Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 27 Ráðstefna Varðar um verðbólgu hefst í dag I DAG laugardag kl. 9:30 árdegis hefst að Hótel Loftleiðum, ráð- stefnusal, ráðstefna Varðar um verðbólgu. Ráðstefnan veróur sett kl. 9:30 en því næst flytur Jónas H. Haralz, bankastjóri, erindi um or- sakir og afleiðingu verðbólgu og svarar stuttum fyrirspurnum. Björn Þórhallsson, viðskiptafr., Gunnar J. Friðriksson, iðnrek- andi, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, framkvstj. SH, og Hjörtur Hjart- arson, stórkaupm., flytja stutt erindi um áhrif verðbólgu á at- vinnurekstur og heimili. Kl. 11 Tónleikum Kamrner- sveitarinnar frestað TÖNLEIKUM Kammersveitar Reykjavikur, sem vera áttu i Menntaskólanum í Hamrahlíð á morgun klukkan 16 hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess að skólanum hefur nú verið lokað af hreinlætisástæðum. Eru það afleiðingar verkfallsins. Vegna popp-sýningar Af gefnu tilefni og vegna fjölmargra fyrirspurna vil ég upplýsa að ekki var leitað til mín um þátttöku i popplistar- sýningu þeirri, sem nú stendur yfir í Listasafni íslands. Einar Hákonarson. „Stjörnur vorsins” GREININ um bók Tómasar Guðmundssonar, „Stjörnur vors- ins“, sem birtist I blaðinu á fimmtudag er eftir Jóhann Hjálmarsson en ekki Erlend Jónsson eins og misritaðist. Eru þeir beðnir afsökunar á þessum mistökum. Germanía sýnir þýska kvikmynd FÉLAGIÐ Germania sýnir í dag kl. 14 eina af hinum frægu þýsku UFA myndum, sem gerðar voru skömmu eftir 1930. Myndin verður sýnd í Nýja Bíói og er heiti myndarinnar „Ich bei Tag, Du bei Nacht“ en ieikarar i myndinni eru Willy Fritsch og Kathe von Nagy. Einnig verður sýnd ný mynd frá Berlín. r — Afenginu lokað Framhald af bls. 28 áfengisútsölunum í gærmorgun. Ölafur sagði, að ákvörðunin hefði einungis ’verið tekin vegna hins sérstaka ástands i þjóðfé- laginu. Konráó Guðmundsson hótel- stjóri sagði, að í kvöld hefðu tvö starfsmannafélög verið búin að panta mat og borð í Súlnasal. Sennilega yrði ekki af þvi, þar sem ekki yrði hægt að veita nein vínföng með. Hins vegar vissi hann til að um helgina yrðu tvær árshátiðir, önnur i Domus Medica og hin í félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi, þar sem í raun væri bannað að hafa áfengi um hönd. Samkvæmt ákvörðun ráðuneytis- ins væri allt í lagi að halda þessar árshátíðir, þar sem þær færu ekki fram á opinberum vinveitinga- stað. „Að sjálfsögðu munum við veit- ingahúseigendur biðja um skýr- flytur Jóhannes Nordal, seðl f bankastjóri, erindi um aðgen til lausnar verðbólguvandanu og svarar stuttum fyrirspurnum. Hávegisverður verður kl. 12:30. Eftir hádegi starfa umræðu- hópar en kl. 16:00 hefjast panel- umræður. