Morgunblaðið - 06.03.1976, Page 12

Morgunblaðið - 06.03.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976 Getur endurvinnsluíðnaður orðið arðvænlegur hérlendis Sparað erlendan gjaldeyri og aukið atvinnumöguleika? INGOLFUR Jónsson flutti fyrir nokkru tillögu á alþingi um endurvinnsluiðnað — Hér fer á eftir framsöguræða hans, er hann mælti fyrir tillögunni. Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja tillögu til þingsályktunar um endurvinnsluiðnað. Tillagan er flutt til þess að vekja athygli á verkefni, sem þörf er á að sinna. Verði tillagan samþykkt liggur vilji Alþingis fyrir um það, að rannsókn skuli fram fara á því hvort endurvinnsluiðnaður geti orðið arðvænlegur og átt rétt á sér hérlendis. Tiliaga sú, sem hér um ræðir á þskj. 294, er þannig: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta fram fara ítarlega athugun á því hvort endurvinnsluiðnaður i ýmsum greinum gæti orðið arðvænlegur hér á landi, dregið úr gjaldeyriseyðslu og veitt mörgum örugga atvinnu." Miklum verð- mætum verði bjargað Hér á landi fellur mikið til af úrgangi og afgöngum sem mætti nýta Skortur er að verða á ýmsum undirstöðuefnum i heiminum. I kjölfar þess hefur komið ört hækkandi verðlag, sem valdið hefur mikilli röskun og erfiðleikum. Eitt höfuðvandamál heimsins á þessum tímum er hin mikla eyðsla hráefnisbirgða jarðar og stóraukinn kostnaður við að ná til þeirra Hér skulu nefnd nokkur dæmi um áætlaða endingu hráefnisforðabúrs jarðarinnar á ýmsum mikilsverðum hráefnum: Aluminium ................30 ár Eir ......................20 ár Járn .....................90 ár Blý ......................20 ár Nikkel ...................50 ár Tin ......................15 ár Sink .....................16 ár Olía.........................30 ár Það sem hér hefur verið sagt kemur fram í riti, sem Alþjóða- samtök endurvinnsluiðnaðarins gefa út. Aðalmarkmið þeirra sam- taka er að vinna skipulega að þvi að endurunnið hráefni verði sem viðast fyrir hendi. Með því er unnið að því að nauðsynleg undir- stöðuefni, sem ört gengur á, end- ist lengur og að miklum verðmæt- um verði bjargað. Fyrirtæki innan nefndra samtaka vinna að söfnun og vinnslu á eftirtöldum efnum: Brotajárni og stáli, hvers konar málmum, pappir, tuskum, plasti, gúmmí, gleri og fleiri efnum, sem finnast og til falla. Grundvallaratriði endurvinnslu eru stöðug endurnýjun á uppruna mikilvægra hráefna. Hráefni í endurvinnslu þýðir minni orkunotkun. Hráefni í endurvinnslu þýðir minni orku- notkun. Hráefni í endurvinnslu þýðir minni mengunatvandamál og þjónar hugsjón náttúru- verndar. Endurvinnsla þýðir auk- in verðmætaöflun og lengri endingartima hráefnisforða á jörðinni. Áætlun um söfnun og vinnslu brotajárns Hér á landi hefur farið lítið fyrir endurvinnslu. Má þó ætla að fyrr á timum hafi verið betur haldið á en nú. Um síðustu aldamót keyptu nokkrir Ingólfur Jónsson járnsmiðir strandað skip. Ætlunin var að fá nothæft járn til smiða. Einnig munu þeir hafa selt til útflutnings 10—15 tonn af brotajárni. E.t.v. var það fyrsta salan til útlanda á brotajárni á Islandi. Innflutningur á járni til landsins fram eftir öldum var mjög lítill og aðeins 40—50 tonn árlega um 1800. A liðnum tima fer litið fyrir söfnun járns og rnálma, þar til fyrir 25 árum, að fyrirtæki í Reykjavík