Morgunblaðið - 22.02.1976, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
frá Höfnum við Bakkafjörð.
Sérstakar þakkir eru hérmeð færðar starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur
fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd vandamanna.
Marinó Pétursson.
+
Móðir min.
MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hrafnistu
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði mánudaginn 23
febrúar kl 2 e h
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á liknar-
stofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda Jóhanna Ellasdóttir.
+
Móðir okkar
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu 20 þ m
Fyrir hönd systkinanna
Halla Stefánsdóttir,
Kristbjörg Stefánsdóttir.
Útför eiginmanns míns og föður
JÓHANNS G. BJÖRNSSONAR,
Reynihlíð, Garðabæ,
fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 24 febrúar kl 14 e h. Blóm
vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á
Garðakirkju Ásta G. Björnsson,
Gunnar J Björnsson,
Guðmundur J. Björnsson.
Guðrún Krants,
Eiginmaður minn, +
BJARNI GUOMUNDSSON,
frá Stóra Nýjabæ við Krísuvlk
Garðstlg 3. Hafnarfirði,
andaðist að morgn 20. febrúar að St. Jósefspitala Hafnarfirði.
Fyrir mlna hönd. barna og tengdabarna
Sigrlður Helgadóttir.
+
okkar.
+
Alúðarþakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og sérstakan
vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
SIGURLAUGAR SOFFÍU GRÍMSDÓTTUR,
Alftamýri 58.
Ásta Snorradóttir,
Soffía Guðmundsdóttir,
Guðmundur Mikaelsson,
Gunnlaug Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
ÁRNI GUÐLAUGSSON
prentari
Hagamel 16, Reykjavik
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag 24 febrúar kl 1 5 00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er
bent á líknarstofnanír. Kristln Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Útför foreldra okkar,
ELÍSABETAR FINNSDÓTTUR, og
PÉTURS JÓNSSONAR,
frá Sólvöllum, Vogum,
fer fram frá Fossvogkirkju, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 1.30.
Jarðsett verður í Hafnarfirði.
Dætur hinna látnu.
Minning:
Ingvar Gísli
Kolbeinsson
Fæddur 7. desember 1916.
Dáinn 14. febrúar 1976.
Á morgun verður til moldar
borinn Ingvar Gísli Kolbeinsson,
verkstjóri, sem andaðist að
morgni laugardagsins 14. febrúar
eftir stutta sjúkdómslegu.
Ingvar var sonur hjónanna
Ingibjargar Gísladóttur og Kol-
beins Ivarssonar, bakarameistara.
Hann var þriðji í röðinni af sjö
systkinum. Sex komust til full-
orðinsára, en það elsta dó í fæð-
ingu. Fjögur systkinanna eru enn
á lífi ásamt háöldruðum föður
þeirra.
Ingvar var fæddur og uppalinn
í Vesturbænum. Þar var frjálslegt
og þar var gaman að vera ungur i
þá daga. Við höfðum gott svigrúm
til margvíslegra leikja og þar
kynntumst við lífi fólksins á ein-
stæðan hátt.
í Vesturbænum lögðu margir
stund á sjóróðra og aðrir höfðu
kindur eða hesta í kofum heima
hjá sér. Þetta allt vakti okkur
forvitni og áhuga. Ingvar fékk
fljótt sérstakan áhuga á skgpn-
unum og var tíður gestur við
gegningarnar á kvöldin. Hann var
ekki gamall, þegar hann eignaðist
sjálfur fyrstu kindurnar sínar og
hirti um af stakri natni. Þessi
búskaparáhugi, sem vaknaði hjá
Ingvari á unga aldri, hélst síðan
allt til dauðadags. Ég held að alla
tíð síðan hafi hann átt kindur og
hesta.
Ingvar var snemma sendur f
sveit eins og siður var I þá daga og
var þá jafnan á sama bæ hjá Oddi
bónda í Þverárkoti á Kjalarnesi.
Tóku þeir miklu ástfóstri hvor við
annan og hélst það á meðan báðir
lifðu.
Á þeim árum héldu margir
vinir Ingvars, að hann mundi ger-
ast bóndi I sveit, en það átti ekki
fyrir honum að liggja.