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, flytur stuttan inn- gang og tekur þátt í panel- umræðum ásamt framsögumönn- um. Ráðstefnunni lýkur kl. 18:00. Ráðstefnustjóri er Magnús Gunnarsson, viðskiptafr., en panelstjóri er Bjarni Bragi Jóns- son, hagfr. ingu á þessari lokun og um leið ástæðuna. Við hér á Sögu erum t.d. með á þriðja hundrað starfs- menn, sem nú allt i einu hafa lítið sem ekkert aó gera. Stjórnvöld sýndu okkur ekki skilning í þjónaverkfallinu ’73. I raun er þessi ákvörðun hlægileg," sagði Konráð. Nokkrir fréttaritarar Morgun- blaðsins úti á landi höfðu sam- band við blaðið í gær og sögðu að gifurleg óánægja ríkti vegna þess- arar ákvörðunar. Hér væri verið að vantreysta fólki. Fréttarit- arinn á Siglufirði sagði, að þar hefðu útsölumenn ríkisútsöl- unnar orðið að flýja að heiman eftir hádegi, því þeir hefðu ekki haft frið fyrir fólki, sem ætlaði að gera sér dagamun um helgina. Fóru útsölumennirnir á skíði eftir hádegið. — Bændur hella niður mjólk Framhald af bls. 28 nýta mjólkina. „En það er lik- lega borin von. Það virðist ekki hilla undir lausn á verkfallinu og auk þess hefur hláka komið siðan ég gróf tunnurnar svo lík- lega er allt saman ónýtt," sagði Haukur. Hann sagði að bændur væru orðnir langþreyttir á þessum verkföllum, og þeir virtust alltaf fara verst út úr þeim. „Það eru gefnar undanþágurtil að vinna fiskafla, sem kominn er á land, en annað er uppi á teningnum þegar við bændur eigum i hlut. Ég átti t.d. tveggja daga birgðir á tönkunum hjá mér þegar verkfallið byrjaði og enginn kom að sækja þær. Þá má geta þess að ekki er nema rúmt hálf ár síðan við bændur máttum bíða í margar vikur eftir áburði vegna verkfalla." Haukur sagði að lokum, að bændur hefðu verið hvattir til að draga sem minnst úr mjólkurframleiðslunni á vet- urna svo ekki yrði mjólkur- skortur. „Ég er einn af þeim sem orðið hef við þessum óskum," sagði Haukur, „og sit nú uppi með það að þurfa að hella meiri mjólk en annars hefði verið. Verkföll eru orðin svo tíð á þessum árstíma að líklega er bezt að hætta þessu og leyfa fólkinu að sitja uppi með mjólkurskortinn." — Björn Jónsson Framhald af bls. 28 Almenna kauphækkunin 4% 1. marz telur nefndin hins vegar vera allt of lága, svo og láglauna- uppbótina 1.500 krónur. Þá kvað Björn Jónsson tilboð vinnuveit- enda vera gallað að þvi leyti, að það væri mjög skilyrt og hann kvað ASI ekki geta fallizt á að strikað yrði yfir aRar sérkröfur félaga og landssambanda, end? væri það ekki I valdi samninga nefndarinnar, heldur aðildar- félaganna sjálfra að taka ákvörð- un um það. Þá kvað Björn gert ráð fyrir því i tilboði vinnuveit- enda að kjör iðnnema yrðu ekki afgreidd. Björn sagði: „Það er skilyrði frá okkar hálfu, að eng- inn sé skilinn eftir, þegar upp verður staóið. Það verður að finna lausn á kröfum iðnnema eins og öðrum ágreiningsefnum. Björn Jónsson, sagði ennfrem- ur að með tilboði atvinnurekenda teldi forysta ASI að mjög nærri væri höggvið starfi ýmissa nefnda, sem unnið hefðu aé undanförnu að lausn ýmissr mála. Nefndi hann sem dæmi '’eikinda- og slysatrygginga- :fnd. Kvaðst .hann ekki vilja að . ■ í starfi yrði kastað fyrir róða. Með tilboði vinnuveitenda frá i nótt — sagði Björn, höfum við hins vegar fengið staðfest nokkur atriði og teljum við það jákvætt svo langt sem það nær. Nokkur bót hefur fengizt i slysatrygginga- málum og öðrum minni háttar atriðum. Á