Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976 21 félk í fréttum + Bretar ætla að kalla heim sendiherra sinn I Chile. Ákvörðun um það var tekin á grundvelli skýrslu, sem breski læknirinn dr. Sheila Cassidy lagði fram eftir heimkomu sina til Bretlands fyrir skömmu. Hún starfaði á heilsugæslustöð f Chile en var tekin föst og höfð í haldi hjá chilenskum yfir- völdum I tvo mánuði. 1 skýrslu hennar kemur fram að I fanga- vistinni sætti hún pyndingum af hálfu chilensku öryggis- lögreglunnar, sem sakaði hana um að hafa aðstoðað andófs- hópa vinstrimanna 1 Chile. „Þeir afklæddu mig og festu rafmagnsþræði við lfkama minn,“ segir breski læknirinn. „Sfðan var rafmagni hleypt á og mér gert skiljanlegt að hald- ið yrði áfram þar til ég hrópaði nafnið á leiðtoga skæruliðanna. Ég gerði þeim ljóst að ég væri breskur rfkisborgari og pyndingarnar gætu haft póli- tfskar afleiðingar. Lögreglu- mennirnir svöruðu þvf einu að það kæmi þeim ekkert við, al- menningsálitið f heiminum gæti ekki versnað frá þvf sem væri, hvað þá áhrærði.“ Þegar dr. Sheila kom heim til Lundúna eftir að chilensk yfir- völd höfðu látið hana lausa, átti hún fund með embættismanni úr utanríkisráðuneytinu og gaf hann þá yfirlýsingu að Bret- land myndi eigi aðeins kalla Dr. Sheila við heimkomuna, laus úr prfsundinni f chilenskum pyndingaklefum. heim sendiherra sinn f Chile, Reginald Seconde, heldur yrðu einnig send opinber mótmæli til Chile-stjórnar og málið kært fyrir mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna. Britt Ekland og Rod Stewart Peter Sellers og Lou Adler. + BRITT Ekland, hin 33ja ára gamla sænska kvikmyndaleik- kona, ætlar ákveðið að giftast f þriðja sinn, f von um að nú hafi hún fundið hinn „eina rétta“. Sá er enginn annar en skoski popparinn Rod Stewart. Þau hafa verið óaðskiljanleg f a.m.k. níu mánuði. Britt er f óða önn að búa þeim heimili f Hollywood, og væntanlega verður það ekkert slor, þvf að hún hefur nógan tfma. Brúð- fyrri eiginmenn hennar voru þeir kaupið verður ekki fyrr en f maf. Henni finnst sá árstfmi svo rómantískur. Og Rod er eins og margir landar hans — ólæknandi knattspyrnu- unnandi, og vill ekki fyrir nokkurn mun missa af lands- leiknum milli skota og eng- lendinga sem háður verður f aprfl á Hampden Park í Glas- gow. Hann segir: „Ég get ekki hugsað mér að breiða yfir mig hjónasængina fyrr en leikur- inn er um garð genginn." + Nú er hafið sparnaðarár. Á árinu 1976 eiga allir að spara: einstaklingar, fjölskyldur, fyrirtæki, sveitarfélög og þó einkum og sér í lagi rfkið. Þvf þótti okkur hæfa að birta þessa glöðu mynd. Hún sýnir einn af hörðustu postulum dana f rfkis- sparnaði, Mogens Glistrup, ásamt (að því er við gizkuðum á) kjölsvfni dönsku þjóðarskút- unnar. Það hefur greinilega valið honum þakkarorð f gamansömum dúr — á danska vfsu— fyrir ötula baráttu hans, þvf þingmaðurinn er ekkert að spara brosið. LIV Ullmann hefur verið kosin besta kvikmyndaleikkona árs- ins vegna framlags sfns til mvndaflokksins „Þættir úr hjónabandi“ eftir Ingmar Bergman. Eru það vestur- þýzkir og franskir kvikmvnda- gagnrýendur sem heiðrað hafa hana með slfku kjöri. Liv Ullmann leikur einnig annað aðalhlutverkið f næstu Berg- mans-mynd, „Augliti til aug- Iitis“. Og mótleikarinn er sá sami og f mvndaflokknum, Erland Josephson. B'O'BB & B'O V/S/Q'? 6* 'GMU hJO ™ MÁLASKÓLI 26908 ^ Danska, enska, þýzka, franska, spænska 0 ítalska og íslenzka fyrir útlendinga 0 Innritun daglega. £ Kennsla hefst 1 2. jan. 0 Skólinn er til húsa að Miðstræti 7. £ Miðstræti er miðsvæðis. 0 Síðasti innritunardagur. L26908—HALLDORS Aætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30, 1 3.30 og 17. Frá Reykjavík kl. 1 0, 1 5.30 og 1 8.30. Réttur áskilnn til breytinga ef þörf krefur. Sími afgreiðslu í Reykjavík 1 6420 og á Akra- nesi 2275. A fgreiðslan Flosnámskeið Fínflos, grófflos byrja aftur 12. janúar. Nem- endur sem eiga pantaðan tíma hafið samband sem fyrst. Tekið á móti innritun fyrir nýja nemendur í HANDAVINNUBÚÐINNI Lauga- vegi 63. Hægt að fá allar gerðir af myndum. Góbelinteppið ff Ranke" (Ride, Ride, Ranke) komið. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Handavinnubúðin Laugavegi 63 Sjálfstæðisfélagið Skjöldur Stykkishólmi heldur almennan félagsfund i Lionshúsinu sunnudaginn 11. janúar 1976 kl. 4 s.d. Rædd verða héraðsmál og þjóðmál. Frum mælandi Friðjón Þórðarson. alþingismaður. Stjórnin Dönsk skrifborð fyrir skrifstofur og heimili. Opið til kl. 4 alla laugardaga á Smiðjuvegi 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.