Morgunblaðið - 20.02.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
Síendurtekið tékkamisferli Klúbbsins:
V eitingamaðurinn
hefur leikið á banka-
91
kerfið í a.m.k. áratug
segir Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans
AVISANAMÁL veitingahússins Klúbbsins er nú til meðferðar hjá
sakadómi Reykjavfkur, eins og kom fram f Morgunblaðinu f gær. I þvf
tilefni spurðist Morgunblaðið fyrir um það hvort rétt væri að forsvars-
maður veitingahússins hefði hvað eftir annað fengið opnaða ávfsana-
reikninga f hinum ýmsu bönkum og útibúum þeirra, þrátt fyrir
margftrekað tékkamisferli á liðnum árum.
1 samtali við útibússtjóra Bún-
aðarbankans í Mosfellssveit fékk
Mbl. þær upplýsingar, að for-
svarsmaður veitingahússins hefði
þar sjálfur aldrei verið með
reikning en hins vegar hefði verið
reikningur á nafni fyrirtækisins
Borgartúns og ávfsanir þær, sem
nú eru til meðferðar hjá saka-
dómi, væru útgefnar af starfs-
konu þar. Að öðru leyti vfsaði
hann á aðalbankann, og náði Mbl.
tali af Magnúsi Jónssyni, banka-
stjóra, sem vakti athygli á þvf, að
nafn forsvarsmanns téðs veitinga-
húss væri hvergi að finna á lista
þeim, sem Seðlabankinn sendi út
reglulega um þá, sem uppvísir
hefðu orðið að meiriháttar tékka-
misferli.
Morgunblaðið hafði þá sam-
Stjórnarfrumvarp:
Flugvallaskatt-
ur lækkaður
Matthías A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, mælti f gær fyrir
stjórnarfrumvarpi um flugvalla-
gjald.
Ráðherrann gat þess að frá 1.
maí sl. hefði verið innheimt flug-
vallagjald af ferðum með loft-
förum innanlands og frá fslandi. 1
fjárlögum fyrir árið 1976 væri
gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs
af flugvallagjaldi næmi 235 m.kr.
Er einsýnt sagði ráðherra, að
haida verður áfram innheimtu
flugvaliagjalds, ef sú áætlun á að
standast. Þetta frumvarp gerði
ráð fyrir því að sett yrðu ótíma-
bundin ákvæði um innheimtu
flugvallagjalds, ef sú áætlun á að
standast. Þetta frumvarp gerði
ráð fyrir því að sett yrðu ótíma-
bundin ákvæði um innheimtu
flugvallagjalds af utanlandsflugi,
en fjárhæð þess jafnframt
lækkuð verulega frá því sem væri
nú, en flugvallagjald vegna ferða
innanlands með öllu fellt niður.
Meginefni breytinganna væri
því þetta:
0 flugvailagjald vegna innan-
landsflugs yrði fellt niðurt
• flugvallagjald vegna utan-
landsflugs lækkaði úr kr. 2.500.-
Framhald á bls. 13
band við Björn Tryggvason, að-
stoðarbankastjóra, og spurði hann
nánar út i þetta atriði. Björn
sagði, að forsvarsmaður veitinga-
hússins hefði löngum leikið þann
leik að stofna ný og ný fyrirtæki
og fá opnaðan ávísanareikning út
á þau — eitt sinn hefði fyrirtækið
heitið Bær, síðan Lækjamót og nú
væri það Borgartún. Lækjamót
hefði t.d. komið töluvert við sögu
f skyndikönnuninni I nóvember
sl. og sagði Björn, að raunveru-
lega mætti segja, að veitinga-
maðurinn hefði leikið á banka-
kerfið að minnsta kosti i áratug
eða allt frá því að mikið tékkamái
kom upp varðandi þennan veit-
ingamann árið 1963. Eftir það
hefði siðan nafn hans hvergi sézt I
skjölum en í stað þess hefði hann
haldið uppi fyrri iðju í skjóli
nýrra og nýrra fyrirtækja.
Björn kvað hins vegar reglur
Seðiabankans I þessum efnum
vera nokkuð þröngar, þar sem þar
væri það ákvæði um svarta list-
ann að ef maður kæmi ekki fyrir í
10 ár, félli hann sjálfkrafa af
listanum. Þannig hefði veitinga-
maðurinn sjálfur fallið niður af
iistanum af misgáningi, en öllum
bankamönnum ætti að vera ljóst
hvað fælist á bak við umrædd
fyrirtæki. Gat Björn þess t.d., að
Framhald á bls. 13
Varðskipið Baldur I grennd við brezka freigátu á miðunum úti fyrir Norðausturlandi.
