Morgunblaðið - 10.01.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
19
Minning:
Heimir Sigurðsson
frá Tjörn, í Aðaldal
maður frá Sjólyst í Eyjum og
fyrri kona hans Hjörtrós Hannes-
dóttir Jónssonar lóðs á Miðhús-
um, sem var frægasti formaður í
Vestmannaeyjum á tímum ára-
skipanna; formaður með
áttæringinn Gideon í 37 vertíðir
og hafnsögumaður Eyjannna í yf-
ir 40 ár. Martin var því Vest-
mannaeyingur í ættir fram og að
honum stóðu styrkir stofnar.
Móður sína missti Martin
ungur, en siðari kona Tómasar
föður hans var Sigríður Magnús-
dóttir, formaður Slysavarna-
deildarinnar Eykyndils um árabil
og landskunn fyrir ötula baráttu
sina fyrir slysavörnum. Með þeim
Martini var gagnkvæm virðing og
mat hann Sigríði mikils.
Tómas í Höfn var alla tíð um
svifamikill útvegs- og fram
kvæmdamaður í Vestmanna
eyjum og frá 1930 umboðsmaðui
erlendra og innlendra skipafélagt
og skipaafgreiðslumaður. Störf
um Tómasar fylgdu miklar annir
Heimilið i Höfn var mannmargt
og yfir því var reisn og líf eins og
venjan var á heimilum útvegs-
manna í Vestmannaeyjum fyrr á
tíð. Martin átti tvo albræður:
Hannes fyrrverandi skipstjóra
búsettan i Reykjavík og Jóhannes
bankafulltrúa í Vestmannaeyjum,
hálfsystkini hans voru: Rósa
lyfjafræðingur, Gerður húsfreyja
og Guðjón deildarstjóri, öll búsett
í Reykjavík og Bragi í Vest-
mannaeyjum.
Martin Tómasson varð fljótlega
þátttakandi í öllum þeim störfum,
er til féllu á stóru heimili, en auk
annars hafði Tómas i Höfn all-
mikinn búrekstur og sat hálfa
Miðhúsajörðina, sem átti
hlunnindi í Elliðaey og fleiri út-
eyjum Vestmannaeyja. Martin
var alla ævi'kenndur við æsku-
heimili sitt og af öllum þekktur
undir nafninu Malli í Höfn.
Skammt fyrir vestan Miðhús og
Höfn vestast í Miðhúsatúni,
sunnan við hið forna virki
Skanzinn, reisti Martin siðan
myndarlegt einbýlishús og bjó
hann þar með fjölskyldu sinni
alla tíð fram að eldgosi. 1 endaðan
marz 1973 fór allt þetta svæði
undir hraun og logandi eimyrju.
Umhverfið þarna var sérstætt
og fagurt. Örskammt til norðurs
reis síbreytilegur Heimaklettur,
ljósbrúnn og settur ótal myndum
f sumarbreyskjunni, en í vetrar-
stormum dökkur og tröllaukinn.
Steinkast frá Miðhúsum og Höfn
voru Urðirnar, og var útsýni
þarna út á Flóann, til austur-
eyjanna og Eyjafjalla eitt hið feg-
ursta í Eyjum hvort sem var á
vetri eða sumri. Þetta var sterkt
umhverfi og landslag og margt
fólk, sem þarna var fætt og udp-
alið var af þvi mótað og bundið.
Malli í Höfn var einn þeirra.
Hann var alla tíð tengdur Vest-
mannaeyjum sterkum böndum og
hafði frá blautu barnsbeini fylgzt
með viðgangi þeirra og vexti eða f
rúmlega hálfa öld.
Þetta mótaði viðhorf hans til
manna og málefna. Hann vildi
ávallt fyrst og fremst hag og heill
Vestmannaeyja. Svo samgróinn
var Malli í Höfn hinum sögu-
frægu slóðum Eyjanna, sem svæð-
ið umhverfis Garðinn og Skanz-
inn voru, að við fráfall hans
finnst mér sem enn hafi verið
höggið í sama knérunn, þó að allt
þetta svæði sé nú kaffært og hulið
hrauni og muni verða héðan í
frá. Eldgosið hafði sem á aðra
Vestmannaeyinga mikil áhrif á
— Framtíðar-
horfur
Framhald af bls. 11
að halda áfram að tryggja örvggi
Búrfellsvirkjunar með uppistöðu-
lóni við Hrauneyjarfoss? Hafa
stórbrúin á Þjórsá, sem byggð var
1973—1974 og vegamannvirkin
inn að Hraunevjarfelli lokið hlut-
verki sfnu? Ég held að þessum
spurningum þurfi ekki að svara.
