Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 Afgreiðslusalir bankanna eru enn snyrtilegir, en þar er líka fátt Svona er orðið umhorfs í sumum kennslustofum æðri skóla. um manninn þessa dagana Enn fleiri stofnunum lokað: Borgarbókasafn- inu lokað í dag — Háskólanum og fleiri skólum eftir helgi ENN fjölgar þeim stofnunum, sem eiga í erfiðleikum með að halda uppi eðlilegri þjónustu af völdum verkfallsins, og þeim stofnunum fer fjölgandi með degi hverjum,* sem loka verður af heilbrigðisástæðum. I gær var t.d. ákveðið að loka Borgarbóka- safninu um helgina og ef verk- fall leysist ekki, þá verður engin afgreiðsla þar eftir helgi. Strætisvögnum Reykjavíkur, sem gengið hefur mjög illa að halda uppi áætlun, hafa fengið fleiri undanþágur, þannig að hægt verður að aka á ölium leiðum um helgina. Þá verða leikhús og kvikmyndahús opin um helgina. S.V.R. FJÖLGAR FERÐUM Haraldur Þóröarson hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur sagöi í samtali við Morgunblaðið í gær, að hægt yrði að f jölga ferðum í dag og á morgun meir en gert hafði verið ráð fyrir. I dag, laugar- dag, yrði ekið á öllum leiðum frá kl. 07—24 samkvæmt kvöldtímatöflu. Á morgun yrði einnig ekið á öllum leiðum frá kl. 13—24 samkvæmt sömu tíma- töflu. Hann sagði, að þeir menn, sem undan- þága hefði fengist fyrir til vinnu á verk- stæði S.V.R. mættu vinna 8 tíma á dag og skiluðu þeir því 280 vinnustundum á viku. Undanfarnar þrjár vikur hefðu unnar vinnustundir á verkstæðinu verið um 1200 á viku. BORGARBÓKA- SAFNIÐ LOKAÐ Elva Björk Gunnarsdóttir borgarbóka- vörður sagði í gær, að afgreiðslur borgar- bókasafnsins yrðu opnar í dag, laugar- dag, en síðan yrði þeim lokað þangað til verkfall leystist. Hún sagði að þetta væri gert vegna þess, að mikill óþrifnaður væri í afgreiðslunum m.a. væri kominn ódaunn upp úr ruslafötum. Sótt hefði verið um undanþágu fyrir safnið til verkakvennafélagsins Framsóknar, en hún ekki fengist. LITLU FLUGFÉLÖGIN HAFA ÆRINN STARFA Mjög mikið er að gera hjá litlu flug- félögunum þessa dagana og eru allar vélar á lofti þegar veður leyfir. Reyndar var ekkert hægt að fljúga í gær vegna veðurs. Hjá Flugstöðinni varð Guðmundur Hilmarsson fyrir svörum. Hann sagði að þeir hjá Flugstöðinni ættu að geta haldið áfram flugi næsta hálfa mánuðinn, en þeir ættu bensín til þess tíma. Þá gætu þeir ávallt bætt á geymana úti á landi, þannig að það gerði birgðirnar enn drýgri. Báðar stóru vélarnar hjá Flugstöðinni eru í stanzlausri notkun og er önnur eingöngu notuð til utanlandsflugs. Hjá Vængjum fékk Morgunblaðið þau svör að félagið gæti haldið uppi flugi í eina viku enn, en þá yrðu bensínbirgðir á þrotum. LEIKHUSINOPIN — OG BÍÓIN LÍKA Ivar H. Jónsson, skrifstofustjóri Þjóð- Það er ekki mikið að gera á veitingastöðunum. leikhússins, sagði, að leikhúsið yrði örugglega opið fram yfir helgi og sýnt yrði af krafti alla helgina. Þórhallur Halldórsson hjá heilbrigðiseftirlitinu sagði í gærkvöldi, að engin ástæða væri að loka leikhúsunum enn sem komið væri, því þar liti allt mjög þokkalega út. Hann sagði að heilbrigðiseftirlitið hefði litið á kvikmyndahúsin í gær og satt bezt að segja væri umgangurinn í þeim mjög misjafn, — og reyndar væru sum lokuð núna —. Ákveðið hefði verið að heimila húsunum að hafa opið yfir helgina. Þá sagði hann, að farið yrði í opin- berar stofnanir eins og t.d. banka eftir helgina. Vonandi kæmi ekki til að loka þyrfti opinberum stofnunum, og að verk- fallið leystist um helgina. BARNAHEIMILIN OPIN Ragnhildur Bogadóttir hjá Barna- vinafélaginu Sumargjöf sagði, að undan- þága hefði fengist fyrir ræstingu á barnaheimilum borgarinnar og því væri rekstur þeirra í fullum gangi. ÆÐRI SKÓLUM LOKAÐ Akveðið hefur verið að loka flestum æðri skólum borgarinnar eins og menntaskólum og Háskólanum eftir helgina, ef samningar hafa ekki tekizt þá. Mun þá flest ef ekki öll