hinn bóginn eru i til- boðinu einnig atriði, sem við getum ekki fallizt á og atriði, sem ekki er tekin afstaða til. Blaðamaður Morgunblaðsins varð mjög var við það, er hann ræddi almennt við samninga- menn, að menn óttuðust að ein- hver pólitísk kergja væri komin í gang samningamálanna. Sagt var að hópar meðal samningamanna hefðu eigi áhuga á að samn- ingarnir tækjust á meðan van- trauststillaga á ríkisstjórnina hefði ekki verið rædd á Alþingi en hún verður til umræðu á mánudagskvöld. Morgunblaðið spurði Björn Jónsson um þetta atriði. Hann svaraði: „Mér er ókunnugt um nokkrar slíkar hug- renningar i okkar hópi. Á meðal okkar samningamanna ASl held ég að ég geti fullyrt, aó fullur vilji sé á að leysa deiluna og ég held aó hann sé gagnkvæmur. Mikið verk er óunnió, unz samningar takast og ég hef ekki orðið þess var að vantrauststillagan hafi haft áhrif á málin, enda tel ég ekki hættu á siíku, þar sem samningsgerð yrði ekki lokið á mánudag þótt vel yrði unnið.“ Að lokum kvaðst Björn vart geta sagt að hann væri bjartsýnni en áður. Hann kvaðst líta á tilboð vinnuveitenda sem nokkra hreyf- ingu, sem að vísu væri skilyrt. Skilyrði tillögunnar kvað hann nánast hafa verkað ögrandi á sitt fólk og þvi 'væri ekki auðvelt að dæma stöðuna, hvort menn væru nær samkomulagi eða ekki. Þess ber að geta, að þegar Morgunblaðið ræddi við Björi höfðu samningsaðilar ekki hit •. til þess að ræða málin. Lítið mai vert geróist á samningafundum > gær, sem hófust klukkan 14. Um klukkan 19 varð gefið matarhlé til klukkan 21.30. Dagurinn leið með því að einstakir hópar ræddusí við'um sérkröfur og kjaradeila Flugleiða og flugfreyja, flug- manna, flugvirkja og flugvél- stjóra var sérstaklega á dagskrá, en hún stendur utan við aðal- kjarasamningana. I GÆRKVÖLDI hófust einnig við- ræður milli bókagerðarmanna og Félags prentiðnaðarins. — Flugleiðir Framhald af bls. 2 — að ailar starfsstéttir flugsins, bæði þær sem í verkfalli eru og hinar sem lausa samninga hafa og ekki hafa boðað verkfall, gangi frá kjarasamningum sínum á sama tíma og aðrir aðilar hins íslenzka vinnumarkaðar, f eðli- legu samræmi við þá heildar- stefnu, sem mótuð verður í yfir- standandi kjarasamningum. Þannig verði félaginu forðað frá hinni hættulegu þróun kjara- og samningamála, sem upp kom á s.l. sumri sem alkunna er.“ — Hlaðmenn Framhald af bls. 28 aðgerð hlaðmannanna vegna þorskastríðsins og stjórnmáiaslit- anna, að því er segir í skeytinu. Umboðsaðili Flugleiða hyggst taka upp viðræður við hlaðmenn- ina vegna þessa, en er ekki trúaður á að hlaðmönnum verði þokað frá ákvörðun sinni, en hyggst þá senda málið áfram til yfirvalda. Þessar aðgerðir hafa engin áhrif þessa stundina vegna verkfallsins, en hins vegar er ljóst að þegar flug kemst í eðlilegt horf, getur ekki orðið af neinu fragtflugi og að farþegar verðí sjálfir að bera töskur sina frá og um borð i vélarnar. Afhendir líkön af leikvöllum JUNIOR Chamber 1 Hveragerði efnir til almenns borgarafundar f Hótel Hveragerði f dag laugar- dag, kl. 14, og er efni fundarins