Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 25

Morgunblaðið - 20.02.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 25 VELVAKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-! dags. # Ofmikil loðnuveiði? Valdimar Guðjónsson skrifar: Ætlum við íslendingar ekki að læra af reynslunni. Fyrst höfðum við það af að útrýma sildar- stofninum. Síðan komst ýsustofn- inn í mikla hættu og er i hættu i dag. Og allir vita hvernig komið er fyrir þorskstofninum. í kjölfar þessa komu auknar Ioðnuveiðar, þegar allt hitt var gengið til þurrðar. En loðnuveiðarnar eru vissulega mikill efnahagslegur og atvinnulegur bjargvættur okkur íslendingum á þessum síðustu og verstu tímum. En núna á að fara að stefna að loðnuveiðum allt ár- ið, a.m.k. að sumrinu til, eins og fiskifræðingur gat um í frétta- auka í fréttatíma sjónvarpsins 11. feb. sl. Loðnan hlýtur að vera eins og allir hinir stofnarnir, ekki hægt að veiða hana endalaust. Við skul- um þvi flýta okkur hægt í ásókn- inni í loðnustofninn, svo við get- um sem lengst veitt loðnu hér við land. 0 Ekki eins og hinir fiskarnir Það er von að Valdimar álykti sem svo að loðnan sé eins og hinir fiskarnir í sjónum. En þar sannar undantekningin regluna. Fiski- fræðingar vita orðið allmikið um loðnuna og lífsstil hennar. Hún lifir ekki nema 2—3 ár, hrygnir aðeins einu sinni og deyr eftir hrygningu. Hingað kemur loðnan til að hrygna. Sú loðna, sem við erum nú að láta fara hjá landinu vegna verkfalla, kemur þvi aldrei aftur, að talið er. Hún er því jafn töpuð okkur sem vatnið i ánum. sem rennur út i sjó án þess að véra nýtt til raforkuframleiðslu. Sá kraftur i því, sem þar fer hjá, kemur ekki aftur. Fiskifræðingar fylgjast að heita má allt árið með loðnustofninum hér við land og ég held ég megi fullyrða að talið sé að við höfum ekki í fyrra nýtt nema tíunda hluta af hrygningarstofninum og má víst taka margfalt það, áður en stofninum er hætta búin. Loðnan er því eins og Valdimar segir, mikill og traustur bjargvættur á erfiðum tímum, ef við viljum nýta hann. Því miður ætlum við ekki að gera það i ár, að því er virðist. Hitt er annað mál, að við ættum að einbeita okkur að því að nýta betur þá loðnu, sem við tökum úr sjónum. T.d. að reyna að vinna hana heldur til manneldis en í dýrafóður. Við það að fara gegn- um alidýr tapast dýrmæt efni, hugsaði David og þegar hann hafði horft S hana eins lengi og meðfædd kurteisi hans levfði honum, hvarfiaði hann augunum að Frelsistorginu og horfði heill- aður og niðursokkinn á það iðandi mannlff sem ðlgaði þar um torg. Enda þðtt hann hefði atdrei verið þarna áður þekkti hann þennan stað. Þetta var ekki stórt torg, enda bærinn ekki stór. En mannlffið var svo lifandi — svo franskt að hann hugsaði með sér að eiginlega vantaði ekki neitt nema sjá Fernandel koma hjðl- andi f prestshempunni sinni eftir einhverri af götunum sem enduðu f hringleiðinni um torgið. Enginn var að flýta sér, allt gekk hér hægar og rólegar fvrir sig en til dæmis f Parfs — engu ifkara en hér væri stillt á hægari Iffs- hraða. Sérstaklega vakti gosbrunnur- inn á miðju torginu með honum ánægju. Þetta Ifkaði honum allt harla vel. Hann varð æ glaðari yfir þvf að hafa komið hingað. — Monsieur! Afsakið að ég ðnáðavður, en... — Hann leit um öxl. Ljðshærða stúlkan í bflnum veifaði sfgarettu framan f hann. Það tók hann sem vannærður heimur þarf á að halda. Frysting á loðnu til manneldis er einn liður í þvi, en rannsóknir munu vonandi finna fleiri ráð til að gera loðnuna að verðmætari fæðu. 0 Hvers vegna er innheimt svona? Skattgreiðandi í Rangárvalla- sýslu hefur sent okkur bréf, þar sem hann beinir spurningu til innheimtumanns ríkissjóðs i Rangárvallasýslu. Og vonandi sendir hann Velvakanda svar eins fljótt og hann getur við koniið. Bréfið er svohljóðandi: „Skattgreiðandi óskar eftir svari innheimtumanns ríkissjóðs i Rangárvallasýslu við eftirfarandi spurningum: 1. Hvers vegna var hinn 1. febr. sl. innheimt af launum upphæð, sem svarar til 12% af skyldu- sparnaði og tekju- og eignarskatti s.l. árs, þótt aðeins sé heimilt að innheimta 12% af tekju og eignarskatti, en ekki öðrum gjöld- um, enda eru ákv. laga um álagningu á umræddum skyldu- sparnaði úr gildi fallin? 2. Hvernig stendur á þvi að fyrirframgreiðsla skatta er aðeins innheimt hjá sumum þeirra, sem taka laun hjá launadeild Fjár- málaráðuneytisins en öðrum ekki? 3. Er það rétt að þeir vinnu- veitendur, sem halda eftir af launum starfsmanna sinna, vegna skatta, hafi vilyrði innheimtu- manns fyrir þvi að þurfa ekki að skila skattinum fyrr en i lok hvers greiðslutímabils, þ.e. í júní og desember? 4. Hvernig stendur á því að þegar innheimt hefur verið fyrir- fram hærri upphæð en álagningu nemur, fæst mismunurinn ekki endurgreiddur fyrr en eftir margitrekaða eftirgangsmuni, þótt fyrir liggi hvað inneign við- komandi sé mikil? % Drekkum við minna Í blöðum má lesa frétt frá Afengisvarnaráði um að ís- lendingar hafi drukkið minna áfengi en áður. 1975 drukku Ís- lendingar, 2,88 lítra á mann af hreinum vinanda á móti 3.04 lítr- um árið á undan. Þetta ætti að gleðja þá sem bindindi unna og vinna að þvi, enda tekið fram að 224 áfengisvarnanefndir starfi á landinu og að í Landsambandi gegn áfengisbölinu séu um 30 félög og bandalög, sem telji 10 þús. félaga. En þá vaknar sú spurning - hvort Íslendíngar drekki minna eða drekki bara minna löglega. Síðustu og verstu tíðindi vekja óneitanlega grun um að kannski komi bara meira áfengi inn í landið, sem ekki kemst á skrá. HÖGNI HREKKVÍSI Þakkir Ég þakka af alhug alla þá vinsemd og sóma mér sýndum á 75 ára afmælisdegi mínum, 2 febrúar s.l. Stefán A. Pálsson. OPIÐ TIL KL. 7 GLÆSILEGAR TÆKIFÆRISGJAFIR FJðLBREYTT ORVAL BORD- OG GÚLFLAMPA OPIÐ Á LAUGARDÖGUM TIL KL. 12 LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suöurlandsbraut 12 simi 84488 Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis — laugardag I LD Austurstræti 14> EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.