Morgunblaðið - 20.02.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
27
Stenmark hlaut
Volvo-bikarinn
EINS og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í . gær var Ingemar
Sténmark, skíðamaður frá Sví-
þjóð, valinn „Iþróttamaður
Norðurlanda" árið 1975 og hlýt-
ur hann hinn eftirsóknarverða
veðlaunagrip sem VOLVO-
verksmiðjurnar i Svíþjóð gefa
og félag Ingemars Stenmarks i
Svíþjóð fær að auki 6000
krónur sænskar sem verja á til
uppbyggingar íþróttastarfsins
og þá sérstaklega til unglinga-
starfs innan þess.
Val Ingemars Stenmarks var
ákveðið á fundi formanna
íþróttafréttamannasamtaka á
Norðurlöndum, sem haldinn
var í Gautaborg í Svíþjóð í
fyrrakvöld. Fulltrúi Islands á
þeim fundí var Jón Ásgeirsson,
formaður Samtaka Iþrótta-
fréttamanna.
Við val „Iþróttamanns
Norðurlanda“ er fylgt þeirri
reglu að þeir íþróttamenn sem
íþróttafréttamenn velja sem
„íþróttamann ársins" í viðkom-
andi löndum koma einir til álita
við úthlutun verðlaunanna.
Með tilvisun til þessa var
Jóhannes Eðvaldsson I kjöri af
Islands hálfu að þessu sinni. 1
fyrra hlaut Daninn Jesper
Törring Volvo-bikarinn og titil-
inn „Iþróttamaður Norður-
landa 1974“.
Volvo-bikarinn og peninga-
upphæð sú er honum fylgir
verður siðan afhentur síðar,
sennilega næsta sumar.
\aumt tap Armenninga í
kveðjnleik sínnm í 1. deild
ÁRMENNINGAR kvöddu 1.
deildina að þessu sinni með all
góðum leik á móti Haukum i
Laugardalshöllinni i fyrrakvöld.
Urslitin urðu Haukasigur 21—20,
eftir að leikurinn hafði lengst af
verið f járnum. Var það slæmur
kafli Ármenninga og óheppni
undir lok leiksins sem réð úrslit-
um hans, en þá tókst Haukunum
að skora fimm mörk i röð og ná
fram stöðunni 21:17. Þar með var
sigurinn f höfn, og Haukarnir
fóru sér heidur óðslega á loka-
mfnútunum, þannig að Armenn-
ingum tókst að minnka aftur
muninn niður I eitt mark.
Ekki verður annað sagt en að
töluverð eftirsjón sé að Ármenn-
ingum niður í 2. deild. Liðið er að
stofni til skipað mjög ungum leik-
mönnum, sem flestir hverjir eru
hinir efnilegustu, enda á Armann
nú, eins og í fyrra, ágætan 2.
flokk. I bland eru svo eldri og
leikreyndari menn, eins og
Hörður Kristinsson og Ragnar
Gunnarsson, en Hörður hefur átt
mjög gott keppnistímabil að
þessu sinni og var t.d. maðurinn i
Ármannsliðinu sem upp úr stóð í
fyrrakvöld. En einhvern veginn
hefur það verið þannig í vetur, að
Ármannsliðið hefur ekki náð að
sýna þá festu og ákveðni sem var
einkennandi fyrir það í fyrra-
vetur. Vörn liðsins er miklu
gloppóttari en hún var þá. öðru
hverju nær hún ágætlega saman,
en þess á milli myndast miklar
eyður sem andstæðingarnir eiga
auðvelt með að notfæra sér.
Þannig var það t.d. i fyrrakvöld
að alltof oft fékk Hörður Sigmars-
son að koma sér í uppáhaldsskot-
stöðu sína og þá þarf ekki að
sökum að spyrja — knötturinn
hafnar í netinu.
Haukarnir voru frískir í leikn-
um I fyrrakvöld og léku betur en
þeir hafa gert í nokkurn tíma.
Minnti margt i leik þeirra á það
bezta sem þeir hafa gert í vetur,
en því verður ekki á móti mælt að
Haukaliðið var vel leikandi og
skemmtilegt í upphafi keppnis-
tímabils. Hver ástæðan er
fyrir þvi að liðið datt síðan niður
er erfitt að ímynda sér, en senni-
lega hefur það átt stóran þátt í þvi
að Gunnar Einarsson markvörður
sem varði oft stórkostlega vel í
fyrstu leikjum liðsins í mótinu,
datt niður og sömuleiðis þeir
Hörður Sigmarsson og Elías
Jónasson sem voru driffjaðrir í
öllu spili liðsins.
