Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 Björt halastjarna á að sjást hér á landi næstu morgna BJÖRT halastjarna mun sjást berum augum hér á landi næstu morgna ef veður verður bjart. Að sögn Þorsteins Sæmundssonar stjarnfræðings á halastjarnan að sjást f austri og verður hún skýr- ust um og fyrir sólarupprás. Hún á að sjást jafnvel alls staðar á landinu. Skipverjar á rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni sáu halastjörnuna greinilega f gær- morgun, en skipið var þá statt út af Austfjörðum. Þorsteinn sagði að halastjarna þessi bæri nafnið West, og væri hún nefnd eftir manni þeim, sem fyrstur varð hennar var. Er það Bandaríkjamaður að nafni Ric- hard West, sem starfar í stjörnu- athugunarstöð í Chile. Stjarnan kom fyrst fram á ljósmyndum í ágúst í fyrra. Hún fór framhjá sólu 25. febrúar s.l. og verður skærust á næstu dögum en síðan dofnar hún smám saman. Hali stjörnunnar er vel greinilegur og stjarnan sjálf er bjartari en talið var að hún myndi verða þegar hún fyrst uppgötvaðist. Vonast til þess að mjólkurdreifing verði eðlileg á þriðjudaginn MJÖLKURDREIFING f höfuð- borginni mun ekki komast f eðli- legt horf fyrr en f fyrsta lagi á þriðjudaginn, að þvf er Oddur Helgason hjá Mjólkursamsölunni tjáði Morgunblaðinu f gær. Mjólkurmagn það, sem dreift hefur verið undanfarna daga, hefur ekki nægt fyrir eftirspurn og margir hafa enga mjólk fengið enda þótt hverjum viðskiptavini hafi verið skammtaðir tveir Iftrar. Oddur sagði, að helsta ástæðan fyrir því hversu seint dreifingin kemst í rétt horf væri sú, að engin Enn berast kröf- ur í Air Viking Ein Sunnuferð heimiluð í dag SKIPTARÁÐANDINN, Unnsteinn Beck, borgar- fógeti, tjáði Morgunblað- inu í gærkvöldi, að í gær- dag hefðu borizt tvær kröfur í þrotabú flugfé- lagsins Air Vikings. Var mjólk hefði verið til hjá mjólkur- búunum, Mjólkursamsölunni né á heimilum þegar verkfallið leyst- ist. Mjólkin hefði farið út og síðan selst jafnharðan og enn hefði engin mjólk safnast fyrir á lager þannig að eðlileg dreifing gæti átt sér stað. Bjóst Oddur við því að nú yfir helgina myndi mjólk safnast eitthvað fyrir og vonir stæðu til að málin yrðu komin í lag á þriðjudaginn. Að sögn Odds hefur sáralítið verið unnið af mjólkurvörum ennþá, einfaldlega vegna þess að mjólkin hefur verið seld jafnóðum og hún berst og ekkert verið afgangs til vinnslu. Veggmynd Hjálparstofnunar kirkjunnar í Fórnarvikunni 7.—14. marz. Æskulýðs- og fórnarvika 1976: Aðstoð við þroskaheft hörn ÞAÐ IIEFUR verið föst venja í starfi Iljálparstofnunar kirkjunnar að efna til fórnarviku. Hafa slfkar fórnarvikur verið haldnar árlega undanfarin ár. Sömuleiðis hefur Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar gengizt fyrir sérstökum æskulýðsdegi um svipað leyti. I ár er áformað að þessar stofnanir taki höndum saman í sameiginlegri æskulýðs- og fórnarviku undir yfirskriftinni Guð þarfnast þinna handa. Undirbúningur að fram- kvæmd vikunnar hefur staðið yfir allt frá áramótum og er markmið vikunnar tvíþætt að þessu sinni. Annars vegar að minna á skyldur við þurfandi meðbræður sína og er fólk i því sambandi hvatt til samstarfs til að bæta úr þörfum þroska- heftra barr.a á Islandi. Er að þvi stefnt að safna peningum til styrktar þessu brýna málefni. I annan stað þarf að efla almenn- Framhald á bls. 27 önnur þeirra frá manni þeim, sem hefur séð flug- félaginu fyrir mat í flug- vélar þess, samtals að upp- hæð rúmlega 1,1 milljón króna. Hin er frá aðilum í Sierra Leone, en þar hafði Air Viking bækistöð í píla- grímaflugi fyrir síðustu áramót. Sú krafa er upp á 32 þúsund dollara, eða rúma milljón. Sagði Unn- steinn, að sú krafa væri umdeild. Framhald á bls. 27 Spariskírteini útgefín fyrir 500 milljónir kr. MIÐVIKUDAGINN 10. marz n.k. hefst sala spariskfrteina rfkis- sjóðs ( 1. fl. 1976, samtals að fjár- hæð 500 milljónir króna. Byggist útgáfan á f járlagaheimild, og verður lánsandvirðinu varið til opinberra framkvæmda á grund- velli lánsfjáráætlunar rfkis- stjórnarinnar fyrir þetta ár. Kjör skírteinanna eru hin sömu og í fyrra. Höfuðstóll og vextir eru verðtryggð miðað við breyt- ingar á byggingarvisitölu. Skír- teinin