Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 22.02.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976 /MWUD4GUR 23. febrúar 1976 20.00 Frétlir og vcóur 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 lþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Bróðir og systir Finnskt leikrit á sænsku eftir Mikael Lvbeck (f. 1864). Leikstjóri er Tom Seger- berg, en aðalhlutverk leika Anitra Invenius og Ivar Rosenblad. Sögusviðið er finnskur smá- bær, sem fyrr á tímum hefur verið allmikill versl- unarstaður, en hefur lent utan alfaraleiðar, þegar samgöngur breyttust, og er nú á hrörnunarleið. Svstkinin, sem eru aðalper- sónur leikritsins, eru síð- ustu leifar efnaðrar borg- araf jölskvldu. Vonleysi þeirra, einangrun og ótti við breytingar spegl- ar stöðnun og ömurleika umhverfisins. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.20 Heimsstyrjöldin síðari 6. þáttur. Árásin á Pearl Harbour I mvndinni er greint frá stjórnmálaástandinu í Japan á árunum fyrir styrjöldina og innrás Japana I Mansjúríu og Kfna, og loks árásinni á Pearl Harbour 7. desember 1941 og falli Singapore. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 23.10 Dagskrárlok. /VIMSIUD4GUR 23. febrúar. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pfanóleikari (alla virka daga vikunnar). Frétt- ir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Þorsteinn Björnsson (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segur frá“ (7). Til- kynningar kl 9.30. Létt lög milli liða. 10.25 Um hagsmunamál bænda í tilefni af bændaþátt- um f útvarpi, hugleiðing eft- ir Júlíus Þórðarson á Skorra- stað f Norðfirði/þulur flytur. Islenzkt mál kl. 10.40: Endur tekinn þáttur Asgeirs Blön- dals Magnússs. Morguntónleikar kl. 11.00: Beaux Arts tríóið leikur Tríó í e-moll op. 90 fvrir pfanó, fiðlu og selló eftir Dvorák/Consertgebouw hljómsveitin í Amsterdam sveitarverk eftir Debussy; Eduartd van Bcinum st jórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Frá setningu búnaðar- þings 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Miðdegissagan: „Hofs- staðabræður" eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili- Jón R. Hjálmarsson byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar. Fílharmonfuhljómsveitin f Vín leikur forleik að fyrsta þætti óperunnar „Lohengrin" eftir Wagner; Wilhelm Furtwángler stjórnar. Sinfóníuhljómsveit- in í Parfs leikur Symphonie fantastique egtir Berlioz; Charles Munch stjórnar. (16.15 veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Ungir pennar Guðrún Stephensen sér um þáttinn. 17.30 Aðtafli. Guðmundur Arnlaugsson flvtur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og vegina Hilmar Jónsson bókavörður talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 Gestir á lslandi Þættir úr fyrirlestrum. Olafur Sigurðsson fréttamað- ur sér um þáttinn. 21.00 „Etudes symphoniques" op. 13 eftir Schumann. Bandarfski pfanóleikarinn MichaDichter leikur. — Frá tónlistarhátfðinni í Belgrad f fyrrasumar. 21.30 Utvarpssagan: „Kristni- hald undir jökli“ eftir Hall- dór Laxness. Höfundur les. (13). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur passfusálma (7). Þorsteinn Ö. Stephensen les. 22.25 (Jr tónlistarlffinu Jón Asgeirsson sér um þátt- inn. 22.50 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Mozart. Sinfónfuhljómsveitir út- varpsstöðvanna f Köln, MUn- chen og Stuttgart leika. Stjórnendur: Hans Zanotelli, Hans Múller-Kray og Rafael Kubelik. Einleikari: Hans- Baumann. a. Forleikur að óperunni „Tftus“. b. Serenaða nr. 6 í D-dúr (K239). c. Konsert nr 2 í Es-dúr fyrir horn og hljómsveit (K417). d. Sinfónía nr. 38 í D-dúr (K504), „Prag-hljómkviðan“. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. — Afríka Framhald af bls. 17 í stórum stíl og látið hjálpa heimamönnum þar að koma upp heilsugæzlustöðvum, og þjálfi það jafnframt einhverja á hverj- um stað, sem tekið geti við af því. Hníga allar tillögurnar í Hammarskjöldbókinni að því að heilsugæzlumetið f borgunum verði þanið um allt landið. Það hefur vakið nokkrar vonir, að Tanzaníumenn eru þegar farnir að reyna sumar hugmynd- irnar í Hammarskjöldbókinni. Það er nefnilega ekki fátækt fyrst og fremst, sem hefur staðið heilsu sveitamanna í Afrfku fyrir þrif- um, heldur stjórnvöld. — JOHN ROWLEY — Hernaður vopn verða, þeim mun minni greinarmunur verður gerður á hermönnum og óbreyttum borg- urum í stríðum. Þetta var það, sem olli mestum hugaræsingi á ráðstefnu Rauða krossins, sem nefnd var áðan. I nýlegu hefti af New York Times Magazine stóð þetta: „Fari allt eins og ætlað var verður heimurinn bráðum eitt allsherjar kúluspil. Og hvenær kemur að því, að einhver setur það í samband?“— Andrew Mack Myndiist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON „Hugleiðingar um Mars" (12). Sýning Gunnars Arnar Gunnar Örn Gunnarsson hefur gengið i gegnumi merkilega þróun sjálfsskólunar og aga, sem hefur| skapað honum sérstöðu í hópi ungra framúr- stefnumálara hérlendis. Það er raunar einsdæmi að maður, sem ekki hefur notið annarrar gagn- rýni en sjálfs sin og félaga sinna, skuli mála á þennan hátt. Gunnar reynir hvergi að fegra fyrir myndina, né skapa söluvarning með grunnristumi vinnubrögðum, heldur málar hverju sinni eins og hughrifin bjóða honum að gera og gerir það af skynrænni orku og þrótti, sem hefur opnað hon- um dyr til margra átta, þrátt fyrir að viðfangsefn- inu sé frekar þröngur stakkur skorinn. Hann tekur fyrir konuna í nekt sinni og fegrar hana sannarlega ekki, heldur notar hana sem eins konar formrænt táknmál, sem ósjaldan er afskræmt til að auka hin skynrænu áhrif. Formín eru miskunnarlaust færð úr lagi og stíliseruð, stundum vantar höfuð á búkinn en þó byltast formin líkast ólgusjó um myndflötinn mögnuð gróanda og krafti sem gripur skoðandann. Þó að búkarnir séu ósjaldan höfuðlausir þá vantar ekki andlitin í myndir hans, en þau eru annað aðalvið- fangsefni listamannsins um þessar mundir og munu vera yfir áttatíu á þessari einu sýningu. Á því sviði er fjölbreytnin merkilega mikil þar sem þetta eru ekki portrettmyndir, heldur skynjuð andlit, og ósjaldan skálduð beint á myndflötinn. Fögur geta þau naumast talizt, en þau koma við kviku skoðandans og vekja hann til umhugsunar ekki síður en hinir afskræmdu búkar. Er hér er komið freistar mín að vitna í sígild sannindi, svo sem hinn mikli norski listhöfðingi og einkavinur Edvards Munch, Rolf Stenersen, túlkaði þau eitt sinn: „Sá listnjótandi, sem fer á sýningar til að sjá (staðfesta) eitthvað sem hon- um finnst fagurt — hann heyrir til likmanna listarinnar. Slíkir refsa öllum þeim, sem fást til að skapa, með þvi að svelta þá til bana. Við skulum sannarlega hætta að skrafa um „fagrar listirþað er meinbaugur að reyna að fá fólk til að halda að nýlist sé