Morgunblaðið - 20.02.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 20.02.1976, Síða 28
AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 Jttergunlilabife AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRargunblabib FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 Vinnuveitendiir fallast á miðlunartillögu sáttanefndar — með skilyrði um sérkröfur VINNUVEITENDUR féllust í gærkveldi á miðlunartil- lögu sáttanefndar rfkisins um 13,6 til 16,5% kaup- hækkun f áföngum með þeim fyrirvara að samningstfm- inn verði til 1. júní f stað 28. febrúar 1977. Ennfremur setja vinnuveitendur það skilyrði, að Alþýðusamband tslands falli frá sérkröfum einstakra stéttarfélaga og landssambanda, ef undan eru skildar þær kröfur, sem vinnuveitendur hafa nú þegar tekið undir að komi til greina að samþykkja. Ennfremur fallast vinnuveitendur á verulegan hluta af sameiginlegum sérkröfum aðildar- félaga ASl. Sáttanefnd ríkisins lagði miðl- unartillögu sína fyrir samnings- aðila hinn 10. febrúar og felur hún í sér allt að 16.5% launa- hækkun fyrir láglaunafólk, en á öll laun felur tillagan f sér 13,6% launahækkun. Skiptist launa- hækkunin, sem VSt og Vinnu- málasambandið féllust á í gær- kveldi, f þrjár áfangaprósentur, 4% hinn 1. marz, 5% hinn 1. júlí og 4% hinn 1. október. Þau laun, sem lægri eru en 54 þúsund krónur á mánuði fá að auki 1500 krónur á mánuði f láglaunaupp- bót, sem jafnast út á bilinu upp að 57 þúsund krónum. Eru þessar Björn Jónsson: „Leysir ekki málið” MORGUNBLAÐIÐ spurði Björn Jónsson forseta ASl f gærkvöldi um tillögur vinnuveitenda. Björn kvað forystumenn ASt ekki hafa rætt málið á fundum, þar sem þeir voru svo nýbúnir að fá tillög- urnar, en þær voru afhentar nokkru fyrir miðnætti. Björn sagði hins vegar: „Við höfum svarað fiestu sem tillögurnar fjalla um áður. Þetta leysir ekki málið. Tilboðið er lak- ara en sáttatillagan sjálf, sem við höfum áður lýst yfir, að sé ekki nægileg til þess að unnt sé að Framhald á bls. 16 1500 krónur metnar á tæplega 3%. í tillögu sáttanefndarinnar var gert ráð fyrir þvf að samningur- inn væri til mánaðamóta febrú- Framhald á bls. 16 L,jósm. Uuðjón Arngrímsson. BREZKA freigátan Scylla F-71 brunar þarna upp að skut varðskipsins Ægis á Austfjarðamiðum f gærmorgun og reynir að slfta klippurnar aftanúr varðskipinu. Það mistókst og Ægir klippti. Sjá bls. 2. Mjólkur- skortur: Jafnvel lífshættulegt ef kornabörn fá ekki kúamiólk ÞRATT fyrir að mjólkurskorts sé farið að gæta, víða á höfuðborgar- svæðinu hefur enn ekki fengizt undanþága til sölu á mjólk handa börnum, sjúklingum og gamal- mennum. Eitthvað mun hafa verið fjallað um þessi mál f gær, en engin niðurstaða fengizt. For- ráðamenn verkalýðsfélaganna höfnuðu beiðni Mjólkursamsöl- unnar fyrr í vikunni um sölu á mjólk í verkfallinu — en að sögn lækna má það ekki dragast lengur en fram yfir helgi, að undanþága á mjólkursölu verði veitt. Morgunblaðið hafði samband við Skúla Johnsen borgarlækni í gærdag og spurði hann hvort undanþágu væri að vænta. Skúli kvaðst þá ekki hafa náð tali af þéim aðiljum er undanþágur veittu. Hins vegar sagðist hann — segir Skúli Johnsen borgarlæknir álita að mjólkurskortur, sérstak- lega hjá kornabörnum, sjúkl- ingum, einstaka gamalmenni, gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar. — Ef kornabörn, sem búið er að venja á kúamjólk, fá hana ekki, getur það leitt af sér heilsutjón Hlé á samningaviðræðum sjómanna og utvegsmanna EINHVER hnútur virðist hafa komið á viðræður um gerð nýrra sjómannasamninga, þótt ekki beri mikið í milli í hlutaskipta- reglum milli