Morgunblaðið - 05.02.1976, Page 18

Morgunblaðið - 05.02.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 Loðnunefnd að störfum f gær. Frá vinstri Guðjón Smári Agnarsson, Gylfi Þórðarson og Helgi (jlafsson. — Löndunarbið Framhald af bls. 32 en loðnufrysting hefst þegar hrognainnihaldíð er komið upp í 10%. Bjóst Gylfi við því að loðnu- frysting hæfist strax upp úr næstu helgi. Bæði SH og SÍS hafa gert samninga um sölu á frystri loðnu til Japans á þessari vertíð. Ekki er ljóst hve mikið verður fryst á vertíðinni en það veröa allavega yfir 10 þúsund lestir. Í fyrra var engin loðnufrysting en árið 1974 komst hún upp i 20 þúsund lestir. 10 aurar af hverju loðnukílói renna í loðnujöfnunarsjóð. Þessi sjóður hefur enn ekkert flutn- ingsgjald greitt enda þótt bátar hafi siglt með afla bæði til Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja. Sagði Gylfi Þórðarson að stjórnendur sjóðsins hölluðust frekar að því að nota sjóðinn þegar lfða tekur á vertíðina. Þá fæst minna verð fyrir aflann og áhuginn á löngum siglingum minnkar að sama skapi nema til komi greiðslur úr sjóðnum. 5200 lestir veiddust í gær Loðnunefnd stjórnar sem fyrr löndun loðnunnar og ákveður greiðslur úr loðnujöfnunarsjóðn- um. Hjá henni fengust þær upp- lýsingar i gærkvöldi, að 20 bátar hefðu tilkynnt loðnuafla í gær, samtals 5200 lestir. Byrjað var að bræla á miðunum og ekki búist við að margir fleiri bátar til- kynntu sig, nema þá helst bátar með slatta. Bátarnir sem höfðu tilkynnt sig í gærkvöldi: Örn KE 270 lestir, Sigurður RE 850, Magnús NK 250, Keflvíkingur KE 220, Sæunn GK 80, Helga Guð- mundsdóttir BA 450, Arnarnes HF 190, Hákon ÞH 300, Jón Finnsson GK 350, Snæfugl SU 180, Hrafn GK 250, Asgeir RE 210, Asberg RE 290, Gisli Árni RE 300, Grindvíkingur GK 330, Dag- fari ÞH 80, Hilmir SU 360, Vörður ÞH 150, Skógey SF 50 og Víðir AK 30. Sem fyrr segir er þróarrými yfirfullt í nær öllum höfnum austanlands. Bræðsla er þó alls staðar hafin nema á Breiðdalsvik og Neskaupstað, en þar hefur enn engri loðnu verið landað. Nokkrir bátar hafa farið til Vestmanna- eyja, en færri en til stóð vegna óhagstæðra veðurskilyrða. — Callaghan á þinginu Framhald af bls. 1 um samkomulag til skamms tíma, án þess þó að útiloka möguleika á lengra samkomulagi og væru til- búnir að fara til Islands til við- ræðna. Síðan sagði hann: „Ég held að það fari ekki fram hjá neinum að við viljum vinsamleg samskipti við nágranna okkar Is- lendinga og ég held að margir þeirra hafi sömu afstöðu gagnvart okkur. Nú er aðeins eftir að sjá hvort íslenzka ríkisstjórnin getur gert raunsætt tilboð ef hún þá getur gert nokkuð tilboð yfirleitt. Callaghan sagði að Wilson for- sætisráóherra hefði farið fram á viðræður hið bráðasta við tals- menn fiskiðnaðarins um að þeir takmarki afla sinn á íslands- miðum sjálfviljugir til að tryggja að veiðar Breta stofni ekki fisk- stofnunum á íslandsmiðum í hættu. Ný fyrirmæli? 