Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 LOFTLEIDIR SKwBÍLALEIGA H- 2 11 90 2 11 88 p!; m I u BILALEIGAN 5IEYSIR ?i O CAR Laugavegur 66 o RENTAL 24460 |o 28810 nll Utvarp ocj stereo kaseltutíeki FERÐABILARhf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 Tryggið gegn steinefnaskorti gefið STEWART FOÐURSALT Samband nl umvinnufaiaca INNFLUTNINGSDEILD Baráttan, sem vér eigum í i nefnist erindi SIGURÐAR BJARNASONAR sem flutt verður Á MORGUN, sunnudaq- inn 22. febrúar KL 5 í AÐ- VENTKIRKJUNNI Inqólfsstræti HULDA JENSDÓTTIR flytur stuttan fræðsluþátt um heil brigði, Blandaður kvartett, tvísöngur. Fórn vegna Bibliudagsins. Útvarp Reykjavlk L4UG4RD4GUR 21. febrúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Frettir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá“ (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Oskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir Islenzkt mál Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Tilkynningar. KVÖLDIÐ____________________ 19.35 1 skipalest yfir Atlants- haf Valgeir Sigurðsson ræðir við Baldvin Sigurðsson frá Garði f Aðaldal um siglingar á strfðsárunum. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.45 Minningartónleikar og erindi um Inga T. Lárusson tónskáld. Avarp og erindi flytja Þórarinn Þórarinsson fyrrum skólastjóri og Jón Þórarinsson tónskáld. Ung- lingalúðrasveit Mosfells- sveitar leikur lagasyrpu f út- setningu Ellerts Karlssonar. Stjórnandi: Lárus Sveinsson. Ingimar Sigurðsson syngur tvö lög við undirleik Jöns Stefánssonar. Kvennakór Suðurnesja syngur þrjú lög Einsöngvari: Elfsabet Erlingsdóttir. Söngstjóri: Herbert H. Agústsson, sem raddsetti lögin. Eddukórinn syngur þrjú Iög. Ólöf Harðar- dóttir syngur þrjú lög. Jón Stefánsson leikur á pfanó. Kammersveit Reykjavfkur leikur lagasyrpu f útsetningu Jóns Sigurðssonar. Stjórn- andi: Páll P. Pálsson. Karla- kórinn Stefnir syngur tvö lög. Einsöngvari: Kristinn Hallsson. Söngstjóri: Lárus Sveinsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma (6). 22.25 A mörkum þorra og góu Haukur Morthens syngur og leikur með hljómsveit sinni f hálfa klukkustund. Að öðru leyti danslög af hljómplöt- um. (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. SKJÁNUMI LAUGARDAGUR 21. febrúar 1976 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Pollyanna Breskur myndaflokkur, gerður eftir hinni alkunnu skáldsögu Eleanor H. Porter. 2. þáttur. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Ilagskrá og auglýsingar 20.35 Krossgáta III Spurningaþáttur með þátt- töku þeirra sem heima sitja. Kvnnir Edda Þórarinsdóttir. Umsjónarmaður-. Andrés Indriðason. 21.05 Nei, ég er hérna Breskur gamanmynda- flokkur Aðalhlutverk Ronnie Corbett. Skál Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 James Paul McCartney Paul McCartney, eiginkona hans, Linda, og hljómsveitin Wings syngja og leika ný og gömul lög, þar á meðal syrpu af bftlalögum. Þýðandi Jón Skaptason. 22.20 Otley Bresk gamanmvnd frá árinu 1969. Aðalhlutverk Tom Courtenay og Romy Schneider. Hrakfallabálkurinn Otley er f húsnæðisleit. Hanrt fær inni hjá kunningja sfnum, sem er myrtur sama kvöld, og því lendir Otley f alls kyns raunum. Þýðandí Heba Júlfusdóttir. 