Það má segja um Haukana það
sama og um Ármenninga. Þeirra
ætti framtíðin að vera, þar sem
margir leikmannanna eru ungir
og félagið átti I fyrra afbragðs-
góðan 2. flokk. Meðal þeirra pilta
var Jón Hauksson, sem vakið
hefur verulega athygli í siðustu
leikjum sínum með Haukaliðinu.
Sem fyrr greinir stóð leikurinn
i fyrrakvöld lengst í járnum.
Armenningar höfðu eitt mark yf-
ir í hálfleikoggafsttækifæritil
þess að auka þá forystu í byrjun
seinni hálfleiks en voru þá heldur
óheppnir og Haukarnir náðu for-
ystunni. Þegar staðan var 17:17
var sem Armenningar misstu um
tíma þolinmæðina, eins og
stundum áður, og einstakir leik-
menn fóru að sýna ævintýralega
tilburði í sóknarleiknum, sem
kostuðu það að Haukarnir náðu
knettinum aftur og aftur og náðu
að skora.
ISTUTTU MALI:
ISLANDSMÓTIÐ 1. DEILD
LAUGARDALSHÖLL 18. FEBRUAR
URSIJT: ARMANN — HAUKAR 20—21
(11—10) GANGU R LEIKSINS.
MlN. ARMANN HAUKAR
4. 0:1 Jón
4. 0:2 Hörður
5. Vilberg 1:2
7. Hörður K. 2:2
8. 2:3 Þorgeir
8. Hörður K (v) 3:3
10. 3:4 Hörður
11. Vilberg 4:4
13. 4:5 Hörður
14. 4:6 Hörður (v)
15. Jón A. 5:6
15. 5:7 Stefán
17. Pétur 6:7
18. 6:8 Hörður (v)
19. Hörður K (v) 7:8
21. Hörður K (v) 8:8
22. 8:9 Elfas
22. Jón V. 9:9
27. Jón V. 10:9
28. 10:10 Jón
29. Friðrik 11:10
hAlfleikur
31. 11:11 Hörður
32. 11:12 Stefán
32. Jens(v) 12:12
33. 12:13 Stefán
37. Jens 13:13
38. Pétur 14:13
38. 14:14 Hörður
39. Vilberg 15:14
40. Jens 16:14
41. 16:15 Hörður
42. 16:16 Stefán
43. Hörður H. 17:16
48. 17:17 Ólafur (v)
49. 17:18 Arnór
52. 17:19 Hörður
53. 17:20 Jón
54. 17:21 Elfas
55. Hörður K (v) 18:21
60. Jens(v) 19:21
60. Jens 20:21
MÖRK ARMANNS: Hörður Kristinsson 5,
Jens Jensson 4, Vilberg Sigtryggsson 3,
Pétur Ingólfsson 3, Jön V. Slgurðsson 2,
Friðrfk Jöhannesson 1, Jðn Astvaldsson 1,
Hörður Harðarson 1.
MÖRK HAUKA: Hörður Sigmarsson 9.
Stefán Jónsson 4, Jón Hauksson 3, Elfas
Jónasson 2, Þorgeir Haraldsson 1, Ólafur
Ólafsson 1, Amór Guðmundsson 1.
RROTTVlSANIR AF VELU: Hörður
Harðarson, Armanni f 2 mfn.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Cunnar
Einarsson. Haukum varði vftakast Harðar
Kristinssonar á 23. mfn., og Hörður átti vfta-
kast f stöng á 59. mfn. Hörður Sigmarsson
átti vftakast f þverslá á 36. mfn. og Ragnar
Gunnarsson varði vftakast Jóns Haukssonar
á 59. mfn.
Víkingsstúlkurnar
hreinu allan fyrri
Það er ekki oft sem það hefur
komið fyrir i meistaraflokksleik
'að lið hafí ekkert mark skorað í
heilum hálfleik. Sliks eru þó
dæmi, og eitt þeirra er leikur
Vfkings og Breiðabliks ( meist-
araflokki kvenna f Isiandsmót-
inu, sem fram fór f Laugardals-
höllinni í fyrrakvöld. Staðan f
hálfieik var 7—0 fyrir Vfking, og
raunar var töluvert liðið á seinni
hálfleikinn er Kristfnu Jónsdótt-
ur tókst Ioks að skora fyrir Breiða
blik.
En þar með var sem stffla
brysti og f leiksíok skildu aðeins
3 mörk liðin að, 9—6. Hafa Vfk-
ingsstúlkurnar sennilega mátt
þakka fyrir að leikunnn stóð ekki
f svona 7—10 mfnútur f viðbót.