Sindri h/f byrjaði reglulega söfnun og siðar sundurgreiningu og vinnslu. Hefir þessi starfsemi aukist verulega í seinni tíð. Liggur nú fyrir áætlun um söfnun og vinnslu brotajárns og málma fyrir allt landið. Framkvæmd þessarar áætlunar er þegar hafin að nokkru leyti. Mestur hluti þess hráefnis sem þannig safnast er selt til útflutnings en nokkuð er selt innanlands til járnsteypu- fyrirtækja. Með flokkun og sundurgrein- ingu þess, sem safnast af brota- járni og málmum, hefir fengist mun hærra verð en áður var, þegar hráefnið var selt óflokkað. Hefir Sindri h/f haft virðingar- verða forgöngu í þessu máli að undanförnu. Vrnsir fleiri aðilar hafa fengist við járn og málm- söfnun um árabil en i litlum mæli, sé miðað við þann aðila, sem áður er nefndur. Gjaldeyrissparnaður og auknir atvinnu- möguleikar Skilgreining á hugtakinu endurvinnsla er sú, að breyta úrgangsefni i vinnsluhæft hráefni og ennfremur fullvinnsla iðnaðarframleiðslu úr þeim efnum. Það er nauðsynlegt að áfram verði unnið að söfnun járns, málma og annarra hráefna, sem gætu orðið undirstaða að mikilli verðmætaaukningu og nýjum atvinnugreinum i landinu. Islendingar eru fátækir af hrá- efnum til iðnaðar. Það liggur í augum uppi, að hér á landi muni endurvinnsluiðnaður gegna margþættu hlutverki m.a. spara erlendan gjaldeyri og auka atvinnumöguleika fjölda fólks. Hráefnin eru upphaflega keypt erlendis frá og ætti það því að vera enn þýðingarmeira fyrir Islendinga en aðrar þjóðir sem hafa undirstöðuefnin í landinu að safna saman og nýta það, sem hæft er til endurvinnslu. I landi allsnægtanna, Svíþjóð, og víðar er margs konar endurvinnsluiðnaður kominn á hátt stig. Má m.a. nefna pappfr, brotajárn, gúmm o.fl. Við endurvinnslu járns og málma þarf miklu minni orku heldur en við frumvinnslu. Með stórauknum orkukostnaði i seinni tíð mun sá þáttur i framleiðslunni gera hlut endurvinnslunnar enn betri í samanburði við frumvinnsluna. Aukinn áhugi Ahugi manna hér á landi fyrir ýmiss konar iðnaðarframleiðslu hefur farið vaxandi undanfarin ár. Skilningur fyrir möguleikum á endurvinnsluiðnaði eykst með fræðslu og upplýsingum á þvi sviði, sem er nú orðin þýðingarmikil atvinnugrein í nágrannalöndunum og viðar. Áhugi manna hér á landi hefir komið fram m.a í því að stofnuð hafa verið félög áhugamanna um endurvinnsluiðnað. Stálfélagið h/f er dæmi um þetta. Það var stofnað fyrir fáum árum af 60 áhugamönnum til þess að athuga grundvöll fyrir því að stofnsett yrði hér á landi fyrirtæki sem safnaði og bræddi allt brotajárn, sem til félli árlega. Ætlunin er að valsa úr því steypustyrktarstál og spara þannig gjaldeyri, sem eytt er vegna innflutnings á steypustyrktarjárni, sem nú er mjög dýrt. Gert er ráð fyrir að árlega falii til allt að 15 þús. tonn af brotajárni og aukist á næstu árum í 20 þús. tonn. Stærstu brotajárnsgjafar eru smiðaefni, plötur, prófílar, vinnuvélar, skip og bifreiðar. Stálfélagið h/f hefur látið gera áætlun um stofn- og rekstrarkostnað fyrir járnbræðslu. Ekki er enn vitað, hvenær eða hvort af framkvæmdum verður. Vegna mikilla verðbreytinga og af öðrum ástæðum mun fyrri áætlun verða endurskoðuð Sviar hafa mikið af undirstöðuefnum til iðnaðar í landinu. Eigi að síður leggja þeir mikið kapp á endurvinnsluiðnað. Arið 1974 var endurvinnsla á pappír