aðila. Samninga- fundur, sem hófst klukkan 14 á miðvikudag, stóð til klukkan 05,30 f gærmorgun, en þá mynd- aðist tregða f samningsgerðinni og hafði f gærkveldi ekki verið Verkföllin: Yfir 250 Islending- ar tepptir erlendis Flugleiðir verða fyrir gífurlegu fjárhagstjóni ALLS munu um 250 tslending ar vera strandaglópar erlendis, aðallega f Evrópu og á Kanarf- eyjum, þar eð millilandaflug hefur lagzt niður vegna vfir- standandi allsherjarverkfalls. Að því er Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, tjáði Morgunblaðinu átti f gær að koma 125 manna hópur frá Kanaríeyjum en ekki gat af því orðið vegna verkfailsins. Fólkið mun dveljast áfram á sömu hótelum og það hefur verið á, þar til hægt verður að sækja það eða um leið og verk- fallið leysist. Þá sagði Sveinn að vitað væri um u.þ.b. 130 ts- lendinga er biðu eftir ferðum heim f hinum ýmsu Evrópu- löndum, og einnig væri eitthvað af fóiki f Bandarfkj- unum og Chicago. Sveinn sagði, að öll flugstarf- semi Flugleiða lægi nú niðri vegna verkfallsins. Innanlands- flugvélar félagsins stæðu á Reykjavíkurflugvelli, en milli- landaflugvélarnar væru í Briissel, Luxemborg og New York. Til að mynda eru báðar Boeing 727 vélarnar í Briissel, önnur í skoðun en hin hefði Framhald á bls. 13 boðaður nýr fundur. I gær voru menn að ieiða getum að því að aðilar f sjómannasamningunum vildu sjá, hvaða þróun heildar- kjarasamningar tækju, en vonir stóðu þó til að ekki liði langur tími unz fundur yrði boðaður á ný. I sjómannasamningunum er verið að semja um algjöra kerfis- breytingu, sem erfitt ætti að vera að taka til viðmiðunar í kjara- samningaviðræðunum milli ASI og vinnuveitenda. Þó gæti kaup- tryggingin í sjómannasamning- unum verið viðmiðunarpunktur. t sjómannasamningunum er verið að semja um skiptaprósentur fyrir 14 veiðarfæri og er mismun- andi prósenta á hvert um sig. Einnig skiptist prósentan í 8 stærðir báta í hverjum flokki. Samkvæmt því, sem Mbl. komst næst í gær, en aðilar verjast allra frétta, mun það vera álit útvegs- manna að sjómenn hafi ekki staðið nægilega við þau atriði, sem sjóðanefndarálitið fól í sér, en aðilar höfðu undirrifáð samn- ing um að sníða kjarasamninga sjómanna, bæði gildandi samn- inga og þá sem ekki eru í gildi, Framhald á bls. 16 hjá þeim og jafnvel verið lifs- hættulegt. Því tel ég að það megi alls ekki dragast 'lengur en fram yfir helgi, að undanþága til mjólkursölu til áðurgreindra aðila verði veitt. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Guðmund J. Guðmunds- son formann Dagsbrúnar og spurði hann hvort undanþágu væri að vænta. Hann sagði að engin ný ákvörðun hefði yerið tekin i mjólkursölumálunum. — En um leið og Mjólkursamsalan gefur út yfirlýsingu þess efnis, að hún sé reiðubúin að ræða þetta mál, einangrað og sér, þannig að um sölu á mjólk til barna, sjúkl- inga og gamalmenna verði ein- göngu að ræða, þá erum við til- búnir, sagði Guðmundur, og bætti við: Til þessa hefur afstaða Mjólkursamsölunnar verið sú að opna mjólkurbúðirnar algjörlega eða ekki, sem er hrein fjarstæða þegar verkfall er. Þá vildi Guðmundur láta þess Framhald á bls. 16 Umræður um vantraust á mánudag VantrauststiIIaga stjórnarand- stæðinga á rfkisstjórnina kem- ur til umræðu á mánudag. Nokkrar umræður urðu um það f sameinuðu þingi hvenær þessar umræður skyldu fara fram og eru þær raktar ftar- lega á þingsíðu Morgunblaðs- ins f dag, en talsmenn stjórn- arandstöðunnar töldu eðli- legra, að umræðurnar færu fram f dag, föstudag. Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, sagði óhjákvæmilegt að Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.