Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 Á hættu- slóðum í ísraeEKS,e Sigurður Gunnarsson þýddi Hann hafði ákveðið að ferðast um Israel allt til Haifa við Miðjarðarhafið því að hann hafði lengi langað til að kynnast því sögufræga landi Hann vissi að Fálkinn átti að koma við í Haifa í næstu ferð og þá ætlaði hann að gefa sig fram á ný. Þá mundi hann hafa vaxið að vizku og vexti, og þá ætlaði hann að heilsa brytanum á sérstæðan og spenn- andi hátt. Hann ætlaði að halda honum föstum með annarri hendinni á meðan hann hellti úr heilum pakka af þvotta- efni undir skyrtuna hans og segði frá ýmsu því sem hann hefði kynnzt í Israel. Hann hafði hlakkað mjög til þessara sam- funda. En nú Iá hann hér norskur sjómaður í ofviðri eyðimerkurinnar, þyrstur, soltinn og fjárvana. Hann var úrræðalaus og örmagna. Hann skalf, eins og hrísla, og hafði engan þrótt til að setjast upp. Ef til vill iðraðist hann þess að hafa strokið. María sá að honum lá við gráti. Svo tók María að segja honum frá því þegar hún hafði orðið að flýja. Og það var frá landinu þínu, Noregi. „Viltu kannski ekki hlusta á það, Óskar?“ „Jú“ svaraði hann, en svo lágt, að það heyrðist varla. Síðan hóf María frásögn sína: „Fólkið mitt hafði lengi verið á flótta, — þú skilur, — við erum Gyðingar. Og Gyðingar áttu þá hvergi griðastað eins og þú áreiðanlega veizt, og menn hötuðu okkur. En verstir allra voru þó Hitler og hermenn hans. Hitler ætlaði að drepa okkur, alla Gyðinga, sem hann gat náð í. Foreldrar mínir voru þýzkir en þeim hafði tekizt að flýja frá Þýzkalandi og lentu loks til Noregs. En svo kom styrjöldin — einnig þangað. Þá reyndu foreldrar mínir að flýja til Svíþjóðar, en afi var kominn þangað áður. Það er hann sem sefur þarna á asnaskinninu. Við systkinin vorum tvö, bróðir minn og ég, og bæði kornung. Við vorum alveg eigna- laus, áttum ekki neitt af neinu. Jú eitt áttum við, — það voru dýrmætir eyrna- lokkar. Mamma sagði að við skyldum selja þá þegar við kæmum til Svíþjóðar, svo að við hefðum eitthvað til að lifa af. Hún faldi þá því mjög vel annan í nasa- holu minni, en hinn í nasaholu bróður míns litla, Arons. En svo vorum við skilin hvert frá öðru. Það gerðist við landamærin, ef ég man rétt. Þar var skógur og þoka. Við hlupum og hlupum, eins og við ættum lífið að leysa svo að ég fékk blóðbragð í munn- inn. Svo komumst við mamma loksins í öruggt skjól, og þar var einhver sem grét. Mér var gefið vatn að drekka, og þar var einhver sem gaf mér líka súkku- laði. En pabbi og Aron litli komu ekki. Þeir voru teknir höndum. Og um það bil ári seinna dó mamma í Svíþjóð. Seinna komst ég að því að hermenn Hitlers höfðu drepið pabba. En hvað um Aron litla bróður minn varð, hef ég aldrei heyrt síðan. Hann var aðeins þriggja ára þá vesa- lingurinn litli og áttaði sig ekki á neinu sem þá gerðist. Ef til vill er hann ein- hvers staðar á lífi. Ef til vill hefur hann verið sendur á barnaheimili. Ef til vill á hann enn þá skartgripinn, eyrnalokkinn. Og hver veit, nema ég finni þá aftur bróður minn, einhvern góðan veðurdag? Já, hver veit, nema ég eignist hann aftur? Nú hafði Óskar náð sér lítið eitt á ný og risið upp við dogg. Hann horfði hljóður og undrandi á Maríu, sem tók stakan eyrnalokk upp úr lítilli buddu, sem hún bar í brjóstvasa sínum. Hann var rauður sem blóð og líktist stórum regndropa að lögun. Hann ljómaði fagurlega í daufri birtunni, sem var í tjaldinu. „Hefurðu nokkurn tíma séö svona fallegan eyrnalokk?