Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 3

Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 Allír barna- og unglingaskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir Mikill óþrifnaður í afgreiðslusölum banka SKÓLAR á höfuðborgarsvæðinu og reyndar vfðar um land eru nú að lokast af völdum verkfallsins. t gær var ákveðið, að kennsla f öllum barna- og unglinga- skólum borgarinnar skyldi falla niður frá og með deginum f dag og kennsla f menntaskólum og öðrum æðri skólum mun sennilega falla með öllu niður eftir helgi, hafi ekki tekizt samningar fyrir þann tfma. Sömu sögu er að segja úr Hafnarfirði. Strætisvagnar Reykjavíkur eiga f miklum erfiðleikum með að halda uppi starfsemi, en þó hefur stofnunin aðeins getað aukið hana. Á miðnætti s.l. átti að hef jast verkfall hjá Starfsstúlknafélaginu Sókn, en þvf hefur verið frest- IKi 'ItllHIIII lllllltlttll imiuuiii ‘‘Piniiiii llliiililli! II m m Allir barna- og unglingaskólar ( Reykjavfk og Kópavogi eru nú lokaðir af völdum verkfallsins. að. S.V.R. EYKUR AÐEINS FERÐATlÐNINA Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgun- blaðið I gær, að þar sem fengizt hefði undanþága fyrir einn Vfða er mikil örtröð á blðstöð- um S.V.R. endakomaivagnarn- ir sjaldnar en áður. mann til viðbótar á verkstæði fyrirtækisins, væri hægt að auka ferðatíðni lftillega. A verkstæðinu væru nú starfandi 6 menn, en fyrst eftir að verk- fallið skall á hefðu þeir verið 5. Þá sagði Eirfkur, að búið væri að ákveða ferðir S.V.R. um helgina. I dag, föstudag, yrði ekið á öllum leiðum á timabil- inu frá kl. 7 árdegis til kl. 9, samkvæmt tímatöflu laugar- daga. Frá kl. 9 til kl. 15 yrði ekið á leiðunum 3 — 10 — 11 og 12 samkvæmt sömu tímatöflu, en síðan yrði ekið á öllum leiðum frá kl. 15 til 19. Eftir það yrði einungis ekið á leiðunum 3 — 10 — 11 og 12 út aksturstfmann og samkvæmt sömu timatöflu. Á morgun, laugardag, sagði Eiríkur, verður einungis ekið á umgetnum fjórum leiðum frá kl. 9 til kl. 19 og samkvæmt kvöldtímatöflu. A sunnudag verður ekið á sömu leiðum og þá einnig samkvæmt kvöld- töflu. SKÓLAR LOKAÐIR Skúli Johnsen borgarlæknir sagði f samtali við Morgun- blaðið í gær, að heilbrigðis- nefnd borgarinnar hefði ákveðið þá fyrr um daginn, að kennsla í öllum barna- og ungl- ingaskólum borgarinnar skyldi falla niður frá og með deginum í dag. Væri þetta gert af heil- brigðisástæðum.^én skólarnir hefðu ekki verið ræstir síðan verkfallið skall á. Sagði Skúli, að það væri menntamálaráðuneytið, sem tæki ákvörðun um hvenær kennsla f öðrum skólum borgar- innar legðist niður og eftir því sem hann hefði heyrt yrði það strax á mánudag, ef málin stæðu eins og nú. Andrés Kristjánsson, fræðslu- stjóri f Kópavogi, sagði, að þar hefðu heilbrigðisyfirvöld ákveðið að hætta kennslu í barna- og gagnfræðaskólum frá og með deginum í gær. Kennsla í menntaskólanum hefði einnig hætt þá. Þar hefði verið unnt að kenna á morgun, en kennsla félli niður af sjálfu sér, þar sem mánaðarfrí hefði verið ákveðið þar fyrir löngu. Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari í Hafnarfirði, sagði, að þar yrði kennt í dag, hvað sem sfðar yrði. Það væru heilbrigðisyfirvöld, sem tækju ákvörðun um, hvenær kennslu skyldi hætt og engin boð hefðu enn komið frá þeim. Þá sfmaði fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavfk f gær, að ákveðið hefði verið að hætta kennslu í skólum þar vegna óþrifnaðar, sem skapazt hefði.af völdum verkfallsins. LOKAST BANKARNIR? Margir hafa velt því fyrir sér hvort bönkum verður lokað á næstunni, þar sem þeir hafa ekki frekar en skólar verið þrifnir frá því á mánudag sl. Morgunblaðið sneri sér til Ara Guðmundssonar starfsmanna- stjóra Landsbankans og spurði hann hvort líklegt væri að bönkum yrði lokað. Ari sagði, að það hjálpaði til að allir hefðu gengið mjög þrifalega um, Iftið hefði verið að gera f bönkunum síðan verk- fall skall á og sfðast en ekki sfzt hefði verið þurrt f veðri þar til í gær, er fór að rigna. — Annars eru það heil- brigðisyfirvöld sem taka ákvörðun um hvort loka beri bönkunum vegna óþrifnaðar en ekki við, sagði Ari. Þá sagði hann, að ef bönkum yrði lokað, ylli það ýmsum vandræðum. Fólk gæti hvorki komið til að greiða skuldir sfnar né að taka út innstæðufé. Ef loka ætti bönkunum, þyrfti sennilega lagasetningu til. Framhald á bls. 13 Aðeins búið að frysta nokkur hundruð tonn ÞAÐ sem af er loðnuvertfð hefur sáralftil loðna farið til frystingar. Eftir þvl, sem Morgunblaðið hefur komizt næst, mun frysting- in aðeins nema nokkur hundruð tonnum. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði f gær, að eftir því sem hann bezt vissi væru frystihús innan vé- banda SH aðeins búin að frysta um 250 tonn. Sennilega væri búið að frysta langmest í Neskaupstað eða um 150 tonn. Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins, sagði, að einhver frysting hefði átt sér stað hjá þeim en engar haldbærar tölur hefðu borizt enn. Skákmótið á Spáni: Guðmundur varð í 4.-7. sæti GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði jafntefli f sfðustu skák sinni á alþjóðamótinu á Spáni við Júan Manuel Bellon frá Spáni f fjórtán leikjum og varð í 4.—7. sæti ásamt Cicocaltea og Keene með 7.5 vinning. Sigurvegari varð bandarfski skákmeistarinn Robert Byrne með 9.5 vinninga. 1 öðru sæti var Christiansen frá Bandarfkjunum með nfu vinn- Framhald á bls. 13 Hö&m komið tíl móts YÍð kröfur launþega í veigamiklum atriðum — segir Jón H. Bergs um stöðuna í kjaramálunum „VIÐ höfum lagt fram þessa ákveðnu tillögu frá okkur til lausnar þessari deilu," sagði Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitendasam- bands tslands, er Mbl. spurði hann um þær tillögur, sem vinnu- veitendur lögðu fram f gærkveldi á sáttafundum á Loftleiðum og greint er frá á baksfðu Mbl. f dag. „Forsendan fyrir þessum tillögum okkar er að viðsemjendur okkar falli frá sérkröfum einstakra stéttarfélaga og landssambanda ef undan eru skildar þær sérkröfur, sem vinnuveitendur hafa þegar tekið undir að komi til greina að samþykkja eða lagfæra." „Við föllumst á miðlunartil- lögu sáttanefndarinnar með þeim fyrirvara þó, að við óskum eftir þvf að samningstfminn verði til 1. júní 1977 í stað 1. marz eins og sáttanefndin hafði gert ráð fyrir. I tillögu sátta- nefndarinnar var gert ráð fyrir 13,6 til 16,5% kauphækkun f áföngum og að hún verði öll komin 1. október á þessu ári og ennfremur að framfærsluvfsi- talan tryggði Iaunþegum verð- bætur á laun, ef hún færi fram úr 585 stigum hinn 1. nóvember frá og með 1. desember. Teljum við að með þvf móti sé kaup- máttur launanna tryggður fram á árið 1977.