Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
17
Detta gerðist líka ....
Loksins, loksins . . .
Á mánudagin var rættist langþráSur draumur Sovétleiðtoganna er
fyrsti billinn rúllaði af færibandinu á hinum griðarlegu Kamazverk-
smiðjum á bökkum Kamazfljóts um 600 milur austur af Moskvu
Bygging verksmiðjanna, sem eiga að verða stærstu flutningabifreiða-
verksmiðjur i heimi, hófst árið 1970 og henni átti að vera lokið árið
1974, en framkvæmd verksins hefur gengið heldur á afturfótunum.
Ýmsir Vesturlandabúar sem nýlega voru á ferð við Kama voru jafnvel
efins um að frétt Tass-fréttastofunnar á mánudag væri rétt, þvi að
mikið virtist ógert við framkvæmdirnar fyrir skömmu. Tass segir hins
vegar að nú eftir að framleiðslan er hafin sé þess vænzt að um 4000
þrlöxla 16 tonna trukkar verði settir á markað á þessu ári. Full afköst
voru upphaflega ráðgerð 150.000 risatrukkar árlega, en árið 1980
ætti að verða unnt að framleiða um 250.000 diselvélar aukreitis. Er
verksmiðjusamsteypan öll er fullbyggð mun hún þekja um þrjár
milljónir fermetra verksmiðjurýmis. Meir en 140 erlend fyrirtæki, þar
af 40 bandarisk eiga aðild að fyrirtæki þessu og hafa veitt i það um
milljarði dollara i tækniaðstoð. Hins vegar segja nú fróðir menn að
litlar likur séu á þvi að raunveruleg framleiðsla sé hafin i Kamaz,
heldur hafi frétt Tass verið birt vegna þess að þvi hafði verið heitið að
verksmiðjurnar hefðu tekið til starfa fyrir 25. flokksþing kommúnista-
flokksins sem sett verður i Moskvu n.k. þriðjudag, 24. febrúar.
Lokkandi frygðarhljóö í Loch Ness
Rafeindafirma eitt í London hefur ráðgerðir á prjónunum um að
senda rafeindahljóð niður i djúp Loch Ness i Skotlandi I þeirri von að
þau verki kynferðislega lokkandi á srimslið sem þar á að hafast við.
Bryan King, stjórnandi fyrirtækis þessa, segir
að tilraunir með þvi að beita rafeindahljóði á
vissri tiðni á dýr hafi kynferðislega ert þau, og
hvers vegna ætti þá Nessie að vera náttúru-
laus? Hugmyndin að þessari tilraun kom fram
eftir að vlsindamenn komust að þvi að hljóð-
merki þessi höfðu sérstök áhrif á fjórfættan
verndargrip fyrirtækisins. — hundinn Petru.
Siðar kom í Ijós að hljóðin höfðu einnig áhrif á
skrautfiska í búri þar á staðnum. Fyrirtækið
hefur nú fjárfest um 20 milljónir isl. króna i tilraunum með hljóð þessi,
og efst á stefnuskránni er að tæla skrimslisgreyið út I skurð einn við
annan enda Loch Ness, og siðan dæla úr honum vatninu. Gáfulegt
fyrirtæki a tarna.
Þetta er ungt og leikur sér
Táningar vita margir hverjir hversu þægilegt eða óþægilegt það er
að vera f sleik og sveiflu í bifreiðum. Bíllinn, — tryllitækið — vill
nefnilega oft verða vettvangur fálmandi ástarleikja ungviðisins, þvf
ekki er freistandi fyrir ungt par að vera að þessu á stofugólfinu milli
imbakassans og pabba og mömmu. Nú hefur enskur læknir skorið upp
herör gegn bflabrfarfi. Dr. Alan Riley, en svo nefnist spekingurinn og
býr f Bideford, hvetur til þess f bréfi til Tímarits brezkra kynlæknis-
fræða, að foreldrar sýni nú sanngirni og skilning á þörfum afkvæm-
anna og leyfi þeim að elskast f fyrsta sinn inni á heimilinu þvf samfarir
f bifreiðum geti verið sálfræðilega skaðlegar. Dr. Riley klykkir svo út
með þvf að leggja til, að eftir að unglingarnir hafa haft samfarir f
öruggu og vinsamlegu umhverfi, þá beri að hvetja þá til að „prófa sig
áfram á öðrum stöðum... til að koma f veg fyrir svefnherbergisleiða".
