Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.1976, Blaðsíða 13
Verdens Gang um slitin MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1976 13 „Harkan skiljanleg en finnaverður lausn” Fyrirsagnir á frétt Berlingske Tidende og fréttum brezkra blaða um stjórnmálaslitin i gær. Dagens Nyheter í leiðara um stjórnmálaslitin: Mikil og viðkvæm pólitísk jafna í norðri getur breytzt FráGuðmundi Stefánssyni í Ási i Noregi. Ákvörðun islenzku rfkisstjórn- arinnar um að slfta stjórnmála- sambandinu við Breta hefur verið aðalfréttaefni f jölmiðla f Noregi f gær og f dag. Yfirleitt kemur fram samúð með málstað lslendinga og ósk um að deilan leysist. Almennt telja blöðin að ef af samningum verði, verði það fvrir milligöngu NATO og einnig er lögð áherzla á alvöru málsins, ekki sfzt með til- liti til þess að hér er um tvö aðildarlönd NATO að ræða. — Rætt við samningamenn Framhald af bls. 2 Það sem veldur mestum erfiðleikum er ótrúlegur fjöldi sérkrafna, sem satt að segja margar hverjar eru algjörlega óraunhæfar." Björn Þórhallsson Utanaðkomandi aðstæður gætu spillt samningum MORGUNBLAÐIO ræddi I gær við Bjöm Þórhallsson, formann Lands- sambands fslenzkra verzlunarmanna. um stöðuna f samningamálunum. Björn Þórhallsson sagði: ,.Ef menn vinna af heilindum að þvl að ná samkomulagi, þá er hér aðeins um vinnu að ræða Ég get ekki séð að nein óleysanleg vandamál séu fyrir dyrum, sem komið geti I veg fyrir samninga Ég vona að utanaðkomandi aðstæður verði ekki látnar hafa áhrif á samningsgerðina, þvi að það getur spillt fyrir og ef deilan dregst á langinn getur það einnig torveldað lausn henn- ar." „Jú, við höfum haldið fundi með viðsemjendum okkar um sérkröfur verzlunarmanna," sagði Björn Þórhalls- son, „og búizt er við þvi að fundur verði um þær í kvöld. Við höfum ekki fallizt á kröfur vinnuveitenda um að ryðja sérkröfum okkar af borðinu eins og sagt er, enda er það óeðlilegt, þar sem vinnuveitendur sjálfir eru með sérkröfur, sem þeir vilja ræða við okkur." Morgunblaðið spurði Björn nánar um sérkröfur verzlunarmanna og sagði hann þá að sér hefði fundizt við þessa samningsgerð, að sum atriði, sem þegar hefði náðst samkomulag um, hefðu sfast of flj&tt út til almennings. Þessi atriði eru öll hluti heildarkjara- samnings og geta þvl ekki staðið ein sem sllk. Þau verða ekki að veruleika, fyrr en málið I heild er komið I höfn. Þess vegna sagðist Björn ekki vilja tjá sig um viðræðurnar um sérkröfurnar. En hvað um verðbólgusamninga? Björn var spurður, hvort hann óttaðist að samningarnir fengju þann stimpil Hann svaraði: „Það má lengi tala um verðbólgusamninga og vitað er að kauphækkanir hafa verðbólguhvetjandi áhrif, en málið er ekki svo einfalt, Margir fleiri þættir hafa verðbólgu- hvetjandi áhrif og með hagstjórnarað- ferðum væri unnt að draga úr henni á margan hátt. Kaupmátturinn hefur verið rýrður I þessum tilgangi, en það er ekki hægt að gera I það óendanlega. Leita þarf nýrra úrræða Án kauphækk- unar nú blasir og við geigvænleg rýrn- un kaupmáttar — svo að kauphækkun er óumflýjanleg nauðsyn." Verdens Gang birti í dag for- ystugrein um síðustu atburði þorskastríðsins. Þar segir að und- anfarna daga hafi allt stefnt í þá átt að stjórnmálasambandinu yrði slitið. Deilan hafi komizt í sjálf- heldu og allar tilraunir til sátta hafi reynzt tilgangslausar. Blaðið segir að í þeirri stöðu' sem upp hafi verið komin hafi íslendingar tekið þann kost að sýna óánægju sina í garð Breta eins eindregið og þeir gætu og því hafi stjórnmálasambandinu verið slitið. Það séu alvarleg tíðindi þegar tvö riki sem standi saman í bandalagi og hafi haft náin sam- skipti slíti stjórnmálasambandi. Blaðið segir að það sjáist bezt á því að NATO-ríkin Grikkland og Tyrkland hafi ekki slitið stjórn- málasambandi þegar Kýpurdeil- an leiddi til blóðugrar styrjaidar. „VG“ segir ennfremur að mikil- vægast sé í þessu máli að mun erfiðara verði en áður að koma af stað samningaviðræðum þegar báðir deiluaðilar komast að því að deilan leysist ekki án gagn- kvæmra tilslakana. Hættan sé sú að þorskastriðið verði enn