Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 Leikbrúðuland frumsýnir tvö barnaleikrit A MORGUN frumsýnir Leik- brúðuland tvö brúðuleikrit. Er þetta fjórði veturinn sem Leik- brúðuland sýnir og er skemmst að minnast svningar þess um jólin „Jólasveinar einn og átta“. Sú sýning fór einnig til Chicago og hlaut þar góðar undirtektir. Leikritin sem sett verða upp að þessu sinni eru Meistari Jakob og tröllið Loðin- barði og einnig leikritið Gréta og grái fiskurinn. Meistari Jakob sem unnið hefur hylli yngri kynslóðarinn- ar bregður sér að þessu sinni í Kleinuríki og þarf þar að kljást við tröllið Loðinbarða, sem rænt hefur Koparfléttu kóngs- dóttur. Gréta og grái fiskurinn er af öðrum toga spunnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Leikbrúðuland ræðst i þessa leikbrúðugerð, en hún felst í því að sviðið er lýst með sérstöku ljósi og brúður og leiktjöld eru máluð með sér- stökum litum og efnum sem verða sjálfiýsandi í ljósinu. Leikritið gerist að mestu niðri í sjónum. Aðalpersónan er grár fiskur sem finnst hann vera mjög ljótur en er svo heppinn að hitta litla stúlku sem heitir VEIZLA í bláa hellinum hjá sædrottningunni. Ur leikritinu Gréta og grái fiskurinn. Gréta og hún hjálpar honum í vandræðum hans. Tónlistina við leikritið samdi Atli Heimir Sveinsson og er hún afar nýstárleg og dansa eftir henni bæði fiskar, haf- meyjar og kolkrabbar. Leikritið er byggt á sögu eftir Hariette Vanhalewijn sem þýdd var af Örnólfi Thorlacius en Hólmfrfður Pálsdóttir hefur búið söguna til leiks. Hólmfríð- ur stjórnar einnig báðum leik- ritunum og er þetta þriðji veturinn sem hún setur á svið með Leikbrúðulandi. Einnig á hún heiðurinn af þeim Meist- ara Jakob sem íslenzk börn þekkja, én hann er vinsæll víða um lönd undir mismunandi nöfnum. Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur gert leikbrúður og tjöld í samvinnu við Leikbrúðuland en æfingar hafa staðið yfir sið- an í haust. Launagreiðslur Flug- leiða á 4 milli. kr. á dag SlÐAN verkfall hófst hefir Is- land verið nær alveg samgöngu- laust, bæði við önnur lönd og innanlands, þar sem flugið liggur nú algjörlega niðri. Menn hafa velt fyrir sér hver væri afstaða Flugleiða til yfirstandandi verk- falls, svo og frekari samninga- mála. Mbl. sneri sér f gærkvöldi til eins forustumanna Flugleiða. Hann lýsti skoðun sinni eftir- farandi: „Yfirstandandi verkföll hafa MORGUNBLAÐINU er nú kunn ugt um, að ekkert hinna stærri bifreiðaumboða á 1 útistöðum við skattvfirvöld vegna meintra sölu- gjaldssvika, en fregnir hafa birzt f tveimur fjölmiðlum um slfkt bitnað með sérstökum hætti mjög harkalega á rekstri og stöðu Flug- leiða h.f. Ekki einasta hefir allur flug- rekstur innanlands og utan gjör- samlega stöðvast og tekjumissir, álitshnekkir og f járhagstjón beint og óbeint er gífurlegt af þeim sökum, heldur hafa ýmsar starfs- stéttir, sem jafnvel eru innan vé- banda Alþýðusambands Islands, kosið að hafa ekki samstöðu með misferli fyrirtækja og þá einkum rætt um stórt bifreiðaumboð f þvf sambandi. Ríkisskattstjóri hefur skýrt frá því, að skömmu fyrir áramót hafi þeim hópum, sem nú stöðva flug- reksturinn. Daglega nema launagreiðslur félagsins til slíkra starfshópa á fjórðu milljón króna án þess að vinna komi á móti nema að litlu leyti. Félagið telur með öllu óverj- andi að margir starfshópar geti jafnvel á víxl lamað flugsam- göngur landsmanna og mun beita sér fyrir því — i samvinnu við Vinnuveitendasamband Islands Framhald á bfs. 27 verið byrjað á skyndikönnun á sölugjaldsskilum ársins 1975 hjá nokkrum fyrirtækjum, sem orðið höfðu uppvis aó óeðlilegum drætti á skilum á sölugjaldi vegna ársins áður. Athugun er þegar lokið hjá allmörgum aðilum og eru þau nú á úrskurðarstigi hjá ríkisskattstjóra. Um 700 fyrirtæki munu við skattuppgjör í fyrra hafa skilað leiðréttingarskýrslum