Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 21 Menn halda að ég sé brjálaður! + Alice Cooper skilur eftir pena drenginn og hversdagsföt- in f klæðaskápnum, áður en hann hellir sér í hina vanda- sömu andlitsmökun — og svo er hann klár í hálfs annars tima bullandi hryllingstón- leika,— Verið velkomin á minn fund, í martröðina! syngur hann, svo að hárin rfsa á sam- komugestum og fleiri svitna en skemmtikrafturinn, sem púlar á sviðinu. Hann lítur yfir blaðamanna- hópinn og segir með sannfær- ingarkrafti: — Menn halda, að ég sé brjálaður, en ég er alveg viss um að ég er í meira sálar- jafnvægi en nokkur annar hér inni. Ég geri að vísu ýmsar óhugnanlegar rósir á sviðinu; en þann Alice hleyp ég sko ekki með út um þorpagrundir. Hann fær að hvfla sig á milli sýninga. — Hljómsveitin mfn hefur aldrei verið betri en núna, segir hann, en ég geri aðeins áætlanir til eins mánaðar og veit því ekkert um framtíðina. Alice Cooper ætlar að endur- bvggja húsið sitt; það brann til kaldra kola nýlega — hann fékk að vita um það símleiðis. bað var nágranni hans, Elton John sem sló á þráðinn. Hann er búinn að segja bless við Cindv Long. Lætur sér nægja að krækja f ástmey við og við þar sem hann er að skemmta 1 það og það skiptið, og vill vera frjáls. — En ég er þó oftast svo þreyttur að ég get ómögulega staðið í þessu, stynur hann. — Rótararnir eru miklu meira í þessu kvennasnuddi en ég. (Viunge) BO BB & BO' -S/“& MUSJD — Sjálfvirk kaffivél + Það er orðið óhevrilega langt síðan við höfum komið fram með eina af okkar áhugaverðu uppfinningum. Það er okkur þvf sérstök ánægja að kynna fvrir ykkur nýju kaffivélina okkar í dag. Hún er algerlega sjálfvirk og hefur til handa manni nvlagað kaffi, þegar maður vaknar á morgnana. Gerð vélarinnar er frábær- lega snjöll, en einföld eins og allar meiri háttar uppfinningar sögunnar (örvggisnælan, osta- skerinn, atómsprengjan...). Ósköp venjuleg vekjaraklukka setur hitaplötuna i gang, og um leið og klukkan hringir, hellir vélin kaffinu i könnu — og er þá ekkert að vanbúnaði fyrir þann, sem vaknað hefur við hringinguna, að fá sér morgun- kaffið. Stærsti kosturinn við þessa uppfinningu er tvimælalaust sá að maður getur látið hana standa á náttborðinu. Þannig getur maður á auðveldan hátt losnað við að fara fram úr til að hita sér kaffi. Þegar klukkan hringir drekkur maður sitt kaffi f makindum í heitu rúminu og svo getur maður bara snúið sér á hina hliðina og sofið áfram. Tekið er á móti pöntunum. Sendið peningana strax til þess að komast hjá verðhækkunum. Njótið ánægjulegrar dvalar I rúminu. Makráður h/f (Sunnmörsposten) SUNNUD4GUR 22. febrúar 1976 18.00 Stundinokkar Fyrst er mynd um I.argo, en sfðan sýnir stúlka úr Fim- leikafélaginu Gerplu fim- leika. Sagt verður frá Rósu og bræðrum hcnnar, sem búa á Spáni. Tveir strákar leika saman á gftar og munnhörpu og loks verður sýndur sfðasti þáttur- inn um Bangsa sterkasta björn f heimi. Umsjónarmenn Ilermann Kagnar Stefánsson og Sig- rfður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristfn Páls- dóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Það eru komnir gestir Magnús Bjarnfreðsson ræð- ir við tvo fyrrverandi stjórn- málamenn, Eystein Jónsson og Hannibal Valdimarsson, sem m.a. rifja upp minning- ar frá misvindasömum ferli. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 21.35 Borg á leiðarenda ^ Lúpó fær vinnu, en Klöru Ifkar ekki vistin á vinnu- staðnum og vill fara til Róm- ar og leggja þau af stað þangað. Faðir Klöru hefur lýst eftir þeim. og lögreglan finnur þau á förnum vegi. A sfð- ustu stund tekst Klöru að strjúka frá föður sfnum, og enn halda þau áfram ferð sinni. 