Morgunblaðið - 22.02.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
15
Svo virðist sem Asgrímur hafi haft Lómagnúp f huga, þegar hann gerði
þessa teikningu árið 1905. Ekki er vitað hvort teikningin er gerð eftir
þjóðsögu eðahugmvnd.
að halda, að Ásgrfmur hafi hrein-
lega verið ástfanginn af Mjað-
veigu, svo oft hefur honum orðið
hugsað til hennar og teiknað.
Kannski hafa stefin í vinnu-
bókunum verið óður til hennar.
Það verða áreiðanlega margar út-
gáfur af Mjaðveigu á sýningunni
á Kjarvalsstöðum. Og ýmsar smá-
myndir sem Asgrímur gerði í
Róm verða þar einnig.
— Eru það Iandslagsmvndir
frá Italíu?
Ég vil taka það fram i sambandi
við Rómarferð Ásgrims árið 1908,
þegar Alþingi veitti honum stóra
styrkinn, að það er greinilegt að
ítalskt landslag hefur ekki hrifið
hann sérstaklega. Eg hefi aðeins
séð tvær vatnslitamyndir af
ítölsku landslagi eftir Ásgrím, og
báðar eru þær í safni hans. En ef
hann tók sér fyrir hendur að
vinna þar, þá virðist hugur hans
hafa verið hér heima hvað snerti
viðfangsefni. 1 þessum vinnubók-
um frá árinu 1908 voru m.a. ákaf-
lega fallegar vatnslitamyndir af
hverum, og aðrar af eldgosum.
Þessar myndir verða á sýning-
unni nú. Asgrimur hefur álitið
ítalíudvölina vera fyrst og fremst
námsdvöl, hann skoðaði bygging-
ar, og sótti söfnin af kappi, og þar
opnaðist honum nýr furðu-
heimur.
— En hvað með sýningar,
hvenær hélt Ásgrímur fyrstu
sýningu sfna?
Það mun hafa verið árið 1902, i
hinu svokallaða Melstedshúsi þar
sem nú er Utvegsbankinn. Og
auðséð er af heimildum, að þjóð-
sagnamyndirnar vöktu mikla
athygli þegar í upphafi, en á
sýningum Ásgríms uppúr alda-
mótum mun hann hafa sýnt
nokkrar slikar myndir, m.a. Nátt-
tröllið á glugganum, sem hann
gerði fyrir Lesbók- barna og
unglinga, myndina málaði
Ásgrímur árið 1905, og varð hún
meðal þekktustu mynda hans.
Fyrsta gagnrýnin á verkum
Ásgríms birtist í Þjóðviljanum ár-
ið 1906, og hann skrifaði Þor-
steinn Erlingsson skáld. I gagn-
rýni hans má m.a. lesa þessi um-
mæli:
....Mörgum okkar mun hafa
hnykkt við þegar við sáum
myndir hans úr þjóðsagnaheimin-
um okkar. Við höfðum spigsporað
um þennan huliðsheim aftur og
fram og kunnum allar sögurnar
utan bókar, og hvað höfum við
séð? Við kunnum nöfnin, en þau
voru aðeins hljómur, og þeim
fylgdu engar myndir, eða þá fáar
og eins og i þoku, óljósar og
reikandi.
En hvað hafði Ásgrimur séð
þar? Það var dálítið annað og
dálítið glöggvara, og manni
bregður kynlega við að sjá, að
einn af samferðamönnum manns
um þessar leiðir skuli hafa séð
þar vel kvikt og lifandi, með lit og
yfirbragði, svo að hánn þekkir
svipi drauga, álfa og trölla, eins
og það væri kunningjar hans úr
nágrenninu.
Manni eykst ekki mikið álit á
skarpskyggni sjálfs sín eða hug-
sjóna afli, þegar maður sér, hve
mikið hann sá og hve litið við
sjálfir...“
Og um myndina af Nátttröllinu
á glugganum segir Þorsteinn:
„Hún var gimsteinninn hjá Grimi.
Og gott var, að hún var eftir
Islending."
— Vann Asgrímur að teikning-
um allt árið, eða voru
teikningarnar ígripavinna?
— Mér er ekki kunnugt
hvernig hann hagaði vinnutíma
sinum áður fyrr. En eftir að ég
kynntist honum var aðal teikni-
timinn skammdegið. 1 nóvember,
desember og janúar lagði hann að
mestu frá sér pennslana, settist
þá við stofuborðið sitt, og teiknaði
á þvi. A þessu fallega marmara-
borði, sem hann keypti úr búi
fransks konúls, sem hér mun hafa
dvalið kringum 1910, urðu marg-
ar persónur þjóðsagnanna til.