“ spurði hún. „Nei, aldrei,“ svaraði hann. vUP MORödNf KAFF/NO Hvcrnig er sólsetrið hér um slóðir? Eg skil nú ekki þessa gjöf, sem forstjórinn færði mér í morg- un, — hefði það verið skamm- bvssa — hefði ég skilið það. Þetta er revndar allt sök kon- unnar minnar: Ég vildi revna hvort mér myndi takast að græða meiri peninga en hún gæti eytt. Nei, okkar hjónaband hefur verið áfallalaust. — En ég held hann hafi aldrei glevmt einni skólasvstur sinni sem lauk barnaprófinu um leið og hann. Eg kom ekki til að hitta hann Lilla þinn, — heldur þig sjálfa. Viltu ségja verkstjóranum að ég komi um leið og tfkin fari f gang. Arfurinn í Frokklondi L_____________________________________4 3 nokkrar sekúndur að átta sig á að hún var að fara fram á að hann kveikti í fyrir hana. Hann tók kveikjara úr vasa sfnum og kveikti f fvrir hana. Hún sogaði að sér revkinn, hallaðj sér aftur og dæsti af vellfðan. — Þakka vður fyrir. Elginlega revki ég aldrei, en ég er orðin svo hundleið á að bfða eftir honum hróður mínum, að mér fannst aiveg tifvalið að ræna einni af sfgarettunum hans. Naktir handleggirnir voru sði- brúnir og hún angaði af léttu og aðlaðandi ilmvatni. — Það var nú ekkcrt, ég er feginn að geta orðið að liði. Eins og oftar hafði orðið raunin á, þegar hann var nékominn til Erakklands, hætti honum til að tjásig of hátfðlega. Stúlkan horfði á hann með auknum áhuga. Hún var senni- lega um tvftugt, hugsaði hann. Hárið var sléft og stuttklippt. Hún hafði svipmikið og frftt and- lit og stór brún augu. Það var ekki vafí á þvf að hún gerði sér grein fyrir hversu lagleg hún var. Dekurpfa, hugsaði hann eins og ósjálfrátt. — Þér búið ekki hér, er það? sagði hún. — Nei. Eg er útlendingur. Frá Englandi. Hún rak upp hlátur. — Þvf trúi ég ekki. Þér hafið svo góðan framburð á frönskunni að þér gætuð ekki verið Englendingur. — Móðir mfn var frönsk. — Nú, það skérir málið. Og hvað eruð þér að gera hérna? Að heimsækja ættingja vðar? Eðaí leyfi? — I levfi, sagði hann. — Æ, ég er svo dónaleg. Hún greip sfgarettupakkann og otaði honum að David. — Gjörið svo vei að fá vður. — Ég reyki ekki. — Þér revkið ekki, en berið þó á yður kveikjara? Eruð þér svona sérstaklega vel upp alinn eða hvað? — Þetta er bara vani, sagði hann. — Þetta er fjölskyldugrip- ur Faðir minn átti hann f strfð- inu. Hann er á engan hátt neftt mcrkilegur. Hún handfjallaði hann af furðumikilli forvitni. — Ég sé það eru grafnir stafir á hann — eins og það sé bara gert með prjóni. Er það rétt. M.H.? — Jfá. Mauriee Hurst. Hún rétti honum kveikjarann aftur. — Og hann er alltaf f lagi. — Það Iftur út fvrir það. En ég vissi ekki hvort var bensfn á hon- um. Eg grfp ekki oft til hans. Hún hló við og hann þóttist viss um að hún hefði stigið út úr bfln- um og setzt hjá honum við borðið, ef maður hefði ekki komið út úr gistfhúsinu. Það var ungi maður- inn sem hafði verið á tali við gestgjafann. Hann virtist ekkert dús yið að sjá David á tali við stúlkuna. David hafði tök á að virða hann betur fyrir sér en inni f hálf- rökkvaðri forstofunni í hótelinu. Hann var liðlega tvftugur að sjá, spjátrungslega klæddur og gull- keðja framan á vestinu. Það lagði af þeim báðum rfkidæmið langar leiðir, hugsaði David með sér. — Þetta tók aldeilis tfmann sinn, sagði hún. Hann opnaði bflhurðina. — Færðu þig, ég ætla að kevra. Hún hristi höfuðið. — Ó, nei, það gerðirðu ekki. Ég ætla að skemmta mér dálftið núna. Hún sneri sér að David. — Frændi minn og bróðir eru alltaf í dálftið sniðugum leik. Frændi kaupir handa mér dýra sportbfla og bróðir mfnn klessu- keyrir þá. — Nei, hevrðu nú Nicole! — Farðu inn Paul. Ég ætla að kevra og ef þú hlýðir ekki skil ég þig bara eftir. Hann klifraði inn f lágan bfl- inn og skellti hurðinni. Stúikan brosti út að eyrum að David. — Sælir M. Hurst. Kannski fá- um við okkur drvkk saman seinna. — Ég mun lifa f þeirrí von. Hún ræstí bflinn og sté bensfn- ið f botn og þaut af stað. David horfði hugsandi af eftir bflnum og braut heilann um hvaða fólk þetta gæti eiginlega verið. — Nicole, f guðanna bænum, hægðu á hflnum! — Þú sagðist vera að flýta þér. Ég veit ekki betur en þér finnist sjálfum gaman að gefa hressilega f. — Það er annað þegar ég keyri sjálfur. Þú gerir mig dauðhrætfd- an. — Ég er skfnandi góður bfl- stjóri. — Það er álitamál. Þau voru komin yfir brúna og kevrðu nú eftir þjóðveginum og hún brunaði fram úr hverjum bflnum á fætur öðrum all glæfra- lega á stundum. — Hvað varst að gera með þess- um manni? sagði Paul skyndi- lega. — Ekkert. Hann gaf mér eld. — Það er nú elzta bragð f heimi. Og þú reykir ekki. Hvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.