við sölu- gjald eða fengið viðbótarálagn- ingu. Spjallað við samningamenn í kjaradeilu: Davíð Scheving Thorsteinsson VerSbólgusamningar liggja á borðinu DAVlÐ Scheving Thorsteinsson, for- maður Félags Islenzkra iSnrekenda er einn af samningamönnum Vinnu- veitendasambands fslands i kjara- deilunni, sem veriS er aS reyna aS leysa i LoftleiSahótelinu. Morgun- blaSið hitti DavlS aS mili I gær og spurSi hann, hvernig honum litist i stöSu samningamilanna. Hann sagSi: „Mér lýst illa á stöðuna, að þvi leyti, að verkföll skuli standa svo lengi með þeim afleiðingum, sem allir finna á eigin pyngju og ennfremur vegna þess, að þegar er borðliggjandi, að gerðir verða gengisfellingar- og verð- bólgusamningar Það er aðeins spurn- ing um stærð hvors tveggja." „Það gefur auga leið," sagði Davlð, „að þegar þjóðartekjur á mann fara minnkandi eins og fyrirsjáanlegt er að þær munu gera á árinu 1976, er svokölluð kauphækkun óraunhæf. Staða framleiðsluiðnaðarins er sú sama og útflutningsiðnaðarins, þ.e.a.s. að samkeppnin við erlenda keppinauta verður mun erfiðari en nú er hjá báð- um aðilum. Ég harma að ríkisstjórnin skuli ekki hafa séð sér fært að koma til móts við tillögur þær, sem AS( og vinnuveitendur voru sammála um að myndu geta fært launþegum raunhæf- ar kjarabætur, en þess er svo sannar- lega þörf. Til þess að svo megi verða þarf að beita öllum ráðum til þess að auka framleiðslu þjóðarinnar, þ.e. að stækka kökuna, sem til skipta er, en eyða ekki svo mikilli orku I að skipta sifellt minnkandi köku." Að lokum sagði Davið Scheving Thorsteinsson: „Ég vona, að þegar staðið verður upp frá þessum samn- ingum, verði niðurstaðan sú — sem hlýtur að vera stefna allra sanngjarnra aðila — að kjör hinna lægstlaunuðu batni i raun, en útlitið fyrir þvi að það takist er þvi miður dökkt." Runólfur Pétursson Tryggja þarf bætur til láglaunafólks MORGUNBLAÐIÐ ræddi I gær við Runólf Pétursson, formann Iðju. félags verksmiðjufólks á Loftleiða- hótelinu, þar sem verið er að rðða fram úr kjarasamningum. Runólfur var spurður, hvernig honum litist ð stöðuna I samningunum. Hann svar- aði: „Mér lýst ekki vel á stöðuna, þar sem ekki náðust samningar á fyrstu tveimur til þremur dögum verkfallsins. Vihnuveitendur svöruðu tillögum sátta- nefndarinnar ekki fyrr en um miðja síðastliðna nótt og ég óttast mjög að samningar geti dregizt fram undir miðja næstu viku." „Hefur verið rætt um sérkröfur Iðju?" „Við höfum setið þó nokkra fundi með iðnrekendum og rætt um sérkröf- ur okkar. Hefur þeim verið tekið mjög illa og telja viðsemjendur okkar að þær séu of mikið tengdar öðrum launakröf- um og þvl fáum við i raun ekkert svar. Aðalkrafa okkar er um aldurshækkun frá 9 mánuðum og upp I 4 ár og hreint út sagt geta Iðjufélagar ekki gengið frá samningum, nema aldurshækkun komi til." Þá spurði Mbl. Runólf. hvort hann óttaðist að samningarnir kynnu að fá á sig þann stimpil, sem samningarnir 1974 fengu, en að flestra dómi voru þeir verðbólgusamningar. Runólfur sagði: „Ef forysta verkalýðshreyfing- arinnar talar af alvöru og hún hefur einsett sér að bæta kjör hinna lægst- launuðu, þá verða iðnaðarmannafé lögin að doka við I þessum samningum og hlevoa verkafólkinu nnn r—r *—'• á þ mai brýiio nidii ug itu peir skiiji pena. cg vona sem sagt að þessir samningar leiði ekki til þess, sem gerðist 1974, að gerðir verði kjallarasamningar svo- kallaðir, sem komu mjög illa I bakið á þeim lægstlaunuðu Þar eð samningar hafa nú dregizt á langinn er ég og hræddur um að hilli undir næstu helgi áður en aðilar nái saman — nema þá kraftaverk verði Ég get ekki skilið á hvern hátt unnt er að ætlazt til þess að verkamenn og konur lifi á 52 til 53 þúsund krónum á mánuði, en þetta er Iðjukaupið. Það sem aftur er verra að I ýmsum atvinnugreinum getur fólk með þvl að leggja að sér og vinna eftirvinnu