“ „Við föllumst," sagði Jón H. Bergs, „á verulegan hluta af sameiginlegum sérkröfum aðildarfélaga Alþýðusambands- ins. Þar má nefna, að greiðslur fyrir slysa- og atvinnusjúk- dómatilfelli skuli vera með óskertu kaupi í fjórar vikur f stað einnar viku lágmarks nú. Þá höfum við fallizt á hækkun fjárhæða fyrir slysa- og dánar- bætur til samræmis við kaup- gjald, en núverandi tölur eru frá 1974. Við höfum fallizt á að fastir starfsmenn varðandi or- lofslaun skuli teljast þeir sem hafi minnst eins mánaðar uppsagnarfrest og einnig höf- um við fallizt á með vissum skilyrðum, að launþegar, sem veikjast alvarlega í orlofi ákveðinn dagafjölda, skuli eiga rétt til orlofslengingar, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Þá má einnig nefna, að áunnin réttindi starfsmanns, sem sagt hefur verið upp t.d. vegna sam- dráttar skuli haldast, ef hann er endurráðinn innan eins árs.“ „Þetta eru aðalatriði þessarar tillögu okkar og að okkar mati mjög mikilvæg auk kauptrygg- ingarinnar og samkomulags um vissar verðbætur á iífeyri, sem frá hefur verið skýrt opinber- lega“, sagði Jón H. Bergs og bætti þvf við, að rétt væri sem fram hefði komið, að lífeyris- málin væru sameiginlegt áhugamál beggja samnings- aðila og hefði verið lengi. Vinnuveitendasambandinu hefði lengi verið Ijóst að stuðla ætti að þvf að lffeyrir lffeyris- þega úr einkarekstri mætti Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambands lslands. ekki vera lakari en lffeyrir lff- eyrisþega, sem starfað hefðu hjá hinu opinbera. „Þetta mis- ræmi verður ekki lagað f einu vetfangi. Það verður að gerast f áföngum og um það eru báðir aðilar vinnumarkaðarins sam- mála.“ Sfðan sagði Jón H. Bergs: „Af þessari upptalningu sést að vinnuveitendur hafa komið mjög til móts við kröfur laun- þega f veigamiklum atriðum og við væntum þess, að viðsemj- endur okkar geri sér grein fyrir því að greiðsluþoli atvinnuveg- anna eru takmörk sett og að þeir sætti sig'viðþær kjarabæt- ur , sem við höfum boðið. Við- semjendur okkar hafa jafn- framt tjáð sig samþykka þvf að koma til móts við ýmsar sameig- inlegar sérkröfur vinnuveit- enda, þvf að auðvitað höfum við sett fram atriði, sem þurfa lag- færingar við af fenginni reynslu. Þessi atriði snerta þó yfirleitt ekki launagreiðslur eða launatengd gjöld.“ Þá spurði Morgunblaðið Jón H. Bergs, hverju hann vildi svara þeim ákúrum, að seina- gangur hefði verið á afgreiðslu vinnuveitenda á tillögum sátta- nefndarinnar. Hann sagði: „Það er ljóst að ekki er ein- göngu við vinnuveitendur að sakast um seinagang á lausn þessarar deilu. Við höfum svarað tillögum á eðlilegum tfma. Við sögðum t.d. strax, að tillagan feldi í sér of mikil launagjöld við núverandi að- stæður. Hins vegar var henni aldrei hafnað og hún hefur verið til afgreiðslu hjá báðum aðilum, þótt ekki hafi verið unnt að gefa henni fullnaðaraf- greiðslu m.a. vegna þess að full- trúar ASt lýstu henni sem óað- gengilegri og allt of lágri. Deil- an snýst í raun um það hve mikið unnt er að leggja á at- vinnureksturinn. Við hfjfum varað við því að boginn yrði spenntur um of og okkur langar ekki til þess að liggja undir ákúrum um að hafa rasað um ráð fram — að hafa gert verð- bólgusamninga með þeim hrikalegu afleiðingum, sem slfkt getur haft f för með sér fyrir alla landsmenn," sagði Jón H. Bergs að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.