Morgunblaðið - 22.02.1976, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1976
Á hættu-
slóðum í
ÍsraellílíKire
Sigurður
Gunnarsson þýddi
„Ég vildi bara óska, að þú hefðir haft
svona eyrnalokk, Óskar.“
,,Já, ég óska þess líka, María.“
Þau sátu saman í tjaldinu, meðan gamli
maðurinn svaf, og þeim fannst báðum, að
þau hefðu þekkt hvort annað lengi.
Stormurinn var hljóönaður að fullu,.. .
þau heyrðu aðeins sinn eigin andardrátt.
En nú var víst Móses gamli að því
kominn að vakna. María sagði, að Óskar
gæti sem bezt kailað hann afa, ef hann
bara vildi. Og hún bætti við, að afi og hún
ætluðu að fara aftur til Galíleu, eins
fljótt og þau gætu. . . . ,,Þú veizt, að
Galílea er nyrzt í israel? Við eigum þar
heima. Þú getur kbmið með okkur, ef þú
bara vilt.“
Og svo vaknaði þá afi gamli aó fullu.
Óskar heilsaði honum og varó strax
hrifinn af því, hve hann var fallegt
gamalmenni. Hann var ekki vitund
hræddur, þó að ókunnur drengur væri
kominn í tjaldiö til þeirra. Hann var
orðinn svo gamall, og reynsla hans var
svo fjölþætt og furðuleg, að það þurfti
meira til aö vekja ótta í brjósti hans.
Því næst gengu þau öll út úr tjaldinu. í
sama bili kom sólin upp yfir sjóndeildar-
hringinn og hellti geislaflóði sínu yfir
eyóimörkina, — yfir ógurlegt sandhaf,
eins langt og augaó eygði, sandhaf, sem
stormurinn hafði gert úr óteljandi
krappar öldur og hæðir. óg innan
skamms fundu þau áþreifanlega hita
hins nýja dags, þungan, þvingandi hita.
Og nú sagði María allt í einu:
„Viö verðum að leggja af stað.“
Hún sagði Óskari, að ekki ýkja langt
þaðan væru margir menn að rækta eyði-
mörkina, breyta henni í gróið land, —
þeir væru kallaðir landnemarnir. Þetta
væru ungir menn í þegnskylduvinnu,
þeir legðu vatnsleiðslur um eyðimörkina
og gerðu vegi. Dvalarstaður þeirra væri í
dalverpi nokkru, og þangað mundu þau
nú stefna.
Þegar þau komu upp á hæð nokkra, sáu
þau hilla í tré og grænan blett langt í
burtu í hitamóðunni. Þarna var greini-
lega gróið land. Og staðreyndin var sú, að
þar sem vatni hafði verið veitt út í eyði-
mörkina, bjuggu menn, því að þar var
hægt að breyta sandinum í ræktað land
og draga fram lífið á viðunandi hátt.
Þau gengu í áttina til dalverpisins, í
glampandi sól og glóðheitum sandinum,.
og vissulega var hitinn mikill og þving-
andi.
Óskar bar tjaldið á bakinu.
Gamli maðurinn, María og Óskar kom-
ust heilu og höldnu til landnemabúðanna
í eyðimörkinni. Þar var tekið á móti þeim
sem góðum vinum, og landnemarnir
sögðu, að þeir heföu verið mjög hræddir
um þau tvö, sem farió hefðu út í eyði-
mörkina til þess að liggja þar við í tjaldi,
og fengió slíkt ofsaveður. En enginn
þeirra undraðist, þótt Öskar kæmi meö
þeim. í þessu landi voru menn því svo
vanir, aó fólk væri alltaf að koma og fara.
Landnemarnir ungu sýndu Mósesi
mikla virðingu. Þeir skildu vel, að gamall
maóur, eins og hann, vildi gjarna sjá
eyðimörkina og það verk, sem þar var nú
unnið. Eyðimerkurbúóirnar ómuðu af ið-
andi lífi og starfi, og allir, sem þar unnu,
voru mjög ungir.