harðara en hingað til og haldi ástandið á fiskimiðunum áfram að versna megi búast við að illt blóð hlaupi i deiluaðila og marg- falt erfiðara verði að setjast að samningaborðinu. Síðan segir VG að af norskri hálfu hafi allt verið gert til að fá Breta til að kalla herskipin út fyrir 200 mílurnar. Þegar það hafi ekki tekizt hafi verið ljóst að deil an mundi ekki leysast. Annar aðil inn hafi orðið að láta undan og með réttu hafi mátt vona að Bret- ar mundu stíga fyrsta skrefið. Þegar það gerðist ekki hafi ef til vill ekki verið út í hött að setja það i samband við þá erfiðu að- stöðu sem Bretar sjálfir séu komnir i í fiskveiðilögsögumál- um, bæði gagnvart Efnahags- bandalaginu og Noregi. Stjórnmálaslitin eru varnarað- gerð, segir islenzka ríkisstjórnin. Það er eðlilegt að hún sýni eins mikla hörku og hægt er, en deilan verður að leysast — það er ekki sízt mikilvægt fyrir íslendinga. I grein sem Halvor Elvik skrif- ar í Dagbladet segir að líklega muni Norðmenn gegna lykilhlut- verki í sáttaumleitunum i þorska- stríðinu, en trúlega muni þær við- ræður fara fram á vegum NATO. Hann hefur eftir Frydenlund utanríkisráðherra að ríkisstjórnin vilji áætlun sem stefni að því að koma til leiðar nýjum viðræðum. Þá segir Elvik að Bretar séu nú þegar háðir sterkum þrýstingi Frá Lars Olsen í Kaupmannahöfn. TAUGAOSTYRKUR einkennir viðbrögð danskra blaða við slitum stjórnmáiasambands Islands og Bretlands þar sem þau óttast áhrifin sem þau kunni að hafa á samstarfið i NATO. Öll dönsk blöð leggja áherzlu á að nú hafi tvö bandalagsrfki f NATO slitið stjórnmáfasambandi f fyrsta skipti f sögu bandalagsins. Politiken lætur i ljós ugg um að stjórnmálaslitin verði til þess að þorskastríðið harðni og afleið- ingarnar verði fleiri árekstrar, slys á mönnum og jafnvel mann- tjón. Fréttin er talin svo mikilvæg að hún birtist á forsíðum blaðanna þótt lengi hafi verið búizt við stjórnmálaslitunum. frá NATO og ekki sizt Bandaríkj- unum sem séu hrædd um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar. Harðn- andi afstöðu Islendinga verði að skoðaí ijósi allsherjarverkfallsins sem litlar líkur séu á að leysist fljótlega. Ríkisstjórnin verði að taka upp róttækari stefnu til að hafa möguleika á að sitja áfram. Þetta telur greinarhöfundur ekki sizt vekja ugg hjá NATO þar sem Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra sé talinn tryggur stuðn- ingsmaður bandalagsins en stjórnarandstöðuflokkarnir hins vegar eindregið mótfallnir NATO. Gautaborg 20. febrúar frá Pétri Eirikssyni fréttaritara Mbl. ÁKVÖRÐUN fslenzku ríkis- stjórnarinnar að slfta stjórnmála- sambandi við Breta hefur vakið mikla athygli f Svfþjóð. Þetta var aðalfrétt útvarps og sjónvarps f gærkvöldi og í morgun, og morgunblöðin skýrðu ftarlega frá henni. Tvö blöð fjalla um stjórn- málaslitin f leiðara og virðast túlka þau fyrst og fremst, sem aðgerð gegn Atlantshafsbanda- laginu. Ráðstafanir Íslendinga voru forsiðuefni i flestum dagblöðun- um í morgun, eða uppsláttar frétt á erlendum fréttasíðum. En það sem vekur athygli er að Is- land er einangrað og næstum lokgð land um þessar mundir og flest blöðin byggja fréttir sína á frásögnum fréttaritara sinna i London eða brezkra fréttastofa. Aðeins eitt dagblað, Göteborgs- posten, hefur blaðamann á Is- landi, enda er það eina blaðið* sem gerir sæmilega grein fyrir sjónarmiðum íslenzku stjórnar- innar. 1 öðrum blöðum er sagt frá viðbrögðum í Bretlandi og vitnað í Fred Peart sjávarútvegsráð- herra og talsmenn utanríkisráðu- neytisins, sem segja að Geir Hall- grímsson hafi ekki lengur „frjáls- ar hendur" heldur vinni undir þrýstingi samráðherra sinna. Að þessu blaði undanskildu er ekkert Stærsta blað Danmerkur, Berlingske Tidende, sem berst ötullega fyrir traustum lands- vörnum, segir: „Slitin auka hætt- una á því að andstæðingar NATO á Islandi fái byr í seglin og það veldur hinum bandalagsrikjunum í NATO verulegum áhyggjum." Berlingske Tidende segir að lok- um: „Þetta er barátta íslenzku þjóðarinnar fyrir lífi sínu.