— Hvað eru margar myndir á
sýningunni, sem sýndar verða í
fyrsta sinn nú?
Ég býst við að það séu um
160—70 verk sem hafa ekki kom-
ið fyrir almenningssjónir áður.
Stærð mynda sem við getum sýnt
í Asgrimssafni er mjög takmörk-
uð. Stærstu myndunum er afar
erfitt að koma þar fyrir. Það er af
og frá að við getum sýnt fleiri en
tvær stórar myndir á sýningu. Þá
höfum við orðið að fá smið til þess
að taka í sundur rammana, svo að
hægt sé að koma myndunum
uppúr málverkageymslunni og
uppí vinnustofu Ásgríms, sem er
eini sýningarsalurinn í húsi hans.
1 heimilinu er aðeir.s hægt að
sýna litlar myndir, og verða þá
venjulega fyrir valinu vatnslita-
myndir.
I Ásgrímssafni er töluverður
fjöldi stórra oliumálverka, sum
þeirra um 2 metrar á breidd. 1
janúar 1975 sendum við stærstu
myndir safnsins, 21 olíumálverk, í
einskonar „aðgerð" til Statens
Museum for Kunst í Kaupmanna-
höfn. Þessar myndir eru með síð-
ustu verkum Ásgrims, geysilega
þykkt málaðar, en algerlega
óskemmdar.
Viðgerðameistarinn i danska
safninu, Steen Bjarnhof, tjáði
mér að þessar þykkt máluðu
myndir yrðu eyðileggingunni að
bráð með tímanum, léreftið
mundi ekki þola litaþungann og
detta af. En hægt væri að bjarga
slíkum myndum frá tortímingu.
Fyrir nokkrum árum sendum við
svo tvö oliumálverk i þessa „að-
gerð“, og okkur fannst það mikil
furða hvernig búið var að ganga
frá myndunum þegar við fengum
þær aftur frá Danmörku. Þetta 21
málverk kom hingað fyrstu daga í
febrúar, og þá búið að vera rúmt
ár að heiman. Nokkrar þessara
mynda verða á sýningunni. Og
með heimkomu þeirra er lokið
viðgerðarstarfsemi Asgrimssafns.
Steen Bjarnhof er snillingur i
viðgerð myndlistaverka, og hefur
í þjónustu sinni starfslið með
mikla sérþekkingu í þessari
grein. Hann og þetta fólk hans
hefur bjargað mörgum úrvals-
verkum Ásgrímssafns frá algjörri
eyðileggingu, sem orðið hefði ör-
lög þeirra ef ekkert hefði verið
afhafzt.
— Og að lokum, er ekki viðgerð
málverka afar dýr, og hvernig
hefur Ásgrímssafni tekizt að fá fé
til greiðslu á þessum kostnaðar-
lið?
Ýmsir góðir velunnarar safns-
ins, og raunar allur almenningur,
hefur greitt viðgerðarkostnaðinn
með því að kaupa listaverkakort-
in, sem safnið hefur látið prenta
og gefið út fyrir jólin. Kortin hafa
algerlega staðið undir öllum við-
gerðar- og hreinsunarkostnaði
málverkanna í um 15 ár, en eins
og flestum er kunnugt fannst að
Ásgrími látnum bunki af oliumál-
verkum í hinum lélega og sagga-
sama kjallara í húsi hans. Margar
af myndum þessum voru mjög illa
farnar, en í þær hafði komizt raki.
Sumar þeirra voru dæmdar ófull-
gerðar, en aðrar eru meðal úrvals-
verka safnsins. Dómendur voru
Gunnlaugur Scheving og Jón Þor-
leifsson, listmálarar. Einnig Jón
bróðir Ásgríms.
Ásgrimi Jónssyni hefði áreiðan-
lega verið það óljúft að ríkið
þyrfti að bera allan þann mikla
kostnað, sem öll þessi viðgerð
hefði í för með sér. Þvi var það
ráð tekið að reyna að láta safnið
sjálft standa undir þeim kostnaði,
og það hefur blessazt með korta-
útgáfunni.
En ramma utan um þessi verk,
og lika úrvals blindramma, hefur
ríkið greitt í þessi 15 ár. Vil ég að
lokum þakka fyrir hönd Ásgríms-
safns alla þá góðu fyrirgreiðslu af
hendi þeirra sem um þá fjárveit-
ingu hafa fjallað, þvi að þessi
rammakostnaður hefur verið all
verulegur.
Og nú álit ég að búið sé að
ganga vel frá myndlistargjöf
Asgrims Jónssonar, þvi að lokið
er viðgerð og hreinsun á öllum
verkum safnsins, sem þess þurftu
með, og safnið allt því komið i það
horf sem viðunandi er til fram-
búðar.