kennslustarf- semi á SV-landi hafa lagst niður. Vöruskortur að byrja úti á landi: Akarlegur mjólk- Brezka freigátan Yarmouth F-101, sem reyndi að sigla á Tý urskortur á Akureyri Landhelgisgæzlan: „Verndarskipum gefn- ar frjálsar hendur” — ekki rétt segja Bretar VÖRUSKORTUR er nú að byrjaaðgera vart viS sig úti á landsbyggðinni, en hvergi mun hann þó vera alvarlegur. Hins vegar er orðið alvarlegt ístand f mjólkursölumálum á þeim stöðum, þar sem algert verkfall hefur verið slðan á þriðjudag. Kom þetta fram, þegar MorgunblaSiB hafBi samband við nokkra fréttaritara sina I gær. Landheigisgæzlan skýrði frá því f gær, að varðskipið Týr hefði náð tilkynningu frá dráttarbátn- um Lioydsman til brezkra skipa á lslandsmiðum í gærmorgun, þar sem frá þvf var skýrt, að héðan f frá hefðu brezku skipin frjálsar hendur um þær aðgerðir sem þau beittu togurunum til vernd- ar. Sagði Lloydsman að þetta væri komið frá yfirvöldum f London. Talsmaður brezka varnarmála- ráðuneytisins neitaði f gærkvöldi að nokkuð væri hæft f þessu. „Það væri firra að gera slíkt. Þetta væri það síðasta sem við gerðum á þeim tfma, sem við erum að reyna að koma samningaviðræðum af stað aftur,“ sagði talsmaðurinn. 34 brezkir togarar voru við landið i gær og 11 aðstoðarskip. Hið versta veður var á miðunum í gær, 10 vindstig og enginn togari að veiðum. Togararnir voru dreifðir á svæði frá Hvalbak að Vopnafjarðargrunni. Það bar til tiðinda i gærmorgun Framhald á bls. 27 EKKERT VERZLUNAR- MANNAFÉLAG TIL Ásgeir Lárusson I Neskaupstað sagði, að þar væru allar verzlanir opn- ar, þar sem Norðfirðingar nytu þeirra forréttinda, að þar væri ekkert verzlun- armannafélag Ekki væri byrjað enn að örla á vbruskorti, en það yrði mjög fljótlega, þvl samgöngur hefðu nú leg- ið niðri I nokkra daga. Hann kvað almennt verkfall hafa skollið á I Neskaupstað á miðnætti I fyrrinótt og þá hefðu allir búist við, að hætt yrði að afgreiða bensln á bensln- afgreiðslustöðvum. Þvl hefði fólk fyllt geymana á bllum slnum, en þegar til hefði komið, hefði þetta verið óþarfi, þvl afgreiðslustúlkurnar á benslnstöðv- unum væru ekki I neinu stéttarfélagi. Þá sagði Ásgeir, að verið væri að bræða loðnu I nýju verksmiðjunni. sem þar hefði fengist undanþága til bræðslu. Þá hefði einnig verið veitt undanþága fyrir iðnaðarmenn til að vinna að viðgerðum I verksmiðjunni. VANTAR KÓK Á HÖFN Ellas Jónsson á Höfn I Hornafirði sagði, að ekki væri enn um neinn tilfinnanlegan vöruskort að ræða þar. Hinu væri samt ekki að neita. að skort- ur væri orðinn á gosdrykkjum eins og t.d. kóka kóla Almennt verkfall átti að hefjast i Höfn á miðnætti s.l. og var ekki búis við að bræðslu I verksmiðjunni yrí lokið fyrir þann tfma. Þeim bátum, sem ekki tókst að ná upp öllum netum slnum I dag, hefur verið gefin undan- þága til þess Verslunarfólk á Höfn hefur boðað verkfall frá 2 7. febrúar hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tlma. Sumarveðrátta hefur verið á Höfn að undanförnu og er farið að grænka I görðum, sem flestum þykir einum of snemmt, sagði Ellas. ALVARLEGUR MJÓLKUR- SKORTUR Sverrir Pálsson á Akureyri sagði, að ekki væri orðinn neinn áberandi vöruskortur I verzlunum, en samt væri farið að þynnast 1 hillum og ýmislegt unnið kjötmeti vantaði. Hitt væri svo öllu verra að mjólkurskortur væri far- inn að gera vart við sig, sem gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir barnafjölskyldur, sérstaklega þar sem kornabörn væru, en engin mjólk hefði fengist siðan um hádegi á þriðjudag. Þá sagði Sverrir að skólar hefðu starfað eðlilega til þessa, og ræsting á þeim hefði farið fram þar til I gær, en I MA hefði ekki verið ræst síðan á þriðjudag og yrði kennslu hætt þar eftir helgi, ef verkfallið leystist ekki Heilbrigðiseftirlitið myndi slðan taka ákvörðun um, hvort loka þyrfti öðrum skólum og þá hvenær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.