Morgunblaðið - 22.02.1976, Page 16
X6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
-----------------------------------------------------------------------------3--
KARTÖFLURÆKT
Utangarðs-
menn í leit
að vígvöllum
EG rakst nýlega á sjaldgæfan fugl
í Saarlouis í Þýzkalandi. Hann
heitir Edgar A.D. Thelen. Thelen
stundar sérkennilega vinnu;
hann er málaliði. Hann var
nýkominn frá Ródesíu, og hafði
verið þar í eitt ár. Nú kvaðst hann
vera á höttunum eftir nýjum
málstað.
„Ég færi strax til Angóla,“
sagði hann „ef ég fengi boð frá
réttum mönnum". Réttir menn,
það er önnur tveggja fylkinganna,
sem berjast við MPLA-fylkinguna
um yfirráðin í Angóla. MPLA hef-
ur sem kunnugt er stuðning af
Sovétmönnum og Kúbumönnum,
en hinir berjast mest af eigin
rammleik enda fara þeir nú hrak-
farir. 1 öllum fylkingunum eru
einhverjir útlendingar. Flestir
eru þeir í liði MPLA; þar eru
LKIKSLOK — „Ævintýrinu er
lokið fyrir þessum, en hann hélt
þó lífinu.
mörg þúsund Kúbumanna. Hefur
það orð leikið á, að nægur starfi
væri fyrir verkfúsa málaliða í
Angóla. Ég spurði Edgar Thelen,
hvort hann hefði komið til Þýzka-
lands til að ráða menn á mála
fylkinganna í Angóla. En hann
neitaði því, þótt hann kvæðist fús
að fara sjálfur.
Málaliðar eru sundurleitur
söfnuður. Þeim gengur ýmislegt
til. Þeir berjast ekki allir fyrir
peningana eina. Þetta eru fyrst og
fremst ævintýramenn, sem una
ekki lengur heima hjá sér. Þar er
orðið friðvænlegra en þeim gott
þykir. Þeir eru utangarðsmenn
þar. Þess vegna leggja þeir fyrr
eða síðar land undir fót í leit að
einhverju stríði; halda á vit ævin-
týranna.
Edgar Thelen var höfuðsmaður
í fótgönguliði Ródesiuhers. Hann
hafði það verk með höndum að
þjálfa unga, hvíta menn til að
berjast við blakka skæruliða.
Hann sýndi mér ökuskírteiníð
sitt. Þar var mynd af honum í
höfuðsmannsbúningi, og tilheyr-
andi verðleikamerki næld framan
á hann.
Thelen kvaðst hafa hug á því að
fara aftur til Ródesíu. „Mér
íeiðist hérna,“ sagði hann. „Hér
er of mikil regla á öllum hlutum.
Allt hjakkar í sama farinu; allt
gengur eftir áætlun. Það á ekki
við mig“. Hann er ekki einn um
þessa skoðun. Hann á starfs-
bræður viða. Kvaðst hann vita um
marga málaliða i Ródesíu. Það
eru Þjóðverjar, gamlir foringjar
úr nýlenduherjum Breta, gamlir
jaxlar úr frönsku útlendingaher-
deildinni, Bandaríkjamenn og
einstaka menn annarra þjóða.
Á mörgum Vesturlöndum er
það litið óhýru auga, að mönnum
sé boðið á mála í önnur lönd og
aðrar álfur. Þegar Edgar Thelen
kom síðast til Þýzkalands fyrir ári
var hann tekinn fastur og honum
gefið að sök að hafa ráðið
Þjóðverja á mála hjá erlendu her-
veldi. Hafði hann auglýst í dag-
blöðum í Zúrich, Múnchen og
Hamburg eftir mönnum til starfa
í „öryggissveitunum" í Ródesíu.
Hann var fundinn sekur, hlaut
eins árs skilorðsbundinn dóm og
1150 dollara sekt (það jafngildir
nærri 200 þús. ísl. kr.). Nær 1400
manns reyndust -hafa svarað
blaðaauglýsingum hans. Voru það
mest atvinnuleysingjar, vonsvikn-
ir lögregluþjónar tollverðir og
þess háttar menn. Samkvæmt
þýzkum lögum varðar það jafnvel
fimm ára fangelsi að ráða menn á
mála. Thelen tók það líka fram
við mig oftar en einu sinni, að
hann væri ekki í slíkum erinda-
gerðum núna. Hins vegar sagðist
hann ætla að gera sér ferð til
Norður-Þýzkalands og Frakk-
lands á næstunni — i einkaerind-
um. En hvaða einkaerindi skyldu
það nú vera...?
