Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 1
40 SIÐUR 43. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósm.: Friðþjófur. Amalrik handtekinn í Moskvu Moskvu — 21. febrúar Reuter — NTB. SOVEZKl rithöfundurinn og and- ófstnaðurinn Andrei Amalrik var handtekinn á götu í Moskvu í dag. Tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn tóku hann upp í bfl er hann var á heimleið úr sam- kvæmi hjá bandarískum sendi- ráðsstarfsmanni, að þvf er vinir hans hafa upplvst. Kona Amal- riks fór í næstu lögreglustöð og óskaði eftir því að fá að tala við mann sinn, en þeirri beiðni var svnjað. Henni var tjáð, að Amal- rik hefði verið fluttur til heimilis síns í Kaluga, sem er smáborg um 160 kflómetra suður af Moskvu. Framhald á bls. 39 Nixon vel fagnað 1 Peking HRESSING — Nú hefur fækkað stöðunum þar sem vegmóðir geta brugðið sér inn f hlýjuna til að hressa upp á líkama og sál með lútsterkum kaffibolla — og þar sem er opið þar hefur þjónustunni óneitanlega hrakað í svipinn með lafmóða eigendurna eina við fram- reiðslustörfin ásamt krökkunum sínum — ef þeir eiga þau þá einhver — sem mega þó ekki vera orðnir sextán ára. Konan hér efra fann sér samt afdrep í vatnsveðrinu í fyrradag; og virðist njóta sopans. Margareth Thatcher: 12 mílna tillaga EBE aldeilis ófullnægjandi Cornwall 21. febrúar. Reuter — AP. MARGARETH Thatcher, leiðtogi brezka thaldsflokksins, gagnrýndi í dag harðlega tillögu Kfnahagsbandalags Evrópu um 12 mflna einka- f iskveiðilögsögu fyrir aðildarríki innan 200 mílna sameiginlegrar auðlindalögsögu bandalagsins. Sagði Thatcher í ræðu, sem hún hélt á fundi með fhaldsmönnum í Cornwall f SV-Englandi, að Bretar ættu lengstu strandlfnu og stærstan fiskiskipaflota allra bandalagsrfkjanna, fisk- veiðihagsmunir þeirra væru mestir og því yrðu þeir að tryggja viðunandi réttindi sér til handa. Frú Thatcher sagði, að tillaga EBE væri aideilis ófullnægjandi og væri mörgum spurningum ósvarað, Bretar vildu fá stærri einkalögsögu. Frú Thatcher vék þvi næst að deilum Islands og Bretlands og sagði að alþjóðlegar samþykktir yrðu að koma i stað einhliða útfærsluaðgerða og að hraða yrði gerð slíkra samþykkta, New Hampshire — 21. Febr. — Reuter. FVRSTU forkosningar fyrir for- setakosningarnar, sem fram fara í Bandaríkjunum ( haust verða í New Hampshire á þriðjudaginn. Forkosningarnar í New Hamps- hire hafa jafnan gefið ótvíræða vfsbendingu um stöðu einstakra frambjóðenda í kosningunum. Talið er, að Ford forseti eigi þvi að fiskstofnar færu óðum þverrandi svo nálgaðist hættu- ástand. GUARDIAN HVETUR TIL AÐ SATTASEMJARI VERÐI FENGINN Brezka blaðið Guardian sagði i leiðara í morgun, að ákvörðun ís- lenzku ríkisstjórnarinnar um stjórnmálaslit við Breta væri skiljanleg, en að íslenzka ríkis- stjórnin ætti nú að fallast á sátta- semjara i deilunni. Sagði blaðið að stjórnmálaslitin hefðu verié skiljanleg í ljósi stjórnmála- ástandsins í Reykjavík, en slitin hefðu sízt orðið til að auðvelda lausn deilunnar. Síðan segir blaðið: „Hið rétta fyrir Geir Hall- grimsson í stöðunni nú er að fallast á sáttasemjara i deilunni og gefa yfirlýsingu um hve mikið Bretar megi veiða, hversu lág, sem talan kann að vera, sem síðan megi nota sem samningsgrund- völl. Hið rétta fyrir James Callag- han að gera er að fallast á sátta- semjara og kalla freigáturnar brott frá Islandsmiðum. Líti þetta út sem alger brezkur ósigur þá það, það var rétt, sem Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Framhald á bls. 39 Peking 21. febrúar AP — Reuter. BOEINGÞOTA kfnversku rfkis- stjórnarinnar, sem Mao Tse-tung formaður sendi eftir Nixon, fyrr- um Bandaríkjaforseta, til Kaii- fornfu, lenti á Pekingflugvelli um kl. 13.30 að ísl. tfma og var Nixon-hjónunum þar vel fagnað af kfnverskum ráðamönnum. Nixonhjónin verða f Kfna f viku og skv. móttökuáætluninni, sem gefin var út fl Peking skömmu | áður en flugvél Nixons lenti, er hún sem um | þjóðarleiðtoga væri að ræða.l Nixon mun hitta flesta ráðamenn Kfna, þ. á m. Mao formann, | sitja kvöld- verðarveizlur hins opinbera og ferðast um landið. Sérstök dag- skrá hefur einnig verið samin fyrir frú Nixon. Hcimsóknin hefur vaidið nokkrum deilum f Bandarfkj- unum, þar sem stuðningsmenn Ford forseta óttast að förin geti valdið Ford verulegum pólitfsk- um erfiðleikum. Fyrstu forkosn- ingarnar f Bandarfkjunum fara fram f New Hampshire á þriðju- Framhald á bls. 39 Hitnar í kolunum milli Fords og Reagan: Forkosningar 1 New Hampshire á þriðjudag undir högg að sækja f kosningun- um á þriðjudaginn, og er Ronald Reagan aðalkeppinautur hans. Forsetinn hefur áður haldið þvf fram, að Reagan sé of hægri sinnaður til að geta gert sér vonir um að ná kjöri, en í gær lét hann hins vegar svo um mælt i kosn- ingaræðu í New Hampshire að Reagan væri „laumu-sósíalisti og lvðskrumari". Framhald á bls. 39 „Næst Young, Norton Foreman og þá hætti Ai; ÍAU oAv íhrottahnllinni í Sai Ali lék sér að Coopman San Juan 21. febrúar AP-Reuter HEIMSMEISTARINN í hnefa- leikum, Muhammed Ali, lék sér að þvf í gærkvöldi að verja titll sinn gegn belgfska hnefa- leikaranum Jean-Pierre Coopman í San Juan á Puerto Rico. Rotaði Ali Coopman, er 30 sekúndur voru eftir af 5. lotu, en Belgfumaðurinn hafði þá vart komið höggi á Ali. Um 12000 manns horföu á keppnina í Roberto Clemente- iþróttahöllinni í San Juan og ■ milljónir fylgdust meó f sjón- yarpi er Ali vann einhvern auö- veldasta sigur sinn á keppnis- ferlinum. Fékk Ali 1.1 milljón dollara f sinn hlut fyrir 14 mín- útna og 30 sekúndna vinnu, Coopman fékk 75 þús. dollara, sem er tifalt rneira en hann hefur nokkru sinni áöur. fengið fyrir keppni. Þetta er í 14. skipti, sem Ali tekst að verja titii sinn og i 5; sinn fiá því að hann sigraði Foreman i Zaire á siðasta ári. Meðan hann var heimsmeistari Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.