tengt alþjóðlegu verkefni JC- hrevfingarinnar, „Maðurinn og umhverfi hans“. Verða á fundin- um flutt 6 framsöguerindi um eftirfarandi málaflokka: Leik- vallamál, skrúðgarðamál, um- hverfismál, atvinnumál, menn- ingar- og siðferðilegt umhverfi barna og unglinga og heilbrigðis- mál. Á fundinum afhendir Byggða- málanefnd JC-Hveragerði Hreppsnefnd Hveragerðis líkön af tveimur leikvöllum, sem fyrir- hugaðir eru samkvæmt skipulagi hver í sínum hluta þorpsins. — Mexíkó Framhald af bls. 1 utanrfkisráðuneytið gæti gert við Mexfkóstjórn og önnur ríki, sem hafa lýst yfir 200 mflna fiskveiði- lögsögu. Þingið f Mexíkó sam- þykkti sem kunnugt er fyrir áramót að færa fisk- veiðilögsögu landsins út f 200 mflur þar sem mjög nærri væri gengið fisk- stofnum á hinum auðugu miðum landsins. — Væri nær Framhald af bls. 1 hótunina um úrsögn úr NATO og hvort það muni hafa áhrif á Keflavíkurstöðina, segir frétta- ritarinn. A það ^r bent af hálfu NATO að í miklum umræðum Atlantshafs- ráðsins á undanförnum vikum hafi aðild Islands ekki verið til umræðu, segir fréttaritarinn að lokum. ERFIÐLEIKAR Á það er bent af hálfu NATO að íslenzka ríkisstjórnin standi and- spænis veruiegum pólitískum vandamálum, meðal annars vegna verkfallanna, aó því -er segir í Reuters-fréttum frá BrUssel. Þess vegna er ekki talið tíma- bært að NATO beiti áhrifum sín- um gagnvart Islendingum þannig að lausn finnist á fiskveiðideil- unni. Á það er lögð áherzla að starf- semi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli sé með eðlilegum hætti. Á það er einnig bent að íslend- ingar haldi áfram störfum sinum innan NATO þrátt fyrir stjórn- málaslitin. NORÐMENN FÚSIR Norðmenn eru reiðubúnir að gegna hlutverki milligöngumanns f deilu Breta og Islendinga ef báðir aðilar fara þess á leit sagði Knut Frydenlund utanríkisráð- herra á blaðamannafundi í dag. En Frydenlund kvaðst telja að Islendingar vildu heldur að lausn fyndist á deilunni innan Atlants- hafsbándalagsins en fyrir milli- göngu Norðmanna. Hann kvaðst einnig telja að Bretar teldu Norðmenn ekki algerlega hlutlausa i deilunni vegna þess að þeir hefðu „stöðugt hamrað á því að Bretar yrðu að kalla freigátur sinar út fyrir 200 mílurnar." Frydenlund skýrði frá því að hann hefði frestað fyrirhugaðri ferð til Svalbarða um helgina svo að hann yrði við höndina ef hann þyrfti aó miðia málum. „VILJA MÁLAMIÐLUN“ Seinna vildi talsmaóur brezka utanríkisráðuneytisins ekki svara beint spurningu um afstöðu Breta til yfirlýsingar Frydenlunds er sagði að Bretar mundu fagna hvers konar ráðstöfunum banda- manns i NATO er gætu leitt til raunverulegra samningavið- ræðna. Hins vegar kvað talsmaðurinn alls ekkert benda til þess að Is- lendingar væru reiðubúnir til slikra viðræðna. Hann benti á árangurslausar tilraunir dr. Josef Luns og sagði að Bretar hefðu nokkrum sinnum fallizt á milli- göngu í málinu en Islendingar hefðu vísað sliku á bug. ÖTTAST AHRIF Forseti Evrópuþingsins, jafnaðarmaðurinn Karl Czernetz frá Austurriki, lét I ljós alvarleg- an ugg vegna þess að deila Islend- inga og Breta hefði harðnað. Hann kvaðst óttast að slit stjórn- málasambands þjóðanna gæti „þar með stofnað samstarfi Evrópuþjóða i alvarlega hættu.