Ég er afar þakklát Reykjavíkur-
borg fyrir að gefa almenningi
kost að að skoða verk Asgríms i
hinum rúmgóðu húsakynnum á
Kjarvalsstöðum. Þar er nú unnið
af fullum krafti við að koma
sýningunni fyrir, en hún verður í
öllu húsinu. I sýningarnefnd eru
Guðmundur Benediktsson mynd-
höggvari, Hjörleifur Sigurðsson
listmálari, Þorvaldur Skúlason
listmálari og ég. Þeir hafa allari
veg og vanda af fyrirkomulagi og
upphengingu sýningarinnar, og
hafa sér til aðstoðar Stefán
Halldórsson kennara.
Flauelsbuxurnar
margeftirspurðu nýkomnar
Tvíhleypt efni, vönduð vara, nr. 28—35 kr. 2060. —.
Karlmannaföt, nýkomin kr. 10.975.— tækifæris-
kaup. Á útsölunni: terylenebuxur kr. 1975. —, úlpur
kr. 2675.—, nærbuxur kr. 1 50.— o.fl.
Opið föstudag til kl. 7 og laugardag til kl. 12.
Andrés, Skólavörðustíg 22.
MARKAÐSÖFLUN
fyrir norska álframleiðslu
í Svíþjóö, Danmörku,Finnlandiog íslandi
PLAN TEAM hefir haldgóða þekkingu á notkun
áls í byggingariðnaði.
PLAN TEAM hefir hannað og framleitt burðar-
hluta úr áli til
byggingar iðnaðarhúsnæðis, geymsluhús-
næðis, verkstæðishúsnæðis
o.s.frv.
PLAN TEAM hefir framleitt slikt húsnæði fyrir
norskan markað þar sem það nýtur mikilla
vinsælda. Ástæður fyrir yfirburðum húsa úr áli
eru:
LÍTIL EÐLISÞYNGD
(ALU 1 5—450 fm vegur ca. 8.000 kp — 8 t.)
FLJÓT UPPSETNING
(Án þess að nota stóra krana).
LÍTILL FLUTNINGSKOSTNAÐUR
(vegna lítillar eðlisþyngdar).
LÍTILL KOSTNAÐUR VIÐ UNDIRSTÖÐUR
(Vegna lítillar eðlisþyngdar).
LÁGT VERÐ.
ÁLHÚSIN eru fjöldaframleidd í dag í þessum
stuðluðu stærðum:
ALU 8 (8mx1 5m)
ALU 10 (10 mx 20 m)
ALU 12 (12 m x 25 m)
ALU 1 5 (1 5 m x 30 m)
ALU 18 (18 m x 40 m)
Auk þessara stöðluðu gerða er hægt að fá
stærri eða minni hús eftir einingakerfi. Einnig
er ALU 25 tilbúið veturinn 1976.
Öll ALU húsin eru gerð með það fyrir augum að
þola snjóþyngsli og hvassviðri samkvæmt
stöðluðum kröfum sem eru gerðar þar sem
veðurharka er mest i Noregi.
ALU h úsin eru einnig afhent með stöðluðum
hita- og brunaeinangrunarefnum.
PLAN TEAM hefir einnig hannað margar aðrar
góðar framleiðsluvörur úr áli og PLAN TEAM
óskar eftir að koma þeim á markað á Norður-
löndum.
VM-COMBI kerfið er stórsnjöll lausn til að
koma upp gróðurhúsi, bílskúr, litlum geymslu-
skúr eða þægilegu skýli yfir efni o.s. frv.
Þarna er aðeins um að ræða áltengingar sem
ásamt stöðluðu timbri í ákveðnum lengdum
leysir vandann á fljótan og hagkvæman hátt.
Þessir hlutir eru ákaflega vinsælir i Noregi.
VM-stiginn er brúna-, lóðs-, turna- og geyma-
stigi úr áli, er þolir seltu, til nota í einkahúsnæði
í landbúnaði og um borð í skipum.
PLAN TEAM óskar að komast i samband við
traust fyrirtæki í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi
og á íslandi sem hafa fjárhagslegt bolmagn,
rekstrarmöguleika og reynslu til að koma fram-
leiðslu okkar vel á framfæri á sínum heima-
mörkuðum. Eftir um það bil árs reynslutíma
mun PLAN TEAM ræða möguleikana á fram-
leiðslu að hluta í þessum löndum.
PLAN TEAM tekur aðeins til greina formlegar •
skriflegar fyrirspurnir með nákvæmum upp-
lýsingum um fyrirtækið, bankasambönd þess
ásamt meðmælum, sem senda skal til:
PLAN TEAM A/S
Postboks 111, Bekkelagshögda,
Oslo 11,
NORGE.