í Svíþjóð 500 þús. smálestir eða ca. 28% af hráefnisþörf pappírsiðnaðarins í Svíþjóð það ár. Endurvinnsla járns í Sviþjóð 1974 var 800 þús. tonn, innflutningur var það ár ca 337 þús. tonn en nærri 50% þess hráefnis sem Svíar nota til stálframleiðslu sinnar er brotajárn. Svíar leggja mikið kapp á, að ná til endurvinnslu enn stærri hluta af því úrgangsefni, sem til fellur. Kemur það skýrt fram í nýrri orku- og iðnaðaráætlun Svía sem lögð var fram á síðasta ári. Tilraunir gerðar hér Hér á landi var eitt sinn gerð tilraun til rekstrar papp>- írsverksmiðju með úrgangs- pappír sem hráefni. Rekst- ur þessi lagðist niður þar sem hann skilaði ekki arði. Nokkuð hefur þó verið endurunnið af pappir í landinu og það selt sem hráefni úr la'ndi. Glerúrgangur var nýttur hér fyrir nokkrum Framhald á bls. 18 Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Hraðskreið skip til gæzlu- starfa — leigð eða keypt ÞINGMENNIRNIR Guðlaugur Glslason (S) og Oddur Ólafsson (S) hafa iagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um efiingu Landheigisgæzlunnar. Tillagan gerir ráð fyrir að í sambandi við áætlun um eflingu Landhelgisgæzlunnar verði sérstaklega athugað um leigu eða kaup á einu eða tveimur hraðskreiðum skipum erlendis frá til gæzlustarfa. I greinargerð tillögunnar taka flutningsmenn fram að þegar talað sé um leigu eða kaup á hraðskreiðu skipi eða skipum til gæzlustarfa sé átt við skip af minni gerð með 35 — 40 sjómilna ganghraða Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar Guðlaugur Gíslason, mælti fyr- ir henni á fundi sameinaðs Al- þingis s.l. þriðjudag. Guðlaugur lýsti í upphafi tíllögunni og tók fram að ýmislegt hefði gerzt síðan tillagan var lögð fram og minnti á fréttir um löndum Breta á smá- fiski og veiðar á friðaða svæðinu. Síðan sagði þingmaðurinn orð- rétt: „Eftir að Islendingar hafa slitið stjórnmálasambandinu við Breta hefur deilan við þá færzt á nýtt stig og harðnað verulega eins og kunnugt er. Segja má að þorskastríðið svokallaða sé einn sérkennilegasti sjóhernaður, sem háður hefur verið. Báðir aðilar beita vopnuðum skipum, þó Bretar hafi þar mikla yfirburði, en vonandi kemur ekki til að skoti verði hleypt af. Islendingar hljóta að meta aðstöðu sína í samræmi við þetta og einbeita sér að því að finna leiðir til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar þeirra innan 200 milna markanna, jafnt á hinum friðuðu svæðum sem annars staðar með þeim tækjum, sem þeir hafa yfir að ráða og þeim tækjum sem þeir kunna að geta aflað sér og sem líklegust geta talizt til árangurs. Islenzka þjóðin veit öll og viðurkennir, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar hafa unnið þrekvirki við að verja landhelgina og tefja fyrir og draga úr veiðum Breta innan fiskveiðimarkanna Hafa störf Landhelgisgæzlunnar vakið óskipta athygli, bæði innanlands og utan — og alveg sérstaklega vegna þess, að öllum sem til þekkja, er ljós hinn geysilegi styrkleikamunur, sem er á herskipum Breta, sem á Islandsmið hafa verið send og skipum Landhelgisgæzlunnar. Verður ekki annað séð en að aðeins vanti herzlumuninn á, að íslenzku varðskipin hafi tök á að koma í veg fyrir veiðar Breta ár Islandsmiðum með þeim takmarkaða skipastól, sem gæzlan hefur yfir að ráða Er því mjög eðlilegt, að Islendingar