Morgunblaðið - 05.02.1976, Side 14

Morgunblaðið - 05.02.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 r Einar Agústsson utanríkisráðherra: Ekkert samningstilboð gert í London Forsætisráðherra stóð í einu og öllu við gefnar yfirlýsingar í Lúndúnaviðræðum, sagði Ólafur Jóhannesson FRAMHALDSUMRÆÐUR um skýrslu forsætisráðherra um land- helgisviðræður I Lundúnum, synjum á samkomulagshugmyndum Breta og boð íslenzku ríkisstjórnarinnar um viðræður um skammtfma- samninga (til 3ja mánaða) héldu áfram I sameinuðu þingi I gær. Umræðurnar verða hér lauslega raktar, efnislega: Gerði Geir Bretum tilboð í Lundúnum? Ragnar Arnalds (k) ræddi fyrst þann samningsgrundvöll, sem Bretar lögðu fram, og ríkisstjórn- in hefur nú hafnað. Þar kæmi m.a. fram, að Islendingar skyldu ákveða þann hámarksafla, sem hyggilegt væri að taka á árs- grundvelli, og kæmu 30% hans I hlut Breta. Síðan færði þing- maðurinn líkur fyrir því að þetta þýddi um 85 þús. tonna heildar- afla Breta á bolfiski, þar af 65 til 70 þús. tonn af þorski. En hvaðn tilboð gerði islenzki forsætisráðherrann Bretum i Lundúnum, spurði þingmað- urinn. Og hvað um svo- kallaða gagnkvæmissamn- inga? Vitnaði hann í skýrslu, sem lögð var fram sem trúnaðarmál í landhelgis- og utanríkismálanefnd. Sá trúnaður er nú upphafinn, sagði þing- maðurinn. Þar væri getið orð- ræðna milli Geirs Hallgrímssonar og Wilsons. Lesa mætti milli lína og þá ályktun draga af orðum Wilson, sem þingmaðurinn vitnaði til, að Geir Hallgrímsson hefði í orði kveðnu boðið 53.000 tonna ársafla Bretum til handa. Ný spyr ég, sagði þingmaðurinn: Ef þetta er rétt skilið, var þetta tilboð þá gert með vitund og samþykki dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra? Attum við að skerða aflamagn okkar sjálfra sem þessu hefði numið? Eina reglan, sem við gætum farið eftir í hugsanlegum samn- ingum, væri kanadíska reglan, þ.e., að strandríkið tæki fyrst það aflamagn, sem það þyrfti á að halda eða hefði áður tekið. Ef eitthvað væri þá eftir gæti það deilst á aðra. Hvað ætlaði ríkis- stjórnin að bjóða í nýjum- skammtímaviðræðum við Breta? Það sem nú ætti að gera, ef Bretar sendu freigátur á mið okkar, væri að loka herstöðinni og ganga úr Nató. Og við ættum að segja í eitt skipti fyrir öll, að það verði engir samningar gerðir, til þess séu engar forsendur. Misskilningur Ragnars Arnalds Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði umrædda skýrslu hafa verið lagða fram sem trúnaðarmál í landhelgisnefnd og utanríkismálanefnd — og hún væri trúnaðarmál unz þeim trúnaði væri aflétt á sama vett- vangi. Nauðsynlegt væri að greina all ítarlega frá orðræðum í slíkum skýrslum, svo trúnaðar- aðilar fengju sem gleggsta mynd af gangi viðræðna. Hins vegar þyrfti að virða þá hefð, sem við- gengist í slíkum milliríkjaviðræð- um, að því mætti treysta, að þær væru ekki nýttar í almennum umræðum. Um mál Ragnars Arnalds vildi hann segja tvennt: 1) Þegar hafréttarráðstefnunni lýkur verður ekki um að ræða neinar veiðiheimildir Bretum til handa, nema þær, sem um kann að semjast á gagnkvæmisgrund- velli. Það þýðir, að brezkar veiðar koma ekki til greina, nema Is- lendingar semji um gagnkvæman rétt til veiða innan brezkrar fisk- veiðilögsögu, ef þeir telja það þá sér hagkvæmt og samræmaniegt fiskverndarsjónarmiðum okkar. 