Ef Islendingar hafa efni á þvf, að
nýta ekki aðstöðu þá sem fyrir
hendi er við Hrauneyjarfoss er
Sigölduvirkjun lýkur þá er þjóðin
ekki á flæðiskeri stödd. Akvörðun
um að virkja á þessum stað leysir
vanda Rangæinga í atvinnumál-
um næstu árin. Orkuna frá
virkjuninni má sfðan nota til að
leysa þann vanda til frambúðar.
Hellu, áraftiót ’75/’76.
Malla og konu hans. Það brá fyrir
sorg og dapurleika í augum hans
eftir það sem á dundi.
Ég held að hugur Malla í Höfn
hafi sem fleiri ættmenna hans
staðið til sjómennsku. Á unglings-
árum stundaði hann sjó og reri
eina vetrarvertfð. Honum fannst
þetta góður skóli og minntist þess
æ síðan með ánægju. Vettvangur
hans var enda alla tíð í beinu
sambandi við sjósókn og
siglingar. Eftir nám í Laugar-
vatnsskóla hlaut hann menntun á
viðskiptasviði og lauk prófi frá
Verzlunarskólanum í Kaup-
mannahöfn nítján ára að aldri,
árið 1934. Strax árið eftir hóf
hann störf við fyrirtæki föður
síns.
A yngri árum var Malli í Höfn
ágætur knattspyrnumaður og alla
tfð einn af traustustu velunnur-
um knattspyrnufélagsins Týs.
Hann var félagslyndur, en þó hlé-
drægur; vegna meðfæddra mann-
kosta valdist hann til forystu og
mannaforráða og lét þá að sér
kveða. Hann var formaður Týs frá
1940 til 1948 og á fjörutíu ára
afmæli félagsins, árið 1961 var
hann kjörinn heiðursfélagi.
Á sviði atvinnumála varð
Martin Tómasson fljótt i forystu-
sveit. Við fráfall föður síns tók
hann alveg við fyrirtækinu
Tómas M. Guðjónsson. Var hann
umboðsmaður olíufélagsins
Skeljungs, Sameinaða gufuskipa-
félagsins og Bergenska. Ræðis-
maður Dana í Vestmannaeyjum
var Martin frá 1959. Vegna
þessara starfa sinna var hann
alltaf í nánu sambandi við skip-
stjórnarmenn hinna ýmsu kaup-
skipa, sem komu til Vestmanna-
eyja og vissi um allt, er sneri að
Vestmannaeyjahöfn. Hafnar-
máiin í Eyjum voru alltaf hans
hjartans mál.
Martin var einn af aðalhluthöf-
um Isfélags Vestmannaeyja og
átti sinn þátt í þróttmikilli og
myndarlegri uppbyggingu fyrir-
tækisins, sem hefur verið Vest-
mannaeyingum til farsældar. Sat
hann í stjórn ísfélagsins sam-
fleytt frá því árið 1958. I stjórn
Bátaábyrgðarfélags og Lifrarsam-
lags Vestmannaeyja var hann i
fjöldamörg ár, en var formaður
þessara merku félagssamtaka hin
síðari ár.
Af þessari upptalningu má sjá,
að Martin Tómasson markaði víða
spor í sögu Eyjanna með virkri og
lifandi þátttöku á hinum ýmsu
sviðum. Hann var maður, sem
setti svip á bæinn og atvinnulifið.
Malli í Höfn fylgdist alltaf mjög
vel með öllu, sem gerðist við Vest-
mannaeyj-ahöfn; hann var árrisull
og fór venjulega snemma
morguns á bryggjurnar eða á fisk-
vigtarnar til að leita frétta frá
sjónum. Þeir feðgar og fjölskylda
ráku í áratugi myndarlega útgerð
þátanna Lagarfoss og Sjöstjörnu,
sem löngum voru undir skip-
stjórn mikilla aflamanna og iðu-
lega aflahæstu bátar í Eyjaflotan-
um.
Viðskipti olíufélagsins
Skeljungs í Vestmannaeyjum
jukust verulega i höndum Malla
og hin síðari ár hefur verið um-
fangsmikill rekstur i sambandi
við olíusöluna til skipa og ein-
staklinga. í þeim viðskiptum
sýndi Malli viðskiptavinum og
starfsmönnum einstaka lipurð og
liðlegheit. Menn áttu þar hauk i
horni, ef vantaði olíu á tankann
og harnað hafði á dalnum.