23.45 Dagskrárlok. Myndaflokkur um Pollyönnu — 2. þállur í dag Brezkur myndaflokkur i sex þáttum. ætlaður börnum, hófst s.l. laugardag I sjónvarpi. ÞaS er „Pollyanna", sem gerð er eftir sögu Eleanor H. Porter. Bók þessi kom út hér fyrir mörgum érum i svokölluðum flokki „Rauðu bók- anna" og varð afar vinsæl meðal telpna þð. Pollyanna er ung telpa, munaðarlaus. sem hin siðvanda frænka hennar, ungfrú Polli, neyðist til að taka að sér af þvl „að skyldan býður henni það" enda er það höfuðkostur og ókostur ungfrú Polllar hversu yfir- mðta skyldurækin hún er. Polly- anna kemur á heimilið og verða þar miklar sviptingar, þar sem ungfrú Polll gengur vægast sagt erfiðlega að fást við hið glaðsinna og sérkennilega stúlkubarn. sem jafnan sér bjartari hliðina á hverju máli, og hefur ómæld áhrif ð um- hverfi sitt með þeirri afstöðu. Eysteinn oy Hannibal í heimsókn MÖRGUM mun áreiðanlega leika hugur á að horfa á gestaþáttinn í sjónvarpi í kvöld, en þar tekur Magnús Bjarnfreðsson á móti tveimur stjórnmálakempum, sem nú hafa dregið sig út úr skarkala stjórn- málanna að mestu og sitja á friðar- stóli, þeim Eysteini Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni Eysteinn Jónsson var forystumaður Fram- sóknarflokksins um áratuga skeið, hefur yngstur allra orðið ráðherra og gegndi tfðast embætti fjármálaráð- herra. Hannibal Valdimarsson hefur komið viða við í stjórnmálaflokkun- um íslenzku og síðast stofnaði hann Samtök frjálslyndra og vinstri manna Magnús Bjarnfreðsson sagði, að þátturinn hefði verið tekinn upp milli jóla og nýjárs og væru þeir Eysteinn og Hannibal málhressir og hispurslausir. Rabbað væri um stjórnmálaferil þeirra, skoðanir þeirra á stjórnmálamönnum, um búskap Hannibals og skíðamennsku og náttúruverndaráhugamál Eysteins og allvíða komið við. Sendandi Þriðja krossgálan er I kvöld og birtum við hér ti) hægðarauka krossgátuna sem áhorfendum er æflað að fást við. „Það er œvintýrið um Inya Lár ... ” Minningartónleikar í hljóðvarpi í kvöld í KVÖLD verður í hljóðvarpi löng og mikil dagskrá um hið ástsæla tön- skáld Inga T Lárusson Þar flytur Jón Þórarinsson erindi um hann og Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skóla- stjórí á Eiðum, sem þekkti Inga ! mörg ár, flytur ávarp Ingi T. Lárus- son var fæddur á Seyðisfirði árið 1892 og lézt i Vopnafirði 1946. Hann ólst upp á Seyðisfirði en þar var faðir hans kennari og bóksali Ingi var i Verzlunarskólanum I Reykjavtk I tvö ár, en hélt heim til Seyðisfjarðar siðan og sneri sér fljót- lega að lagasmlð Heimili foreldra hans var þekkt fyrir tónlistaráhuga og söng svo og heimili þáverandi læknis á staðnum, Kristjáns Kristjánssonar, en siðar tók Ingi T. við af honum sem söngstjóri Braga. Fyrsta lagið, sem vitað er til að Ingi hafi samið, er „Ó hlessuð vertu sumarsól". Þá var hann I vegavinnu á Fljóts- dalsheiði Ingi T. Lárusson stundaði slðan verzlunar- og kennslustörf á Aust- fjörðum en varð síðast póst- og simamálastjóri á Neskaupstað I níu ár Þórarinn Þórarinsson sagði, að Ingi T. Lárusson hefði verið elsku- legur, þýður og viðkvæmur per- sónuleiki og hann teldi að Ijóð Þor- steins Valdimarssonar, sem greipt verður I minnismerkið um tónskáld- ið, segði I raun og veru allt sem þyrfti að segja: Svanur ber undir brirtgudúni banasár, það er ævintýrið um Inga Lár. Ingi T. Lárusson Tærir berast ur tjarnarsefi tónar um fjöll heiðin töfrast og hlustar öM. Sumir kveSja og slðan ekki söguna meir, aSrir meS söng sem aldrei deyr. í kvöld mun unglingahljómsveit Mosfellssveitar leika lagasyrpu eftir Inga undir stjórn Lárusar Sveinsson- ar, Ingimar Sigurðsson syngur við undirleik Jóns Stefánssonar, Kvennakór Suðurnesja syngur og Elísabet Erlingsdóttir syngur einsöng, Eddukórinn, Kammersveit- in og Karlakórinn Stefnir o.fl. flytja tónlist eftir Inga T Lárusson. Hefst dagskrá þessi kl. 20 45.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.