Hinn ngi heimsspámaður -Khadafg
Moammar Khadafy, ofursti, hinn sérlundaði, — sumir segja geð-
bilaði —, leiðtogi Lýbiumanna, (myndin) hefur i hyggju að feta i
fótspor Maós formanns. hvorki meira né minna. Maó formaður sendi
sem kunnugt er frá sér ýmsa heimspekilega smámurri og pólitiska
brauðmylsnu i litlu kveri handa lærisveinum
sinum að lifa og hugsa eftir, og nefndist bókin
Rauða kverið. Khadafy þykist ekki siður vera
mikill karl og hefur nú sent frá sérfyrsta kapitula
stórvirkis sem nefnast mun Græna kverið og
hafa mun að geyma gullkorn meistara Khadafys.
f þessum fyrsta kapitula, sem birtur var af
libýskum upplýsingafulltrúum i Evrópu, kallar
Khadafy m.a. þingræðið „blekkingu" og, stjórn-
málaflokka „nútimatæki einræðixins." Þá gerir
meistarinn i þessum fyrsta kafla jafnframt grein fyrir dálæti sinu á
græna litnum, sem kverið verður nefnt eftir. „Grænt er litur skynsem-
innar," skrifar Khadafy, sem er 33 ára að aldri, „og læknar mæla með
þvi að þreytt augu horfi á grænt. Grænt er tákn frjósemi og lifs og
paradisar. Grænt er einnig litur nýrrar stefnu, sem markar hvarf
rauðrar, svartrar og hvitrar stefnu, — litur andlegrar stefnu."
Sitt lítið af hverju
Fyrir nokkrum dögum var haldin i Southhampton á Englandi
ráðstefna til vegsömunar og baráttu fyrir hómósexúalisma sem ekki
má lengur þýða „kynvilla" þvi i þvi orði felast fasistafordómar, að þvi
er fróðir menn segja. Brezku járnbrautirnar vottuðu þessari samkomu
virðingu sina með þvi að senda þangað sérstaka „homma-lest" með
hina 800 fulltrúa á ráðstefnunni. Griff Vaughan, sem var stjórnandi
ráðstefnunnar, sagði að með Ijúfri samvinnu við járnbrautirnar hefði
verið ráðist i að leigja sérstaka lest fyrir ráðstefnugesti til að tryggja
að þeir mættu allir timanlega . . Hafi menn ekkert betra við simann og
timann að gera þá geta menn eins
og kunnugt er hringt t Orð lifsins
hér á íslandi og fengið nokkur
gullkorn úr ritningunni. Menn
geta Itka hringt i klukkuna og
veðrið. En islenzkir simaséffar
hafa ekki frumleika á við þá
brezku eða bandarisku. Sima-
félagið i New York auglýsir t.d.
núna brandarasimsvara. Menn
hringja i 999-3838 og geta velzt
um af hlátri við simann er þeir hlusta á væna slummu af fimmaura-
bröndurum frá kunnum grinistum. Tekið er fram I auglýsingunni, sem
myndfylgir hér af, að skipt sé um grinista fjórum sinnum á sólarhring
alla vikuna. . . f Bandarikjunum tiðkast bilabió, þ.e. menn horfa úr
bilum sinum á risastórt tjald undir berum himni. Það gerðist ekki alls
fyrir löngu að hressilegur blástur lék um ibúa bæjarins Charlotte I
Norður-Karólinufylki, og fór vindurinn upp i 50 milur á klukkustund. f
Charlotte er bilabió sem heitir Queens. Þetta kvöld eru bæjarbúar
mættir á dollaragrinunum sinum til að horfa á bió, en þá skiptir engum
togum að vindurinn feykir sýningartjaldinu um kotl. Varð þvi ekkert af
sýningunni. Myndin sem sýna átti var „Gone With the Wind".
HERNAÐUR
SVO kann að fara bráðum, að hernaður verði
sjálfvirkur að mestu leyti.
1 Víetnamstríðinu gerðu Bandaríkjamenn miklar
tilraunir með vopn. Það voru til dæmis rafeinda-
þefarar, sem fundu menn, og límnapalm, sem fest-
ist sérlega vel við hold. Auk þess reyndu þeir sig í
visthernaði; eyðingu skóga og akra. Þessar tilraun-
ir vöktu mikla reiði víða; vísindamenn mótmæltu
þeim og Rauði krossinn og Sameinuðu þjóðirnar
þinguðu um þær. Bandaríkjamenn vörðu óhemju-
miklu fé til hinna nýju vopna. Samt unnu þau ekki
á sveitamönnum í Víetnam. Héldu því sumir, að
þau væru til litils nýt. Flestir
gleymdu þeim, þegar hætt var
að nota þau. Nú er komið á
daginn, að herstjórar gáfu þessi
vopn alls ekki upp á bátinn,
þótt þau dygðu illa í Vietnam.