Ingvar lagði I fyrstu fyrir sig
ýmiss konar verkamannavinnu í
Reykjavík. En um tvítugsaldur
fékk hann vinnu í grjótnámi
Reykjavíkurborgar við Elliðaár-
vog. Þá vinnu stundaði hann
síðan um fjörítu ára skeið uns
yfir lauk. Mörg síðustu árin var
hann verkstjóri í mulningsdeild
grjótnámsins.
I foreldrahúsum hafði Ingvar
alist upp við guðsótta og góða siði.
Þann arf mat hann meir en
nokkuð annað alla ævi.
Hann var snemma sendur í
K.F.U.M. og sótti þar stöðugt
fundi bæði i sunnudagaskólanum
og yngri deildum félagsins. Við
þann félagsskap hélt hann tryggð
æ siðan. Hann taldi það ávallt
mestu hamingju lifs síns að hafa
kynnst starfi séra Friðriks og
notið ávaxta þess.
Á unglingsárum sínum öðlaðist
hann persónulega trú á Jesúm |
Krist sem frelsara sinn. Sú
reynsla mótaði allt hans lif upp
frá þvi.
Ingvar gerðist brátt sjálfboða-
liði í starfi K.F.U.M. og var
sveitarstjóri um skeið í Vinadeild-
inni. Siðan varð hann húsvörður í
húsi félagsins á Amtmannsstíg.
Því starfi gegndi hann af stakri
skyldurækni um árabil. Áratug-
um saman, og allt til dauðadags,
var hann starfsmaður í Sunnu-
dagsskóla K.F.U.M. Trúfesti hans
og samviskusemi hans í því starfi
var einstök. Hann var mættur
fyrstur manna á hverjum sunnu-
dagsmorgni og tók brosandi á
móti börnunum og stimplaði
spjöldin þeirra.
Er Kristniboðsflokkur K.F.U.M
var stofnaður, var Ingvar einn af
stofnendum hans. Síðar gerðist
hann formaður þess flokks og hélt
starfi hans uppi I mörg ár.
Ingvar hafði einlægan og
brennandi áhuga á kristniboði og
lagði þvi málefni lið á margvísleg-
an hátt. Hann tók sér stundum á
hendur ferðir út á land með er-
indrekum Kristniboðssambands-
ins.
Hann var einlægur vinur kirkju
sinnar og trúfastur kirkjugestur.
Hann fylgdist vel með öllu, sem
gerðist á vegum kirkjunnar og
bar gott skyn á stefnur og hrær-
ingar innan hennar. Hann gladd-
ist ávallt, er hann heyrði hinn
hreina tón fagnaðarerindisins.
Ég hygg að engum, sem kynnt-
ist Ingvari eða var eitthvað með
honum hafi getað dulist að
fagnaðarerindi Frelsarans var
honum heilagt hjartans mál. Því
Minning:
Margrét Guðrún
Kris tjánsdó ttir
Margrét Guðrún Kristjánsdótt-
ir, Hrafnistu, andaðist á Lands-
spítalanum 14. þ.m. eftir stutta
dvöl þar. Var gerð á henni skurð-
aðgerð vegna innvortis mein-
semdar.
Margrét heitin var fædd 22.
ágúst 1889 í Hælavík á Horn-
ströndum. Foreldrar hennar voru
þau Kristján Jóhannesson bóndi,
f. 4. apríl 1861 og d. 30. janúar
1927 á Siglufirði, og Hansina
Finnsdóttir, f. 10. febrúar 1852 og
d. 26. marz 1932 á Siglufirði. Bæði
voru Hansína og Kristján fædd og
uppalin á Hornströndum til árs-
ins 1908 og fluttust þau fyrst til
Bolungarvíkur og síðan til Siglu-
fjarðar. Þau eignuðust tvær dæt-
ur, Margréti, sem nú er látin, og
Jóhönnu, f. 6. janúar 1892, og er
hún á lífi og býr hjá dóttur og
tengdasyni í Kópavogi. Jóhanna
var gift Þorkeli Sigurðssyni sjó-
manni, en hann lézt árið 1940.