Allan fyrri hálfleikinn fór sam-
an ágæt vörn Víkingsiiðsins og
óheppni og klaufaskapur í skot-
um hjá Blikastúlkunum. Hvað eft-
ir annaðáttu þær skot framhjá
eða í stengur Víkingsmarksins.
Vikingastúlkurnar léku hins veg-
ar mjög yfirvegað og gáfu sér
tíma til þess að biða eftir færum
við Breiðabliksmarkið.
I seinni hálfleik snérist svo
dæmið við. Víkingsstúlkurnar
ætluðu sér sennilega að vinna eft-
irminnilegan sigur, en strax og
þær höfðu fengið mark á sig,
Á efri myndinni hefur Friðrik Jóhannesson lagt Svavar
Geirsson í gólfið, en Ragnar Gunnarsson, markvörður
Ármenninga virðist hafa fullan hug á að ná knettinum.
Á neðri myndinni eru leikmenn nr. 10 í báðum liðunum
á ferðinni. Hörður Sigmarsson Haukamaður að búa sig
undir markskot, en Hörður Kristinsson, Ármenningur
er til varnar. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
héldu
hálfleik
dofnaði yfir liðinu, og það lék
meira af kappi en forsjá í sókn og
vörn.
Beztar Víkingsstúlknanna i
þessum leik voru þær Sigrún 01-
geirsdóttir og Ástrós Guðmunds-
dóttir, en i liði Breiðabliks áttu
þær Kristin Jónsdóttir og Björg
Gisladóttir einna beztan leik.
Mörk Vfkings: Halldóra Jó-
hannesdóttir 3, Sigrún Olgeirs-
dóttir 2, Jóhanna Magnúsdóttir 1,
Ragnheiður Guðjónsdóttir 1, Guð-
rún Stefánsdóttir 1 og Astrós
Guðmundsdóttir 1.
Mörk Breiðabliks: Björg Gisla-
dóttir 3, Sigurbcrg Daðadóttir 2
og Kristín Jónsdóttir 1. —stjl.
Sovétmenn
stighœstir
SOVÉTMENN hlutu flest stig í
hinni óopinberu stigakeppni
Olympfuleikanna f Innsbruck,
eða samtals 192. Austur-
Þjéðverjar urðu f öðru sæti
með 135 stig og Bandarfkja-
menn f þriðja sæti með 73 stig.
Landsmót í gtímu
LANDSMÓTIN I glfmu 1976 hafa
nú verið ákveðin og verða þau
sem hér segir:
1. BIKARGLÍMA GLÍ: Fer fram
21. febrúar n.k. Mótið verður háð
á Húsavik og sér glfmuráð Héraðs-
sambands Suður-Þingeyinga um
mótið.
2. LANDSFLOKKAGLÍMAN. Fer
fram 20. marz kl. 14.00.
3. ÍSLANDSGLÍMAN 1976: Fer
fram 24. aprfl kl. 14.00.
Landsflokkagllman og fslands-
gllman fara fram I iþróttahúsi
Kennaraháskóla fslands og þurfa
þátttökutilkynningar að berast sjö
dögum fyrir mótsdag til formanns
mótanefndar, Sigurðar Ingasonar.
pósthólf 997, Reykjavfk.
Bikarkeppni og
skólamót BLÍ
BIKARKEPPNI Blaksambands
tslands, sem var haldin í fyrsta
sinn í fyrra verður haldin i
mars og april. Ekkert lið hefur
enn sent þátttökutilkynningu
sina, en varla er þar verðlauna-
gripnum um að kenna, en hann
er sérstaklega fallegur „Ljóma-
bikarinn“. Núverandi bikar-
meistari er Iþróttafélag
stúdenta. — Skólamót BLI fer
einnig að hefjast og eru þau lið
sem hyggja á þátttöku beðin að
senda inn tilkynningu sem allra
fyrst.
HSÍ
DREGIÐ hefur verið í bifreiða-
happdrætti Handknattleiks-
sambands Islands og féll vinn-
ingurinn á númer 2420. Er
vinningsnúmerið birt án
ábyrgðar.
Ráðstefnu frestað
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur verið ákveðið að fresta
ráðstefnu þeirri um fjölmiðla og fþróttir, sem vera átti nú um
helgina. Er vonazt til þess, að unnt verði að halda ráðstefnuna
fljótlega, og taka þar fyrir þá málaflokka, sem búið var að
ákveða að kæmu til umræðu, en það voru samskipti fþróttahrevf-
ingarinnar og f jölmiðla f rá mörgum sjónarhornum.