Haldið var áfram að smíða þau,
þótt leynt færi, og mörg ný
vopn voru fundin upp. Þetta
var I Bandaríkjunum. En það
má gera ráð fyrir því, að Sovét-
menn haíist svipað að.
Rannsóknarstjóri bandaríska
varnaráðuneytisins komst svo
að orði fyrir skömmu, að „von
bráðar yrði bylting í hefð-
bundnum hernaði". Erfitt hef-
ur reynzt að fá upplýsingar um
byltingu þessa. Smíði nýrra
vopna fer jafnan leynt. Þó hef-
ur ýmislegt vitnazt.
Eitt vopnið i Víetnam var hin
„skynuga sprengja", sem svo er
nefnd. Þessar sprengjur leita
skotmörk uppi. Eru sjónvarps-
myndavélar i sumum en leysis-
geislar i öðrum.
Smíðuð hafa verið loftvarna-
skeyti, sem dragast að hitanum
frá þotuhreyflum. Þau eru flug-
mönnum auðvitað til mikillar
skelfingar. Sagði einhver, að nú væri „lofthernaður
orðinn of hættulegur". Reynt er að forðast þessi
skeyti með því að gera sprengjuflugvélar þannig úr
garði, að þær þurfi ekki að koma nálægt skotmörk-
um. Er sprengjum ekki varpað úr þeim, heldur
skotið skeytum, sem draga mörg hundruð kíló-
metra. Þarf þá ekki framar að fljúga yfir óvina-
land. Þá þarf ekki heldur rándýran rafeindabúnað
til að forðast loftvarnabyssur.
Verið er að prófa flugvélar, sem fljúga mannlaus-
ar. Talið er, að þær komi í gagnið upp úr 1980. Það
er líka verið að smíða byssur, sem skjóta hjálpar-
laust og flugskeyti, sem sendast óbeðin. Það stend-
ur þannig á þessu, að hraðinn i hernaði er að verða
svo mikill, að menn eru til trafala; þeir eru langvið-
bragðsseinastir allra í stríðinu og tefja bara fyrir
vopnunum.
Enn eitt furðutækið er flugskeyti, sem læst er á
landabréf, ef svo má að orði komast. Þetta gáfaða
skeyti hefur þegar verið prófað á 600 kilómetra
færi.
Sjálfsagt eru þetta allt bráðdugleg vopn og eiga
eftir að valda ómældum hörmungum. Tvö önnur
eru þó ískyggilegust allra nýrra vopna. Það eru
banvænir gervihnettir og leysisgeislabyssur. Gervi-
hnettir eru mikilsverð hergögn.
Frá þeim koma t.d. bæði upp-
lýsingar um skotmörk og
skeyti. Sýnt er, að þeir verða
enn mikilvægari, er fram líða
stundir. En þá verða þeir lika
eftirsótt skotmörk. Þvi hafa nú
verið fundnir upp „drápshnett-
ir“. Ætlunin er sú, að þeir felist
í himingeimnum þangað til
stríð verður. Þá fari þeir á stúf-
ana, leiti aðra hnetti uppi,
gaumgæfi þá — og sprengi þá,
ef þeir reynast fjandhnettir.
Engir drápshnettir hafa verið
smíðaðir. En menn hafa smíðað
leysisgeislabyssur. Þær hafa
lengi verið notaðar í myndasög-
um. Nú eru þær orðnar veru-
legar. Ur þeim koma geislar á
gifurlegum hraða. Þeir eru svo
öflugir, að þykkt stál bráðnar
fyrir þeim á smábroti úr einni
sekúndu. Þegar leysisgeislarnir
fundust vissi enginn til hvers
þeir væru nýtir og voru þeir
jafnvel nefndir „lausn án
vanda“ eða „lausn i leit að
vanda". Nú virðist nægur
vandi fundinn handaþeim.
Kjarnorkuvopnum er þannig
skipt í heiminum, að Sovét-
menn og Bandaríkjamenn fara
áreiðaniega ekki að stríða hvor-
ir við aðra. Þeir geta haldið
áfram smásKærum að baki skjólstæðinga sinna;
það er þó helzt i Miðausturlöndum, og meira að
segja er orðið dauflegt þar. Þvi er full ástæða til
þess að spyrja, hvar í veröldinni eigi að nota
nýjustu morðvopnin. Margir óttast, að þeim verði
stefnt að þjóðunum i vanþróuðu ríkjunum.
