Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 Leysi hlutverkið af hendi samkvæmtt Vínarsáttmála — sagði sendiherra Frakka, de Laotour Dejean, í samtali við Mbl. AMBASSADOR Frakka á Islandi, M. Jacques de Latour Dejean, sem nú hefur tekið við því að gæta hagsmuna Bretlands á tslandi eftir st jórnmálaslitin milli Islands og Bretlands, hefur verið sendi- herra í Revkjavfk síðan 22. júnf 1973. Hann tók það fram, er Mbl. hitti hann snöggvast að máli í fyrradag, að hann gæti engar stjórnmálalegar vfirlýsingar gefið. Hann væri embættismaður, sem einungis væri að levsa af hendi verkefni sem honum hefði verið falið á þann hátt sem ákveðið er f Vfnarsáttmálanum frá 4. aprfl 1961 um stjórnmálasamband milli ríkja. En þann sáttmála hafa nær allar þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirskrifað og fara eftir. Hann mundi ekki blanda sér á nokkurn hátt í deilur og ekki revna að miðla málum á milli Islands starf. Mbl. hitti hann að máli i skrifstofu franska sendiráðsins við Túngötu. Hann kvaðst ekki búast sérstaklega við mikilli aukavinnu af þessu tilefni. Þrir af fimm starfsmönnum brezka sendiráðsins mundu verða hér áfram. Þeir yrðu teknir ut af lista yfir sendiráðsmenn brezka sendiráðsins, en verða skráðir aftur sem starfsmenn þeirrar deildar í franska sendiráðinu sem sæi um brezk málefni. Það væru menn, sem lengi hefðu verið hér og þekktu störfin og mundu leysa af hendi þau dag- legu störf, sem samræmdust verkefninu á sviði viðskipta, menningarmála og þvilíks. Þeir yrðu til húsa á sama stað sem fyrr, en hann mundi að sjálf- sögðu verða öðru hverju að fara þangað til að skrifa undir skjöl og þess háttar. Hans hlutverk og Bretlands, það væri ekki hans væri að gæta þess að öllum atriðum Vínarsáttmálans um verndun erlendra hagsmuna væri fylgt. Sjálfur kvaðst M. de Latour Dejean ekki hafa fyrr tekið að sér málefni annars sendiráðs, en þegar hann var sendiráðu- nautur í Aisír í 6 daga stríðinu 1965 sagðíst hann hafa fylgzt náið með því hvernig slíkt gerð- ist. Þá slitu öll Arabaríkin stjórnmálasambandi við Banda- ríkin, Þýzkaland og Bretland og svissneski sendiherrann tók að sér að gæta hagsmuna þessara ríkja þriggja í Alsír. Hér bar þetta að með nokkuð óvenjulegum hætti, að því er franskí sendiherrann sagði. Oftast verða ' stjórnmálaslit snögglega við einhvern atburð, en hér voru þau séð fyrir og hægt að undirbúa þau. Þannig Franski sendiherrann, M. Jacques de Latour Dejean, gæt- ir hagsmuna Breta hér á landi eftir stjórnmálaslitin i skrif- stofu sinni f franska sendiráð- inu við Túngötu. að Bretar höfðu þegar beðið Frakka um að taka að sér að gæta hagsmuna þeirra, ef það yrði. Stjórnmálaslitin urðu í fyrradag, sagði sendiherrann, og við tókum við í gær, svo hægt var að ræða saman. M. Jaques de Latour Dejean er fæddur 1914 i Frakklandi og lauk námi i Sorbonne-háskóla. Hann gekk i utanríkisþjónustu lands síns 1945, var vararæðis- maður í Vínarborg, aðstoðar- ræðismaður í Antverpen og ræðismaður í Rotterdam. Þá varð hann sendiráðunautur í Bangkok i Thailandi og jafn- framt fulltrúi Frakka hjá SEATO. Þá var hann aðalræðis- maður í Meknes í Marokko og fyrsti sendiráðunautur Frakka í Alsír. Frá 1968 og þar til hann var skipaður sendiherra á Is- landi var hann stjórnmálaráðu- nautur hjá NATO í Brussel. Siðan de Latour Dejean kom til Islands sem sendiherra hefur hann starfað að þvi að bæta og auka viðskipti milli Is- lands og Frakklands, og lagt sig fram um að auka kynningu á franskri menningu hér. Um það sagði hann: — Ég hefi aðeins reynt að gera það sem ég get til að nýta möguleikana, sem fyrir hendi eru á kynningu. Frönsk stjórnvöld hafa verið mér mjög vinsamleg með að senda okkur kvikmyndir, málverk og myndir á sýningar og styrki fyrir námsmenn. Og ég er ákaf- lega ánægður með undirtektir Islendinga