2) I orðræðum, sem féllu milli okkar Wilsons, var ekkert tilboð um veiðimagn formlega fram sett. Hins vegar voru ræddir ýmsir möguleikar og samningshug- myndir, án þess að í þeim fælist hið minnsta tilboð eða skuldbind- ing. Fyrst Ragnar vitnaði í umrædda trúnaðarskýrslu hefði hann átt að lesa upp það, sem skýrum stöfum stendur á bls. 12 i henni, um afstöðu íslenzku viðræðunefndarinnar, að hug- myndin um jafna aflaminnkun komi alls ekki til greina, þar sem neitandi svari íslenzku ríkis- stjórnarinnar til þeirrar brezku við kröfu þeirrar síðarnefndu, þess efnis, að togararnir fengju veiðifrið meðan á viðræðum stæði. Gæzlan hefur og borið góðan árangur. Um 46 togarar hefðu verið hér, er herskipin héldu út, nú væru þeir um 30. Yfirleitt hafa togararnir hlýtt varðskipum. I örfáum undantekn- ingartilfellum hefur ýmist verið klippt eða gerð tilraun til þess. Landhelglsgæzlan hefði unnið gott starf, ekkert síður þeir sem í Athyglisverð ræða dómsmálaráðherra Lúðvfk Jósepsson (k) sagði ræðu dómsmálaráðherra hafa verið athyglisverða um margt. Hann væri ánægður með yfirlýs- ingar hans um framkvæmd lög- gæzlu á miðunum, sem hann hefði heitið sem æðsti maður land- helgisgæzlunnar. Hins vegar þyrfti það að koma skýrt fram, hvað íslenzka ríkisstjórnin hygðist leggja fram í fyrirhug- uðum viðræðum við Breta, hver væri stefna stjórnarinnar. hún virti ekki forgangsrétt strandrikis, en það er einmitt á þessari hugmynd, sem Ragnar byggir „misskilning" sinn um ,,tilboð“ af minni hálfu á. Slíkur málflutningur sem þessi er fjar- stæðukenndur og sýnir aðeins málefnafátækt þess, er honum beitir. Fullri löggæzlu verður haldið uppi á miðunum Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði fyrirspurn Ragnars Arnalds til sín á mis- skilningi byggða. Umræðurnar i Lundúnum hefðu verið könn- unarviðræður og að þar hefði ekkert tilboð verið fram sett, eins og glöggt kæmi fram í skýrslu forsætisráðherra. Þar hefðu ýmsar hugmyndir verið viðraðar, án allra skuldbindinga. Forsætis- ráðherra hefði í einu og öllu staðið við þær samþykktir og yfir- lýsingar, sem hann hefði haft með sér héðan. Dómsmálaráðherra vék síðan að landhelgisgæzlunni. Sagði hapn allt tal um vopnahlé vera út í hött. Fullri gæzlu hefði verið haldið uppi, utan einn dag. Fyrsta við- ræðudaginn í London, meðan for- sætisráðherra bar fram þá ís- lenzku kröfu, að brezku togar- arnir hlýddu íslenzku löggæzlu- skipunum. Ábyrgð á því sagðist dómsmálaráðherra einn bera. Þetta hefði og skýrt komið fram í landi störfuðu að stjórn hennar. Vék ráðherra sérstökum viður- kenningarorðum að forstjóra landhelgisgæzlunnar. Svar ríkisstjórnarinnar hefði verið algjör synjun á brezku samningshugmyndinni. I annan stað hefði stjórnin tjáð sig fúsa til viðræðna um skammtímasamn- inga, ef Breta fýsti þess. Móti slíkum viðræðum gæti enginn staðið í alvöru. Þau orð, sem höfð væru eftir utanríkisráðherra Breta, þess efnis, að af þeirra hálfu fylgdi það skilyrði, að ekki yrði hróflað við brezkum togurum meðan á viðræðum stæði, ella kæmu freigátur „sjálfkrafa" inn í landhelgina, væru naumast hyggi- leg né heppilegur undirbúningur viðræðna. Viðræður gætu og dregist á langinn og fráleitt væri að Bretar fengju að ganga óhindr- aðir I þorskstofninn þann tíma. Við