eitthvað, sem það sjálft getur séð að er fagurt... Nei, listin er ekki fögur, heldur miklu huldari og dýpri en það. Strax og listaverk sýnist fagurt skoríir það innihald, virkar gamalt, ófrum- legt og án lífslofts og víðátta himinsins. — Nýtt listaverk er ekki heldur neitt, sem maður á að skilja. Tökum ofan fyrir þvi, sem við skiljum ekki. Frekar að láta sér verða á messunni og fremja glappaskot. Það er i öllu falli farsælla en að safna að sér stælingum — stolinni list. Hlut- verk listamannsins er að skapa og afhjúpa, og allt nýtt veldur umróti, árekstrum og sýnist hættu- legt“... Vinnubrögð Gunnars Arnar einkennast af dirfsku, — hann virðist æsa sig upp í hvert sinn er hann mundar pentskúfinn, líkt og slanga er æst upp af hendi töframannsins. Þetta býður mörgum hættum heim og víst er að myndirnar á sýningunni eru mjög misjafnar að gæðum og er auðséð að hér er á ferð listamaður í deiglu og um leið eins konar millibilsstigi. Ég er ekki með öllu sammála þeim ummælum listamannsins að hér sé á ferð meiri hnitmiðun en fyrr, krossar þeir og örvar er hann nú staðsetur inn í myndir sínar virka einatt einhvern veginn utanveltu við líkamning myndheildarinnar — styrkja ekki bygginguna að mínum dómi, sé það ætlunin en geta hins vegar verið fyrirboði einhvers, sem er að gerjast innra með listamanninum. Það er hins vegar áberandi í mörgum myndanna, að vald hans á myndbyggingunni er að aukast og hann nær stundum hinum furðulegustu lausnum og byggir myndir sinar sannarlega ekki upp eftir stöðluðu sjónarhorni, líkt og ýmsum sporgöngumönnum Bacons hættir til að gera. StíU Gunnars er að öðlast sterkari persónuleg einkenni, og þrátt fyrir allt óveðrið, sem sveipar margar myndir hans, á hann einnig til hinar lyrisku hliðar, þar sem fram kemur slikja hins fjarræna og draumkennda, og á stundum hugsar hann meira hreint litrænt. Litur- inn hefur líka dýpkað og orðið fyllri, og tel ég að hér sé frekar um skynræna þróun en hnitmiðun að ræða því að þar sem listamaðurinn virðist doka við og hugleiða litasamsetninguna verður hún þurrari og síður upplifuð. Því tók. ég eftir á þessari sýningu, sem er listamanninum til sóma, að margar myndanna vinna á við nánari kynni, einkum hvað litinn áhrærir, og nefni ég í því skyni myndirnar nr. 12 og 14. Þá er myndin sem Listasafn Islands festi sér, hressílega máluð og stendur fyrir sínu, þá falaði Háskólinn mjög sérkennilega og litræna mynd sem strax vakti athygli mína. Ovenjuleg frá Gunnars hendi er myndin „í umferðinni" (62), og er hér um hreinræktaða popp-list að ræða. Annars kennir svo margra grasa á sýningunni að upptalning einstakra mynda hefur takmarkað gildi, og fólki skal bent á að sjón er alltaf sögu rikari. Um leið og ég samgleðst listamanninum með mikilvægan áfanga á listabraut vil ég geta þess að hinn heimsfrægi, þýzki grafík-listamaður frá Reutlingen, H.A.P. Grieshaber, hreifst mest af framlagi þessa listamanns á íslenzku deild Biennalsins í Rostock árið 1973, og leitaði frétta af honum er við hittumst á Biennalinum sl. sumar... — Gunnar Örn er einnig með sýningu á Loftinu við Skólavörðustíg og sýnir þar smærri myndir í margvíslegri tækni, sú sýning verður opin næstu 3 vikur, en vegna verkfalls og forfalla hefur verzlunin verið lokuð og hef ég ekki komið við að skoða sýninguna nægilega vel til umfjöllunar, og bíður það betri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.