Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 28
 > AUGLÝSINGASÍMINN ER: 5*s» 22480 W9& > AUGLÝSINGASÍMINN ER: £§f^ 22480 ___/ JW«rounl>I«l>ií> LAUGARDAGUR21. FEBRÚAR 1976 Lflkur á undan- þágu fyrir mjólk MIKLAR lfkur voru taldar á þvf f gerkvöldi, að undanþága fengist fyrir takmarkaðri mjólkursölu á höfuðborgarsvæðinu. Er talið að hægt verði að selja 16—18 þúsund lftra á dag en það er það magn, sem kemur úr nærsveitum Reykjavfkur. Fundur borgarlæknis, forráða- tnanna Mjólkursamsölunnar, mjólkurfræðinga og fulltrúa úr undanþágunefnd ASl hófst á Hót el Loftleiðum um klukkan 22.30 i gærkvöldi. Fyrir fundinn sagði Skúli Johnsen borgarlæknir í samtali við Mbl. að reynt yrði að skipuleggja á fundinum hvernig hægt yrði að koma þessum málum fyrir. Sér skildist á mjólkurfræð- ingum, fulltrúum ASB og undan- þágunefnd ASt að ekkert væri til fyrirstöðu af þeirra hálfu að koma á skömmtun. Magnið gæti ekki orðið mikið, þvf útilokað virt- ist að opna mjólkurbú Flóamanna á Selfossi eða mjólkurbúið i Borg- arnesi. Þá náði Morgunblaðið tali af Stefáni Björnssyni, forstjóra Mjólkursamsölunnar. Hann sagði að Mjólksamsölumenn hefðu ver- ið hart leiknir í þessum leik með þvl að gera þeim upp skoðanir sem þeir hefðu aldrei haft. En þegar borgarlæknir hefði komið að máli við þá hefðu þeir ákveðið að gera allt til þess að leysa þetta mál. „Við- gefum kost á því að veita þá undanþágu, sem farið er fram á. Að mínu mati er þetta óframkvæmanlegt en reynslan verður samt að skera úr um það." „Áfenginu lokað vegna astandsins" „EG veit ekki á hvaða forsendum dómsmálaráðuneytið hefur látið loka áfengisverzlunum og vínveit- ingum á vínveitingastöðum. Ef lokun er gerð á þeim grundvelli, að þeir sem níi eru í verkfalli gerist einum of djarftækir f kaupum á veigum bæði f A.T.V.R. og á vínveitingastöðum, þá er ég hræddur um að grundvöllurinn fyrir hærra kaupi sé farinn að riðlast. Og hvernig verður ástandið þá eftir verkfall, þegar fólk verður búið að fá kauphækk- anir og um leið rýmri fjárráð til áfengiskaupa," sagði Konráð Guð- mundsson hótelstjóri á Sögu, er Fundur með sjómönnum og útvegs- mönnum FUNDUR í kjaradeilu útvegs- manna og sjómanna hófst í húsa- kynnum sáttasemjara ríkisins í gær klukkan 17. Fundarhlé var gefið í gærkveldi og áttu aðilar að hittast aftur klukkan 22. Aðilar vörðust allra frétta af viðræðum. Morgunblaðið spurði hann í gær hvernig augum veitingahúseig- endur litu á þá ákvörðun dóms- málaráðuneytisins að loka áfengisútsölum og banna vínsölu á veitingastöðum. Dómsmálaráðuneytið sendi eftirfarandi til lögreglustjóra í gær: „Ráðuneytið hefur ákveðið með vísun til 6. greinar reglugerð- ar um sölu og veitingar áfengis nr. 118 1954 og 14. gr. áfengislaga nr. 82 1969 að áfengisútsölum skuli lokað frá hádegi í dag að telja. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveðið, að bannaóar skuli vín- veitingar á vínveitingastöðum, sem leyfi hafa til vínveitinga. Þó skal heimilt að láta fara fram einkasamkvæmi, sem heimild hefur verið gefin fyrir. Akvörðun þessi er tekin vegna þess sérstaka ástands er nú rikir og gildir þar til annað verður ákveðið. Er yður herra lögreglustjóri hér með falið að annast framkvæmd þessa." Morgunblaðið spurði Ólaf W. Stefánsson, deildarstjóra I dóms- málaráðuneytinu, í gær, hver væri höfuðástæðan fyrir lokun- inni, þar sem lögreglan segðist hafa átt mjög náðuga daga að undanförnu, eða hvort óvenju- lega mikil sala hefði verið I Framhald á bls. 27 FOK OG FLÓÐ — Mikið rok var um allt land í gær og fór vindhraðinn víða í 10 stig og þar yfir. Nokkuð bar á því að þakplötur fykju svo og mótauppsláttur. Mikið regn fylgdi rokinu þannig að vatnselgur var víða töluverður. Myndirnar voru teknar í Reykjavík í gær. 5% hækkun á þorskblokk á Bandaríkja- markaði NVLEGA hækkaði þorskblökkin á Bandarfkjamarkaði