Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 3 Kona fótbrotnaði í um- ferðarslysi í Grindavík Umferðarslys varð í grennd við' Grindavfk á miðvikudag. Til- kynntu þá tæknifræðingar her- stöðvarinnar f Grindavfk lögregl- unni f Grindavfk, að þeir hefðu á leið sinni til vinnu ekið fram á fólksbifreið, sem farið hefði út af veginum á móts við Svartsengi. Ökumaðurinn væri enn I bifreið- inni og virtist slasaður á fæti. Lögreglan fór þegar á vettvang og var bifreiðastjórinn, sem var kona, fluttur í slysadeild Borgar- spitalans. Hafði hún fótbrotnað og kvartaði auk þess undan eymslum í brjóstholi og síðu. Bif- reiðin skemmdist mikið, enda hafði hún kastast á klett og vél bifreiðarinnar gengið aftur undir framsætið, sem jafnframt hafði hrokkið fram við áreksturinn. Ný símaskrá kemur út í apríl: Pappírinn vegur rúmlega 100 tonn NYJA símaskráin er nú i prentun, að sögn ritstjóra hennar, Hafsteins Þorsteinssonar sim- stjóra I Reykjavík. Reiknað er með að stærð hennar verði 6—700 blaðsíður og upplagið rúmlega 90 þúsund eintök. Hafsteinn bjóst við þvi að simaskráin yrði tilbúin til afhendingar fyrri hluta apríl n.k. en smátöf varð á útkomu hennar vegna verkfallsins. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikill kostn- Eskimóar á Grænlandi NORRÆJVA félagið i Hafnarfirði gengst fyrir kvöldvöku í Iðnaðar- mannahúsinu við Linnetsstíg á sunnudagskvöld, og hefst hún kl. 9. A kvöldvökunni talar Haraldur Ólafsson lektor um Eskimóa á Grænlandi, siði þeirra og menn- ingu. aður verður af útgáfunni, en þess má geta, að pappírinn i skrána vegur yfir 100 tonn. A móti kostn- aði fást auglýsingatekjur af bók- inni. Fíkniefnamálið: Höfuðpaurinn laus úr gæzlu FlKNIEFNADÖMSTÓLLINN sleppti i gær Bandaríkjamanni sem setið hefur i gæzluvarðhaldi í tæpa 80 daga á meðan rannsókn hefur farið fram á umfangsmesta fíkniefnasmygli, sem upp hefur komið hérlendis. Maður þessi er höfuðpaurinn i málinu, en þarna er um að ræða smygl á 23—24 kg af fíkniefnum i gegnum Kefla- víkurflugvöll. Megnið af því var hass en einnig var um að ræða marihuana, amfetamín og eitt- hvað smávegis af LSD. Hjónagarðarnir við Suðurgötu. Ljósm. Oi.k.m. Hjónagarðar stúd- enta í notkun í vor FYRSTI áfangi Hjónagarða stúdenta verður tekinn i notkun 1. maf n.k. Hefur Félagsstofnun stúdenta þegar auglvst lausar til leigu þrjátfu fbúðir sem tilbúnar verða í vor. 1 þessum fyrsta áfanga eru 57 íbúðir og verða þær sem eftir eru væntanlega til- búnar 1. okt. n.k. Byggingarframkvæmdir við hjónagarðana hófust 1972. 1 þessum fyrsta áfanga eru 57 fbúð- ir, 53 þeirra eru tveggja her- bergja en fjórar eru fjögra her- bergja. Kostnaður við hjónagarð- ana er nálægt 240 millj. I áætlun sem gerð hefur verið fyrir hjóna- garðana er gert ráð fyrir 180 íbúð- um þ.e. þremur svipuðum húsum, og nú verður tekið i notkun. Þá er i áætluninni gert ráð fyrir gæslu- velli og barnaheimili og verður það verkefni tekið fyrir næst. 1 hverri ibúð eru eldhús og stofa, svefnherbergi og baðher- bergi. Þá eru í stærri íbúðunum barnaherbergi. Einnig eru í ibúð- unum ísskápar, rúm og hillur en ekki húsgögn í stofu. Hrafnkell Thorlacius teiknaði hjónagarðana. Hvað felst í samkomu- laginu um lífeyrinn? HVER verður hækkunin til lff- eyrisþega lífevrissjóða, sem eigi hafa verið verðtryggðir, samkvæmt bráðabirgðasam- komulagi vinnu veitenda og ASI, sem gert var á dögunum? Þessari spurningu er kannski ekki gott að svara og er þvf lffeyrisþegum bent á að spyrj- ast fyrir um réttindi sfn hjá viðkomandi sjóðum. Engu að sfður ætlar Morgunblaðið í stuttu máli að reyna að gera grein fvrir þessu almennt. Fyrsta spurningin