yfirvegi mjög vel með hvaða hætti aðstaða Landhelgisgæzlunnar verði bætt svo að hún geti náð því marki, sem að er stefnt, að koma alveg í veg fyrir veiðar Breta innan 200 milna markanna. I fyrsta lagi kemur til greina að fjölga skipum gæzlunnar með leigu á innlendum skipum, sem tii þess þykja henta. Sá galli verður að teljast á þessari leið, að ekki er hér úr að velja nema skipum, sem hafa minni ganghraða en beztu skip gæzlunnar og mun minni garghraða en brezku freigáturnar. Vitað er að Bretar geta mætt slíkri aukningu á skipastól gæzlunnar með því að senda enn fleiri herskip sem þeir eiga nóg af hingað á Islandsmið, og geta þeir þannig jafnað leikinn á ný með fleiri skipum frá sér, því engin ástæða er til að ætla, að þeir horfi neitt í kostnað í þessu sambandi, ef þeir ætla að halda átökunum áfram. Önnur leið, sem einnig hefur verið mikið rædd, er sú sem tillagan, sem hér er til umræðu, gerir ráð fyrir, að fengin verði á leigu eða keypt erlendis frá eitt eða tvö hraðskreið skip til aukningar skipastól Landhelgis- gæzlunnar. Stærð og gerð slíkra skipa yrði að sjálfsögðu að ákvarðast i samráði við ráðamenn Landhelgisgæzlunnar. Af þeirri reynslu sem þegar er fengin, er auðsætt, að það vopn sem Islendingar geta beitt með mestum árangri eru klippur varðskipanna. Telja flm. tillögunnar, að ef hægt væri að útvega hraðskreið skip — og eiga flm. þá við skip, sem gengju nokkuð meira en brezku freigáturnar eða að minnsta kosti 35 til 40 sjómílur og vel hentuðu í þessu sambandi — að þá mætti ná enn meiri árangri en áður með klippum varðskipanna og gæti það orðið til þess, að skipstjórnarmenn á hinum brezku togurum — hreinlega treystu sér ekki til að stunda veiðar hér á Islandsmiðum við þær aðstæður. Það er þetta, sem liggur á bak við flutning tillögu okkar háttv. 2. þm. Reyknesinga — um að sérstaklega verði athugað með leigu eða kaup á hraðskreiðum skipum erlendis frá í sambandi við eflingu Landhelgisgæzlunn- ar.“ Þessu næst vék Guðlaugur að umræður.sem fram hefður farið áAlþingi um landhelgismálið og sagðist ekki telja þörf á að bæta miklu við þær umræður en hvatti til þess að athugað yrði með að létta álagi af áhöfnum varðskipanna með ráðningu fleiri starfsmanna til að sinna verkefnum Landhelgisgæzlunnar. Að lokum sagði þingmaðurinn: „Eg tel, að aðeins beri að skoða tillögu þá, sem hér er til umræðu, sem viljayfirlýsingu Alþingis í sambandi við áætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu Landhelgisgæzlunnar — og hefi því ekki gert tillögu um að henni verði vísað til nefndar — en legg það á vald hæstvirts forseta að ákveða hvort slikt sé nauðsynlegt." Að lokinni framsöguræðu Guðlaugs tók Sigurlaug Bjarnadóttir (S) til máls og lýsti fylgi sínu við tillöguna og tók sérstaklega undir orð Guðlaugs um að létta yrði áiagi af áhöfnum varðskipanna. Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra, tók þátt í þessum umræðum í fjarveru dómsmálaráðherra og ræddi nokkuð afskipti ríkisstjórnar- innar af þessu máli og sagði að innan tíðar mætti vænta niður- stöðu af könnun dómsmálaráð- herra og fjármálaráðherra á möguleikum til að bæta skipakost Landhelgisgæzlunnar. Að lokum tók Oddur Olafsson (S) til máls og ræddi nokkuð um verkefni Landhelgisgæzlunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.