Morgunblaðið - 20.02.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 20.02.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 7 Varðlæknis- þjónusta og neyðarvakt f gær var lögð fram i borgarstjórn Reykjavíkur af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins athyglis- verð tillaga um varð- læknisþjónustu og neyðarvakt en þau mál hafa verið mjög á dagskrá almennings undanfarið. Tillaga borgarstjórnar- flokksins var svohljóð- andi: „Borgarstjórn Reykja- víkur beinir þeim ein- dregnu tilmælum til stjórnar Sjúkrasamlags Reykjavikur og stjórnar Læknafélags Reykjavikur, að eftirfarandi úrbætur verði hið fyrsta gerðar á varðlæknisþjónustu og neyðarvakt lækna I borginni: 0 1. að læknum á kvöldvakt, næturvakt og helgidagavakt verði fjölgað i tvo. 0 2. að sérþjálfað starfs- lið, helzt hjúkrunar- fræðingur eða læknir, annist að staðaldri sima- vözlu varð- og neyðar- þjónustunar allan sólar- hringinn." Þjónustuálagið hefur vaxið verulega f greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Siðastliðin 20 ár hefur varðlæknisþjónustan i borginni verið óbreytt, þannig að einn læknir hefur verið á vakt i senn á kvöldin, um nætur og á helgum. Á þessu tlmabili hefur ibúum borgarinnar fjölgað úr rúmlega 60 þús. i 85 þús., eða rúm- lega 40%. Það, sem þó ekki sizt verður að taka tillit til i þessu sambandi er hin mikla útþensla borgarinnar með tilkomu nýrra hverfa, Árbæjar og Breiðholts. og mjög mikilli fólksfjölgun á Sel- tjamarnesi. Auk þessa hefur Kópavogskaupstað verið þjónað af vaktinni héðan úr Reykjavik og á þessu timabili vaxið úr þorpi i kaupstað með hátt i 13 þús. ibúa. Vegalengdir þær sem vaktin þarf að komast yfir hafa vaxið mjög mikið og Ibúafjöldinn, sem þarf að þjóna, aukizt um 50%. Vaxandi umferðarþungi i borginni hlýtur og að valda töfum fyrir bifreið vaktarinnar og eykur það enn á þann tima, sem tekur að flytja lækninn milli hverfa I borginni." Vitjunarbeiðnir hlaðast upp „Álag á vaktina er mest á kvöldin og á helgidög- um. Jafnvel þótt ekki séu sérstakir veikindafar- aldrar i borginni vilja hlaðast upp vitjanabeiðnir og þvi algengt að liði 2—3 klst. þar til hægt er að sinna beiðni um vitjun. Sé mikið álag á vakt- lækninum, verður hann að vinna i óæskilegu kapphlaupi við timann, og getur hann aðeins verið lágmarkstima við hvert tilfelli. Það væri æskilegt, að vaktlæknir hefði það rúman tima að hann gæti fylgt mikið veiku fólki i sjúkrabifreið á spitala, t.d. hjartatilfellum, enda eru bifreiðamar útbúnar þannig að hægt er að veita mikilvæga meðferð meðan á flutningi stendur. Þegar veikindafaraldrar ganga i borginni eru að sjálfsögðu mun ffeiri vitjanabeiðnir en venju- lega geta jafnvel orðið 50—60 á kvöldvakt og hefur þá sá háttur verið hafður á að simavarzla hefur óskað aðstoðar frá fleiri læknum. Er það að sjálfsögðu undir ýmsu komið, hvernig tekst að ná fleiri lækna á vaktina, þar sem ekki er um skipu- lagða bakvakt að ræða." Þjónustuálma Borgarspítalans „Simavarzla vaktar- innar gegnir mjög mikil- vægu hlutverki s.s. við öflun upplýsinga um hvert sjúkdómstilfelli. Verður ávallt nauðsynlegt að meta hversu bráð tilfelli er um að ræða og raða vitjunum eftir því. Yrði þetta jafnnauðsynlegt þótt læknum yrði fjölgað. Simavarzla vaktarinnar gæti og gegnt mikilvægari upplýsinga- og ráðgjafar- þjónustu fyrir fólk sem á i vandræðum sakir veikinda. Til þess að sinna þessari þjónustu er nauð- synlegt að faglærðir aðilar annist simavörztu. Með tilkomu þjónustu- álmu Borgarspitalans verður mögulegt að skipu- leggja alla bráðaþjónustu i tengslum við heilsu- gæzlustöð og slysadeild og er þvi nauðsynlegt að hraðað verði svo sem kostur er byggingu hennar. f millitiðinni er þó nauð- synlegt að úrbætur þær sem tillagan gerir ráð fyrir komist I framkvæmd sem fyrst og þolir það mál ekki bið." FREMSTA röð frá vinstri: Garðar Cortes skólastjóri, Michael Head F.R.A.M. prófdómari og Crystyna Cortes undirleikari. Fremri röð standandi frá vinstri: Þórunn Halla Guðlaugsdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir, Matthildur