Líf Malla í Höfn var alla tfð
þrungið umsvifum og starfi.
Fyrir áeggjan samborgara
sinna tók Martin í allmörg ár þátt
f opinberum málum kaupstaðar-
ins. Hann var varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins frá 1962 til
1966 og síðan aðalfulltrúi tvö
kjörtímabil frá 1966 til 1974.
Síðara kjörtímabilið sat hann oft-
ast í bæjarráði auk hinna ýmsu
nefnda.
Ég kynntist Malla í Höfn
einkum hin síðari ár, bæði á fund-
um bæjarstjórnar og í félögunum
Akóges og Rotary í Vestmanna-
eyjum, en þar var hann forseti
1962—63. Hann var alla jafna til-
lögugóður og okkur hinum
óreyndari traustur og ráðhollur.
Ég mat hann þeim mun meira
sem ég kynntist honum betur. Af
andstæðingum sínum í stjórnmál-
um var hann ekki síður mikils
metinn og hlaut iðulega þakkir
þeirra og allra fyrir réttsýni og
sanngirni. Hann var mannasættir
og vildi helzt gott úr öllu gera; þó
gat hann verið skapheitur og hug-
mikill var hann ávallt; hjartað
hlýtt.
Bernskufélagar Malla og leik-
félagar hittust við hátíðleg tima-
mót einu sinni til tvisvar á ári á
skrifstofunni i Kúða hjá Malla.
Þetta voru fagnaðarfundir og við
sem yngri vorum og fengum að
fljóta með nutum samvista þeirra
félaga og glöddumst á góðri
stundu. Einlægni bræðranna frá
Höfn, Malla og Didda, gerði þessa
fundi minnisstæða og þeir verða
ljúf minning.
I einkalífi sínu var Martin
Tómasson mikill hamingjumaður.
Hann átti góða konu, fagurt og
kyrrlátt heimili og sá öll börn sín
komast til manns. Hann kvæntist
eftirlifandi konu sinni Bertu
Gisladóttur, sem fædd er og
uppalin í Eyjum, 27. janúar 1940
og var hjónaband þeirra ástríkt.
Þau eignuðust þrjú börn: Eyjólf
skrifstofustjóra ísfélags Vest-
mannaeyja, sem kvæntur er Sig-
ríði Jakobsdóttur; Rósu, sem gift
er Ársæli Lárussyni rafvirkja-
meistara og eru þau búsett í
Reykjavík og Emiliu efnaverk-
fræðing, sérfræðing á Rannsókna-
stofnun Fiskiðnaðarins; hennar
maður er Sigurður Skarphéðins-
son verkfræðingur frá Akureyri.
Malli unni mjög fjölskyldu
sinni og barnabörnum. Hans
síðasta verk áður en hann var
lagður inn á sjúkrahús á gamlárs-
dag var að gleðja þau fyrir síðasta
Framhald á bls. 13
Okkur veiðifélagana setti
hljóða þegar við fengum hel-
fregnina að norðan, að Heimir á
Tjörn væri látinn. Ekki það að lát
hans hafi komið okkur svo mjög á
óvart, við vissum að hjartað hafði
verið búið að angra hann um ára-
bil, en það var einhvern veginn
þannig með Heimi, að það var
eins víst að hann væri fyrir
norðan þegar við komum i vikuna
okkar og að áin væri á sínum stað.
Það verður því ekki það sama
fyrir okkur vini hans að koma á
bakka Laxár í framtíðinni og hitta
Heimi ekki, hressan og kátan,
uppfullan af sögum og góðum
ráðum og hundskömmum þegar
honum fannst lærisveinarnir ekki
hafa tekið nógu vel eftir.
Ég minnist þess að á sl. hausti í
vertíðarlok sátum við saman á
Laxatanga í stórkostlegu veðri og
kvöldi var farið að halla. Við vor-
um að ræða um fegurð árinnar og
þá sérstöku tilfinningu, sem gagn-
tekur þá menn sem hafa lært að
þekkja hana. Enginn maður á
jarðríki átti við hana nánari
kynni né var fúsari að miðla
þekkingu sinni en Heimir og
hann sagði þá: ,,Ég á þá ósk
heitasta að fá að deyja á bakkan-
um með lax á færi.“ Ekki varð
honum að þeirri ósk sinni, en
hann var ekki langt frá bökkum
hennar er sláttumaðurinn mikli
kom á vettvang skömmu eftir að
klukkurnar höfðu hringt nýja
árið inn.