1 kvöld símaði Mike Smartt fréttaritari Mbl. i Hull, að óstað- festar fregnir hermdu að brezka varnarmálaráðuneytið hefði sent freigátunum tveimur við 200 mílna mörkin ný fyrirmæli og að þriója freigátan væri á leiðinni á íslandsmið. Talsmaður brezkra togaraeig- enda sagði i kvöld, að allt benti til þess að brezki flotinn yrði að koma togurunum til aðstoðar mjög fljótlega, ekki væri hægt að leggja meira á brezku sjómenn- ina. Að sögn hans hefur nær eng- in veiði verið hjá togurunum undanfarna daga. Talsmaður brezka varnarmálaráðuneytisins sagði í kvöld, að freigáturnar gætu siglt til togaranna á nokkrum klukkustundum. Þingmaður Ihaldsflokksins Christopher Tugendhat sagði í dag við umræður i þinginu, að höfuðskylda brezku stjórnarinnar væri að vernda brezku togarasjó- mennina, sem væru hugrakkir menn við erfið og hættuleg störf. Enn afdráttarlausari var brezki lávarðurinn Paget frá North- hamton i lávarðadeildinni i dag, er hann lýsti þeirri skoðun sinni, að brezku herskipin ættu að taka íslenzk varðskip, sem reyndu að hindra brezka togara við veiðar og ef þau sýndu mótþróa, að sökkva þeim, ekki væri lengur hægt að láta smáþjóðir komast upp með að brjóta lög. Guardian Brezka blaðið Guardian sagði í leiðara í dag, að tillaga Islendinga um viðræður um samkomulag til skamms tima væri eina skynsam- lega framkvæmanlega lausnin á deilunni, en hugsanlegt væri, að báðir aðilar væru of stoltir, í það minnsta væru íslendingar of stoltir. Sagði blaóið að Callaghan gerði eitt með hægri hendi og annað með þeirri vinstri, því að Bretar hefðu náð samkomulagi við EBE um sameiginlega fisk- veiðistefnu grundvallaða á 200 mílna fiskveiðilögsöguhugtakinu, sem fylgt mundi verða á hafrétt- arráðstefnunni í New York. Daily Mirror sagði í dag, að sú staðreynd að íslendingar hefðu hafnað tilboði Breta í deilunni væri mikið áfall fyrir þá sem von- ast hefðu eftir friði í þorskastríð- inu og að vopnahléið héngi á blá- þræði. Að öðru leyti fjölluðu brezku blöðin aðeins um þróun- ina síðustu daga. — Concorde Framhald af bls. 1 Coleman skýrði frá ákvöðun sinni í dag, eftir að hafa íhugað málið í nokkrar vikur. Samkvæmt henni gildir heipiildin næstu 16 mánuði til reynslu, en hægt er að aftur- kalla hana með 4 mánaða fyrir- vara eða samdægurs ef sönnun er færð fyrir að flugið sé hættulegt bandarískum al- menningi. Þrátt fyrir þessa ákvörðun er óvíst, að reglubundið áætl- unarflug geti hafist fyrr en eftir marga mánuði, því að um- hverfisverndarsamtök í Bandaríkjunum hafa þegar áfrýjað úrskurðinum til al- rikisdómtóls og hótað lög- banni, unz dómstóll hefur skorið úr því hvort ákvörðun samgönguráðherrans sé i sam- ræmi við lög og hagsmuni Bandaríkjanna. Talsmenn brezkra og franskra flugyfirvalda fögnuðu úrskurðinum og sögðu að með honum væri framtíð Concorde tryggð, en því hafði áður verið lýst yfir, að ef flugleyfið til Bandaríkj- anna fengist ekki myndi Con- cordeáætlunin hrynja, en Frakkar og Bretar lögðu alls fram um 3 milljaróa dollara til að smíða hina hljóðfráu þotu, sem er sú eina á markaðnum fyrir farþegaflug, bandarfska öldungadeildin ákvað 1971, að hætta framlögum til þróunar bandarísku hljóðfráu þot- unnar, eftir