GRALIG R. WHITNEY
VERÐIÐ á einni
algengustu og
hversdaglegustu
matvörutegund
í Evrópu, kart-
öflunni, hefur
að undanförnu
verið að hækka
upp úr öllu
valdi. I flestum
Evrópulöndum
hefur verðið á
einu pundi af
kartöflum verið
á bilinu 35—50
krónur en var
allt að 2/3 lægra
i nóvember sl
Síðastliðið vor
var vætusamt og
í kjölfarið kom
mikið þurrka-
sumar og fyrir
bragðið urðu
miklar verð-
sveiflur á kart-
öflum. Fvrst í
stað varð verð-
lækkun en síðan
varð gerbreyt-
ing á, og verðið
færðist óðfluga
upp á við.
Kartöflur hafa lengi verið sú
fæðutegund, sem ódýrust hefur
verið og almennust i öllum lönd-
um Evrópu að undanskilinni Ital-
íu þar sem pasta setur einkum
svip sinn á matarborðið. Nú er
þessi vinsæla fæðutegund hins
vegar orðin dýrari en kjúklingar,
GLÆPIR & REFSING
EGYPTAR hafa um nokkurt
skeið ætlað að breyta refsilögum
sínum til samræmis við trúarlög-
in. Nú liggur fyrir þjóðþingi
þeirra frumvarp til laga um nýjar
refsingar við ýmsum glæpum.
Ekki telja allir að frumvarpið sé
til framfara. Hinar nýju refsingar
eru nefnilega krossfesting, hýð-
ing, grýting og aflimun, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Dr. Ismail Maatouq, þingmaður,
lagði frumvarpið fram í þinginu
og mælir fyrir því. Hjá honum er
engin miskunn. Þykir hann taka
meira mið af ritum Sade greifa en
Kóraninum. I Kóraninum er svo
fyrir mælt, að hórdómur skuli
varða 100 svipuhöggum. En mikl-
ir meinbugir eru á framkvæmd
þeirrar refsingar. Til dæmis
verður að leiða fram fjögur vitni
að glæpnum. Auk þess skulu
kærendur sjálfir hýddir 80 högg
geti þeir ekki sannað sök á ákærð-
an. Maatouq vill hins vegar láta
grýta „saurlífismenn“ til dauða.
Hann vill og, að ókvæntir menn,
sem „drýgja saurlifnað" verði
hýddir 100 högg — og reknir úr
landi. Sá, sem reynir að fleka
konu á að fá 90 svipuhögg. Sá,
sem „hvetur til saurlífis" í orði
eða verki skal þola 20—50 högg.
Loks bar sú
iðja ríku-
legan ávöxt!
brauð og ýmsar appelsínutegund-
ir!
í Englandi nema kartöflubirgð-
ir einum þriðja af venjulegum
birgðum á þessúm árstíma. 1 jan-
úar sl. hækkaði framfærslukostn-
aður þar verulega, og voru matar-
reikningar að jafnaði 3.2% hærri
en í síðasta mánuði á undan, að
því er segir í The Financial Tim-
es, og er talið, að kartöfluverðið
eigi stærstan þátt í þessari hækk-
un.
í mötuneytum skólanna hefur
smám saman verið hætt við að
veita kartöflur eins og sakir
standa. Einnig herma fréttir, að
veitingahúsaeigandi í Norður-
Englandi hafi boðið hraðbát sinn
í skiptum fyrir 7.5 tonn af kartöfl-
um.
Maður nokkur í London var ný-
lega sektaður um 350 sterlings-
pund fyrir að hafa stolið 28 punda
kartöflupoka á járnbrautarstöð. Í
Skotlandi hafa þrir menn verið
sektaðir um 700 sterlingspund
fyrir að hafa stolið 500 kg frá
bóndabæ.
