Morgunblaðið - 05.02.1976, Side 32

Morgunblaðið - 05.02.1976, Side 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JMorevinblabiÖ FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHargunl>[abib Ólafur Jóhannesson um yfirlýsingu Callaghans: EINAR Agústsson utanrfkis- ráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi að hann bygg- ist við því að viðræður við Breta vegna fiskveiðideil- unnar myndu áður en langt um liður hefjast og þá í Reykjavík. Enn hefur þó hvorki dagur né staður verið ákveðinn. Einar sagði að brezki sendi- herrann hefði komið i gær í utanrikisráðuneytið og rætt við Pétur Thorsteinsson ráðu- neytisstjóra. Lýsti sendiherr- ann vilja Breta á að hefja við- ræður. Fullri löggæzlu haldið uppi á miðunum Yiðræður við Breta í Reykjavík? ALLT þróarrými í höfnum frá Raufarhöfn sudur um að Hornafirði var í gær orðið yfirfullt. Samkvæmt upplýs- ingum Gylfa Þórðarsonar, formanns loðnunefndar, fá bátar sem veiddu loðnu í gær ekki löndun fyrr en á föstudag og eiga því fyrir höndum tveggja sólarhringa bið í höfnum. Þýðir þetta lólegra hráefni og lélegri afkomu bátanna. Á loðnuvertíðinni í fyrra kom það afar sjaldan fyrir að bátar þyrftu að bíða svo lengi í höfnum og var það hinu afkastamikla hræðsluskipi Norglobal að þakka, en sem kunnugt er verður skipið að öllum líkindum ekki leigt hingað á þessa vertíð. Þorskstofninn þann tfma. Bretar yrðu að gera sér fulla grein fyrir þessu og láta af óheppilegum ögrunarorðum. Þá sagði dóms- málaráðherra ennfremur, að allt tal um, að vopnahlé hefði ríkt á miðunum að undanförnu væri út í hött. Fullri gæzlu hefði verið haldið uppi utan einn dag, fyrsta dag viðræðna forsætisráðherra í London. Loðnan hraðari í ferðum Gylfi Þórðarson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að heildaraflinn á vertíðinni hefði þá verið orðinn um 85 þúsund lestir eða 12 þusund lestum meiri en á sama tima i fyrra. I ár veidd- ist fyrsta loðnan 16. janúar en í fyrra heldur fyrr. Fyrsta loðnu- gangan er nú komin að Stokks- nesi og nálgast óðfluga land. Ætti hún að vera komin upp að land- inu í þessari viku. í fyrra kom fyrsta loðnugangan ekki að Stokksnesi fyrr en 12. febrúar og virðist loðnan þvi ganga mun hraðar en i fyrra. Færri bátar en í fyrra Vitað er um 66 báta, sem fengið hafa loðnuafla en á sama tíma í fyrra var vitað um nær 90 báta sem fengið höfðu einhvern afla þannig að færri bátar virðast nú stunda veiðarnar en i fyrra. Þó bjóst Gylfi við því að bátunum myndi fjölga á næstunni þegar loðnufrysting hefst, en vitað er að nokkrir minni bátar munu að- eins veiða I frystingu. Aflahæsti báturinn fram til þessa mun vera Guðmundur RE með um 3800 lestir en fast á eftir fylgir Eld- I ræðu á Alþingi í gær, gerði Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra að umtalsefni þá yfirlýs- ingu James Callaghan, utanríkis- ráðherra Breta, að brezki flotinn mundi sjálfkrafa koma inn í is- lenzka fiskveiðilögsögu, ef klippt yrði á togvfra brezkra togara. Sagði dómsmálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður Landhelgisgæzl- borg GK með um 3600 lestir. Aðrir bátar sem fengið hafa yfir 3000 lestir eru Gísli Árni RE með 3350 lestir og Börkur NK með 3000 lestir. Ilefst loðnufrysting eftir helgi? Að sögn Gylfa mun hrognainni- hald loðnunnar nú vera um 8% Framhald á bls. 18 Ólafur Jóhannesson unnar, að haldið yrði uppi fullri löggæzlu á miðunum með öllum tiltækum ráðum. Yfirlýsing Callaghans væri naumast hyggi- leg né heppilegur undirbúningur hugsanlegra viðræðna um sam- komulag til skamms tíma. Ólafur Jóhannesson sagði í ræðu sinni, að slíkar viðræður gætu dregizt á langinn og fráleitt væri að Bretar fengju að ganga óhindraðir í SAMKVÆMT spám Hagstofunn- ar mun verðlagið hækka um 17,3% til fyrsta