“ Kristeligt Dagblað segir i for- ystugrein i laugardagsútgáfu sinni: „Þetta skref og önnur sem hafa verið stigin sýna að stigmögnun er hafin. Það táknar að afar erfitt er að stjórna atburðarásinni og þvi er ekki að furða að sá ótti geri vart við sig að ákvörðun Islend- inga um stjórnmálaslit geti haft hörmungar í för með sér. Hvenær haft eftir talsmönnum islenzku ríkisstjórnarinnar. Sama gildir um útvarpið, sem vitnað hefur fyrst og fremst i brezka ráðherra og viðbrögð Breta. I fréttum snemma i morgun var þó sagt að islenzka stjórnin gerði sér litla grein fyrir hvaða áhrif slitin á stjórnmálasambandinu gætu haft og haft var eftir Einari Agústssyni að Bretar myndu „lík- lega“ ekki banna íslenzkum flug- vélum að lenda i Bretlandi, en að „líklega" yrði tekið fyrir siglingar þangað og þar með öll vöruskipti landanna. 1 öllum fjölmiðlum virðist samúðin þó liggja með is- lendingum, þó að þeir virðist hafa erfiða aðstöðu til að skýra sjónar- mið þeirra. Dagens Nyheter segir í leiðara að orsök ráðstafana islendinga liggi i því að Bretar hafi „sem miður sé“ sent freigátur aftur inn fyrir 200 mílurnar. Því hafi Is- lendingar reiðst og gengið skrefið i átt að slitum stjórnmálasam- bands að fullu. Segir blaðið að deilur hafi áður risið á milli NATO-ríkja, en að þetta sé í fyrsta skiptið, sem bandalagsriki slíti sambandi sín á milli. Bendir blaðið á að NATO hafi ekki upp- lifað eins miklar deilur síðan Grikkir og Tyrkir deildu um Kýpur árið 1973. Síðan segir í leiðaranum: verða hinar herskáu aðgerðir í raun og veru alvarlegar? Ljóst er að Islendingar bera að verulegu leyti sjálfir ábyrgð á ástandinu. Þessi eyþjóð Atlants- hafs hefur upp á eigið eindæmi fært fiskveiðilögsöguna út i 200 mílur, en síður en svo að ástæðu- lausu. Herskáar gagnráðstafanir Breta voru ekki gerðar að ástæðu- lausu en þvi miður hafa þeir ekki sýnt þá siðferðilegu ábyrgðar- tilfinningu sem vænta ætti af þeirri þjóð i deilu um réttindi sem margir aðilar eru i þann veginn að taka sér.“ Kristeligt Dagblað hvetur að lokum Norðurlandaráð til þess að miðla málum í deilunni en það kemur saman til fundar í Kaup- mannahöfn í næstu viku. „Hjá Atlantshafsbandalag- inu hafa menn fulla ástæðu til að vera órólegir vegna framtíðar- innar. Að andstæðingum banda- lagsins á íslandi vex ásmegin má taka sem gefið. Og ef ísland endurskoðar afstöðu sína til aðildar að bandalaginu breytist mikil og viðkvæm pólitísk jafna í norðri". Þá segir blaðið að Bretar verði að gefast upp til að fá öldurnar til að lægja og segir: „Ef ríki hefði sýnt sömu hörku og tslendingar og verið jafnframt stórt land með eigin herafla, hefði London lik- lega aldrei sent neinar freigátur. En tsland er lítið og stóra Bret- land ætti að gera sér það sem fyrst ljóst að andstæðingurinn berst með öllum þeim þráa og biturleik, sem oft kemur upp í þeim sem minni er.“ Aftonbladet segir í leiðara að ákvörðun islendinga sýni að full aðildað hernaðarbandalagi verndi ekki þann sem veikari er gegn ofbeldi sterkari aðila að sama bandalagi. Rekur blaðið helztu atriði deilunnar hvað varðar Breta og Islendinga og segir síðan að hún hafi einnig heimspólitíska hlið. „Þetta er í fyrsta sinn, sem NATO-þjóðir slíta stjórnmálasam- bandi sín á milli. Nú munu Bandaríkjamenn beita harðhent- um þrýstingi gagnvart Islend- ingum til þess að koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Fyrir leiðtogum Bandaríkjanna er Isiand ekki annað en peð i alþjóðlegu sam- hengi þar sem landið hefur hernaðarlega þýðingu fyrir þá. Það mun ráða öllu um afstöðu Bandaríkjanna til deilunnar á milli Reykjavíkur og London. Nú er bara að sjá hvort Islendingar sætta sig við að vera peð í þessu valdatafli.“ Viðbrögð- in í Bonn TALSMAÐUR þýzka utanrikis- fáðuneytisins sagði i samtali við Mbl. er hann var spurður um við- brögð v-þýzku stjórnarinnar, að stjórnin harmaði stjórnmálaslitin og vonaðist til að hægt yrði að leysa deiluna sem fyrst. Myndi v-þýzka stjórnin gera það sem i hennar valdi stæði til þess að auð- velda lausn, án þess þó að taka að sér hlutverk sáttasemjara. Taugaóstyrks gætir í dönsku blöðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.