Eitt sérstætt tré óx í miðjum eyði-
merkurbúðunum. Það var síðasti vottur
um líf fyrir þá, sem komu að norðan, og
sá fyrsti fyrir þá, sem komu að sunnan.
Sandstormarnir höfðu mætt átakanlega á
því, og sólin hafði sviðið það, en tréð lifði
engu aó síóur og bar sín blöð. Þessi
einstaka trjátegund gat vaxið, ef hún
fékk aðeins örlítið vatn. Og þaó var
einmitt vatn, sem landnemar eyði-
merkurinnar ætluðu að leiða hingaó frá
fljóti úti við hafið. Ef þessi trjátegund
gat þrifizt í eyóimörkinni, gat gras það
vhe
MORGUKl
KAFP/NU
Gjöra svo vel að hemja ekka- Eg hef vmist verið stórríkur
köstin — það heyrist ekki eða blásnauður — og ég held að
mannsins mál. blankheitin eigi bezt við mig.
Já, tvo kökubotna — man ég
ailt f einu.
Mamma, viltu ekki bara segja
pabba að rassskella mig, — f
stað þess að hann komi með
þetta: Langar þig til að kvnnast
stóru lúkunni hans pabba þfns?
Kona lenti í bflslvsi og var
flutt í sjúkrahús. Við rúmið
standa læknir og hjúkrunar-
kona.
Læknirinn: — Skrifaðu nið-
ur: Kíðuhrot, öxl úr liði, mar á
fótlegg. . .
— Hvað eruð þér gömul?
— Tuttugu og fimm ára.
— Skrifið ennfremur: —
Skert minni.
X
Einu sinni bað gamall maður
en ríkur ungrar ekkju. Ekkjan
bað vinkonu sfna að ráða sér
heilt í þessu.
— En ráddu mér samt ekki
frá þvf fyrir alla muni.
Það er ekki víst að taugastríð
þitt f bflkaupamálinu hafi enn
borið árangur, mfn kæra.
X
Hann: — Þú ert sólskin sálar
minnar. Ætti ég að lifa án þín
mvndi ský draga á himin lífs
míns.
Hún: — Er þetta bónorð, eða
veðurfréttir?
X
Maður kom inn í veitingahús
og beið f klukkutima eftir af-
greiðslu. Þegar þjónninn kom
aftur, sagði hann:
— Ert þú þjónninn, sem ég
pantaði hjá?
— Já, svaraði þjónninn.
— Hamingjan góða, en hvað
þú ert orðinn stór, sagði maður-
inn.
X
Laxveiðimaður lét stoppa
upp nokkra fallega fiska, sem
hann hafði veitt og hafði þá i
glerskáp i stofunni heima hjá
sér. En langstærsti skápurinn
var samt tómur. Einn af kunn-
ingjum hans spurði hann,
hvernig á þessu stæði.
— Það er sá stóri, sem ég
missti, svaraði maðurinn.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
4
gæfi þig f dag. Systurkærleikur-
inn var alveg á þrotum.
— Þú meinar þfn svsturlega
forvitni.
— Hvenær ætlar þú að fá þér
eiginn bfl aftur?
— Þegar þú hættir að vera með
þvermóðsku og levfir mér að nota
þennan bfl.
— Það er bannað. Þú veizt að
það er samkvæmt skipun frá
frænda.
— Til fjandans með hann.
— Það finnst mér vanþakklæti
að segja um þann mann sem
mest hefur fvrir þig gert og evs
i þig peningum hvenær sem þér
dettur f hug.
— Eg nenni ekki að þrasa við
þig um þetta. Ég sé að Georges
bfður við bílskúrinn.
Nicole skellti dvrunum á eftir
honum og leit f áttina á eftir
honum að bflaverkstæðinu þar
sem Georges var að bfða.
Um leið og hann gekk á braut
leit hann um öxl og hreytti út úr
sér:
— Þú manst að þú heldur þér
saman.
— Hvað meinarðu með því?
— Þú veizt hvað ég meina.