3. þáttur. Þýðandi Jónatan Þórmunds- son. 22.30 Leyfileg manndráp Brezk fræðslumynd um skapsemi reykinga. Þýðandi Gréta Hallgrfmsd. Þulur Olafur Guðmundsson. 22.55 Að kvöldi dags Séra Páll Þórdarson sóknar- prestur í Njarðvfk flytur hugvekju. 23.05 Dagskrárlok 41MUD4GUR 23. febrúar 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Bróðir og systir Finnskt leikrit á sænsku eftir Mikael Lvbeck (f. 1864). Leikstjóri er Tom Seger- berg, en aðalhlutverk leika Anitra Invenius og Ivar Rosenblad. Sögusviðið er finnskur smá- bær, sem fvrr á tímum hefur verið allmikill versl- unarstaður, en hefur lent utan alfaraleiðar, þegar samgöngur brevttust, og er nú á hrörnunarleið. Systkinin, sem eru aðalper- sónur leikritsins, eru sfð- ustu leifar efnaðrar borg- araf jölskvldu. Vonleysi þeirra, pinangrun og ótti við brevtingar spegl- ar stöðnun og ömurleika umhverfisins. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.20 Heimsstvr jöldin síðari 6. þáttur. Arásin á Pearl Harbour Ví*1 It) ‘ l 1 myndinni er greint frá st jórnmálaástandinu f Japan á árunum fyrir stvrjöldina og innrás Japana i Mansjúríu og Kína, og loks árásinni á Pearl Harbour 7. desember 1941 og falli Singapore. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 23.10 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDNGUR 24. febrúar 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglvsingar 20.40 Sk.ólamál Iðnfræðsla Þessi þáttur fjallar um breytingar á skipulagi iðn- fræðslunnar. Sýndar verða myndir úr verkdeildum iðnskólanna í Reykjavík og Ilafnarfirði og rætt við Óskar Guðmundsson fram- kva'mdast jóra Iðnfræðslu- ráðs. Umsjónarmaður er Helgi Jónasson fræðslustjóri, en upptökunni stjórnaði Sigurður Sverrir Pálsson. 21.05 Columbo Bandarískur sakamála- mvndaflokkur Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.20 Austurþýski togaraflot- inn Fvrir nokkru var stór floti austurþýskra verksmiðju- togara á Evstrasalti og eyddi fiskimiðum sænskra og finnskra sjómanna þar. I mvndinni er lýst við- brögðum fiskimanna við eyðileggingunni. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 23.10 Dagskrárlok A1IÐMIKUDKGUR 25. febrúar 18.00 Mjási og Pjási Tékknesk teiknimynd. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 18.20 Robinson-fjölskvldan Breskur mvndaflokkur bvggður á sögu eftir Johann Wyss, 3. þáttur. Bruno Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 List og listsköpun Hugmyndir að listsköpun Þýðandi Hallveig Thorlaci- us. Þulur Ingi Karl Jóhannsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og visindi Órvggisútbúnaður Loft, ýmis áhrif þess og notkun Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 „Land veit ég langt og mjótt...“ Italskur skemmt iþáttur. Listamenn frá ýmsum lönd- um skemmta með söng og dansi. Meðal þeirra, sem koma fram í þessum þætti, eru Mina, Middle of The Road, Adriano Celentano, Erroil Garner og Mireille Mathieu. 21.55 Baráttan gegn þræia- haldi Þeir sem börðust gegn þrælahaldi mættu mikilli andspvrnu voldugra hags- munahópa. Yfirmenn flotans héldu því fram að þrælaverslun væri góður skóli fvrir sjóliðsforingja- efni. Talið var, að afnám þrælahalds myndi m.a. valda víðtæku fjárhags- hruni. 4. þáttur. Uppljóstranir Þýðandi óskar Ingimars- son. 22.45 Dagskrárlok Framhald á bls. 25 .titisn .mumg ínijqio/Mgg ööni .'iKj.i, %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.