Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 29 VELVAKAIMOI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Bílstjóri í ófærö „Ég hefi til þessa haldið að ég væri góður bílstjóri,“ skrifar „Bíl- stjóri“, sem „klæðist kjól við há- tíðleg tækifæri“, eins og bréfrit- ari orðar það, „svona rétt til þess að gefa kynið til kynna". og Bréf- ritari heldur áfram: „En þessi skoðun mín hefur beðið nokkurn hnekki þessa síð- ustu og verstu daga. Allir vita, hvernig ökufærið hefur verið á götum borgarinnar, djúp hjólför, fjallháir hryggir og skorningar alls staðar. Og hvernig sem á því stendur hef ég fest bilinn æ ofan í æ í þessiím skorum. Mér er óljúft að viðurkenna að það hafi verið fyrir klaufaskap. En hvað með það, eigið álit á bilstjórahæfileik- um mínum hefur farið dyinandi. Ég tala nú ekki um eftir að ég lét setja keðjur undir bilinn — og sama sagan endurtók sig.“ 0 Hjálpsemi náungans „En þetta var nú ekki tilefni þess, að ég skrifa þér, heldur hitt, að álit mitt á náunganum hefur vaxið um allmörg vísitölu- stig. í hvert skipti, sem ég lenti i þessum raunum, voru komnir einn eða fleiri mér til aðstoðar. Þegar kraftarnir nægðu ekki til þess að ýta mér upp úr ófærunni, var gjarnan setzt á rökstóla um, hvernig heppilegast væri að losa bílinn. Og þótt sitt sýndist hverj- um, skildu þessar hjálparhellur aldrei við mig fyrr en ég gat haldið áfram þar sem næsti skorn- ingur beið i leyni. Mér til huggunar sá ég á ferð- um mínum um borgina að ég var ekki ein um að festa bíl. En aldrei sá ég nokkurn einn og yfirgefinn bjástra við að losa bílinn sinn, hjálparhellurnar virtust á hverju strái. Mikið skelfing er það þægi- leg tilfinning að finna að maður stendur ekki einn, ef eitthvað bjátar á. Kærar þakkir til ykkar allra.“ 0 Hvar eigum við að vera? Gréta Steingrimsdóttir og Linda Valbergsdóttir skrifa: „Við erum hér nokkrir krakkar á aldrinum 16—18 ára. Okkur langar til að mótmæla þvi fólki, sem hefur verið að skrifa greinar í blaðið og látið óánægju sina i ljós með að unglingar undir tvi- tugu komist stundum inn á vín- veitingastaði. Það er ofur eðlilegt að þessi hópur (16—20) reyni að komast inn á slika staði, þvi eng- inn skemmtistaður er til fyrir þennan aldurshóp. Auðvitað er hægt að fara á sveitaböll, en þangað er langt að fara og dýrt að kaupa sig inn. Þvi ekki vaxa peningarnir á trjánum. Hér í borg er að visu einn staður, þar sem aldurstakmark er 15 ár. Það er Tónabær. En þar er líka hægt að kvarta undan því að krakkar sem eru ekki orðnir 15 ára, komist inn. Og ekki von að við getum samræmzt aldurshópn- um 13—15 ára. Væri ekki betra að leyfa ungl- ingunum að skemmta sér með fullorðna fólkinu? Eða er það kannski hegðun þess, sem við megum ekki sjá? Eitt er víst, að fullorðna fólkið er ekki fyrir- mynd. Margir þeir, sem komast ekki inn, hanga þá bara fyrir utan skemmtistaðinn og drekka þar. Er það eitthvað betra? Eigum við ekki að skemmta okkur? Væri ekki hægt að hafa einn af þessum mörgu skemmtistöðum fyrir ald- urinn 16—20 ára? Svo spyrjum við að lokum: Hvar eigum við að vera?“ % Meiri vétrar- íþróttir Níu ára drengur, sem fer mikið á skiði, bað Velvakanda að koma á framfæri þeirri ósk við Sjónvarp- ið að íþróttaþættirnir þar yrðu lengri. Hann kvartaði undan því að vetrariþróttum væri gerð of lítil skil. Á þessum árstima ætti að sýna miklu fleiri skiðamyndir, sagði hann. Velvakandi getur vel fallizt á það. Ætli nú fari ekki að berast vetraríþróttamyndir í rikum mæli af vetrarólympíuleikunum i Aust- urríki. Og þangað hafa streymt bæði fréttamenn blaða og sjón- varpstökumenn hvaðan æva að úr heiminum. 