aó 850 milljónum dollara hafði verið eytt í unðir- búningsvinnu. Mikil andstaða hefur verið í Bandaríkjunum gegn Con- corde og halda umhverfis- verndarmenn, að alltof mikil mengun og hávaði komi frá þotunni og hún geti valdið margs konar tjóni I heimildinni er það tekið fram, að flug megi aðeins fara fram milli kl. 07.00 og 22.00 daglega, að bandarískum tíma og að flug verði að hefjast frá Heathrow-flugvelli í Bretlandi og De Gaulle-flugvelli í Frakk- landi. Þá má þotan ekki fljúga umfram hljóðhraða yfir banda- rísku landi. Flug með Concordeþotu styttir flugtímann milli Banda- ríkjanna og Evrópu um meira en helming úr 6—7 klst. í tæpar þrjár. Coleman sagðist hafa byggt ákvörðun sína á þeirri stað- reynd, að tveir helztu banda- menn Bandaríkjanna ættu gífurlegra hagsmuna að gæta í sambandi við þotuna vegna fjárfestingarinnar og því yrðu Bandaríkjamenn að sýna mikla varkárni og sanngirni i afstöðu sinni. — íþróttir Framhald af bls. 31 eldurinn kæmi. Áður var þó til- kynnt i hátalarakerfinu að Sapporofáninn kæmi; gekk þá gullverðlaunahafinn í skíðastökki frá Olympíuleikunum í Sapporo, Yukio Kasaya fram og hélt á fán- anum en 10 japanskar stúlkur i kimonum gengu á eftir. Á miðjum leikvanginum var heilsast með fána þessum og fána Innsbruck, en síðan tókust borgarstjórinn í Innsbruck og borgarstjórinn í Sapporo í hendur. Skyndilega kváðu við gífurleg- ar drunur, svo að undir tók í fjöllunum er þremur fallbyssu- skotum var hleypt af. Um leið birtist Olympíusigurvegari Austurríkismanna frá leikunum. 1964, Josef Fesitmantl með Olympiueldinn sem kominn var til Innsbruck frá Grikklandi i annað skiptið á 12 árum. Þegar Feistmantl hafði heilsað öllum á leikvanginum með kyndlinum hljóp hann öruggum skrefum upp tröppurnar á olympíualtarinu og tendraði eldinn, þar sem hann mun svo loga næstu 12 daga. Um leið og eldurinn hafði verið tendr- aður brutust út gífurleg fagnaðar- læti meðal áhorfenda. Þessu næst var Olympíueiður- inn svarinn fyrir hönd keppenda og gerói það sleðamaðurinn Werner Delle Karth með eftirfar- andi orðum: „Fyrir hönd allra keppenda heiti ég því að við sem tökum þátt í þessum vetrarolympíuleikum, munum hafa drengskap að leiðar- ljósi í keppni okkar, og hafa í heiðri reglur og hugsjónir leik- anna. Þannig munum við halda uppi heiðri iþróttanna og þjóða okkar." Síðan kom fram hópur ungra pilta og stúlkna frá Austurríki sem mynduðu Olympíuhringina inni á leikvanginum með ýmsum dönsum. Setningarathöfn þessi tók um 90 mínútur, en að henni lokinni gengu þátttakendurnir út af leik- vanginum, fylktu Iiði, og lék hljómsveitin á meðan sálm frá Tyrol. — Björn Framhald af bls. 32 kostaleiðum, sem ekki eru til- búnar, en þeir viðruðu hugmynd- ir við baknefnd ASl í fyrradag og einnig hafa þeir talað við vinnu- veitendur um hugmyndir, sem munu væntanlegar síðar í þessari viku. Þannig standa málin. Mikið hefur verið lagt fram af sér- kröfum. Hafa verið haldnir fundir með þeim aðilum, en þau mál eru þó ekki afgreidd. Ólafur Jónsson sagði að staða samninga- málanna væri