Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
5
Krabbameinsfél. Rvk
herðir sóknina gegn
sígarettureykingum
Gunnlaugur Snædal endurkjörinn formaður
Júllus S. Ölafsson, framkvæmdastjóri F.l.S. I ræðustól. Hann gerði á fundinum grein fvrir starfsemi
skrifstofu félagsins og samstarfi innan verzlunarinnar.
Aðalfundur stórkaupmanna:
Tekin verði upp ný stefna
í verðlagsmálum hið fyrsta
AÐALFUNDUR Félags Islenzkra stórkaupmanna var haldinn sfðast-
liðinn laugardag. A fundinum voru samþvkktar nokkrar álvktanir um
málefni verzlunarinnar og er í þeim meðal annars átalinn sá dráttur,
sem stórkaupmenn segja að orðinn sé á að tekin verði upp ný stefna í
verðlagsmálum hér á landi og skoraði fundurinn á rfkisstjórnina að
framfylgja hið fyrsta hinni yfirlvstu stefnu sinni um endurskipan
verðlagsmála. Að lokum aðalfundinum fór fram vfgsla á nvrri félags-
aðstöðu á tveimur efri hæðum húss félagsins í Tjarnargötu 14 en
gagngerar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu.
I upphafi fundarins minntist
Jón Magnússon, formaður félags-
ins, látinna félagsmanna, þeirra
Braga Ölafssonar, Gunnars
Kvaran, Jóns Bjarna Kristins-
sonar, Stefáns Thorarensen og
Valgarðs Stefánssonar. Þrír nýir
menn voru kjörnir í stjórn félags-
ins, þeir Arni J. Fannberg, Ólafur
Kjartansson og Rafn Johnson.
Fyrir í stjórninni voru Jón
Magnússon, formaður, Agúst Ár-
mann, Gunnar Kvaran og Jóhann
J. Ölafsson. A fundinum var
einnig kjörið í fastanefndir fé-
lagsins.
Eins og áður sagði tók
félagið nú í notkun nýja félagsað-
stöðu í húsi sínu í Tjarnargötu 14
og hafa framkvæmdir við breyt-
ingar á húsinu verið unnar í sam-
ræmi við frumteikningar af hús-
inu frá 1912 og m.a. verið settir
nýir gluggar á það í samræmi við
upphaflegu teikninguna.
I tilefni af þessum tímamótum í
húsnæðismálum félagsins voru
sérstaklega heiðraðir þeir Páll
Þorgeirsson, KristjánG. Gíslason,
Árni Gestsson, Kristinn Bergþórs-
son og Kristján Þorvaldsson, og
afhenti Jón Magnússon þeim gull-
merki F.l.S.
Aðalfundur F.I.S. gerði eins og
áður sagði nokkrar samþykktir
um málefni verzlunarinnar. 1
ályktun um frjálsa verzlun og inn-
flutningshöft er skorað á ríkis-
stjórnina að halda fast við það
stefnumark, sem ákveðið var í
málefnasamningi hennar, að
frelsi ríkti i utanríkisverzlun
landsmanna. Minnt er á að jafn-
vægi og stefnufesta í innflutn-
ings- og gjaldeyrismálum stuðlar
að bættum viðskiptakjörum út á
við en jafnvægisleysi og sífelldar
bráðabirgðaráðstafanir skapa
aðeins vantrú á islenzkum inn-
flytjendum, eins og segir i sam-
þykkt stórkaupmanna. Samþykkt-
ar voru ályktanir um lánsfjármál
verzlunarinnar, aðild F.l.S. að
Verzlunarráði íslands, greiðslu-
frest á aðflutningsgjöldum, gjald-
eyrismál og skattalega meðferð
birgða.
Hér fer á eftir samþykkt aðal-
fundarins um verðlagsmál:
Aðalfundur F.I.S. 1976 átelur
þann drátt sem orðið hefur á því
að breytt sé um stefnu i verðlags-
málum hér á landi og skorar á
rikisstjórnina að framfylgja hið
fyrsta hinni yfirlýstu stefnu sinni
um endurskipan verðlagsmála.
Það er nú almennt viðurkennt,
að núverandi verðlagsákvæði
stuðla ekki að lægra verðlagi
heldur hvetja þau þvert á móti til
óhagstæðra innkaupa.
Núverandi skipan verðlagsmála
Leiðrétting
1 AFMÆLISGREIN mína um
Jóhann Rafnsson á dögunum
slæddist sú villa, að hann væri
fæddur i Grundarfirði. — Það
rétta er að hann er fæddur í
Reykjavík. — Fjölskylda hans
fluttist í Grundarfjörð og siðar til
Stykkishólms.
Jóhann vill láta leiðrétta það að
hann sé driffjöðrin í þvi að koma
hér upp byggðasafni, eins og
ókunnugir gætu kannski ályktað
af greininni, það ágæta starf séu
allt aðrir menn viðriðnir.
Ég get gengizt inn á þetta við
Jóhann vin minn, en ég tek ekki
of djúpt i árinni þótt ég segi, að
þeir, sem með uppbyggingu safns-
ins hafa að gera, eigi hauk í horni
þar sem hann er.
Arni Helgason.
er þvi Þrándur i Götu efnahags-
framfara hér á landi og ber því að
ryðja henni úr vegi.
Islenzk verzlunarstétt óskar
aðeins eftir jafnrétti og eðlilegum
starfsskilyrðum í verðlagsmálum
á við aðrar atvinnugreinar, um
leið og hún krefst viðurkenningar
hins opinbera á mikilvægi starfa
sinna í þágu þjóðarbúsins og
hagsmuna hins almenna neyt-
anda.