„Þetta er brjálað verð miðað við
það sem maður er vanur,“ sagði
Skyldi Egyptum
ekki leiðast
að láta kross-
festa sig?
Sá, sem stelur skal missa höndina.
Sá, sem ekki greiðir skuld sina á
20—50 svipuhögg yfir höfði sér.
Sá, sem ekki greiðir skuld sína á
tilsettum tíma á i vændum 2—6
mánaða fangelsi. Og enn færist
Maatouq i aukana. Vill hann, að
hendur og fætur verði höggvin af
öllum, sem reyna rán eða
nauðgun. Deyi fórnarlamb nauðg-
kona nokkur á markaði i Camden
Town rétt við London. Hún sagð-
ist vera farin að nota niðursoðnar
baunir og annað grænmeti í stað
kartaflna.
Belgia er ein'a Evrópulandið,
þar sem stjórnvöld hafa reynt að
hafa einhvern hemil á verðlagi
kartaflna. 1 Belgiu er kartöflu-
neyzla á hvert mannsbarn að með-
altali 122 kg árlega. Eru Belgir
því næstmestu kartöfluneytendur
í álfunni. Irar eru í efsta sæti í
þessu tilliti, en þar er meðaltals
kartöfluneyzla á ári rúmlega 120
kg á hvern einstakling.
Á siðasta ári ákváðu Belgar há-
marksverð á kartöflum í smásölu
u.þ.b. 40 krónur á hvert kíló. Svo
að segja samtundis spratt upp
svartur markaður og bændur og
kaupmenn héldu birgðum sinum
eftir. Fyrir bragðið hafa stjórn-
völd hótað hörðum refsingum fyr-
ir slíka ólöglega verzlun, og eiga
menn yfir höfði sér þungar fjár-
sektir og allt að fimm ára
fangelsi, ef upp um þá kemst.
Embættismaður, er annast
landbúnaðarmál við aðalstöðvar
Efnahagsbandalags Evrópu í
Brússel, hefur sagt, að á undan-
förnum 20 árum hafi kartöfluekr-
ur bandalagslandanna að jafnaði
minnkað um 60%, meðfram
vegna þess að bændum hefði
lærzt að nota minna land til að
rækta kartöflur án þess að fram-
leiðslan minnkaði að sama skapi.
— Peter T. Kilborn.
ara eða ræningja skal sökudólg-
urinn hengdur. Hann sleppur þó
ekki alveg svo vel, því hann á að
hanga á krossi i þrjá daga fyrir
aftökuna. Múhameðstrúarmaður,
sem neytir áfengis skal hýddur 80
högg. Sitji bindindismaður þar,
sem aðrir eru að drekka, og „megi
gruna hann um að drekka með
þeim“ kann hann að hljóta 10—20
svipuhögg. Við framleiðslu og
sölu áfengis liggja 50—70 svipu-
högg. Þeir, sem ekki eru
múhameðstrúar, mega „hórast“
eins og þeim sýnist. En þeir geta
náð jafnrétti við múhameðstrúar-
mennina með því að brugga eða
selja vín; þá fá þeir 50—70 svipu-
högg. Margir halda því fram, að
Egyptar biðu þess ekki bætur, ef
frumvarp Maatouqs yrði að lög-
um, og segja þeir, að „öll starf-
semi mundi leggjast niður í land-
inu“.
Ymsir telja vel til fallið að
byrja á yfirvöldunum, ef frum-
varp Maatouqs nær fram að
ganga. Þau leggja nefnilega bless-
un sína yfir blómlegan brenni-
vinsiðnað í landinu. Einnig væri
hægt að hýða þau fyrir það að
„hvetja til saurlifnaðar“, því þau
leyfa magadans á samkomustöð-
Framhald á bls. 39
Garfield
Todd:
Maðurinn
sem Smith
getur ekki
bugað
GARFIELD Todd, fyrrum
forsætisráðherra Ródesíu,
kom nýlega til London.
Var hann að heimsækja
dóttur sína og tengdason.
Todd er mikill and-
stæðingur Ians Smith og
stjórnar hans og það svo
að Smith þótti öruggast að
taka hann til fanga. Var
Todd um tfma í ríkis-
fangelsi, en undan farin
fjögur ár hefur hann búið
við átthagaf jötra á búgarði
sfnum.