Heimir fæddist í Garði f Aðaldal
1. ágúst 1907 og var því 68 ára er
hann lézt. Hann var sonur hjón
anna Sigurðar Baldvinssonar
bónda í Garði og konu hans Berg-
Ijótar Benediktsdóttur frá Auðn-
um í Laxárdal. Heimir bjó alla
sína tíð á bökkum Laxár og var 14
ára gamall er hann dró sinn fyrsta
lax og þegar yfir lauk voru þeir
orðnir mörg þúsund og margir
stórir. Hann sagði frá því i viðtali
í Mbl. fyrir nokkrum árum, er
hann var spurður um stærstu laxa
sfna, að hann teldi að þeir væru
um 20 talsins frá 28—35 pund,
allir veiddir á flugu. Tvo 35
punda laxa fékk hann á land,
báðir voru vigtaðir sólarhring
seinna. Hann háði einnig margan
hildi við rosaskepnur, sem allir
vita aðeruíLaxáenenginn hefur
náð að landa og eitt sinn sagði
Heimir mér á eftirfarandi hátt frá
stærsta laxinum, sem hann setti í
um æfina: „Það var á mínum
sokkabandsárum, er ég bjó til
mínar flugur sjálfur. Ég hafði
búið til eina litla sem ég kallaði
Surtlu. Hún var búin til úr
hrafnsfjöður og vafin um Iegginn
með silfurpappfr úr Capstan-
hylki, sem var brezkt tóbak. Með
þessa flugu fór ég niður í
Syðsteyjarkvísl og byrjaði að
kasta. Það líður ekki á löngu áður
en lax tekur á bólakafi. Hann fer
sér ósköp hægt í byrjun, en ég
finn að þarna er stórlax á
ferðinni. Hann tekur sfðan á rás
og syndir upp ána, alveg upp á
Dýjaveitur. Ég var þá ekki farinn
að sjá hann. Þar snýr hann við og
syndir niður á staðinn, þar sem
hann tók og leggst þar bókstaf-
lega á punktinn og haggaðist
ekki. Ég reyndi að toga í-hann en
hifaði honum ekki. En allt i einu
fýkur í kauða og hann tekur þessa
ofsaroku og endar hana með því
að þurrka sig upp úr ánni. Þá brá
mér voðalega þvi að ég hélt ekki
að svona skepnur væru til í ánni.
Hann stökk aftur neðst við Syðst-
ey og þá féllust mér algerlega
hendur og ég get fullvissað þig
um að hann hefur ekki verið
minni en Grimseyjariaxinn (4914
pund blóðgaður). Ég réð ekkert
við laxinn, en var að vona að hann
m.vndi fara niður með Króke.v og
Hrútey, þar sem ég ætti meiri
möguleika. En því var ekki fyrir
að fara, hann tók strikið niður
með austurlandinu og þar skildi
með okkur, ég hafði stöngina en
hann fluguna. Svipuðum laxi
lenti ég einu sinni i á Fossflúð f
Laxamýrarlandi og þeim fiski
hefði ég náð ef maður hefði verið
með mér.“
Nú mun Heimir aðeins renna
hsndan móðunnar miklu en sé
þar lax að hafa sem raunar hlýtur
að vera, mun Heimir reynast þar
slyngastur veiðimanna í stórum
hópi vina hans og lærisveina sem
farnir eru á undan. Fyrir hönd
okkar félaganna föður míns, Orra
og Vigfúsar þakka ég samfylgd-
ina, vináttuna og tilsögnina og við
kveðjum gamlan vin með söknuði.
Heimir verður jarðsunginn frá
Árneskirkju kl. 14.00 í dag.
Ingvi Hrafn Jónsson
Nánar skal söguþráðurinn ekki
rakinn, en öll er þessi saga
ævintýri líkust.