er þá: Til hverra nær samkomulagið? Samkomulagið tekur aðeins til fólks, sem hefur náð 70 ára aldri og það verður að vera hætt vinnu, nema það hafi þeg- ar náð 75 ára aldri. Ennfremur verður viðkomandi að hafa unnið frá árinu 1955. I öðru lagi má spyrja: Hver verður lifeyririnn úr Iffeyris- sjóðunum? Lífeyririnn verður á bilinu frá 14.500 krónum á mánuði til 19.000 króna frá og með 1. janúar 1976 og þeir, sem hafa haft lífeyri sem er lægri en þessi, mega búast við hækk- un upp í það mark, sem er á þessu bili. Hækkunin vegna samkomulagsins nemur 84% og áður var lífeyrir, sem fólk fékk samkvæmt lögum nr. 63 frá 1971 á bilinu 8.000 til 10.000 krónur. Þessi lifeyrir verður síðan kauptryggður og fær sömu hækkanir og 2. taxti dags- brúnar. Hækkar þessi lifeyrir hinn 1. júní næstkomandi um 6% og 1.500 króna láglauna- uppbót, þannig að heildar- hækkunin þá verður um 10%. Breytingar verða síðan til hækkunar vegna kauptrygging- ar hinn 1. júní og 1. janúar næstu 2 ár. Hvað um ellilífeyri? Þeir líf- eyrisþegar, sem hér um ræðir fá að auki ellilífeyri sem er um 16.000 krónur frá Trygginga- stofnun ríkisins, þannig að ein- staklingur ætti að fá á bilinu frá 30.000 til 35.000 krónur á mánuði. Er hér eingöngu átt við einhleypinga. Hvað um hjón? Hjón geta bæði notið lífeyrisréttinda hafi bæði unnið eins og að ofan greinir. Að auki fá þau ellilíf- eyri, sem er 80% hærri en elli- lifeyrir einstaklings eða um 29.000 krónur. Sé annað hjóna látið, fær makinn um 60% af lífeyrisgreiðslum sem makinn átti rétt á hefði hann lifað og er það greiðsla á mánuði á bilinu 8.000 til 12.000 krónur. Sá mak- inn hins vegar 67 ára eða eldri, fær hann að auki ellilifeyri frá almannatryggingum, sem er rúmlega 16.000 krónur, en sé konan á bilinu 50 til 67 ára, fær hún ekkjulífeyri í stað elli- launa. Hvað um tekjutrvggingu? Tekjutrygging er fyrir lífeyris- þega, sem engar aðrar tekjur Framhald á bls. 27 Einstaklingur, sem hættir vinnu 70 ára með 15 ára lifeyrisrétt: Áöur kr. Eftir kr. Hækkun Lifeyrissjóður 8.604 15.802 84% Ellilífeyrir 16.946 16.946 0% Tekjutrygging 12.148 12.148 0% Samtals 37.698 44.896 19% Hjón, annað með 15 ára Iffeyrisrétt: Aður Eftir Hækkun kr. kr. Lifeyrissjóður 8.604 15.802 84% Ellilífeyrir 30.503 30.503 0% Tekjutrygging 23.224 23.224 0% Samtals 62.331 69.529 ! 12% Ur leikritinu „Halló krakkar". „Halló krakkar” sýnt að nýju Stolið úr Klúbbnum I FYRRINÖTT var einhverju magni af áfengi stolið á einum barnum í veitingahúsinu Klúbbn- um. Er talið að einn ballgesta kvöldiíf áður hafi viljandi látið loka sig inni í húsinu, og siðan tekið upp iðju sína þegar allir aðrir voru farnir. Málið er í rannsókn. Ýsuflök hœkka um 24% RlKISSTJÓRNIN hefur stað- fest ákvörðun verðlagsnefndar um hækkun á neyzlufiski, en hún fylgir 1 kjölfar hækkunar á almennu fiskverði. Hvert kg af ýsuflökum hækkar úr 204 krónum f 253 krónur eða 24%. Kg af ýsu með haus hækkar úr 91 krónu f 114 krónur eða 25,3%. Hvert kg. af þorsk- flökum hækkar úr 204 krónum f 251 krónu eða 23%. Hvert kg af þorski með haus hækkar úr 91 krónu f 113 krónur eða rétt rúm 25%. LEIKFELAG Hafnarf jarðar byrjar um helgina að sýna leikrit- ið „Halló krakkar" að nýju eftir nokkurt hlé. Verður fyrsta sýn- ingin f Félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 7. marz klukkan 13. Sfðan er áætlað að halda áfram þar sem frá var horfið og sýna um helgar f marz-aprfl f Bæjarbfói í Hafnarfirði, skólum á Reykja- vfkursvæðinu og út um sveitir landsins eftir þvf sem við verður komið og fjárhagur leyfir. Leik- endur eru 6 og leikstjóri Magnús Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.