Ægir klippti á báða
togvíra Royal Lincs
Þór risti á troll Resolution
VARÐSKIPIÐ Ægir skar á báða togvfra brezka togarans Royal Lincs
GY 18 kl. rúmlega 10 f gærmorgun. Atburðurinn átti sér stað djúpt úti
af Gerpi. Fyrr um morguninn reyndi varðskipið Þór að skera á togvfra
Ross Resolution GY 527, þar sem togarinn var á veiðum 26 sjómílur
SA af Hvalbak. Togarinn hffði sem mest hann mátti er varðskipsins
varð vart, og náði Þór aðeins að rffa trollið mjög mikið. Skipherra á
Ægi er Þröstur Sigtryggsson, en á Þór Þorvaldur Axelsson.
Þegar Ægir kom að togarahópn-
um úti af Gerpi í morgun, reyndi
freigátan Scylla að koma í veg
fyrir að varðskipið kæmist nálægt
togarahópnum. Yfirmaður frei-
gátunnar hélt, að hann hefði í
fullu tré við varðskipið og skoraði
á togarana að halda áfram veiðum
Bæjarstjórn Seltjarnarness:
Lýsir stuðningi við
stefnu ríkisstjómar
í landhelgismálinu
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun bæjar-
stjórnar Seltjarnarness um land-
helgismálið, þar sem hún var
samþykkt mótatkvæðalaust:
„Bæjarstjórn Seltjarnarness
lýsir stuðningi við stefnu rikis-
stjórnarinnar í landhelgismálinu
og telur skynsamlegt að reynt
verði til þrautar að setja niður
deiluna með samningum til
skamms tima. Forsenda þess að
svo megi verða er þó sú, að Bretar
sýni raunhæfari samningsvilja en
þeir hafa gert til þessa. Ljóst er,
að sigur i landhelgismálinu vinnst
því aðeins, að á málum sé haldið
af skynsemd og rökfestu. Uppþot
og æsingar eru eingöngu til þess
fallin að spilla máli okkar meðal
vinveittra þjóða og gætu skaðað
málstað okkar á komandi
hafréttarráðstefnu."
Benedikt Gröndal og Magn-
ús Torfi um stjórnmálaslitin
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f
gær til Benedikts Gröndals, for-
manns Alþýðuflokksins, og
Magnúsar Torfa Úlafssonar,
formanns Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna, og innti eftir
áliti þeirra á stjórnmálaslitun-
um við Breta. Ennfremur
reyndi Mbl. ítrekað að ná í
forystumenn Alþýðubanda-
lagsins, þá Ragnar Arnalds og
Lúðvfk Jósepsson, en það tókst
ekki.
Benedikt Gröndal sagði:
„Þegar Bretar sendu herskipin
að nýju inn I fiskveiðilandhelg-
ina og beittu eins og áður
áreitni og ásiglingum gegn ís-
lenzku varðskipunum máttu
þeir vita að viðbrögð fslendinga
myndu verða alvarleg og fram-
hald á slíkum árásaraðgerðum
Benedikt
Magnús Torfi
gætu leitt til þess að fslending-
ar myndu grípa til alvarlegra
gagnráðstafana. Forsætisráð-
herra hótaði þessu eftir fyrstu
árekstrana. Sfðan hefur fram-
kvæmd stjórnmálaslitanna
verið frestað nokkrum sinnum
og þar með gefinn tími aftur og
aftur fyrir Breta og þá, sem
reyna að miðla málum, að koma
fram með nokkur þau samn-
ingskjör sem við teldum
hugsanlegan grundvöll frekari
viðræðna. Þetta hefur ekki
gerzt og því var óhjákvæmilegt
annað en framkvæma stjórn-
málaslitin. Viðbrögð hafa verið
eins og búizt var við. Þetta er
talið mjög alvarlegt skref og
verður vonandi til þess að
stytta tímann í það að andstæð-
ingar okkar fari að skilja eðli
þessa máls og sætta sig við að
Islendingar eigi einir rétt á
landhelginni.“
Magnús Torfi ölafsson svar-
aði eftirfarandi: „Þetta er ráð-
stöfun sem búin er að liggja í
loftinu lengi, en varla er við þvi
að búast að hún ein útaf fyrir
sig muni breyta afstöðu brezku
stjórnarinnar. En þó skal
maður seint fortaka að ínenn
Framhald á bls. 13
þótt varðskipið nálgaðist. Engu að
siður tókst varðskipsmönnum að
skjótast skamma stund frá frei-
gátunni og það nægði til að skera
á báða togvíra Royal Lincs. Að
vonum varð skipstjóri togarans
ekki beint kátur yfir þessu, sér-
staklega þar sem skorað hafði
verið á hann að halda áfram
veiðum, þó svo að Ægir væri ná-
lægur. Fékk yfirmaður freigát-
unnar að heyra mörg vel valin
orð, sem ekki er hægt að birta á
prenti.