um 5%, eða úr 62 sentum pundið í 65 sent. Að sögn Eyjólfs Isfelds hjá SH hefur ekkert verið selt á þvl verði ennþá, en næsti farmur sem héðan fer verður á þessu verði. Sigurður Markússon hjá SlS sagði að næsta afskipun þar yrði ekki fyrr en I marz og væri ekki hægt að segja á hvaða verði sá farmur seldist. Það yrði kannski þetta verð, 65 sent og kannski hærra verð. Markaðurinn hefur verið heldur á uppleið í Banda- rfkjunum á undanförnum mánuðum, og þorskblokkinni hefur verið afskipað svo til jafn- óðum vegna góðrar sölu. Hvorki Eyjólfur né Sigurður vildu spá um framþróun markaðsmálanna vestra en sögðu að margt benti til þess að markaðurinn þar væri stöðugt að styrkjast. Hlaðmenn á Heathrow setja bann á Flugleiðir FLUGLEIÐUM barst I gær skeyti frá umboðsaðila sfnum á Heathrow-flugvelli, British Air- ways, þar sem tilkynnt er að hlao- menn B.A. á Heathrow hafi ákveðið að stöðva alla afgreiðslu á fragt og farþegafarangri um borð I vélar Flugleiða á flugvellinum f 7 daga eða frá 21. febrúar að telja. Er þarna um að ræða mótmæla- Framhald á bls. 27 Björn Jónsson í samtali við MbL um tilboð vinnuveitenda: Jákvætt svo langt sem það g^ ^M^-w* ^* samþykkir tvær áfangahækkanir, I láJtír en ágreiningur er um fyrstu ^ '"' ~ kauphækkunina og sitthvað fleira FORYSTA Alþýðusambands Is- lands svaraði I fyrrinótt tilboði vinnuveitenda, sem þeir lögðu fram rétt fyrir miðnætti og byggt var á sáttatillögu sáttanefndar rfkisins, eins og getið var í Mbl. Bændur hella niður mjólk fyrir 12 millj. kr. á dag: r „Oskaplegt að hella svona niður mjólkinni" — segir stærsti kúabóndi landsins við Morgunblaðið AÐ SÖGN Agnars Guðnasonar hjá Búnaðarfélaginu er ástandið orðið slfkt hjá all- flestum bændum, að þeir eru byrjaðir að hella niður mjólk vegna verkfallsins. Dagsfram- leiðslan á mjólk er nú um 215 þúsund Htrar og nemur tap bænda f heild um 12 milljðnum kr. á dag. „Það er óskaplegt að þurfa að hella svona niður mjólkinnr," sagði Haukur Halldórsson bóndi í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd við Morgun- blaðið í gær, en hann er stærsti kúabóndi landsins. „Ég er með milli 80 og 90 mjólkandi kýr og dagsframleiðslan hjá mér er 900 til 1000 lítrar. Ef ég þarf að hella því öllu niður þýðir það 50 þúsund króna tap á degi hverj- um. Og við bændur stöndum verr í verkfalli en aðrir af því leyti að við töpum ekki bara tekjum heldur verðum við að halda kúnum á fullri gjöf og get ég sem dæmi tekið, að bara kjarnfóðrið kostar 10 þúsund á dag og er það bara einn liðurinn." Haukur sagði að hann hefði gripið til þess ráðs að tína til öll þau ílát sem tiltæk voru. Til dæmis keypti hann 10 tvö- hundruð lítratunnur, fyllti þær af mjólk og gróf út í skafli í von um að verkfallið leystist nógu snemma til að hægt væri að Framhald á bls. 27 í gær. ASl hafnaði tilboðinu, taldi aðalkauphækkunina, 4% of lága, svo og láglaunauppbótina. Hins vegar samþykkti ASl áfanga- hækkanir tvær og lét I Ijós þá skoðun á þvf að setja þyrfti tvö rauð strik, um mitt ár og næsta haust. Þá telur forysta ASI samn- ingstfmann of langan og ekki koma til greina að semja nema til áramóta. Morgunblaðið ræddi í gær við Björn Jónsson, forseta ASl. Hann sagði, að samninganefnd ASI hefði þegar svarað tilboði at- vinnurekenda og hefði nefndin vísað til aðalsvara sinna við hug- myndum sáttanefndarinnar, enda kvað hann beint samhengi vera milli tillagnanna. „Við teljum samningstímann í tilboði vinnu- veitenda allt of langan," semja nema til næstu áramóta. Á þeim tíma þurfum við að fá tvö kaup- máttaruppgjör, svokölluð rauð strik, hið fyrra um mitt ár, en hið síðara í haust." Björn kvað samninganefnd ASI geta sætt sig við tvær áfanga hækkanir, sem tilgreindar væru i tilboði atvinnurekenda, 5% hinn 1. júlí og 4% hinn 1. október. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.