Matthíasdóttir, Kolbrún Ásgrfmsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Sigrún Andrésdóttir, Dóra Reyndal, Elfsabet F. Eirfksdóttir. Aftari röð, standandi f.v.: Asrún Davfðsdóttir, Þórdfs A. Þorvarðardóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Gunnar Björnsson, Kristfn Sædal Sigtryggsdóttir, Aiice Boucher, Eyjólfur Ölafsson, Unnur Jensdótt- ir, Valgerður Gunnarsdóttir og Ragnheiður Eria Bjarnadóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Ásbjörns- dóttur. Ljósmynd Mbl. RAX. Þreyttu alþjóðlegt söngpróf við Laufásveginn 19 NEMENDUR Söngskólans í Reykja- vík tóku fyrir skömmu 5. stig söngprófs við skólann, en söngskólinn byggir á sömu prófstigum og Konunglegi brezki tónlistar- og söngskólinn í London. Er þar um 8 stig að ræða, en 8. stigið, sem er lokapróf, er gjarnan stökkpallur fyrir fólk inn í æðri tónlistarskóla víða um heim, því prófin frá þessari náms- skrá gilda í tónlistarskóla um allan heim. Er þetta í fyrsta sinn, sem þetta próf er þreytt hér á landi. Konunglegi brezki tónlistarskólinn sendir prófdóm- ara hingað til Söngskólans og sá sem kom í fyrsta sinn heitir Michael Head. Skákmót ímiðri byltingu Portúgalir hafa aldrei verið taldir meðal „skákþjóða" og fram til þessa hefur land þeirra verió einna þekktast i skák- sögunni sem landið, þar sem Aljekín dó. Mitt í öllu byltingarfarganinu síðastliðið haust héldu Portúgalsmenn hins vegar allsterkt skákmót á sólarströndinni við Algarve og buðu heim ýmsum velþekktum meisturum. Urslit mótsins urðu sem hér segir: 1. L. Evans Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR (U.S.A.) 7,5 v. 2. N. Weinstein (U.S.A.) 7 v„ 3. — 6. V. Chekov (Sovétr.), J. Donner (Holland), R. Calvo (Spánn) og R. D. Keene (Engl.) 6.5 v., 7. G. Garcia (Kúba) 6v., 8. F. Silva (Portúgal) 5,5 v., 9.—10. Ju. Averbach! (Sovétr.) og 0. Rodriguez (Perú) 5 v., 11. Duran (Portúgal) 2,5 v., og 12. L. Santos Portúgal 1,5 v. Hið eina sem virkilega kemur á óvart er hinn slaki árangur sovézka stórmeistarans Averbach, en þess ber að gæta, að hann hefur lítið teflt á mót- um um langa hrið. Larry Evans Framhald af bls.7 & DUNLOP Lyftaradekk 23X5 600X9 250X15 25X6 700X9 550X15 27X6 650X10 600X15 18X7 750X10 700X15 29X7 825X10 750X15 500X8 27X10—12 825X15 21 X8—9 700X12 1000X15 AUSTURBAKKIf Sími 38944 30107. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Fjármálastjórn fyrirtækja H ver er fjárhagsleg aðstaða fyrirtækisins. Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í fjármálum I 23. febrúar til 1. marz n.k. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 1 5.00 til kl. 19.00 mánud. 23. febrúar, þriðjudaginn 24. febrúar, miðvikud. 25. febrúar föstud. 27. febrúar og mánud. 1. marz. Markmið þessa námskeiðs er að veita þjálfun í að meta afkomu og fjárhagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætlana (budgeting), þ.e.a.s. áætlana um rekstrarafkomu, um sjóðshreyfingar og um þróun efnahags fyrirtækja. Athyglinni verður beint fyrst og fremst að ársreikningum (rekstrar- og efnahagsreikningi) fyrirtækja og kannað, hvert gagn megi af þeim hafa og i hverju þeim sé áfátt. Eftir upprifjun í bókhaldstækni verður gerð grein fyrir tækni við rannsóknir á ársreikningum og tækni við samningu yfirlits um fjármagns- streymi. Þá kemur lýsing og gagnrýnið mat á hefðbundnum meginreglum sem fylgt er við samningu ársreikninga og lýst tækni, sem beita má til að leiðrétta það vegna áhrifa verðlagsbreytinga. Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa bókhaldsþekkingu. Nám- skeiðið kemur að góðu haldi öllum, sem fást við fjármál. Leiðbeinandi verður Árni Vilhjálmsson prófessor Þátttaka tilkynnist í síma 82930 Þetta er rétta námskeiðið fyrir þá sem standa í ársuppgjöri. UTSOUJ- SS^í*, I □ ENN BETRI KJÖR, EN Á VETRAR ÚTSÖLUNNI ALLT NÝJAR OG NÝLEGAR VÖRUR ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA er að Laugavegi 66 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS feKARNABÆR Útsölumarkaöurinn. Utsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.