munum að sjálfsögðu halda uppi fullri löggæzlu með til- tækum ráðum í landhelginni. Þetta verða Bretar að gera sér fulla grein fyrir, og láta af óheppilegum ögrunarorðum. Hugsanlegir skammtimasamn- ingar af okkar hálfu munu og aldrei byggðir á þeirri forsendu, að Bretar eigi einhvern rétt til veiða hér, heldur á forsendum, sem þjóna fiskverndunarsjónar- miðum og okkar 'eigin hags- munum, sem fiskveiðiþjóðar. Lúðvík vék nokkuð að hugsan- legu aflamagni Breta, ef ekki yrði úr samningum, og taldi menn mikla fyrir sér veiðimöguleika þeirra. Þeir hefðu náð 100 þús. tonnum 1973 — er þeir fengu að veiða hömlulaust. Efla þyrfti landhelgisgæzluna, kaupa eða leigja eitt eða tvö hraðskreið skip, er gengju 40 til 45 mílur, og klippt gætu aftan úr-brezku togurunum þrátt fyrir herskipin. Alþýðubandalagið væri andvígt Nato og herstöðinni. Það færi ekki milli mála. En þessari að- stöðu mætti og ætti að beita í landhelgisdeilunni, þ.e. þeirri hlið hennar sem snýr að ofriki og herskipaíhlutun, jafnvel innan 4ra mílna, en hafna herstöðinni og Nato ella. Við höfum vopn sem bíta Sofffa Guðmundsdóttir (k) ræddi um ofbeldi Breta, Lundúnaför forsætisráðherra og hugsanlegar nýjar viðræður. Um hvað er að semja? spurði hún. Þorskstofninn er í bráðri hættu. Hrunhætta hans vofir yfir. Nytja- fiskar okkar eru undirstaða efna- hagslegs sjálfstæðis okkar. Hér er því um sjálfstæðisbaráttu að ræða og þeirri hlið má ekki gleyma á þorskastríðinu. Við eigum vopn í þessari bar- áttu, sagði þingmaðurinn, stjórn- málaslit við Breta, lokun her- Undirbúningur að lagafrumvarpi: Atvinnumál aldraðra Svava Jakobsdóttir (K) beindi þeirri fyrirspurn til Gunnars Thoroddsen, félagsmálaráðherra, í sameinuðu þingi i fyrradag, hvað liði gerð frumvarps til laga um atvinnumál aldraðra, sem þingsályktun var gerð um á Al- þingi i maímánuði 1975. Gunnar Thoroddsen svaraði á þessa leið. „Hinn 14. maí 1975 gerði Al- þingi ályktun sem fól í sér áskor- un á ríkisstjórnina um að undir- búa í samráði við aðila vinnu- markaðarins frumvarp til laga um atvinnumál aldraðra, og skyldi að því stefnt, að allir 67 ára og eldri, sem til þess hafa þrek og vilja, geti átt kost á vinnu við sitt hæfi. Samkvæmt samþykkt borgar- stjórnar Reykjavíkur hafðí félags- málaráð þá falið Jóni Björnssyni sálfræðingi að kanna atvinnuþörf og atvinnumöguleika aldraðra. Hófst þessi könnun á miðju ári 1974. Ráðuneytið taldi rétt að bíða með aðgerðir í þessu máli þar til þessari könnun væri lokið og nið- urstöður lægju fyrir. Nú er þessari könnun lokið og munu niðurstöður og tillögur byggðar á henni verða tilbúnar um næstu mánaðamót. Könnun þessi hefur leitt i ljós að auk vanda þeirra, sem þegar eru hættir störfum vegna aldurs, er einnig mikilvægt að koma í veg fyrir of mikið vinnuálag á fólki innan 67 ára aldurs, er stundar vinnu, sem ofbýður breyttri vinnugetu þess á einn eða annan veg. Það virðist því vera mikil þörf á fyrirbyggjandi aðgerður.i i atvinnumálum aldraðra. Á grundvelli þessarar könnun- ar verða settar fram tillögur á sviði almennrar vinnumiðlunar, endurhæfingar og starfsmennt- unar varðandi skipulagningu Svava Jakobsdóttir heimavinnu, og samræmingu að- gerða á þessum sviðum öllum. Ráðuneytið hefur gert ráðstaf- anir til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um