mjög erfið. Vinnu- veitendasambandið hefur enn ekki fengið verkfallsboðunina hinn 17., en búizt er við að hún berist nú einhvern næstu daga. Sjómenn hafa boðað verkfall 14. og eru þeir á samningafundum. Aðspurður, hve mikla kaup- hækkun þyrfti til þess að kaup- máttur haldist óbreyttur — k’/að Ólafur það mjög misjafnt eftir því við hvaða tíma bæri að miða. ASÍ miðar við kaupmátt í október, en sé miðað við áramót, er þar um að ræða aðra tölu og nokkru lægri. Sé hins vegar miðað við kaup- máttinn eins og hann var 1974 er það miklu meira. Hins vegar hafa margir talað um að nauðsynlegt sé að halda dýrtíðinni í skefjum, í 15%, en Ólafur kvað það mjög erfitt með þá spá í h'öndunum, sem nú lægi fyrir.„í rauninni er ekki til neitt svigrúm," sagði Ólafur Jónsson. Hins vegar kvað hann geta skapast ný viðhorf, ef viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu þau að hún virkilega bætti að- stöðu atvinnuveganna. Vinnuveitendur hafa gert ákveðnar tillögur um samnings- tfma, til 1. júlí 1978, þ.e.a.s. rúm 2 ár. Ólafur Jónsson kvað verka- lýðsforystuna hafa tekið þvi fá- lega. Hefur ekki verið rætt um það frekar, en sjónarmið ASl eru að slíkur samningstími sé allt of Iangur. Sérkröfur eru mjög mismun- andi, en nókkrar þeirra hefur Al- þýðusambandið og samninga- nefnd þess tekið upp sem sínar eigin. Hafa þær kröfur sérstöðu — sagði Ólafur. Sérkröfur ein- stakra félaga eru mjög mismun- andi og margar hverjar mjög háar. Kröfurnar, sem sameigin- legar eru og ASI hefur tekið upp eru um sjúkrasjóði og ýmsar bætur í 5 liðum, að öll félög fái 1% af öllu kaupi í sjúkrasjóð, greiðslur i slysa- og atvinnusjúk- dómatilfellum skulu nema óskertu kaupi í 13 vikur, fjár- hæðir slysa- og dánarbóta hækki og verði framvegis endurskoðaðar 1. júní og 1. desember ár hvert. Það er krafa um að fæðingarleyfi verði fjármagnað með sérstakri fjárveitingu, en ekki úr atvinnu- leysistryggingasjóði. Þá er ein krafan um það að réttur til atvinnuleysisbóta haldist óskertur, þótt bótaþegi sæki námskeið á vegum verka- lýðssamtakanna. I sambandi við orlof hafa komið fram nýjar kröfur, sem m.a. eru þannig að ef aðili veikist í orlofi, þá fái hann það bætt, krafizt er aukins fjár í orlofsheimilasjóð og fræðslusjóð. Krafa er um að eftirvinna falli burt á föstudögum og áunnin rétt- indi haldist við endurráðningu, þannig að starfsmaður missi ekki réttindi sín, þótt hann flytjist frá einni starfsstöðu til annarrar. Sérstakt ákvæði er um vaktir, þannig að óheimilt sé að taka upp eða leggja niður vaktir, nema f samráði við viðkomandi stéttarfé- lag. Jafnframt er krafizt samræm- ingar í veikinda- og slysatil- fellum. — Bensín- hækkun Framhald af bls. 23 aðeins láta af þeim leiða sið, að grípa erlendar olíuhækkanir fegins hendi sem forsendu til öflunar aukinna toll- og skatttekna Stjórn F Í.B skorar þess vegna á ríkisstjórnma að heimila ekki þessa umbeðnu hækkun, heldur mæta þessum erlendu hækkunum með því að lækka skattlagninguna Virðingarfyllst, f h. stjórnar Félags íslenzkra bifreiðaeigenda Sveinn