Skömmu eftir að Ægir hafði
skorið á togvírana bárust þær
fréttir frá togaranum, að einn af
skipverjum Royal Lincs hefði
slasazt mikið við aó fá vír í sig um
leið og Ægir skar á vírana. 1 Bret-
landi var gert mikið úr þessu og
tekið sem dæmi hve hættulegar
togviraklippingar væru, eins og
Þrefað um
skólaþrif
„VIÐ nemendur menntaskólans
v/Hamrahlfð tókum þá ákvörðun
á almennum fundi okkar að
leggja niður nám til þess að mót-
mæla verkfallsbroti hér í skól-
anum. Verkfallsbrot þetta fór
þannig fram, að nokkrir nem-
endur þrifu skólann aðfararnótt
19. febrúar." Þannig hljóðar upp-
haf fréttatilkynningar sem
Framhald á bls. 13
Bretar hefðu ávallt haldið fram.
Maðurinn, sem slasaðist, var
siðan fluttur um borð i eftirlits-
skipið Miröndu og þaðan bá^ust
þær fréttir um kl. 12, að maður-
inn hefði skrámazt aðeins á hendi
og fengið vægt taugaáfall. Og ekki
gengi meira að honum en það, að
engin ástæða væri til að senda
hann á sjúkrahús í landi.
Gunnar Ölafsson, skipherra í
stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar,
sagði í gær, að Ægir hefði skorið á
virana mjög djúpt I sjó og vírarnir
ekki slegizt upp. Aðeins komið
smáslaki á þá. — Svona áróðurs-
brögð af Breta hálfu eru viðbjóðs-
leg, sagði Gunnar.
Framhald á bls. 13
Kær£ milljónar-
stuld — en mest
af peningunum
fannst í íbúðinni
UM hádegisbil f gær kom
maður nokkur til rannsóknar-
lögreglunnar og skýrði frá þvf,
að stolið hefði verið einni
milljón f reiðufé úr íbúð hans.
Tilgreindi hann ákveðinn
mann, sem hann grunaði um
þjófnaðinn. Féð kvaðst
maðurinn hafa fengið fyrir
sölu á fyrirtæki sem hann átti.
Maðurinn var nokkuð við
skál, og var því sögunni trúað
mátulega. Þó var farið að kíkja
eftir manni þeim, sem bent
hafði verið á. Fannst hann i
fangelsi lögreglunnar. Hafði
hann verið tekinn fastur
nóttina áður er hann var að
reyna að troða sér inn um
glugga hjá fyrrverandi eigin-
konu sinni. I fórum mannsins
voru 70 þúsund krónur og
kvað hann það vera eftir-
Framhald á bls. 13
Vestmannaeyjar:
Eiga eftir að bræða
5000 lestir af ioðnu þeg-
ar verkfallið skellur á
Fiskimjölsverksmiðjan f Vest-
mannaeyjum mun ekki ljúka við
bræðslu á þeirri ioðnu sem er f
þróm verksmiðjunnar áður en
verkfall skellur á f Vestmanna-
eyjum f kvöld. Verksmiðjan
hefur ekki farið fram á undan-
þágu til að Ijúka við bræðslu á
þessu hráefni.
Haraldur Gfslason, fram-
kvæmdastjóri Fiskimjölsverk-
smiðjunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að líklega yrðu
5000—6000 lestir af loðnu eftir á
miðnætti þegar verkfallið skylli á,
en verðmæti hráefnisins væri yfir
16 milljónir króna.
Haraldur sagði, að verksmiðjan
myndi ekki sækja um undanþágu
til að bræða loðnuna. Loðnan
væri rotvarin til hálfs mánaðar
geymslu og menn yrðu að vona að
búið yrði að leysa verkfallið þá.
— Svona löng geymsla fer að
sjálfsögðu mjög illa með hráefnið.
Bæði rýrnar það og nýting á mjöli
og lýsi verður ekki eins góð, sagði
hann.