það hvernig þessi vandamál aldraðra eru leyst á Norðurlöndum. Að fengnum þeim upplýsingum og skýrslu Jóns Björnssonar sál- fræðings mun hafizt handa um samningu lagafrumvarps um at- vinnumál aldraðra í samráði við aðila vinnumarkaðarins." stöðvar, úrsögn úr Nató, en fyrst og síðast okkar eigin manndóm. Hann hefur m.a. komið fram í flóði yfirlýsinga, sem túlkar al- menningsálitið, en almennings- álitið er bezta spegilmynd virks lýðræðis í landinu, en spurning er, hvort það fær að njóta sín. Að yfirveguðu máli. Jón Arm. Héðinsson (A) sagði málið blasa við sér þannig: 1) Ríkisstjórnin hefur hafnað samn- ingshugmyndum Breta, 2) dóms- málaráðherra hefur lýst því yfir að landhelgisgæzlunni verði beitt af fullri hörku gegn brezkum veiðiþjófum, 3) utanríkisráð- herra Breta hefur lýst yfir jafn ótvírætt, að verði klippum beitt komi herskipin ,,sjálfkrafa“ inn í landhelgina, 4) ekkert kemur fram í máli ráðherra, er sýni hvað ríkisstjórnin vill með nýjum við- ræðum, að hvaða marki er stefnt. Það eru því ekki bjartar samn- ingshorfur. Engu að síður er Al- þýðuflokkurinn fylgjandi við- ræðum, en hann vill fá ótvírætt fram, hvað ríkisstjórnin hefur I hyggju. Við getum ekki fylgt þvi, sem við vitum ekki hvað er. Þá ræddi Jón ágreining milli okkar og Breta í fiskverndunar- málum, bæði um lágmarksstærð fisks, sem veiða má, og um möskvastærð, þar væri einnig verulegur ágreiningur. Ef ná ætti samningum þyrfti að spara gífuryrði á báða bóga. Málið væri viðkvæmt og vandasamt og móta þyrfti afstöðu til þess af rósemi og að yfirveguðu máli. Ólfkar efndir 1973 og 1976. Karvel Pálmason (SFV) taldi að núverandi forsætisráðherra hefði I einu og öllu staðið við þau fyrirheit í viðræðunum f London sem hann gaf áður en hann fór utan. Það er meira en hægt er að segja um annan forsætisráðherra, sem fór til Lundúna fyrir nokkrum árum, lýsandi yfir sömu fyrirheitum og Geir nú, en kom heim með fullbúinn samning og úrslitakosti. Hér er ólíku saman að jafna. Auðvitað hefur núver- andi forsætisráðherra eftir sem áður sinn samningsvilja, en það er hans mál. Hins vegar ber að fagna yfirlýs- ingum dómsmálaráðherra varð- andi framkvæmd löggæzlu á miðunum. Það var yfirlýsing sem eftir var beðið. Æskilegt væri að bæði forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra staðfestu þær yfir- lýsingar fyrir sitt leyti. Ekki hömlulausar veiðar 1975 Ffinar Ágústsson utanrfkisráð- herra sagðist geta gert það fyrir Karvel Pálmason að endurtaka það, sem hann hefði sagt í gær, að fullri löggæzlu yrði áfram haldið uppi á veiðislóðum Breta innan lögsögu okkar. Hinu vildi hann mótmæla, að Olafur Jóhannesson hefði komið heim með samning og úrslitakosti 1973. Hann hefði komið heim með samningsdrög, sem þáverandi stjórnarflokkar og þinglið þeirra allt hefðu sam- þykkt (þ.e. núverandi stjórnar- andstaða). Lúðvík Jósepsson hefði talað um, að Bretar hefðu náð 100 þús. tonna afla 1975, þegar þeir hefðu fengið að stunda hömlulausar veiðar. Rangt er að um hömlu- lausar veiðar hafi verið að ræða. Þeir veiddu samkvæmt samning- um, sem bæði hann og ég sam- þykktu, til að setja hömlur á veiðarnar. Fjöldi skipa var tak- markaður, veiðisvæðí afmörkuð og fleiri takmarkandi reglur sett- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.