndalistarinnar og fyrir afrek sín á þessum sviðum hlaut hann nær einróma lof og aðdáun með einni undan- tekningu þó þar sem var rómversk-kaþólska kirkjan. ÖII dagblöð á ítalíu birtu langar féttir af dauðdaga hans og mikinn fjölda minningar- greina. Hið opinbera málgagn Vatíkansins, L’Observatore Romano, skýrði hins vegar einungis frá láti hins mikla kvikmyndaleikstjóra í frétt á baksíðu, sem var aðeins upp á 6 línur. Hann hafði eitt sinn ort ljóð, þar sem hann fordæmdi Píus páfa XII fyrir vanrækslu- syndir í síðari heimsstyrjöld. Pasolini virðist hafa haft eitt- hvert hugboð um voveiflegan dauðdaga sinn, því að örfáum klukkustundum áður en hann lézt sagði hann eftirfarandi f viðtali við einn kunnasta blaða- mann á Italíu: „Núna virðist fólk hafa það á tilfinningunni að það verði að drepa.“ Viðbárur við gagnrýninni á morð Pasolinis hafa komið fram. Hann, sem var viður- kenndur kynvillingur, og segja menn, að hann hafi sjálfur átt einhverja sök á því, hvernig fór. Hann tók „Froskinn Pino“ upp f bíl sinn skammt frá járn- brautarstöðinni í Róm, bauð honum f mat og ók sfðan með hann til afskekkts staðar úti við sjó, þar sem hann samkvæmt játningu tilræðismannsins var drepinn, eftir að hafa reynt að fá hann til kynmaka við sig. „Ef Pasolini hefði átt að gera kvik- mynd um sinn eiginn dauðdaga hefði hann valið þessar að- stæður fyrir glæpaverkið," skrifaði gagnrýnandi í Corriere della Sera, sem er helzta dag- blaðið f Mílanó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.