eru bundin fyrstu fimm árin, og að þeim tíma loknum eru þau innleysanleg, hvenær sem er næstu þrettán árin. Breytist inn- lausnarverð þá árlega miðað við 10. marz, fyrst 10. marz 1981. Vakin er athygli á þvi, að skír- teinastærðir eru nú 10, 50 og 100 þúsund krónur. Skirteinin, svo og vextir af Framhald á bls. 27 Verkfallið á Akranesi: Athugasemd Vinnuveitendasam- bands og Vinnumálasambands MORGUNBLAÐINU barst í gær- kvöldi eftirfarandi greinargerð frá Vinnuveitendasambandi ls- lands og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna vegna verk- fallsaðgerða kvennadeildar Verkaléðsfélags Akraness: Er vinnuveitendasamband Is- lands frétti um ólögmætar verk- fallsaðgerðir Kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness, var kvennadeildinni þegar í stað sent eftirfarandi símskeyti: Verkaiýðsfélag Akraness, kvennad eild, Suðurgötu36, Akranesi. Vér leyfum oss hér með fyrir hönd félagsmanns vors, Haraldar Böðvarssonar & Co., Akranesi, að mótmæla harðlega þeim ólöglegu verkfallsaðgerðum, er viðhafðar voru i gær, þegar félagar í kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness hindruðu að hreinsuð loðnuhrogn væru sett í bráða- birgðaumbúðir til frystingar, geymslu og endurvinnslu. Einnig er harðlega mótmælt hindrun sömu aðila á flutningi á óhreinsuðum loðnuhrognum, er flytja átti upp i Borgarnes um kl. 22.00 í gærkvöldi. Rétt er að taka fram, að konur myndu ekki hafa unnið neitt af þeim störfum, er hér um ræðir. Vér áskiljum oss að sjálfsögðu allan rétt f.h. umbjóð- anda vors, þar á meðal skaðabæt- ur fyrir allt það tjón, er umbjóð- andi vor hefir orðið fyrir eða verður fyrir, haldi hinum ólög- legu verkfallsaðgerðum áfram. Vinnuveitendasamband Islands Olafur Jónsson Barði Friðriksson. Skeyti þetta skýrir afstöðu sambandsins til málsins. Er að Framhald á bls. 27 Straukst Andromeda við Baldur? BREZKA freigátan Andrómeda reyndi f gær að sigla á varðskipið Baldur á Hvalbakssvæðinu. Bald- ur varð að vfkja sér undan og voru varðskipsmenn ekki frá þvf að f eitt skipti hefði skutur Bald- urs strokist við freigátuna þegar varðskipið var að beygja undan. 33 brezkir togarar voru við landið f gær, flestir á Hvalbakssvæðinu og gerðu varðskipin þeim erfitt fyrir við veiðarnar. Brezki togar- inn Aldershot varð t.d. að hffa vörpuna f miklu hasti þegar Oð- inn nálgaðist hann f fyrrinótt og bilaði spil togarans við það. Fór hann til Færeyja, þar sem gert verður við spilið. Aðdragandinn að aðför Andró- medu var sá, að freigátan Naiad var að taka eldsneyti úr birgða- skipi og sigldi samhliða þvf. Bald- ur átti af tilviljun leið þarna um og varð mikið fjaðrafok þegar varðskipið nálgaðist. Kom Andró- meda á vettvang og reyndi að bægja Baldir frá. En lætin urðu slik að Naiad missti af oliuslöng- unni. Veður fór versnandi á miðunum undan Austurlandi í gær og undir kvöldmat voru kom- in 8 vindstig af suð,suð-austri og engir togarar að veiðum. Versn- andi veðri var spáð á þessum slóð- um með kvöldinu. Bókmennta- kynning helguð Ólafi Jóhanni SUNNUDAGINN 7. marz n.k. verður bókmenntakynning, helguð Ölafi Jóhanni Sigurðssyni, f Norræna húsinu á vegum Máls og menningar. Vésteinn Ólason lektor flytur erindi um skáldið og lesið verður úr verkum hans. Lesarar eru: Edda Þórarinsdóttir, Gísli Halldórsson, Karl Guð- mundsson, Þórarinn Guðnason og Þorleifur Hauksson. Kynningin hefst kl. 16. Vilja fella niður skatta af verðlaunum „Fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga, haldinn 25. febrúar 1976, beinir þeim tilmælum til hins háa alþingis að það felli niður opinber gjöld af þeim Norðurlandaverðlaunum, er Is- lendingar hafa hlotið. Bendir fundurinn á fordæmi á þessu sviði, svo sem Nóbelsverðlaun og Sonning-verðlaun." Játuðu 26 inn- brot og þjófnaði EINS OG Morgunblaðið skýrði frá fyrir nokkru, voru þrfr piltar und- ir tvítugu úrskurðaðir I allt að 14 daga gæzluvarðhald i Vestmanna- eyjum grunaðir um þjófnaði. Við yfirheyrslur játuðu piltarnir á sig samtals 26 þjófnaði og innbrot. Voru þetta bæði gömul og ný inn- brot, en fæst þeirra munu hafa verið stórvægileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.