Todd var stranglega
bannað að láta í Ijós álit
VANGASVIPURI
sitt á stjórn Ródesíu og
ástandinu þar yfirleitt
enda vissi stjórnin hvernig
það átit var. Ekki var Todd
alveg sambandslaus við
umheiminn. Hægt var að
hringja til búgarðsins. En
Todd mátti ekki svara i
símann. Það gerði Grace,
kona hans. Todd varð að
láta sér nægja að sitja hjá
henni og hlusta á símtalið.
Hann átti nefnilega
tveggja ára fangetsi yfir
höfði sér ef hann talaði
sjálfur í símann.
Todd settist að í Ródesfu
fyrir fjörutíu árum. Þá
stofnaði hann með fleirum
Dadavatrúboðsstöðina;
hún er útibú frá„Krists-
kirkjunum" á Nvja-
Sjálandi og Todd er prest-
ur í þeirri kirkju. Trúboðs-
stöðin stendur í landi
búgarðs Todds og gaf hann
lóðina. Mörg þúsund
blökkumanna hlutu
menntun þarna um
dagana. Það var eitt með
öðru, sem stjórn Ródesfu
gerði Todd til leiðinda, að
hún bahnaði honum að
stiga fæti sfnum inn f
trúboðsstöðina. Hins vegar
leyfði stjórnin það af náð
sinni, að prestur kæmi til
hans stundum og veitti
honum sakramentin.
Todd vildi jafnan miðla
málum f Ródesfu friðsam-
lega. Það lýsir ástandinu
þar því vel, að hann skuli
hafa verið f varðhaldi
árum saman. Hann var
nefnilega Ifklegastur allra
stjórnmálamanna til að
brúa það bil, sem stjórn
Ians Smith hefur gert f
þjóðernishreyfinguna f
Ródesfu.
Todd þoldi varðhaldið
allvel. Hann stvrktist í
trúnni og honum jókst
þolinmæði. Forðum daga
var hann ákafur í skapi og
hafði litla öiðlund með
leiðindamönnum. Er þess
að minnast, að hann
var eitt sinn að þvf korninn
að höfða meiðyrðamál á
hendur Ians Smith. 1
fangavistinni öðlaðist
hann jafnaðargeð og hélt
þó von sinni um betri tfð.
Hann sætti sig fljótlega
við ófrelsið. Ekki settist
hann þó f helgan stein,
heldur fór að vinna af
meira kappi en nokkurn
tíma fyrr. Þannig sætti
hann sig við orðinn hlut.
Todd var aldrei lengi í
rfkisfangelsi. Þó fékk
vistin þar talsvert á hann.
En svo var honum leyft að
fara heim og upp frá þvf
var hann allvel haldinn.
Öðru máli gegndi um
Grace, konu hans. Hún
lýsti þvf eitt sinn yfir að
hún færi ekki frá
búgarðinum fyrr en manni
hennar yrði veitt fullt
frelsi. En heilsu hennar
tók fljótlega að hraka og
þar kom, að hún rauf þetta
heit. Var það mest fyrir
orð manns hennar. Hún
hefur tvisvar farið utan
áður. I fyrra sinnið fór hún
til brúðkaup dóttur sinnar
f London. f scinna skiptið
fór hún aftur til London;
það var vegna veikinda.
Við og við bar nokkuð til
tfðinda f varðhaldi Todds.
Fyrir nokkrum mánuðum
handtók lögreglan t.d.
John Ndlovhu bú-
stjóra. Hann hafði verið
tengill Todds við um-
heiminn og séð um við-
skiptin fyrir hann. Var alls
óljóst hvað Ndlovhu átti að
hafa unnið til saka. Eins og
fyrr var sagt mátti Todd
ekki tala f sfma. Hann
mátti ekki heldur ræða við
aðkomumenn. Hann mátti
ekki einu sinni taka við
bréfum, hvað þá skrifa
þau. Handtaka bústjórans
var þvf mikið áfall fvrir
hann. En hann hefur séð
hann svartari. Og Grace
tekur nú við bréfunum
hans — og svarar í sfmann.
JOHNPARKER