Oddgeirsson, framkv.stj. — Vandaður maður Framhald af bls. 10 yfir nóttina og fylla á vatnsgeymana. Stend ég á bryggjunni og ætla að kippa upp slöngunni, fer þá annar fóturinn i gegnum bryggjuna og við það féll ég aftur fyrir mig i sjóinn Var ég ósyndur. Skil ég ekki, hvern- ig ég komst að bryggjunni Var hún mjög sleip og gat ég með naumind- um haldið mér í bryggjustólpann. Reyndi ég að kalla á hálp, en allir voru lagstir til svefns. Hafði ég þá ekki annað ráð en að gera gat á bryggjuna og komst ég þannig upp. — Hvaða skoðun hefur þú á landhelgismálinu? — Ég er hræddur um að þjóðin verði fyrir eignar- og manntjóni. — Að lokum Guðmundur: Hvað telur þú vænlegast til að ölast lifshamingju? — Með þvi að vera vandaður maður i verki og orðum. Ég las nýlega bók, sem fjallaði um kærleik- ann Er þar talað um, að eftir dauð- ann öðlist maður meiri kærleika en i þessu lifi Ég get ekki ráðlagt þér og öðru ungu fólki annað en að fara eftír þessu. Kristján Valsson eftir JÓN Þ. ÞÓR Skömmu fyrir jól lauk austur í Rússlandi einvíginu um heimsmeistaratitil kvenna i skák mifh' þeirra Nonu Gaprindaschwili og Nönu Alex- andrinu. Enn hafa mér ekki horizt lokaúrslit einvígisins, en þó er ljóst að Nona varði titil sinn örugglega og er nú aug- sýnt, að hún mun verða heims- meistari kvenna a.m.k. 15 ár samfleytt. Nona hafði augljósa yfirburði í einvíginu, en engu að síður veitti Alexandrina henn; harðari keppni en margir fyrri áskorendur, og oft slapp heimsmeistarinn með skrekk- inn. Við lítum nú á eina af síðustu skákum einvfgisins, sem er jafnframt ein af þeim beztu. Hvítt: N. Alexandrina Svart: N. Gaprindaschwili Skandínavísk vörn 1. e4 — d5, (Nona hefur löngum haft dá- læti á þessari byrjun). 2. exd5 — Rf6, (Þessi leikur hefur nú sem mest rutt hinum gamla 2. — Dxd5 úr vegi). 3. Bb5 + (Vilji hvítur reyna að halda í peðið er þetta einna skásti möguleikinn. 3. c4 myndi svart- ur svara með 3. — c6. Örugg- asta áframhald hvíts er 3. d4). 3. — Bd7, 4. Bc4 (Eða 4. Be2 — Rxd5, 5. d4 — Bf5 og svartur stendur vel). 4. — Bg4, 5. f3 — Bf5, 6. g4 — Bc8, 7. Rc3 — c6! (Fórnar peði fyrir harðari lið- skipan. Staðan sem nú kemur upp, minnir á stöður er koma upp eftir skandinavíska bragð- ið, 1. e4 — d5, 2. exd5 — Rf6, 3. Rc3 — c6. Munurinn er sá, að nú hefur hvítur veikt kóngs- vænginn með f3 og g4 og það er svörtum í hag). 8. dxc6 — Rxc6, 9. d3 — e5, 10. g5 — Rh5, 11. Re4 — Be7, 12. Re2 — 0-0, 13. c3 (Hér kom ekki síður til álita að leika 13. Be3) 13. — Ra5, 14. Be3 (Eftir 14. Bb3 yrði peðið á d3 veiki punkturinn í stöðu hvíts. Það áframhald hefði þó ef til vill reynzt hvítum happasælla). 14. — Rxc4, 15. dxc4 — Dc7, 16. b3 — Bh3!, 17. Hgl — Had8, 18. Dc2 — Kh8, 19. Hdl — Hxdl, 20. Kxdl — Dd7+, 21. Kcl (Eða 21. Dd2 — Df5!) 21. — Df5, 22. Rd2 — Ba3+, 23. Kbl — Hd8, 24. Rg3 — Rxg3, 25. Hxg.3 — b6, 26. Hgl — Bv5! (Nú vinnur svartur mann). 27. Bxc5 — Hxd2! 28. Dxf5 — Bxf5+, 29. Kcl — Hc2+, 30. Kdl — bxc5 31. Hel — f6, 32. f4 — Hxa2. 33. gxf6 — gxf6 og hvítur gaf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.