“ Czernetz skoraði á Islendinga og Breta að halda áfram viðræð- um og vinna að lausn sem báðir gætu við unað. Hann taldi að Evrópuþingið gæti orðið góður umræðu vettvangur, ekki sízt stjórnmálanefnd þess og land- búnaðar- og fiskveiðinefndin. — Frjálsar hendur Framhald af bls. 3 að brezka freigátan Yarmouth F- 101 setti skyndilega á fulla ferð og stefndi á Tý miðskips. Guð- mundur Kjærnested skipherra setti vélar Týs á fulla ferð áfram og gat með naumindum forðað árekstri. Fréttamaðurinn Uli Schmetzer, sem er um borð i Tý sendi nákvæma frétt um atburð- inn og var það ekki neinn vafi i hans huga hvað freigátan ætlaðist fyrir. I fréttinni hefur Schmetzer það eftir Guómundi skipherra, að þetta hafi verið mjög gróf ásigl- ingartilraun og ef freigátan hefði rekist á Tý hefði hún gert varð- skipið ósjófært. Á þriðja timanum I fyrrinótt komst varðskipið Þór að brezka togaranum Ross Leonis H-322 og gat klippt á báða togvíra hans. Gerðist þetta 25 milur suð-austur af Hvalbak. Gerði togarinn tvær ásiglingartilraunir á varðskipið eftir klippinguna en þær mistók- ust. Skipherra á Þór er Þorvaidur Axelsson. — Námskeið Framhald af bls. 5 rænar, félagslegar og lifeðlislegar leiðir til lausnar sálrænna vanda- mála og til stjórnar vitundarinnar verði hagnýttar í langtum meiri mæli en nú tíðkast. Námskeiðið sem lýst var hér að framan er þannig í tengslum við útkomu þessarar skýrslu. — Borun Framhald af bls. 5 eru á að nú í sumar verði tilbúnar 6 íbúðir í fjölbýlishúsi. Patreks- hreppur hefur gengist fyrir þess- ari byggingu, sem er byggð sam- kvæmt reglugerð um byggingu 1000 leiguíbúða á landsbyggðinni, en í byggingaráætlun þessari munu eiga að koma 20 íbúðir í hlut Patreksfjarðar. Borað eftir heitu vatni Nýlokið er reynsluborun Orku- stofnunar rikisins samkvæmt áætlun um leit að heitu vatni. Borað var á svokölluðu Drengja- holti, fast vió bæinn, og var borað niður á 397 metra dýpi. Fengust þar 2Ví—3 sekúndulitrar af 29 gráða heitu vatni. Er þetta talið lofa góðu og likur taldar á að nægilegt heitt vatn fáist ef borað er niður í 1000—1200 metra. Bor- menn luku starfi sínu hér í fyrra- dag og var borinn þá fluttur inn i Vatnsfjörð á Barðaströnd að Hót- el Flókalundi, en þar gengst Gest- ur hf. fyrir ieit að heitu vatni. Rétt við hótelió i Flókalundi eru 3 volgrur með 26—28 gráðu heitu vatni. Það mundi gerbreyta allri aðstöðu í Vatnsfirði ef þar fengist nægt heitt vatn. Er Vatnsfjörður- inn mikið sóttur á sumrin af fólki á öllum Vestfjörðum. Til dæmis eru Petreksfirðingar þar með 9—10 hjólhýsi yfir sumarið og Alþýðusamband Vestfjarða er með hugmyndir um að koma þar upp aðstöðu til orlofsdvalar fyrir meðlimi sína. I Vatnsfirði er mjög sumarfallegt og gróðursælt og mikil veðursæld. Ef heitt vatn finnst er mikill áhugi fyrir því að koma upp sundlaug f svonefndum Sýslumannshvammi. —Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.