— Ég veit ekki við hvérn ég
ætti að tala um það? Ef þú hefur
á réttu að standa væri vissulega
mjög kjánalegt að hafa það í há-
mælum.
Hann nam aðeins staðar og
sagði svo lágróma:
— Ég veit NtJ, að ég hef rétt
fvrir mér.
Skrifstofa Gautiers var f
drungalegri steinbvggingu sem
var sambyggð Hotel de Ville.
David var sagt að hann hefði
misst af lögfræðingnum. hann
hefði farið út úr húsinu fvrir ná-
kvæmlega þremur mfnútum.
— En ef þér flýtið vður hugsa
ég þér náið honum. Hann er á
markaðnum.
— Ég hef aldrei hitt M. Gautier,
sagði David til skýringar.
— Hvernig á ég að bera kennsl
á hann?
— Allír þekkja M. Gautier!
sagði dvravörðurinn og taldi ber-
sýnilega ástæðulaust að hafa
áhvggjur af þvf að David fvndi
hann ekki. David hraðaði sér f
áttina til markaðsins með þá von f
huga að honum tækist að þekkja
lögfræðinginn.
Þegar þangað kom sá hann
mann koma á móti sér sem féll
mæta vel að þeim hugmvndum
sem hann hafði gert sér um
Gautier eftir bréfunum að dæma.
Hann var lágvaxinn, feitlagínn og
á fimmtugsaldri. Andlitið var
unglegt og undirhakan bar vott
um þægindalff. Hárið hrafnsvart.
Hann var klæddur f dökk föt og
hélt á skjalatösku. David ákvað að
kanna málið.
— M. Gautier?
Maðurinn nam staðar og horfði
spyrjandi á hann.
— Já’
— Ég er David Hurst...
— Hurst... Hann lagði töskuna
niður tii að geta með báðum
höndum gripið um hendur Davids
ogþrýst hann.
— Mér er sönn gleði að hitta
vður.
— Ég bið afsökunar ef ég kem á
óheppilegum tfma...
— Nei, hreint ekki. Ekki til að
tala um.
Hann tók aftur upp töskuna.
— Ég þurfti að vera f réttinum f
dag, en annars hefði ég veitt mér
þá ánægju að taka á móti vður á
stöðinni. Þér komuð með lestinni
sem þér nefnduð f bréfinu vðar.
— Já. Sg er alveg nýkominn.
— Og hótelið? Er herbergið
sæmilegt?
— Prýðilegt, þakka yður fyrir.
— Það er alls ekki afleitt hótel.
En of dýrt. En það er sama sagan
alls staðar.
Hann tók undir handlegg
Davids eins og ekkert væri eðli-
legra og þeir hefðu þekkzt f
tuttugu ár.
— Ef þér getið haft biðlund
með mér ætla ég að koma við
hérna og ná f Ifkjörslögg. Sfðan
getum við talað saman. Þér eruð
auðvitað ekki búnir að borða. Þér
komið og borðið með okkur f
kvöld.
— Það er vel boðið. En ekki var
nú meining mfn að troða mér inn
á vður.
— Tölum ekki um slfkt. Það er
ákveðið. Ég bið vður að hafa mig
afsakaðan, rétt augnablik. Hann
hvarf inn f verzlun en kom aftur
að vörmu spori.
— Þeir hafa á hoðstólum sér-
staklega gómsætt hnetusælgæti
hérna sagði hann. — Frægt langt
út fvrir héraðíð og pakkningar
bráðskemmtilegar. Einnig til
gjafa. Ég mæli með þvf.
— Ég hef það f huga. svaraði
David.
— Og nú skulum við fá okkur
einn laufléttan og spjalla saman.
Við skulum ekki fara á vanastað-
inn minn til að við getum verið
nokkuð öruggur með að fá að vera
f friði.
Hann leiddi hann inn á krá
skammt frá markaðnum, húsa-
kynni þröng og lágt undir loft og
þar var varla sála inni.
Gautier pantaði sér drvkk sem
hann sagði að væri hollur fvrir
magann og lýsti sfðan f nokkrum