Einn uppeldisbróður áttu þær-
systur, Jóhannes Hjálmarsson
skipstjóra, sem lézt árið 1942, en
hann var giftur Huldu Lúðvíks-
dóttur, Sigurjónssonar frá Laxa-
mýri og er hún á lífi. Margrét
heitin giftist Eliasi Angantýs-
syni, f. 20. október 1886, en
hann drukknaði 7. nóvember
1923. Þau eignuðust 10 börn, tvær
dætur, sem dóu fárra mánaða
gamlar, en átta börn þeirra eru á
lifi. Ekkjan stóð ein uppi með
sjö börn og gekk með yngsta barn
ið er maður hennar lézt. Með að-
stoð vina og vandamanna tókst
henni að ráða fram úr vandanum,
börnin fóru I fóstur, sum til ætt-
ingja og vina. Elsta barnið fylgdi
móður sinni fyrstu árin.
Börnin sem álífi eru: Jóhanna,
+
Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
REBEKKU RUNÓLFSDÓTTUR,
Reynigrund 33. Kópavogi,
Kristln Skaptadóttir Kristján Olsen
Erna Olsen Gunnar Guðnason
og aðrir vandamenn.
+
Útför móður okkar
STEFANfU S. ARNÓRSDÓTTUR,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24 febrúar kl 1 30 e.h.
Bjarni Einarsson, Ragnheiður Einarsdóttir,
Þorgrlmur Einarsson, Margrét Guðmundsdóttir.
málefni unni hann og á því byggði
hann lif sitt og alla von.
Hann var handgenginn orði
Guðs og samfélag trúaðra var
honum til yndis. Það fundum við
vinir hans vel, er við vorum með
honum I þrengri hópi, annaðhvort
heima hjá honum sjálfum eða
öðrum félagsbræðrum. Þá var
Ingvar oft hrókur alls fagnaðar
en gat lika komið með glöggar
athugasemdir í alvarlegum mál-
um.
Nokkrum dögum áður en
Ingvar lagðist banaleguna hélt
hann snjalla og hjartnæma hug-
leiðingu á jólafundi aðaldeildar
K.F.U.M. Þeir, sem hlýddu á þá
hugleiðingu, telja að hún muni
þeim seint úr minni Ilða.
Ingvar var dulur maður og hlé-
drægur að eðlisfari. Okkur fannst
það oft langt um of, þvi hann
hafði jafnan margt fott til mála að
leggja. Hann hafði fast mótaðar
skoðanir bæði I trúmálum og
þjóðmálum og hélt vel á sínum
málstað, ef á hann var hallað,
enda var hann greindur vel.
Ingvar var alla ævi ókvæntur
en bjó með öldruðum föður sinum
og elstu systur. Að öllu ættingj-
um, vinum og samverkamönnum
Ingvars er sár harmur kveðinn
við hið skjóta fráfall hans., En
minningin um góðan dreng og
sannan mann mun lifa meðal
okkar. Mætti þjóð vor eignast
marga slíka syni sem Ingvar var.
Megi algóður Guð veita öllum
ástvinum hans þann styrk, er var
honum sjálfum svo mikils virði í
lífi og dauða.
Blessuð sé minning mins góða
og trygga vinar.
Ástráður Sigursteindórsson.
gift Kristjáni Þorvarðssyni, lækni
í Reykjavík, Kristjana, var gift
Jens Haraldssyni bifreiðastjóra í
Reykjavík, en eftir lát hans flutt-
ist hún til Bandarfkjanna og gift-
ist þar John Benjamino og búa
þau þar. Sumarlína Laufey býr I
Reykjavík, ógift, Angantýr skip-
stjóri, búsettur i Vestmannaeyj-
um, kvæntur Sigrfði Björnsdótt-
ur, Sigurbjörn afgreiðslumaður I
Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu
Guðjónsdóttur, Guðrún gift Ólafi
Sigurðssyni, hreppstjóra, Þykkva-
bæ, Rangárv. sýslu. Gísli verk-
stjóri, búsettur á Siglufirði,
kvæntur Dagnýju Jensdóttur og
loks Elísa, sem er ógift og býr i
Reykjavik.
Er börnin komust á þroskaald-
ur, leituðu þau smám saman til
Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar
og hófust þá aftur nánari tengsl
við móðurina, enda reyndi hún
eftir getu að hafa samband við