bætt sér þetta upp, en svo er því miður ekki farið með Iðjufólk. Með þessu hefur iðnaðurinn misst sitt bezta fólk. Það hefur hvað eftir annað sést, er vertlðir hefjast, þá hættir fólk I iðnaði Ég veit að iðnrekendur llta þetta alvar- legum augum og þeir vilja lagfæra þetta. Ég vona að það verði I þessum samningum. Hjörtur Hjartarson StaSa verzlunarinnar er mjög erfið til að veita kauphækkanir HJÖRTUR Hjartarson, formaður Kjararáðs verzlunarinnar, er einn samninganefndarmanna Vinnuveit- endasambands Islands. en Kjararáð- ið, sem er umbjóðandi Verzlunarráðs fslands. Félags fslenzkra stórkaup- manna og Kaupmannasamtaka Is- lands, er I þessum samningum fyrsta sinni fullgildur aðili að VSf. Gekk Kjararáð verzlunarinnar I VSl f desember sfðastliðnum. Hjörtur var fyrst spurður um álit hans á stöðu samningamálanna: „Þess er fyrst að geta," sagði Hjörtur Hjartarson, „að verðlagsmál blandast alltaf inn I okkar mál. I júnlmánuði slðastliðnum sendum við inn greinar- gerð til verðlagsyfirvalda og fengum neitandi svar nú eftir áramót. Erum við þvl I ákaflega erfiðri aðstöðu til þess að bjóða kauphækkanir yfir höfuð. Við rökstuddum greinargerð okkar með kauphækkunum, sem orðið hafa og öðrum kostnaðarhækkunum, sem þyngt hafa mjög rekstur verzlunar- innar. En ég vil samt undirstrika það að þar sem við erum þegar orðnir aðilar að Vinnuveitendasambandinu munum við samþykkja þá samninga, sem gerð- ir verða og ekki skera okkur úr þeirri samstöðu sem myndast innan VSÍ." „Þið hafið rætt sérkröfur við verzl- unarmenn." „Já, meginhluti sérkrafna verzlunar- manna falla undir svokallaðar sam- eiginlegar sérkröfur ASf og um það er fullt samkomulag milli aðila Aðrar kröfur eru á viðræðustigi enn." „Óttastu að þessir samningar verði verðbólgusamningar?" „Ég óttast það mjög. Það fer ekki milli mála að kauphækkanir hafa verð- bólguhvetjandi áhrif og þvi miður verða þær þvf ekki að raunverulegum kjarabótum. Á fundi með rfkisstjórn- inni var henni bent á að ekki væri um að ræða annað en rfkið linaði eitthvað á kröfum slnum. T.d. var bent á 3,5% launaskatt, sem mætti fella niður, en hann er svo til óþekktur annars staðar. Ennfremur var bent á fleiri gjöld. sem unnt ætti að vera að taka til endurskoð- unar Þessi atriði eru ekki öll beinllnis tengd verzluninni einni." Að lokum sagði Hjörtur Hjartarson: „Ég er hræddur um að það geti dregizt út næstu viku, að samkomulag takist. Framhald á bfs. 13 Utanríkisráðherra um 100 þús. tonna tilboðið: SKIIAIMH) I’HÁ BRFIIVI - EKKIPUNKTAR FR\ LUNS VEGNA staðhæfinga um, að dr. Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hafi lagt til, að Bretar fengju að veiða hér við land allt að 100 þúsund tonn á ári, sneri Morgunblaðið sér til Einars Ágústssonar utanríkisráðherra og óskaði eftir skýr- ingu hans á þessu atriði. Utanrikisráðherra sagði: „Það er alrangt, að hér sé um að ræða tillögur frá Luns. Þetta eru bara skilaboð frá Bretum. Þetta er nánast einhliða yfirlýs- ing þeirra. Sama er að segja um fjölda togaranna. Þeir leggja til að togurum verði fækkað úr 139 í 105. Þetta eru þær tak- markanir, sem brezka útgerðin hefur sett sjálfri sér, — bæði hvað snertir togarafjöldann og eins aflamagnið, — tölur um þetta hafa birzt erlendis. Þetta eru sem sagt þeirra eigin hug- myndir, en ekki punktar frá Luns.“ 1 framhaldi af þessu má geta þess, að í viðræðum Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra ogHarolds Wilson í Bret- landi á dögunum, settu Bretar ekki fram formlegt tilboð um 85 þúsund tonna hámarksafla, heldur nefndu þeir þá tölu sem hugmynd eða umræðugrund- völl. Eiga þvi rangfærslur þess efnis, að Luns hafi boðið Is- lendingum verri kjör en Bretar sjálfir, ekki við rök að styðjast. Meint sölugjaldssvik: Ekkert stóru bílaum- boðanna til meðferðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.