0 Miðborg gott nafn Einn af viðskiptavinum Velvak- anda hringdi og ræddi nafn á nýja miðbæinn. Við áttum Miðbæ, þeg- ar Reykjavik var bær, sagði hann. Því ekki að eiga Miðborg, þegar 'Reykjavik er orðin borg. Nafnió Miðborg er einfalt og liggur beint við sem heiti á nýja miðbæinn í Kringlumýrinni. % Rall en ekki rallý Þá talaði hann um heiti, sem nú sést oft i blöðum og heyrist i útvarpi. Það ér rallý, bílarallý og snjósleðarallý, sem er útlent orð og óþarfi. Þetta má bara islenzka og kalla islenzka orðinu rall. Þér megið hafa myndina ef þér haldið hún geti komið yður að sagni. Wexford stakk myndinni f vas- ann með það fvrir augum að athuga hana nánar síðar, þótt hann efaði stðrlega að það yrði honum nokkur hjálp úr þessu. Þegar hann fylgdi ungfrú Clarke fram rakst hann á Martin sem var að koma frá þvf að -hitta verzl- unarstjðrann f kjörbúðinni. Þar hafði komið f ljðs að ekki var fylgst nákvæmiega með þvf hversu margar regnhettur úr plasti hefðu verið seldar í vik- unni, aðeins heildartalan eftir hvern mánuð. Wexfnrd sendi Martin af stað til Flagford tii að tala við eina bekkjarsysturina enn, Janet Tipping. Þvf næst hringdi hann heim til Drurys. Burden svaraði f sfmann. Þeir höfðu ekki fundið neitt f húsinu. Frú Drury var hjá systur sinni f Hastings, en systirin hafði engan síma. — Martin verður að fara þangað, sagði Wexford. —Ég get ekki misst yður þangað. — Hvað sagði Spellman. — Þeir lokuðu á mfnútunni klukkan hálf sex á þriðju- HÖGNI HREKKVISI ©1976 , - McNaught Synd., Inc. ,Jæja, þá er þessu lokið. Þetta var það.“ STJÓRNUN ARFÉLAG ÍSL.ANDS Er reksturinn í lagi? Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í frumatrið um rekstrarhagfræði dagana 9. — 13. febrúar Námskeiðið stendur yfir mánud. 9. febrúar kl 14.00:19.00, þriðjudaginn 10. febrúar kl 15.30—19.00, miðvikudaginn 11. febrúar og föstu daginn 13. febrúar kl. 14:00—19:00. Á námskeiðinu verður þátttakendum gefin innsýn í undirstöðuatriði rekstrarhagfræðinnar, sem fjallar um, hvernig nota megi framleiðslu- tækin á sem hagkvæmastan hált. Gerð verður grein fyrir kostnaðar- hugtökum, eftirspurn og þáttum, sem hafa áhrif á hana. Sérstaklega er sýnt, hvernig finna má hagkvæm- ast verð og magn við mismunandi skilyrði. Leiðbeinandi er Brynjðlfur Sigurðsson dósent. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST í SÍMA 82930. ð lcefood ISLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. o . Eigum fyrirliggjandi: REYKTAN LAX GRAVLAX REYKTA SÍLD REYKTA ÝSU REYKTANLUNDA HÖRPUFISK k Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. T Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum t póstkröfu VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER. íslenzk matvæli Sími 51455 i Stór- QTSALA Handkl*®1 ^r^ Kjólaefni purrkur 165- metravara. KarlmannaskYrtur kr- Karlmannasokkar r kr K.enundirkjðlar lir" -r' Undirföt 190.— stk. og margt fleira Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð Cgill Sacobsen Austurstræti 9 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (iI.YSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.