Skammt er að minnast Vietnams. Bandaríkjamenn
lutu i lægra haldi þar og hafa margir greinilegan
hug á því að hefna ófaranna — jafnvel á einhverj-
um öðrum en Víetnömum. Annað er það, sem
mörgum stendur stuggur af. Því sjálfdvirkari, sem
Framhald á bls. 18
Það sem koma
skal: Blóðbað
með sjálfvirk-
um morðtólum
''Tf 7**
AFRIKAI
ÞAÐ hefur lengi verið Ijóst, að börn í mörgum vanþróuðum
ríkjum búa við hörmuleg kjör. Arið 1979 verður barnaár Sam-
einuðu þjóðanna. Margra vonir standa til þess, að þá byrji
loksins betri tíð hjá börnunum í þriðja heiminum.
Arið 1973 voru I Afríku 90 milljónir sex ára barna og yngri.
Þau voru fjórðungur allra Afrfkubúa. En þetta voru þau, sem
lifðu. Dauði fjögurra ára barna og yngri er 35—55% allra
dauðsfalla f Afrfkurfkjunum. Þetta er mest að kenna slæmri
heilsugæzlu.
Fvrir skömmu gaf Dag
Hammarskjöldstofnunin út
bók um hugsanlega hjálp til
handa börnum f Afrfku.
Kenningarnar f bók þessari
fara nokkuð f bága við hefð-
bundnar skoðanir og aðferðir f
heilbrigðismálum f Afrfkurfkj-
um. Er það álit höfundanna f
stuttu máli, að dauðinn sé að búa um sig f afrfskum börnum frá
fæðingu þeirra og sfðasti sjúkdómurinn, sem börnin fái sé
aðeins lokastig langrar þróunar. Hafi þá næringarskortur og i11
umhirða búið f haginn fyrir hann.
Börnin eiga erfitt uppdráttar frá fæðingu. Mæðurnar eru
margar blóðlitlar og Iftt aflögufærar. Þegar börnin venjast af
brjósti taka þau fæðu illa og verða fljótlega næringarskorti og
alls kyns smitsjúkdómum að bráð. Hér er við gífurlegan vanda
að etja. Bætir það sfzt úr skák, að konur og börn eru aumust allra
f Afrfkurfkjum. Þar ráða fullorðnir karlar lögum og lofum og
njóta forréttinda f öllum greinum, en konurnar og börnin verða
útundan. Þó er hlutur kvenna og barna f sveitum verstur.
Fjölmargar sveitakonur fæða nokkur andvana börn um ævina en
ala upp önnur, sem eru sflasin og vansæl. Þau tfnast svo f gröfina
á ýmsum aldri. Kannski komast eitt eða tvö á legg. Þau, sem upp
komast, búa svo flest við ævilanga eymd. Þetta fólk getur engan
veginn rétt hlut sinn.
Nú er ýmislegt reynt til bjargar heilsu Afrfkumanna. En
stjórn heilbrigðismála sætir einmitt talsverðri gagnrýni f bók-
inni frá Hammarskjöldstofnuninni. Heilsugæzlan er vfðast hvar
undir strangri miðstjórn f borgum og samansöfnuð þar. Lagt er
kapp á það að unga út fullmenntuðum læknum og þeir sendir út
f sveitirnar. Ilöfundar bókarinnar telja þetta misráðið. Þeir
segja, að sveitamennirnir hafi ekki nema takmörkuð not af
fullmenntuðum læknum. Þeir læknar hljóti Ifka alltaf að verða
færri, en þörfin krefji. Meira gagn vrði að þvf að mennta
hjúkrunarfólk úr hópi heimamanna á hverjum stað. Langmest
af þvf fé, sem veitt er til heilbrigðismála rennur til sjúkrahúsa.
Þau eru auðvitað flestöll f borgum og stórum bæjum. Kæmi það
sveitamönnum trúlega að meiragagni, ef sjúkraskýli vrðu reist f
þorpum.
Höfundar Hammarskjöldbókarinnar hafa uppi ýmis ráð til
úrbóta. Það á að búa verðandi foreldra undir hlutverk sfn. Það á
að fá menn til að gæta betur heilsu sinnar, eftir þvf sem kostur
er. Umfram allt mega börn ekki darka eftirlits- og umhirðulaus.
Dauði og
vesöld er
vöggugjöf þeirra
allt of margra
Það á að hlúa vel að mæðrum bæði fvrir
og eftir fæðingu. Þá verður að reyna að
draga úr næringarskorti smábarna. Sfð-
an kemur að ónæmisaðgerðum alls kon-
ar. Annars segja bókarhöfundar að fátt
sé jafnmikils vert og gott vatn. Mundi
það verða til mikilla bóta, ef öll börn
fengju sæmilega hreint vatn. Einnig
varðar miklu, að samgöngur batni.
Slæmar samgöngur geta gert að engu
allar þessar góðu fvrirætlanir. Þá er lagt
til. að hjúkrunarfólk verði sent út f sveit
Framhald á bls. 18