nóvember næst- komandi og til þess að halda þeim kaupmætti, sem var um áramót þyrfti því að koma til veruleg kauphækkun við samningana nú — sagði Björn Jónsson, forseti ASl, I samtali við Mbl. f gær og er þá ekki gert ráð fyrir því f spánni, að nokkur breyting verði á gengi eða kaupi. Aðspurður um það, hvort slfk kaupbreyting hefði ekki verðbólguáhrif, svaraði Björn: „Það er sýnilegt að hér verður bullandi verðbólga, þótt engin breyting verði á kaupi, þó að allar kaupbreytingar hafi auð- vitað einhver áhrif á verðiagið." Björn Jónsson sagði, að ef notaðar væru formúlur sérfræð- inga, kæmi í ljós, hver verðbólgu- áhrifin yrðu að þeirra mati, en Björn tók fram, að ASI hefði ekki tekið þá viðmiðun sem neitt full- nægjandi atriði. Björn sagðist engu vilja spá um framvindu samningaumleitana á meðan ekkert hefði heyrzt frá vinnuveit- endum, sem enn hefðu ekki gert verkalýðsforystunni neitt tilboð. „Maður vonar það, að sá stutti tími, sem til stefnu er nægi til þess að ekki komi til verkfalla. Löngum tíma hefur verið varið illa og maður vonar að málin fari eitthvað að skýrast.“ Aðilar, ASÍ, VSl og Vinnumála- samband samvinnufélaganna munu í dag eiga fund með forsæt- isráðherra, þar sem búizt er við viðbrögðum við þeim 15 atriðum aðilanna, sem send voru ríkis- stjórninni um aðgerðir til þess að skapa grundvöll samninga. Að þeim fundi loknum eða um klukkan 16 í dag verður svo sátta- fundur, að því er Torfi Hjartar- son, sáttasemjari ríkisins, tjáði Mbl. í gær. I gær var sáttafundur með sjómönnum og útvegsmönn- um, sem hafa boðað til vinnu- stöðvunar þremur dögum fyrr en ASl — eða 14. febrúar. Torfi kvað samningaumleitanir ganga erfið- lega, þar sem útvegsmenn Iitu svo á að þeir aðilar, sem hefðu fasta samninga fram í maí ættu að halda þeim samningum áfram. Þá vilja menn og breyta um kerfi á grundvelli tillagna sjóðanefnd- arinnar og er rætt um það, hvort fara eigi að tillögum hennar eður ei. Vilja sumir losna við sjóða- kerfið og aðrir ekki. Sagði Torfi Hjartarson að verið væri að kanna hinar ýmsu leiðir í þessu efni, en að öllum líkindum yrði að bíða í nokkra daga unz málin færu að skýrast. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands, sagði að forsætisráðherra hefði boðað aðila samningaum- leitananna á sinn fund í dag verður þar væntanlega rætt um atriðin 15. Önnur atriði, sem rætt hefur verið um er þróun verðlags- ins á árinu. Þá hefur verið að störfum sérfræðinganefnd í líf- eyrissjóðamálum. Nefndina skipa Bjarni Þórðarson frá ríkisstjórn- inni, Guðjón Hansen frá vinnu- veitendum og Pétur Blöndal frá Alþýðusambandinu. Þeir hafa verið að vinna að eins konar val- Frair.nald á bls. 18 Kyrrt á miðunum KYRRT var á miðum brezkra togara austur af landinu i gær. Alls voru 33 togarar að veiðum á svæðinu frá Hvalbak að Glettinganesi. Varðskip stugguðu við togurunum og skipuðu þeim að hffa og hlýddu togararnir undantekn- ingalaust. Nokkrir þráuðust eitthvað við, en hlýddu, er varðskip gerði sig líklegt til aðgerða. I gær var ekki flug- veður og því ekki hægt að fara í gæzluflug. 2 sólarhringa löndunar- bið í nær öllum höfnum „Kom nær aldrei fyrir í fyrra þegar við höfðum Norglobal,” segir formaður loðnunefndar FYRSTA LOÐNAN — Hjálm- ar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur og menn hans eru þarna að bera bala fullan af loðnu, sem þeir ætla að fara að rann- saka. Myndin var tekin við loðnurannsóknir um borð f Árna Friðrikssyni f janúar s.I. og mun þetta vera fyrsta loðn- an sem þeir náðu. Hún fékkst í flottroll. Ljósm. Oskar Sæmundsson. Björn Jónsson, forseti ASÍ: Verulega kauphækkun þarf til að halda í við verðlagsspár Rætt við aðila vinnumarkaðarins um ástand og horfur í samningamálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.