og áhuga á að kynn- ast menningu okkar, þar sem ég veit hve málið er mikill þránd- ur í götu. Ég hefi fundið hér áhuga og vinsemd og er ánægð- ur með það. Hið íslenzka Biblíufélag: Biður landsmenn um einnar millj. kr. gjöf MYNDIN sem birtist með þessari fréttaklausu var tekin í sumar er leið á fundi stjórnar Hins ísl. Biblfufélags, á 160 ára afmæli félagsins. Á þessum fundi var með sérstöku þakklæti minnst brautrvðjenda Biblfunnar hér á landi: Odds Gottskálkssonar, sem þýddi og lét prenta Biblfuna á íslenzku, — en það var jafnframt fvrsta bókin sem prentuð var á fslenzku og færði löndum sfnum Nýja Testamentið árið 1540 eða fvrir 435 árum. Fullvrt er að þetta sé annar mesti atburðurinn f sögu kristninnar hér, komi næst á eftir kristnitökunni sjálfri. Guðbrands biskups Þorlákssonar var og minnst og þess að hann fullkomnaði verk Odds og færði Islendingum Biblíuna (1584) f slfkum frágangi að hún er og verður gersemi fsl. bóka. Minnst Neskirkja NKSKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 sfðd. Skátar taka þátt f guðþjónust- unni. Séra Guðmundur Oskar Olafsson. var og Ebenezar Henderson er árið 1815 kom hingað til lands færandi hendi: Nýja prentun Ritningarinnar á íslenzku. Hann vakti hérlenda menn til skilnings á þörf fvrir þýðingu, útgáfu og útbreiðslu Ritningarinnar hér á landi. I þakklátri minningu alls þessa kvaðst stjórn H.l.B. á þessum tfmamótafundi biðja landsmenn um einnar milljón króna afmælisgjöf til Biblfufé- lagsins til að senda til Ethiópíu fvrir milligöngu Sameinuðu Biblfufélaganna, en þar eru sem kunnugt er íslenzkir menn og konur að störfum við kristniboðs- kennslu og Ifknarstörf til að stvrkja og stuðla að útbreiðslu Biblfunnar þar f landi. A mvndinni eru talið frá vinstri: Oskar J. Þorláksson dóm- prófastur, sr. Jónas Gfslason lektor, Olafur Olafsson kristni- boði og heiðursfélagi H.I.B., Sigurbjörn Einarsson biskup og forseti H.l.B. og Þorkell Sigur- björnsson. Aðrir stjórnarmenn eru þeir sr. Jóhann Hannesson próf., Ástráður Sigursteindórsson skólastjóri, Einar Gfslason safnaðarformaður og Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri H.f.B. Búnaðar- þing sett á morgun BÚNAÐARÞING verður sett á Hótel Sögu á mánudaginn kl. 10 árdegis. Asgeir Bjarnason, for- maður Búnaðarfélags Islands set- ur þingið og Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra flytur ávarp. Þegar hafa 18 mál verið lögð fram til umfjöllunar á þinginu og vitað er um 6 á leiðinni. Meðal þeirra mála, sem vitað er að fjall- að verður um eru raforkumál sveitanna, eign og afnotaréttur landsins, fjallað verður um lána- starfsemi til handa þeim, sem hefja búskap, og lögð hefur verið fram tillaga um útrýmingu á grá- gæsinni en hún veldur oft miklu tjóni á ræktunarlöndum bænda. Þá verður á þinginu fjallað um tillögu þess efnis að bændakonur fái jafnan rétt til þátttöku í bún- aðarfélögum á við bændur sína og jafnframt rétt til þátttöku í öllu félagsstarfi bænda, s.s. setu á Búnaðarþingi. Þingfulltrúar á Búnaðarþingi eru 25. Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirfar- andi atvikum. Sfmi deildarinnar er 10200. Föstudaginn 13. febrúar klukk- an 8,10 var bifreiðin K-182, Fiat-fólksbifreið árgerð 1971, ekið á Vesturlandsvegi að innkeyrslu Nestis við Ártúnshöfða. Ökumað- urinn fann högg en sá enga bif- reið. Þegar hann fór að aðgæta var vinstri hlið dælduð og gul málning í sárinu. Föstudaginn 20. febrúar, á timabilinu 19—19.30 var ekið á bifreióina R-30973, Fíat- fólksbifreið, árgerð 1975, ljós- drapplitaða, á bifreiðastæði Landsspítalans, Barónsstígsmeg- in. Vinstri hlið er dælduð og var hún lóðrétt eins og eftir hurð. Búið var að strjúka yfir dældina, alveg eins og tjónvaldurinn hafi verið að kanna skemmdir. Kartöflur og grænmeti, ekki afgreitt frá Grænmetinu SlÐDEGIS f gær barst