Höfundur ritsins, Hjörtur
Pálsson, hefur unnið sitt verk
ljómandi vel. Hann leiðir fram
ýmsar áður óþekktar heimildir,
þannig að nú liggur allt miklu
ljósara fyrir en áður. Enn eru
þó ýmis vandamál, sem bíða
fullnaðarúrlausnar. Höfundur
vinnur úr heimildunum af mik-
illi natni og ályktanir hans eru
allar skemmtilegar og að þvi er
virðist rökréttar. Frásögn hans
er öll mjög lipur, skrifuð á
kjarngóðri íslenzku. Tilvitnanir
til heimilda eru traustar og i
bókarlok eru heimilda- og
nafnaskrár. Allmargar myndir
prýða bókina og sömuleiðis
uppdrættir. Er þetta allt til
prýði. Bókinni fylgir einnig út-
Iráttur á ensku, þýddur af Jó-
nanni S. Hannessyni.
Sem fyrr segir er þétta fjórða
bindið í ritröðinni Studia
Historica. Er gleðilegt til þess
að vita, að ekkert lát virðist
ætla að verða á útgáfunni og
enn ánægjulegra er, að allur
frágangur bókanna batnar með
hverju ári.
Þetta er bók, sem hiklaust er
hægt að mæla með við hvern
sem er.
Magnús Jónsson skólastjóri:
Varnarliðið vinni sín störf
VARÐANDI landhelgisdeilu
englendinga og íslendinga hefur
ríkt sú skoðun, að það væri ekki
eðlilegt að varnarliðið aðstoðaði
íslendinga við að verja landhelg-
ina, og það væri óeðlilegt að gera
þá kröfu á hendur bandaríkja-
mönnum að þeir taki að sér að
verja landhelgi sem þeir viður-
kenna ekki sjálfir. En eins og
kunnugt er viðurkenna banda-
ríkjamenn hvorki 200 né 50 mílna
landhelgi.
Nú er svo komið að erlent stór-
veldi hefur sent flota til íslands,
ekki aðeins til að hindra töku
landhelgisbrjóta heldur líka til
árása á íslensk skip. íslensk fiski-,
flutninga- og rannsóknaskip eru
elt uppi af breskum árásarskipum
og slendurteknar eru tilraunir
breskra flotadeilda til að sigla
niður íslensk varðskip. Hér er þvi
málið komið á annað stig en það
að íslenskt varðskip sé hindrað
við töku á breskum togara. Bretar
hafa þvi hefið ársárstríð og
alþjóðasiglingareglur eru þver-
brotnar. Itrekuð mótmæli gegn
þessari framkomu hafa verið bor-
in fram við bresk stjórnarvöld svo
að breska stjórnin værí búin að
stöðva þessar aðfarir ef þær væru
ekki samkvæmt hennar vilja, en
hún stöðvar þær ekki heldur læt-
ur herða árásirnar. Það verður
því ekki annað séð en að breska
stjórnin sendi breska sjóherinn
til islandsstranda beinlínis til
þess að reyna að slasa og drepa
islenska löggæslumenn og til þess
að laska og sökkva íslenskum
varðskipum.
Við íslendingar höfum gert
varnarsamning við banda-
ríkjamenn sem við skiljum
þannig að amerískur her dvelji
hér i landinu islendingum til
varnar. Hvaða vörn á varnarliðið
að veita, ef það á ekkert að skipta
sér af því að erlendur sjóher sest
að landinu með slikum ófriði og,
yfirgangi að islensk skip geta
ekki siglt óhult meðfram strönd-
um landsins og jafnvel upp við
rauða Iandssteina, samanber
Seyðisfjarðarmálið, án eftirlits
erlendra herskipa og stöðugar
árásir eru gerðar á íslensku varð-
skipin.
Er ekki kominn tími til að
islenska ríkisstjórnin óski eftir að
varnarliðið vinni sín verk. Það er
ekki óskað eftir að Bandaríkin
annist íslenska landhelgisgæzlu,
það munu islendingar gera sjálf-
ir, en ætlast verður til að banda-
ríski flotinn haldi uppi þeirri lög-
gæslu að við strendur landsins
geti öll islensk skip siglt sam-
kvæmt alþjóðasiglingareglum i
friði og óáreitt.
— Alaskaför
Framhald af bls. 15
lambið grá. Ymsir helztu for-
ystumenn íslendinga vestra
hrifust af hugmyndinni og
sama er að segja um ýmsa
Bandarfkjamenn, en Banda-
ríkjastjórn var um þessar
mundir í hálfgerðum vandræð-
um með Alaska, sem nýlega
hafðr verið keypt af Rússum
fyrir gjafverð. Svo fór að lok-
um, að Jón Ölafsson var sendur
við þriðja mann á bandarísku
herskipi í könnunarferð til
Alaska, en ekkert varð þó úr
flutningum íslendinga þangað.