Við það verður því ekki unað
öllu lengur að mikilvægu hags-
munamáli stéttarinnar sé ýtt til
hliðar æ ofan i æ, með tilheyrandi
samdrætti í þeirri verzlunar-
þjónustu sem stéttin megnar að
veita og er nú þegar orðin veru-
lega minni en þykir eðlilegt og
hæfilegt í nálægum löndum.
AÐALFUNDUR félagsins var
haldinn 16. febr. Formaður fé-
lagsins, Gunnl. Snædal læknir,
flutti þar skýrslu stjórnarinnar
um starfið á sfðasta ári. Fram
kom, að helstu viðfangsefni fé-
lagsins hafa eins og undanfarin
ár verið fjáröflun fyrir krabba-
meinssamtökin og fræðslustarf-
semi. Fjár er að mestu levti aflað
með happdrætti, sem haldið er
tvisvar á ári. A vorin eru miðar
sendir heim til fólks úti á landi
en á haustin til íbúa á Stór-
Reykjavfkursvæðinu. Hafa lands-
menn sýnt skilning á nauðsvn
þessarar fjáröflunar félagsins og
veitt stuðning, sem félagið getur
ekki án verið. Framlag Krabba-
meinsfélags Reykjavfkur til
Krabbameinsfél. tslands fvrir
árið 1975 nam rúml. 4.1 millj. kr.
Rennur það beint til rekstrar
leitarstöðva og tengdra starfa.
I árslok 1975 hætti Jón Oddgeir
Jónsson framkvæmdastj. starfi
hjá félaginu. Voru honum færðar
á fundinum þakkir fyrir langt og
giftudrjúgt starf sem fram-
kvæmdastjóri og erindrekí félags-
ins. Nýr framkv.stj. hefur verið
ráðinn og er það Þorvarður Örn-
ólfsson lögfræðingur. Flutti hann
erindi um markmið og leiðir í
baráttunni gegn reykingum, sem
er hvarvetna viðurkennd sem eitt
allra mikilvægasta verkefnið á
sviði heilbrigðismála. Hefur
Krabbameinsfélag Rvíkur að
undanförnu beitt sér fyrir að
auka og skipuleggja andóf gegn
reykingum, einkum f skólum
landsins. I þessu sambandi var
einróma samþykkt á fundinum
ályktun, sem hér fer á eftir, en
kveikjan að henni er grein, sem
Bjarni Bjarnason læknir ritaði í
síðasta tbl. Fréttabréfs um heil-
brigðismál.
Ályktunin er svohljóðandi:
„Aðalfundur Krabbameinsfé-
lags Reykjavikur, haldinn 16.
febrúar 1976, minnir á og þakkar
ómetanleg störf islenzkra kvenna
og samtaka þeirra i þágu heil-
brigðis-, mannúðar- og menn-
ingarmála og treystir enn á stuðn-
ing þeirra við starfsemi krabba-
meinsfélaganna í landinu.
Jafnframt minnir fundurinn á,
hve nú er brýn þörf fyrir víðtæka
sókn gegn sígarettureykingum,
þeim vágesti, sem læknar og heil-
brigðisstofnanir staðhæfa að sé
veigamesta orsök veikinda og
dauðsfalla, sem unnt væri að
sneiða hjá.
Leyfir fundurinn sér að taka
undir orð hins nýlátna, ötula bar-
áttumanns um heilsugæslu,
Bjarna Bjarnasonar læknis, að nú
standi íslenskum konum ,,opið
tækifæri til að vinna stórvirki
með samtakamætti sínum" og
heitir á þær, félög þeirra um land
allt og heildarsamtök að taka'upp
markvissa baráttu gegn reyk-
ingum.“
Gunnlaugur Snædal læknir var
einróma endurkjörinn formaður,
svo og þeir stjórnarmeðlimir, sem
áttu að ganga úr stjórninni skv.
lögum félagsins.
Stjórnina skipa nú, auk Gunn-
laugs: Frú Alda Halldórsdóttir,
hjúkr.fr. — Baldvin Tryggvason,
framkv.stj. — Guðm. S. Jónsson,
dósent — Jón Oddgeir Jónsson
frv. framkv.stj. — Páll Gislason,
Framhald á bls. 16
Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna var fjölsóttur. Hér sést hluti
fundarmanna.
ÓKEYPIS!
Tveggja mínútna
leitin
Allt sem þú þarft að gera er: að
skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis
þíns og segja okkur hvaða vörum
þú þarft á að halda og nota.
Segðu okkur hvort fyrirtæki
þitt notar það sjálft eða er
söluaðili. Segðu okkur einnig
frá banka fyrirtækisins eða
aðra erlenda viðskiptaaðila,
venjulegar greiðsluaðferðir
(letter of credit eða annað) og
þær upplýsingar sem máli skipta
fyrir seljanda.
Er okkur berast spurningar þínar
komum við þeim áleiðis til
fyrirtækja í New York ríki sem
gætu þjónað yður bezt.
Þeir munu síðan skrifaþér beint.
Á stuttum tima getur þú eignast
traust viðskiptasambönd við
framleiðendur í New York riki.
Sendið bréf flugleiðis til:
New York State Department of
Commerce, International Division,
Dept. LLFP, 230 Park Avenue,
New York,
New York 10017, U.S.A.
Fyrirspurnarbréf á ensku
ganga betur fyrir sig.
NEW YORK STATE
yTaT/
"’M