Mbl. svo- greiðslu hafa eingöngu annast hljóðandi yfirlýsing frá stjórn Grænmetisverslunar landbúnað- arins: „Vegna frétta, sem birst hafa í dagblöðum um meint verkfalls- brot hjá Grænmetisversluninni, vill stjórn fyrirtækisins taka eftir- farandi fram: Þeir starfsmenn, sem unnið hafa hjá fyrirtækinu eftir að verkfall hófst eru allir félags- bundnir í Starfsmannafélagi rfkisstofnana. Frá því að Grænmetisverslunin tók til starfa hefur alltaf verið afgreitt grænmeti og kartöflur beint til neytenda og þessa af- fastráðnir starfsmenn, sem fé- lagsbundnir eru í SFR. Þeir héldu áfram afgreiðslu eftir að verkfall hófst á sama hátt og áður. Rétt er að geta þess að kartöflur hafa verið skammtaður frá í jan- úar og hefur hver einstaklingur fengið 25 kíló. Auk þess hafa þessir starfsmenn afgreitt til þeirra stofnana, sem hafa undan- þágu frá verkfallsstjórn Dags- brúnar. Þar sem verkfallsstjórn Dagsbrúnar hefur krafist þess að afgreiðslu sé hætt verða hvorki afgreiddar kartöflur né græn- meti frá Grænmetisverslun land- búnaðarins meðan þetta ástand varir.“ Ráðstefna um samspil skóla og þjóðfélags FÉLAGSVlSINDAFÉLAG Is- lands efnir i dag til ráðstefnu um samspil skóla og þjóðfélags. Ráð- stefnan verður í stofu 301 í Árna- garpi og hefst kl. 14.00 Framsögu- erindi flytja Björn Bergsson fé- lagsfræðingur og Jónas Pálsson skólastjóri, og að þeim loknum verða umræður. Ráðstefnan er öllum opin. Leiðrétting Vegna rangrar uppsetningar á þessum kafla í grein Friðriks Pálssonar, sem birtist í Morgun- blaðinu 1 gær þvkir rétt að birta hann aftur. Við verðákvörðun yfirnefndar sitja tveir menn sinn hvorum megin við sáttaborð og þó að ég leyfi mér að nefna nöfn nokkurra manna, sem hér hafa átt hlut að máli, þá er það eingöngu til ein- földunar en ekki á nokkurn hátt viðkomandi til upphefðar eða niðurlægingar. Seljenda megin sitja oftast eins og öllum er kunnugt úr fjölmiðl- um, Kristján Ragnarsson frá L.Í.Ú! og Ingólfur Ingólfsson frá sjómönnum, en kaupenda megin Eyjólfur Isfeld Eyjólfson og Árni Benediktsson frá vinnslustöðvun- um. Fyrir endanum situr svo for- stjóri Þjóðhagsstofnunar eða full- trúi hanssem oddamaður. Kristján Ragnarsson Ingólfur Ingólfsson Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson Arnl Benediktsson Forstjóri Þjóóhagsstofnunar Upp á síðkastið hefur verð- ákvörðun oftast verið samþykkt með atkvæðum seljenda og odda- manns gegn atkvæðum kaupenda. Þannig ráða kaupendur litlu sem engu (eftir atvikum) um verðið. Þegar svo kemur til samninga um kaup og kjör á vinnumarkaðnum breytist myndin talsvert. Fulltrúar Kyjðlfur tsfeld launþega Eyjólfsson og Arni Benediktsson Ingólfur Kristján Ingólfsson Ragnarsson Kristján Ragnarsson flytur sig nú yfir borðið og tekur sæti gegnt Ingólfi Ingólfssyni og nú verða þeir að bítast um þann hluta kök- unnar, sem þeir með fulltingi oddamanns skáru sér og ætti þeim ekki að vera það nein vorkunn. En Eyjólfur og Arni eða þeirra menn eru líklega í öllu verri að- stöðu. Þeir hafa ekkert til að semja um við sina viðsemjendur nema leifarnar af kökunni; það sem Kristjáni og Ingólfi þóknaðist að skilja eftir með sam- þykki oddamanns. Til þess að einfalda kjara- samninga væri þá bara ekki heillaráð að hafa oddamann Þjóð- hagsstofnunnar áfram við endann á borðinu eftir að Kristján hefur flutt sig yfir og fulltrúar laun- þega sezt hinum megin við hlið Ingólfs? Þá yrði oddamaðurinn að skera kökuna áfram niður í sneiðar og þá gæti vel farið svo að í ljós kæmi, að betra hefði verið að vanda betur skiptin svo að bitarnir yrðu ekki svona misstór- ir. Með öðrum orðum, það kæmi e.t.v. í ljós, að betra væri að fara hægar í sakirnar og láta Verðlags- ráðið sjálft vinna sitt verk og geyma yfirnefndinni þau úrskurðaratriði, sem „nauðsyn- leg“ eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.